Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 3 Beðið eftir þorski, loðnu og áströlskum stúlkum á Raufarhöfn Raufarhöfn. 28. janúar. HÉR Á Raufarhöín haía ílestir verið í rólegheitum írá því um áramót þar til Rauðinúpur kom með fyrsta aflann á þessu ári í siðustu viku. Einkum hefur verið beðið eftir þorskinum, loðnunni og stúlkunum frá Ástralíu, nú er þetta allt til staðar og hjól Loðnan þok- ast nú aust- ur á bóginn LOÐNAN þokast austur á bóginn, en veiðisvæðið er enn vestan við Kolbeinsey. Heildaraflinn á vertíð- inni er nú orðinn tæplcga 115 þúsund lestir, en um helgina til- kynntu eftirtalin skip um afla til loðnunefndar: Sunnudagur: Albert 560, Dagrún 640, Þórður Jónasson 470, Jón Finnsson 600, Pétur Jónsson 640, Fífill 560, Hilmir II 540, Helga Guðmundsdóttir 650, Gígja 730, Örn 550. 10 skip með 5940 lestir. Mánudagur: Bjarni Ólafsson 1100, Óskar Halldórsson 380, Dagfari 530, Hákon 570, Haförn 700, Helga II 400. 6 skip með 3680. atvinnulífsins snúast af fullum krafti. Rauðinúpur kom með 90 tonn í vikunni sem leið, línubátar hafa fiskað sæmilega þegar gefið hef- ur. í síðustu viku og í dag komu 11 ástralskar stúlkur til vinnu hér og síðan klukkan hálftíu á föstu- dagskvöld hefur verið landað hér 13 þúsund lestum af loðnu úr 23 skipum. Lýsisskip hefur beðið hérna utan við höfnina síðan í gærkvöldi, en það hefur ekki getað komist inn til að lesta lýsi vegna bátafjöldans í höfninni. Vinnsla hófst í verksmiðjunni á hádegi á laugardag og afköstin eru komin upp í 600 tonn á sólarhring og eru enn að aukast. Menn héldu hér gleðileg jól sérstaklega fyrir það, að fyrir hátíðir tókst að ljúka tengingu nýja vatnsveitukerfisins og steypa upp síðasta áfanga í sund- laugarbyggingunni. Til þess verks gaf Lionsklúbbur Raufarhafnar 2 milljónir í sementskaup. Rauf- arhafnarbúar bíða með tilbúna tannlæknisstofu með fullkomn- ustu tækjum eftir því að tann- læknir fáist til að setjast hér að og nýta þessa stofu. Héraðslækni höfum við ekki enn þá á staðnum en læknisþjónustu fáum við frá Höfn. - HelKÍ. Björk, Mývatnssveit, 28. janúar. 18. ÞESSA mánaðar lögðu 13 félagar úr Björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit í æfinga- ferð inn í Ilerðubreiðarlindir. Með þessari ferð átti m.a. að prófa fjarskiptatæki og annan búnað, sem sveitin hefur yfir að ráða. Lagt var upp frá Reykjahlíð á tveimur bílum. Veður var ekki hagstætt, norðanátt með snjó- fjúki. Ferðin gekk greiðlega aust- ur Fjöllin að Hrossaborg, þar sem haldið er suður Öræfin, en þá tók leiðin að þyngjast og varð að grípa til snjómoksturs öðru hvoru að Grafalandaá, en hún var farin á ísi. Yfir Linaarhraunið þurfti bæði að moka og ýta bílunum af og til. I Þorsteinsskála var komið um klukkan 22.30 eftir 12 tíma ferð. Áttu þeir þar góða nótt í skálanum. Daginn eftir var haldið heim á leið með viðdvöl í Grafarlöndum, þar sem haldin var leitaræfing. Siðan var ferðinni haldið áfram og komið heim klukkan 22 um kvöld- ið eftir ýmsar tafir. Þrjú lömb fundu þeir á heim- leiðinni vestan í svokölluðu Mið- felli, tvö voru úr Mývatnssveit, en 1 austan úr Möðrudal. Var komið með þau til byggða, lömbin þrjú voru