Morgunblaðið - 29.01.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980
23
w
i
Valur hafði betur
í framlengingunni
Það skortir ekki spennuna
þegar Valur og ÍR mætast í
úrvalsdeildinni i körfuknattleik.
Liðin hafa tvisvar mætzt á leik-
vellinum nú í vetur og í bæði
skiptin hefur orðið að framlengja
til þess að fá úrslit. Og í bæði
skiptin hafa Valsmenn verið
sterkari i framlengingunni og
tryggt sér sigur. Leik liðanna í
Hagaskóianum á sunnudaginn
lauk með sigri Vals, 105:100, eftir
að staðan hafði verið jöfn, 89:89,
þegar venjulegur leiktími var
liðinn.
Annars má það stórfurðulegt
heita að koma þurfti til framleng-
ingar því að Valsmenn höfðu
lengst af umtalsverða yfirburði og
lengi örugga forystu í leiknum.
Þannig var staðan orðin 77:57
þegar rúmar 10 mínútur voru til
loka leiksins, 20 stiga munur og
stefndi í stórsigur Valsmanna. En
upp úr því urðu kaflaskipti í
leiknum og næstu 67 mínúturnar
gekk hvorki né rak hjá Vals-
mönnum á sama tíma og ÍR-ingar
léku stórvel og staðan var orðin
83:83 þegar þrjár mínutur voru til
leiksloka. IR-ingarnir höfðu sem
sagt skorað 26 stig á sama tíma og
Valsmenn skoraðu aðeins 6 stig.
Ótrúlegar sveiflur þetta. Síðustu
þrjár mínúturnar voru æsispenn-
andi. Valsmenn voru ætíð fyrri til
að skora en ÍR-ingar jöfnuðu
metin jafnharðan og fimm sek-
úndum fyrir leikslok skoraði Jón
Jörundsson 89. stigið með glæsi-
legri körfu og því þurfti að
framlengja.
I framlengingunni voru Vals-
menn miklu ákveðnari og enginn
-,r105:100
var þá betri en Tim Dwyer og
Valsmenn unnu því sigur í leikn-
um 105:100. Þeir eru því áfram í
efsta sætinu ásamt KR en með
þessum úrslitum fauk sá veiki
möguleiki ÍR-inga að þeir blönd-
uðu sér í baráttuna um Islands-
meistaratitilinn.
Um fyrri hálfleikinn er það að
segja, að Valsmenn settu í
hraðgírinn strax í upphafi og náðu
þá góðri forystu, staðan var t.d.
orðin 19:6 eftir örfáar mínútur.
Beittu Valsmenn mjög hraðaupp-
hlaupum framan af leiknum sem
IR-ingar réðu illa við. Staðan í
hálfleik var 56:42 og lengi vel í
seinni hálfleik héldu Valsmenn
sínu striki og voru menn jafnvel
farnir að spá því að þeim tækist
að skora 115:120 stig í leiknum. En
þá fór allt í baklás og minnstu
munaði að ÍR hirti bæði stigin.
Valsmenn léku þennan leik
mjög vel nema ef undan er skilinn
kaflinn í s.h. sem áður ér minnst
á. Þeir léku vörnina vel og sömu-
leiðis sóknarleikinn og hittnin var
góð. Kristján Agústsson var
hreint óstöðvandi framan af og
kom það talsvert á óvart að
honum skyldi haldið svo lengi
utan vallar sem raun bar vitni. Þá
áttu Ríkharður Hrafnkelsson og
Torfi Magnússon mjög góðan leik
og Þórir hitti vel, sérstaklega í
framlengingunni. Þá er ástæða til
að geta góðrar frammistöðu Jóns
Steingrímssonar, sem er í mikilli
framför.
Lítið bar á Tim Dwyer en hann
sannaði það í framlengingunni
hversu góður leikmaður hann er.
Hjá IR voru þeir Kristinn Jör-
undsson og Mark Christiansen
beztir, Jón Jörundsson átti einnig
mjög góðan leik og athygli vakti
frammistaða tveggja leikmanna,
sem að öllu jöfnu fá lítið að vera
með, Sigurðar Bjarnasonar og
Sigmars Karlssonar.
Stig Vals: Kristján Ágústsson
26, Tim Dwyer 18, Ríkharður
Hrafnkelsson 17, Þórður Magn-
ússon 14, Torfi Magnússon 13,
Jóhannes Magnússon 7, Jón
Steingrímsson 6, Sigurður Hjör-
leifsson 4.
Stig ÍR Mark Christiansen 27,
Kristinn Jörundsson 23, Jón Jör-
undsson 17, Sigurður Bjarnason
12, Sigmar Karlsson 7, Stefán
Kristjánsson 6, Kolbeinn Krist-
insson 4, Jón Indriðason 4.
