Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 39 læknir, en hún hélt heimili með móður sinni og móðursystur, Maríu og hefur annast þær af mikilli þolinmæði og kærleika. Auður veiktist nokkru fyrir jól og var nánast skilin við, en það bráði af henni og er hún komst aftur til vitundar, þá hafði hún orð á því, að það hefði verið mesta óráð hjá forsjóninni að hún skyldi ekki fá að deyja, þegar kallið var í raun réttri komið að hennar mati. Eitt það síðasta sem hún ritaði í dagbók sína, voru þessi bænarorð: „Þess bið ég góðan guð, að hann forði mér frá því að verða að aumingja öðrum til byrði.“ Auði varð að ósk sinni, hún hélt and- legri hreysti fram á síðustu stund og dauðastríð hennar var stutt. Hún hafði lifað vammlausu lífi, miðlað kærleika og velvild. Mér er næst að halda, að hún hafi lokið dagbók sinni á þann hátt, sem hún hefði helst kosið — með punkti á nákvæmlega réttum stað. — Þannig var allt, sem hún tókst á hendur. Gunnlaugur Þórðarson. í dag kveðjum við tengdamóður mína, Auði Víðis Jónsdóttur, en hún lést sunnudaginn 20. janúar s.l., 87 ára að aldri. Hún hafði verið óvenju heilsuhraust mest alla ævi, en nú var líkamlegt þrek hennar á þrotum, og hún vissi að kallið gat komið hvenær sem var. Því var hún þakklát hvíldinni, ævistarfi hennar var lokið og dauðinn var henni ekki óvelkominn gestur heldur líkn. Fædd 16. september 1932 Dáin 18. janúar 1980. SUMARIÐ 1966 kom ég til Seyðis- fjarðar í fremur erfiðum erinda- gjörðum og þekkti nær engan. Meðal fyrstu manna, sem ég hitti þar, var Guðlaugur Jónsson, kaup- maður, og bauð hann mér þegar heim til sín, enda snerti erindi mitt m.a. atvinnustarfsemi hans. Þá sá ég fyrst Erlu frændkonu mína. Þau hjón Erla og Guðlaugur tóku mér af slíkri vinsemd og hlýju að ekki fyrnist. Leið mér strax vel á heimili þeirra og áhyggjur hurfu sem dögg fyrir sólu. Eg fann, að þarna var ég staddur meðal trausts mannkosta- fólks og ekki lengur vinasnauður á ókunnri stund. Kynni við þau síðan hafa enn betur sýnt mér hvern mann þau höfðu að geyma og hefi ég og kona mín metið þau því meir sem kynnin urðu lengri og nánari. Erla var fædd 16. september 1932 á Bakka í Bakkafirði, Norð- ur-Múlasýslu. Voru foreldrar hennar Magnús Valdimarsson bóndi á Bakka, sem lést 9. janúar 1961, og kona hans, Járnbrá Frið- riksdóttir, sem enn er allern. Systkini Erlu eru Vilma hjúkrun- arkona, gift Birni Karlssyni, Ragna og Ásta báðar giftar í Hún hélt andlegri reisn fram til hinstu stundar, var t.d. fær um að skrifa minningarorð um æsku- vinkonu sína í nóvember sl., án þess að þar væri nokkur ellimörk að sjá. Einnig sendi hún að venju jólakveðjur til ættingja og vina bæði innan lands og utan, rétt áður en hún yfirgaf heimili sitt hinsta sinni. Auður var fædd 30. júní 1892 að Þverá í Laxárdal í S-Þingeyjar- sýslu, en fluttist ásamt foreldrum sínum, Jóni Jónssyni Þveræing og Halldóru Sigurðardóttur, og systkinum, sex ára að aldri til Reykjavíkur, þar sem hún síðan ól allan sinn aldur. Systkini hennar voru Jón J. Víðis, mælingamaður, látinn fyrir fimm árum, Sigríður, eiginkona Jóhanns Skaptasonar, fyrrverandi sýslumanns í Þingeyjarsýslu, María, ekkja Þorvalds T. Þor- valdssonar, kaupmanns í Hafnar- firði, og Þórný, fyrri kona Hálf- danar Eiríkssonar, kaupmanns, en hún lést á miðjum aldri. Auður hlaut í æsku allgóða menntun á þeirra tíma vísu, stundaði nám bæði í Kvennaskól- anum í Reykjavík og í