ágætlega á sig komin. Þeir félagar urðu fyrir allmikl- um töfum frá Ferjuás norður á þjóðveg vegna þess hve aksturs- leiðin sást illa. Telja þeir mjög brýnt að þessi kafli verði merktur með stikum hið fyrsta. Það má telja einsdæmi að farið sé á bílum í Herðubreiðarlindir á þessum árstíma. — Kristján. Framtalsfrest- ur framlengdur Framtalsfrestur hefur verið framlengdur til 25. febrúar næst- komandi, það er þeirra einstakl- inga. sem ekki eru með atvinnu- rekstur. Framtalsfrestur þeirra sem stunda atvinnurekstur hefur verið framlengdur til 31. mars. Ævar ísberg hjá embætti ríkis- skattstjóra sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að ástæður þessa væru margar, meðal annars sú, að leiðbeiningar eru ekki tilbúnar enn. Framtalseyðublöðin sagði hann vera tilbúin, en þau verða ekki borin út til fólks fyrr en leiðbeiningarnar verða tilbúnar að sögn Ævars. Ný flugstöð vígð í Eyjum NÝJA flugstöðin í Vestmannaeyj- um var tekin í notkun s.l. sunnu- dag. Húsið kostaði um 100 millj. kr. og er það hið glæsilegasta að öllu leyti, rúmgott og vandað. Tekur það við hlutverki gamals eldhúss frá stríðsárunum, en það Hyggjast bæta skíðaaðstöð- una á Húsavik Húsavík 28. janúar 1980 I SÍÐUSTU viku setti hér niður svolitinn snjó, en þó er greiðfært um allt héraðið. í Húsavíkurfjalli er þó nokkur jafnfallinn snjór og skiðafæri nú um helgina betra en það var nokkru sinni á siðastliðnu ári enda mikið notað. Biðraðir voru við báðar skíða- lyfturnar, en mikill áhugi er hér á að bæta skíðaaðstöðuna á Húsavík. Er í sérstakri athugun að festa kaup á tveimur skíðalyftum til viðbótar. Yrðu þær þá fyrir ofan þær sem fyrir eru. Lengdi það brautirnar að mun. -Fréttaritari. var dubbað upp i flugskýli á sinum tíma og hefur þótt alls ófullnægjandi um langt árabil. Þá var nýr flugturn tekinn í notkun fyrir skömmu á Eyja- flugvelli, en á þessu ári verður svæðið í kring um fiugstöðina malbikað og lokið verður við mannvirkin. I nýja flugskýlinu verður af- greiðsla Flugleiða, en fram til þessa hefur öll farþegaafgreiðsla farið fram á skrifstofu niðri í kaupstaðnum, þá hefur flugmála- stjórn og starfsmenn hennar að- stöðu í húsinu, veitingastofa verð- ur og ýmiss konar aðstaða auk biðsalar fyrir flugfarþega. Magnús H. Magnússon samgönguráðherra opnaði flugstöðina formlega að viðstöddum gestum, m.a. æðstu mönnum flugmála í landinu, þing- mönnum og fleirum, en ráðuneytið bauð til vígslunnar um 50 aðkomu- mönnum og um 30 heimamönnum. Við vígsluathöfnina fluttu ræður Agnar Kofoed-Hansen flugmála- stjóri, Hrafn Jóhannsson tækni- fræðingur sem lýsti mannvirkjum og Sveinn Tómasson forseti bæjar- stjórnar. Mikil aðsókn var að bílasýningu hjá Heklu um helgina þar sem sýndir voru japanskir bílar frá Mitsubishi. Ljósm.: ÓI.K.M. Bílainnflutningurinn: Byrjar ólíkt bet- ur nú en í fyrra BÍLAINNFLUTNINGUR á síðasta ári dróst heldur saman miðað við árið 1978. Seldust í fyrra 8.120 bílar, en 8.862 árið 1978 eða rúmum 700 bílum færra að því er Örn Guðmundsson skrifstofustjóri Bilgreinasam- bandsins tjáði Mbl. Sagði hann einnig að á síðasta ári hefði hlutdeild japanskra bíla á mark- aði hér verið nálægt 50%. Örn