Dómarar voru Jón Otti og
Hilmar Victorsson. Þeir sýndu
tveimur mönnum gult spjald,
Kolbeini Kristinssyni og Tim
Dwyer. Þeir hefðu átt að sýna
Dwyer rauða spjaldið í leikslok
þegar hann gerði sig líklegan til
þess að grýta boltanum í Kristin
Jörundsson og kallaði tii hans
ókvæðisorðum. Var framkoma
hans sannarlega ekki til fyrir-
myndar en því miður er þetta
ekki einsdæmi þegar hann á i
hlut.
- SS.
KR í kröppum dansi á
móti frískum Frömurum
KR-INGAR lentu í kröppum
dansi gegn Fram í úrvalsdeild-
inni á laugardag, en höfðu þó
sigur að lokum, 85:83. Síðustu
tveir leikir Framara hafa verið
miklir „móralskir“ sigrar fyrir
leikmenn iiðsins, þó svo að stig
hafi ekki bætzt í safnið. Liðið
hefur leikið vel og baráttan verið
til fyrirmyndar. KR-ingar voru
ekki alveg í essinu sínu í þessum
leik, en hörðustu stuðningsmenn
liðsins voru þó allan tímann
sannfærðir um sigur sinna
manna.
Stórsigur
Þær voru fastar fyrir Pórsstúlk-
urnar er þær mættu liði Grinda-
víkur í 1. deildarkeppninni í
handbolta á laugardaginn. Góð
byrjun Þórs stúlknanna. en þær
skoruðu sex fyrstu mörkin, benti
til þess sem verða vildi, stórsig-
urs Þórs, 28—13, yfir slöku liði
Grindavíkur. Harpa Sigurðar-
dóttir, Þór, sýndi frábært öryggi
í vítaköstum, tók ellefu víti og
skoraði úr þeim öllum og tvö
mörk að auki. svo segja má að
hún hafi verið jafnoki Grinda-
víkurliðsins hvað markaskorun
snertir.
Þórsstúlkurnar tóku leikinn
strax í sínar hendur. Harpa var
iðin við að skora úr vítaköstum og
Dýrfinna Torfadóttir ásamt
Magneu Friðriksdóttur drifu spil
Þórsliðsins áfram. Grindavíkur-
liðið átti ekkert svar, um miðjan
hálfleikinn var staðan 9—3 Þór í
vil og í leikhléi var staðan orðin
16—7. Seinni hálfleikurinn þróað1
KR — Fram
85 — 83
Fram var alltaf yfir í fyrri
hálfleiknum, en munurinn var þó
aldrei neitt sem máli skipti. í
leikhléi var staðan 43:43. Baráttan
hélt áfram í seinni hálfleiknum,
KR komst fljótlega yfir, en Fram
tók síðan góðan kipp og komst á
ný yfir, en næstu mínútur skiptust
liðin á um forystuna. Þegar um 6
Þórs
ist með svipuðum hætti, leikur
kattarins að músinni, og er yfir
lauk höfðu Þórsstúlkurnar yfir-
burðastöðu, 28—13. Leikurinn var
ekki beint fyrir augað, til þess
hefði þurft jafnari andstæðinga.
Hjá Þór áttu þær Harpa, Dýr-
finna og Magnea hvað bestan leik,
einnig varði Kristín Ólafsdóttir
oft vel og er að öðlast leikreynslu.
Grindavíkurliðið á greinilega
langt í land ef ekki verður breyt-
ing á, Sjöfn Ágústsdóttir og Hild-
ur Gunnarsdóttir áttu bestan leik
þeirra að þessu sinni, en dugði
skammt.
Mtirk Þórs: Ilarpa Siiriiröardóttir 13 (11 v).
Dýrlinna Torfadóttir 7. Maxnra Frióriks-
dóttir 6. og Valdís Hallxrimsdóttir og
Þórunn Sixurðardóttir eitt mark hvor.
Mórk Grindavikur: Sjöfn Átrústsdóttir 6 (1
v), Ilildur Gunnarsdóttir 1 (2 v). Kristóiína
Ólafsdóttir 1. liiKunn Jónsdóttir 1. Svanhild-
ur Karlsdóttir 1 mark.
Dómarar leiksins voru Jón Hensley ok
Ólafur Ilaraldsson oií Kerðu þeir honum KÓð
skil.
RÞ.
mínútur voru eftir var staðan
74:71 fyrir Fram, er KR-ingar
tóku góðan endasprett, skoruðu 4
körfur í röð og staðan orðin 79:74.
Eftir það varð bilið ekki brúað þó
Framarar berðust hetjulega, en
kannski meira af kappi en forsjá,
lokatölur urðu 85:83.
Marvin Jackson átti stórleik með
KR að þessu sinni og skoraði 39
stig. Aðrir leikmenn liðsins voru
með rólegra móti, nema þá helzt
Garðar og Geir. Jón Sigurðsson
var t.d. óvenju rólegur, en að vísu
notar maður annan mælikvarða á
hann en flesta aðra leikmenn.
Nokkrir forystumenn körfuknatt-
leiks í KR sátu þétt við hliðarlínu
vallarins að þessu sinni og höfðu
sig mjög í frammi — eðlilega.
