Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 1
48 síður með 8 síðna íþróttablaði 23. tbl. 67. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Andrei Sakharov: „Ég er reiðubúinn að standa fyrir máli mínu" Sovéskir hermenn leita vars bak við herjeppa eftir að afganskur upp- reisnarmaður hafði skotið félaga þeirra til bana, — við öllu búnir og munda rifflum sínum. Simamynd AP. Moskvu. 28. janúar. AP. NÓBELSVERÐLAUNAHAFINN og andófsmaðurinn Andrei Sakharov gaf í dag út sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann var handtekinn og sendur til borgarinnar Gorky á bökkum Volgu. Það var kona hans, Yelena Bonner, sem las yfirlýsingu Sakharovs í Moskvu fyrir vestræna fréttamenn. „Aðgerðir sovéskra stjórnvalda eru gróft brot á réttindum minum til þess að taka við og miðla uppiýingum,“ sagði Sakharov í yfirlýsingu sinni. Og hann hélt áfram: „Sovésk yfirvöld reyna að milda almenningsálitið í heiminum með því að segja, að ég sinni áfram visindastörfum mínum og að ekki séu bornar á mig glæpsamlegar sakir. En ég er reiðubúinn að standa fyrir máii minu fyrir opnum réttarhöidum. Ég mótmæli því að vera settur í einangrun. Ég krefst réttar míns til þess að fá að halda fram sannfæringu minni.“ Yelena Bonner sagði við frétta- menn að hún hefði samið yfirlýsingu manns síns eftir fyrirmælum hans í Gorky. Þau hefðu óttast að öll skjöl, sem hún hefði á brott frá Gorky yrðu tekin af henni. En hún bætti við: „Ég óttast að þessi yfirlýsing í dag verði hin síðasta." Hún sagðist efast um að hún fengi að lesa fleiri slíkar en skýrði það ekki nánar. Hún sagði að Sakharov væri meinað að fara út fyrir borgarmörk Gorky; honum væri meinað að hitta útlend- inga og „glæpamenn“, meinað að skrifa bréf og hringja úr landi. Þá væri honum gert að tilkynna' sig þrisvar á mánuði til yfirvalda. í yfirlýsingu sinni sagði Sakharov Anwar Sadat Egyptalandsforseti: „Þekkið vini ykkar44 Kairó. 28. janúar. AP. í tÍIefllÍ fæðÍBgar MÚ- ANWAR Sadat, forseti Eg- hammeðs spámanns. Hann yptalands, hélt í dag ræðu hvatti Araba til að þekkja vini sína, eins og hann orðaði það og sagði að Bandaríkin væru helsta von friðar í Mið-Austur- löndum. „Öryggi Araba er í Washington,“ sagði Sa- dat. Hann gagnrýndi leiðtoga Araba harðlega og sagði: „Er það ekki kaldhæðni örlaganna, að um leið og þeir saka Washington um óvináttu þá merja sovéskir skriðdrekar konur og börn í Afganistan. Þetta ætti að kenna Aröbum að þekkja vini frá óvinum." Sadat hét Bandaríkja- mönnum aðstoð í formi bæki- stöðva er Sovétríkin eða erlend ríki ógnuðu Arabaríki. Hann gagnrýndi Araba harðlega fyrir andstöðu við friðarsamninga við Khomeini i hjólastól — trúarleið- ísrael en sagðist mundu ótrauður toginn var í dag fluttur úr halda áfram að finna lausn á hjartadeild sjúkrahússins i Te- deilumálum ísraels og Egypta- heran á almenna deild í sjúkra- lands. hÚSÍnU. Símamynd AP. að hann teldi, að fordæming hans á innrásinni í Afganistan væri megin- ástæðan fyrir ofsóknunum á hendur sér nú. „Ofsóknir á hendur mér eru hertar þegar ástand alþjóðamála er sérlega viðsjárvert og þegar ofsóknir á hendur öðrum andófsmönnum í Sovétríkjunum hafa aukist,“ sagði hann. Hann kenndi sovéskum stjórnvöldum viðsjárvert ástand al- þjóðamála. í því sambandi tiltók hann Mið-Austurlönd, Kúbu, Afríku, íran og innrásina í Afganistan, þar sem „sovéskir hermenn heyja misk- unnarlaust stríð á hendur afgönsku þjóðinni". Aðgerðirnar gegn Sakharov gefa sovéskum yfirvöldum frjálsar hendur gegn öðrum andófsmönnum Hann sagði að ofsóknirnar nú á hendur sér væru til að þagga niður í sér og gæfu sovéskum yfirvöldum frjálsar hendur til að ofsækja and- ófsmenn í landinu án þess að umheimurinn fengi fréttir af þeim. Hann nefndi 10 nöfn manna, sem sovésk yfirvöld hefðu handtekið upp á síðkastið. Yelena Bonner sagði áð hin skyndilega útlegð hefði bitnað á heilsu manns hennar og hann tæki nú meira af lyfjum vegna hjarta- sjúkdóms síns. Hún sagði að fara yrði allt aftur til Stalínstímabilsins til að finna fordæmi fyrir svipuðum aðgerðum og gegn Sakharov nú, þar sem hann hefði verið sendur í útlegð innanlands án dóms. N íðingslegt br ot á alþjóðalögum Innrás Sovétmanna í Afganistan harðlega utanríkisráðherra múhameðstrúarríkja Islamahad. 