Guðmundsson sagði þessa þróun ekki jákvæða fyrir bílainnflutning landsmanna, en nú eftir áramót virtist vera sem hílasalan hefði aðeins tekið við sér. Þorbergur Guðmundsson sölu- fulltrúi hjá Ford umboðinu Sveini Egilssyni sagði að árið hefði farið eðlilega af stað, búið væri að afgreiða milli 30 og 40 bíla, en erfitt væri að segja til um hvað gerðist næstu vikurnar. Talsvert hefði lifnað yfir bílasölunni eftir deyfð frá því nokkru fyrir áramót, en nú væri fólk í auknum mæli farið að huga að bílakaupum. Yfir 700 bílum færra flutt inn 1979 en 1978 Sagði Þorbergur að þeir ættu nokkrar birgðir bíla og salan gengi þokkalega. Hjá Véladeild SÍS sagði Bjarni Ólafsson sölustjóri að búið væri að afgreiða á árinu 70—80 bíla og væri það ekkert sambærilegt við ársbyrjun 1978 og ólíkt betra, en spurning væri hversu lengi vel gengi. Umboðið ætti til bíla nú auk þess sem það ætti bíla í pöntun, og væri jafnan reynt að hafa nokkurn lager, þótt fara yrði hægar í þær sakir um þessar mundir. Hann sagði að umboðið hefði vissulega fundið fyrir þeirri minnkun bílasölu sem orðið hefði á síðasta ári. Hefði verið nánast ördeyða frá því í ágúst og fram í desember er þeir fengu bíla er þeir gátu boðið á mun lægra verði en áður og hefði salan verið fjörug síðan þá, en kannski mætti segja að nokkur gengisfellingarskjálfti ýtti undir kaup hjá mörgum. Hjá Heklu hf var Sigurður Tómasson sölustjóri fyrir svörum og sagði hann að umboðið væri þegar á þessu ári búið að afgreiða á annað hundrað bíla og hefði mikið verið pantað af bílum á sýningu hjá þeim um helgina. Væri búið að selja stóran hluta þeirrar sendingar er kæmi til landsins í næsta mánuði. Sigurð- ur sagði að salan væri nær eingöngu í japönsku bílunum, en hverfandi í þýskum og breskum, enda þeir illa samkeppnisfærir við japanska í verði. Sagði hann að þeir væru mjög bjartsýnir á bílasöluna á þessu ári, útsölur hefðu á síðasta ári ruglað öllu dæminu bæði hvað varðaði sölu nýrra og notaðra bíla, en hann sagði að byrjun ársins virtist ætla að lofa góðu. Á bifreiðum í Herðu- breiðarlindir í janúar Beiðni Kortchnois: Ekkert svar við áskorun ís- lenzku ríkisstjórnarinnar EKKERT svar hefur borizt frá sovézku stjórninni við áskorun íslenzku rikisstjórnarinnar frá 28. nóvember s.l. um að beiðni skákmeistarans Kortchnois þess efnis að fjölskylda hans fái að flytjast frá Sovétrikjunum verði tekin til rækilegrar yfirvegunar. Eins og fram kom í fréttum á sínum tíma hét Kortchnoi á liðsinni íslenzkra stjórnvalda í þessu máli og sendu þau áskorun til sovézku stjórnarinnar í nóv- ember s.l. Kona hans og sonur búa sem kunnugt er ennþá í Sovétríkj- unum og hefur þeim margsinnis verið synjað um leyfi til þess að flytjast til Kortchnois, sem er landflótta Sovétmaður og býr í Swiss. Mbl. fékk það staðfest í utan- ríkisráðuneytinu í gær að ekkert svar hefði borizt frá sovézku stjórninni. Þá hefur sovézka stjórnin ekki heldur sýnt það í verki að hún ætlaði að verða við þessari áskorun, því að mæðginin eru enn í Sovétríkjunum og var sonur Kortchnois nýlega dæmdur í fangelsi fyrir að neita að gegna herþjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.