Fannst undirrituðum furðulegt, að
dómarar skyldu ekki vísa þeim í
áhorfendastæðin þar sem þeir
eiga að vera, framkvæmdaaðilar
ættu að sjá um að í keppnissalnum
séu ekki aðrir en þar eiga að vera.
Símon Ólafsson var beztur
Framara, en hittnin hefur oft
verið betri, Shouse gerði marga
hluti stórkostlega fyrir áhorfend-
ur og væri Framliðið enn betra ef
hittni kappans væri í samræmi við
aðra getu hans. Það var áfall fyrir
STIG KR: Jackson 41, Geir Þorst-
einsson 14, Garðar Jóhannsson 10,
Jón Sigurðsson 8, Ágúst Líndal 6,
Árni Guðmundsson 4, Birgir Guð-
björnsson 2.
STIG Fram: Símon Ólafsson 27,
Danny Shouse 23, Ómar Þráinsson
12, Þorvaldur Geirsson 7, Björn
Jónsson 6, Hilmar Gunnarsson 4,
Guðmundur Hallsteinsson 2,
Björn Magnússon 2.
DÓMARAR: Ingi Gunnarsson og
Kristbjörn Albertsson. — áij.
• Stefán Kristjánsson gnæfir yfir Valsvörnina og lætur skotið ríða af.
Ljósm. Kristján.
Haukasigur eftir
framlengdan leik
HAUKAR slógu Fram út úr
bikarkeppni HSÍ á sunnudags-
kvöldið og hefur Fram því enn
ekki tekist að sigra það sem af er
keppnistímabilinu og er það allt
annað gengi en liðinu var spáð i
upphafi keppnistimabilsins.
Það var jafnt eftir venjulegan
leiktíma, 14—24, en í framlenging-
unni tókst Haukum að merja
sigur, 31—28. Birgir Jóhannesson
var markhæstur Framara með sex
mörk, en fimm mörk hvor skoruðu
þeir Atli Hilmarsson og Hannes
Leifsson. Hörður Harðarson var
markhæstur Hauka með 8 mörk,
en Hörður Sigmarsson, sem lék
með Haukum eftir langt hlé, kom
einnig vel frá leiknum, skoraði 5
mörk og hafði greinilega litlu
gleymt. Má nú kannski fara að
reikna með því að Haukarnir sýni
sitt rétta andlit, þar sem Hörður
Harðarson virðist vera að ná sér á
strik og ekki síst við endurkomu
Harðar Sigmars.
Feyenoord sótti
en PSV skoraði
ELSTU menn muna varla hvenær
Feyenoord tapaði síðast á heima-
velli en um helgina gerðist sá
fátíði atburður. PSV kom í heim-
sókn, Feyenoord sótti og sótti, en
PSV skoraði og skoraði. PSV
sigraði 3—0 og skoraði Paul
Posthuma öll mörkin. Miðað við
gang leiksins eru lokatölurnar
hlægilegar og það segir meira en
mörg orð, að Feyenoord fékk 21
hornspyrnu í leiknum gegn 2 sem
PSV fékk. Annars urðu úrslit í
Hollandi sem hér segir.
AZ ’67 Alkmaar — Den Haag 2—1
Haarlem — Sparta 5—3
FC Utrecht — MVV Maastricht
2-0
Feyenoord — PSV Eindhoven 0—3
Roda JC — Nec Nijmegen 2—0
Öðrum leikjum var frestað.
Þrátt fyrir að Pétur skoraði
ekki mark að þessu sinni, dró Kees
Kist ekkert á hann í markaskor-
uninni. Alkmaar sigraði að vísu í
sínum leik, en það var Austur-
ríkismaðurinn Kurt Wezl sem
skoraði bæði mörk Alkmaars. Það
lið, sem mest hefur komið á óvart
í Hollandi, FC Utrecht, vann hins
vegar góðan sigur gegn MVV
Maastricht. Leo Van Veen og Ton
De Kruik skoruðu mörk liðsins.
Staðan í Hollandi er nú þessi:
Ajax 19 15 2 2 51-19 32
Feyenoord 20 10 8 2 38—18 28
AZ’67 Alkmaar
19 12 4 3 39-18 28
PSV Eindhoven
20 9 6 5 39-24 24
FE Utrecht 20 9 6 5 30—23 24
Roda JC 20 10 3 7 30-26 23
Excelsior 19 8 5 6 33—34 21
FC Den Haag
19 6 7 6 23-25 19
FC Twente 19 7 5 7 23-27 19
Go Ahead Eagles
18 7 4 7 29-24 18
Willem II 19 5 7 7 22-37 17
Pec Zwolle 19 5 5 9 20-26 15
HVV Maastricht
20
Haarlem 20
Vitesse Arnhem
19
Sparta 19
Nec Nijmogen
19
Nac Breda 18
8 24-32 15
9 26-40 15
9 22-35 14
11 27-35 13
12 19-32 12
11 12-32 9