28. janúar. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRAR mú hameöstrúarríkja fordæmdu í kvöld harðlega innrás Sovétríkj- anna i Afganistan og kölluðu hana „níðingslegt brot“ á al- þjóðalögum. Ráðherrar rikjanna 34 ráku Afganistan úr samtökum Sendiráði Kanada í Teheran lokað Ottawa, Teheran, 28. janúar. AP. KANADÍSKA stjórnin tilkynnti í kvöld að sendiráði landsins i Teheran hefði verið lokað um óákveðinn tíma. Sendiherrann, Ken Taylor, hefði farið frá Teher- an í morgun og 50 starfsmenn sendiráðsins leitað til ný-sjá- lenska sendiráðsins. Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Ottawa sagði að sendiráðinu hefði verið lokað, þar eð starfsmenn þess hefðu ekki getað unnið störf sín eðlilega vegna hins slæma ástands í borginni. íranska stjórnin hefði ckki getað tryggt sendiráðsmönnunum eðlilega vernd. Hann sagði að lokun sendiráðsins þýddi ekki að Kan- ada væri að rjúfa stjórnmálasam- band við íran. Abol Hassan Bani-Sadr hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í forsetakosningum í íran. Talningu atkvæða lauk í kvöld. Bani-Sadr hlaut rétt um 10,7 milljónir at- kvæða. Alls kusu liðlega 14 milljón- ir manna, en 22 milljónir voru á kjörskrá. Næstur að atkvæðum var Ahmad Madani, flotaforingi með 2,2 milljónir atkvæða. Mennta- málaráðherrann Hassan Habibi hlaut tæplega 700 þúsund atkvæði. Bani-Sadr sagði í dag í viðtali að írönum stafaði nú mest hætta af Sovétmönnum. „Sovéskir hermenn eru við þröskuld okkar,“ sagði hann, og bætti við: „Ef þeim tekst að komast að Persaflóa þá ráða þeir ekki aðeins Iran heldur öllum Mið-Austurlöndum og Indlands- skaga.“ Hann sagði að íranir myndu styðja við bakið á afgönsk- um uppreisnarmönnum með vopnasendingum og fjárhagsstuðn- ingi. Þá sagði Sadr að auðvelt væri að finna lausn á framsali bandarísku gíslanna í Teheran. „Bandarísk stjórnvöld verða að viðurkenna glæpi keisarastjórnarinnar, sem ríkti með stuðningi þeirra. Þá verða þeir að viðurkenna rétt okkar til að hefja undirbúning málshöfð- unar gegn keisaranum og stuðn- ingsmönnum hans.“ fordæmd á fundi múhameðstrúarríkja. í yfirlýs- ingu fundarins er krafist „tafar- lausrar og skilyrðislausrar brott- farar allra sovéskra hermanna af afgönsku landi“. Þá hvetja ráð- herrarnir öll ríki heims til að stuðla að brottflutningi sovéskra hermanna með öllum ráðum. Sex fylkingar uppreisnarmanna tilkynntu í Islamabad að myndað hefði verið bandalag til að berjast gegn sovéska innrásarhernum. Markmiðið væri að samstilla krafta uppreisnarmanna, svo að sovéskir hermenn yrðu hraktir frá landinu. I v-þýzka tímaritinu Stern var í gær viðtal við tvo háttsetta sovéska embættismenn. Þeir lýstu því yfir að sovéskir hermenn yrðu í landinu þar til allri „utanaðkomandi hættu“ hefði verið bægt frá. Þeir ítrekuðu skýringar um, að Sovétmenn hefðu verið beðn'ir að skerast í leikinn í landinu. Varnarmálaráð- herra Afganistans, Mohammad Rafi, sagði í viðtali við austur- evrópska blaðamenn í dag, að engir afganskir hermenn hefðu hlaupist undan merkjum, og afg- anskir hermenn væru þakklátir Sovétmönnum fyrir hjálpii^.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.