Verslun- arskóla Islands. Vann síðan um árabil í Bókaverslun Isafoldar og einnig starfaði hún í mörg ár hjá Sjóvátryggingafélagi íslands og lengst sem gjaldkeri. Árið 1925 gekk hún að eiga Sigurð Sigurðsson, kennara frá Kálfafelli í Suðursveit, og eignuð- ust þau þrjú börn, en þau eru: Sigurður Haukur, kennari, kvænt- ur Guðrúnu Kristinsdóttur, hús- mæðrakennara, Bergþóra, læknir, og Halldóra, gift Alfreð Ólsen, flugvélstjóra. Barnabörnin eru sex talsins og eitt barnabarnabarn. Þau sakna nú öll ömmu sinnar, sem þau elskuðu og virtu og standa í ómældri þakkarskuld við fyrir alla hennar umhyggju og rausn í þeirra garð frá því að þau minnast hennar fyrst. Sigurður lést árið 1971. Hann var í mörg sumur gæslumaður við Elliðaárnar, og byggðu þau hjónin sér lítinn sumarbústað rétt hjá þeim stað, þar sem Árbæjarkirkja er nú að rísa af grunni. En systursonur Auðar, Þorvaldur, teiknaði kirkjuna. Þarna undu þau hag sínum vel á sólríkum sumar- dögum við gróðursetningu trjáa og aðra ræktun og nutu þess að taka á móti vinum og ættingjum, og voru minningarnar frá þessu timabili ævi þeirra þeim einkar kærar. Tengdamóðir mín var á margan Noregi, og Sverrir, skólastjóri í Skógum undir Eyjafjöllum, kvæntur Margréti Einarsdóttur. Erla ólst upp í foreldrahúsum, en fór til Reykjavíkur 12 ára gömul og stundaði nám í Miðbæj- arbarnaskólanum. Bjó hún þá hjá móðursystur sinni, Herdísi Frið- riksdóttur, og manni hennar, Guð- mundi Péturssyni, vélstjóra. Séra Bjarni Jónsson vígslubisk- up bjó Erlu undir fermingu, en að því loknu fór hún austur og fermdist í heimasveit sinni. Leið- sögn séra Bjarna við undirbúning fermingarinnar hafði djúp og var- anleg áhrif á Erlu og dáði hún hann mjög og vitnaði oft í það, sem hann hafði kennt henni. Vegna þessara áhrifa gekk Erla í Kristilegt félag ungra kvenna og starfaði í því um árabil, enda var hún mjög trúhneigð. Hugur Erlu stóð til hjúkrunar- náms og starfaði hún um árabil á Landakotspítala til að kynna sér hjúkrun. Áf hjúkrunarnámi varð þó ekki þar eð hún fór á sumrin austur að Bakka til hjálpar for- eldrum sínum, sem var þeim mikil nauðsyn. Eftir að Erla hætti störfum á Landakotspítala var hún um tíma hjá presthjónunum á Valþjófsstað, en þaðan lá leiðin til Seyðisfjarðar þar sem hún kynnt- ist eftirlifandi manni sínum, Guð- laugi Jónssyni. Guðlaugur og Erla hátt sérstæð kona og eftirminni- leg þeim sem þekktu hana vel. Hún var gædd góðum gáfum, samviskusöm og svo nákvæm um alla hluti, að í engu mátti hún vamm sitt vita. Nærr lá við að stundum þætti nákvæmni hennar og áhyggjur af ýmsum hlutum ganga úr hófi fram. Skipulagsgáfa og einstök reglusemi var og sterk- ur þáttur í fari hennar alla tíð. Átti hún t.d. safn dagbóka sem hún hafði skrifað frá því hún var í æsku, og var þar varla eyðu að finna í hart nær 70 ár, og nánast hvergi útstrikun eða leiðréttingu að sjá. Lengi mun ég minnast tengda- móður minnar er hún sat við skriftir við skrifborð sitt, þar sem hún undi sér svo vel löngum stundum. Rithöndin var jafn fíngerð og fáguð nú og fyrir rúmlega 20 árum er ég sá hana fyrst. Frá unga aldri hafði hún mikinn áhuga á alls kyns hann- yrðum, og bera heimili barna hennar vott um hagleik hennar á því sviði. Hún var einnig góður teiknari eins og bróðir hennar, Jón Víðis, en hann teiknaði mörg hús og bar hann oft tillögur sínar fyrir systur sína sem hafði líka áhuga á húsagerðarlist. Sennilega hefði hún lært þá list, ef hún hefði fæðst hálfri öld síðar. I skoðunum var Auður ákveðin og fylgin sér. Hún sagði það sem henni bjó í brjósti til lofs eða lasts. Það féll sumum misjafnlega vel í geð í fyrstu. En við nánari kynni kom glöggt í ljós að fyrst og fremst vildi hún ávallt haga orð- um sínum og gerðum samkvæmt því sem hún sjálf áleit sannast og réttast og væri öðrum til góðs. Hún var ætíð samkvæm sjálfri sér og rökföst í öllum sínum málflutn- ingi. Hjá því gat ekki farið að allir sem kynntust henni, mátu hana mikils og margir stóðu í mikilli þakkarskuld við hana. Því til sönnunar langar mig til að vitna í nokkrar línur úr bréfi sem henni barst frá frænda hennar nú rétt fyrir jólin. Þær hljóða svo: „Nú eru senn liðin 25 ár síðan ég bankaði upp á í fyrsta skipti á húsi þínu á Eiríksgötunni, umkomulaus stúd- ent, fullur af áhuga fyrir náttúru landsins. Ég mun seint gleyma þeim viðtökum sem ég fékk og allri þeirri ómetanlegu hjálp sem þú veittir mér þá og síðar við nám í útlöndum og fleira. Þetta vinar- bragð get ég áldrei þakkað þér sem vert væri, enda veit ég að þú ætlast ekki til neins í því efni.“ gengu í hjónaband þann 7. sept- ember 1957 og stofnuðu fyrst heimili í sambýli við foreldra Guðlaugs, sem þá voru orðin öldruð og farin að heilsu. Kom þá í góðar þarfir nærfærni og um- hyggja Erlu þau sjö ár, sem það sambýli varði. Er ekki ofsagt að gömlu hjónin dáðu og elskuðu hina góðu og glæsilegu tengda- dóttur sína. Skólavist Erlu varð ekki löng, en notaðist þeim mun betur. Var hún bæði fjölfróð og víðlesin og hélt áfram sjálfsmenntun meðan aldur entist. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum vet- urinn 1947—1948 og brautskráðist frá Húsmæðraskólanum þar vorið 1950. Erla var einstaklega listfeng og lék allt í höndum hennar hvort sem um var að ræða listsaum, teikningu eða myndskreytingu t.d. á postulín og gler. Hún var vel hagmælt og hafði yndi af ljóðum. Uppáhaldsskáld hennar voru Ein- ar Benediktsson og Davíð Stef- ánsson. Þau Erla og Guðlaugur bjuggu á Seyðisfirði í 15 ár og stundaði Guðlaugur þar verzlun, sem hann tók við af föður sínum. Einnig hafði hann á hendi skipaaf- greiðslu, var sænskur konsúll o.fl. Til Reykjavíkur fluttust þau hjónin árið 1972 ásamt sonum sínum, Magnúsi, f. 3. ágúst 1958 og Jóni Benedikt, f. 31. desember 1959. Stofnuðu þau þá heimili í glæsilegu einbýlishúsi að Sunnu- vegi 33, er þau höfðu byggt. Áttu þau þar fagurt heimili, þar sem fágaður smekkur gamla og nýja Að sjálfsögðu var þessi hlýja kveðja frænda hennar eins og bjartur sólargeisli í svörtu skammdeginu og nú þegar halla tók degi í lífi hennar. Mig langar að lokum til þess að láta Huldu skáldkonu, en þær Auður voru bræðradætur, túlka tímans féllust í faðma svo að fágætt er. Þarna á Sunnuvegi 33 ræktaði Erla með góðri aðstoð eiginmanns síns garð, sem ber glögg merki um smekkvísi hennar og áhuga á blóma- og trjárækt. Eins og áður er getið átti Erla létt með að yrkja. Samdi hún stundum lög við kvæði sín, sem hún söng og lék undir á píanó. Var unun að sjá hana og heyra, þegar hún þannig lék og söng eigin verk. Þess ber að geta, að skrítlur sagði Erla svo skemmtilega að áheyrendur veltust um af hlátri, enda hafði hún næma og vakandi kímnigáfu. Drengir þeirra Erlu og Guð- laugs hafa báðir lokið stúdents- prófi frá M.R. Magnús 1978 og Jón Benedikt 1979. Stunda þeir nú þakkir mínar og kveðjur í litlu ljóði úr einu hinna hugljúfu kvæða hennar. Ég minnis — þakka allt og óska þér um eilííð góðs er héðan burt þú fer. Far vel, far vel! big vorsins dísir geymi og vaki blessun yfir þínum heimi. Guðrún Kristinsdóttir. lögfræðinám við Háskóla íslands og Jón frönskunám að auki. Var lán að Erla skyldi fá að sjá drengi sína komna þetta vel á veg og eigi síður, að þeir hafa báðir reynst traustir menn og góðir náms- menn. Á 75 ára afmæli Austfirðingaf- élagsins 2. nóvember 1979 orti Erla þetta ljóð mitt í glaum samkvæmisins og las veislustjóri það upp þá þegar: „Ljóroar sólar ljósa band lifi næring gefur, ekkert íegra en Austurland augað litið hefur. Þó allt sé klætt i klakans band kuldans ógnarveldi. Alhvitt skartar Austurland. í sins tignar feldi. Ef feykja bylgjur fleyi i strand földum lyfta sínum. Ávallt skjólið Austurland ertu niðjum þínum. Þó sjái ég aðeins auðn og sand augum fyrir minum. Andinn litur Austurland með öllum kostum sínum.** Ljóð þetta sýnir hug Erlu til átthaganna og nú að leiðarlokum má líta á það sem kveðju hennar til þeirra. Við sem kynntumst Erlu, sökn- um hennar sárt. Hún var óvenju- lega fjölgáfuð, skemmtileg og að- laðandi kona, En minningin um hana mun lifa í hugum okkar eins og ljós við gengna slóð. Við hjónin biðjum góðan guð að vernda og styrkja eftirlifandi eig- inmann Erlu, syni þeirra og móð- ur hennar í sorginni og vottum þeim og fjölskyldu þeirra innilega hluttekningu. Barði Friðriksson. Erla Magnúsdóttir — Minningarorð SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Þér ferðizt mikið um heiminn. Teljið þér yður sjá einhver merki um andlega vakningu? Ef svo er, hver eru þau? Ég var fyrir nokkrum árum í Englandi. Þar yar andi Guðs vissulega að verki. Samt eru Bretar sem heild á leiö niður í öldudal, andlega talað. Eins eru menn í Vesturheimi áhugalitir um andleg mál, að undanskildum litlum minnihluta. Ég tel, að Asía sé nær vakningu en nokkur annar heimshluti. Fyrir nokkru vorum við í Tokíó. Þar fréttum við af miklum vakningum í Indónesíu, Taivan, Filippseyjum og Hong Kong. Ekkert hefur vakið eins vonir mínar þessi ár og að sjá, hversu Japanir tóku fúsir og glaðir á móti Jesú Kristi. Þegar við vorum þarna, urðu fimmtán þúsund manns við hvatningu okkar um að ganga frelsaranum á hönd. Krossferðin minnti mig á Postulasöguna, þar sem komizt er svo að orði, að Asíumenn hafi tekið fagnandi á móti Kristi. Jákvæð viðbrögð í Tokíó voru óvænt áhrif guðs, sem glöddu okkur. Vakningar koma úr jarðvegi mikilla þjáninga og umhyggju. Asíumenn virtust betur við því búnir að taka skilyrðum Guðs fyrir andlegri endurnýjun en Vesturlandabúar. Sumir prestarnir í undirbúnings- nefndunum okkar í Tokíó höfðu dvalizt árum saman í fangelsum vegna vitnisburðar síns um Krist á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þeir voru vissulega dyggir lærisveinar Krists, og Guð hefur launað þeim erfiði þeirra og fórnir. Japanir flytja út hinar frábæru myndavélar sínar og rafeindatæki. Hver veit nema þeir verði „útflytj- endur" gleðiboðskaparins um alla Asíu og jafnvel til okkar lands? Hinar miklu kristniboðshreyfingar í sögu kirkjunn- ar hafa sprottið upp úr vakningum. Eflaust er andleg deyfð ástæðan til þess, að áhugi á kristniboði er lítill í Ameríku og á Bretlandseyjum. Ég hef sterkt hugboð um, að næsta endurnýjun innan kristninnar muni koma frá Asíu og kannski sérstaklega frá Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.