Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 15 Haugur af fatnaði karla og kvenna sem útrýmingarsveitir Pol Pots ýmist hengdu eða lömdu til bana. Myndin er tekin i skólanum þar sem ódæðisverkin voru framin. en undir fatahaugnum eru ljósmyndir nokkurra af fórnarlömbunum. Auschwitz í Austur- löndum ÞÓTT sögur um hungursneyð og farsóttir í Kampútseu séu á kreiki um heim allan, er lítiÖ um ljósmyndaðar heimildir frá hinu hrjáða landi. Fáum blaðaljósmyndurum hefur verið hleypt inn í landið síðan herir Víetnams héldu innreið sína í landið fyrir u.þ.b. ári síðan. Jaywant Ullal, ljósmyndari tímaritsins IndiaToday, var einn hinna fáu, sem náðu á filmu hörmungum og ofbeldi Pol Pot stjórnarinnar skömmu eftir að Víetnamar héldu inn í Kampútseu og sumar af myndum hans birtust í blaðinu í fyrra. í nóvember síðastliðnum var hann meðal fárra alþjóðlegra ljósmyndara, er fengu leyfi Víetnama til, að koma aftur til Kampútseu. Hann dvaldi í níu daga í Phnom Penh, höfuðborginni, sem hálfu ári áður hafði vérið auð og yfirgefin er hann kom þangað. Núna eru Kampútseumenn að reyna að rétta úr kútnum hægt og bítandi og endurreisa hið gerbrotna þjóðfélag, enda þótt við ramman sé reip að draga. Fólkið, sem hrakið var úr borginni, er nú farið að snúa þangað aftur, en við því blasir almenn hungursneyð, malaría, berklar og ormapestir og land, sem Rauðu kmerarnir eyddu, svo að ekki verður bætt. Ullal segir svo fra,' að um 70 til 80 þúsund manns hafi snúið aftur til Phnom Penh, þar sem hann aðeins fáum mánuðum áður hafði ljósmyndað gjaldmiðilinn, sem rauðu kmerarnir afnámu, fljúgandi um auðar göturnar. Rauðu kmerarnir „útrýmdu svo til öllum gerðum mannlegra athafna utan nauðungarvinnu á hrísgrjónaökrunum" segir í fréttafrásögn um villimennsku þá, er þeir beittu land og þjóð. Af mannfjölda, sem nam sjö milljónum fyrir stríðið, hefur meir en ein milljón látið lífið og ef til vill allt að þrjár milljónir. Margir dóu einfaldlega úr hungri; þúsundum annarra var miskunnarlaust útrýmt. Þar eð rauðu khmerarnir höfðu numið gamla gjaldmiðilinn úr gildi, eiga engin peningaviðskipti sér stað ,í Kampútseu í dag. Fábrotið vöruskiptakerfi hefur þróast fyrir nauðsynlegustu við- skipti og opnir markaðir hafa sprottið upp í borgunum. Það vakti furðu Ullals að komast að því, að þegar hinn víetnamski leiðsögumaður hans hafði hug afað kaupa sér smávegis af fötum, vildi sá, er seldi þau, fá greitt fyrir þau í hreinu gulli. Það var vonin um að finna gamla skartgripi, sem rak bændur, er hann sá upp í sveit, til að rjúfa grafir og grafa upp lík í leit að gullmunum. Nályktin loðir ekki aðeins í þorpum og smábæjum. í höfuðborg- inni sjálfri — þar sem Pol Pot stjórnin hafði barið, misþyrmt og hengt þusundir manna — ljósmyndaði Ullal hina illræmdu skólabyggingu, þar sem klæðnaður hinna myrtu fórnarlamba lá í hrauk, sem náði upp í loft. Staðnum hefur nú verið breytt í safn til að minna gesti á þau óhæfuverk, er rauðu kmerarnir frömdu við mótun hins furðulega ríkis, er skyldi hefjast á árinu núll. Kvöldsíma-, þjónusta S.Á.Á Sími 81515 Kvöldsímaþjónusta S.Á.Á. hófst í júní 1979 með hjálp Lyons- klúbbsins Fjölnis. Við símann situr einn maður a vakt frá kl. 5—11 e.h. alla daga ársins, og leitast við að leysa úr vandamál- um fyrirspyrjenda. Símanúmerið er 81515 — átta fimmtán fimmtán —. Árangur þessarar kvöldsíma- þjónustu er þess virði að hans sé getið, því oft hefur verið leyst úr hnútum og flækjum, sem kunn- áttumaður með aðstöðu innan S.Á.Á. á auðvelt með að leysa, þótt drykkjumaður eða aðstandandi hans standi ráðþrota. Innan vébanda S.Á.Á. eru þjón- ustumiðstöðvar, sem fyrirvaralítið er hægt að leita til um fyrstu úrlausn vandamála. Þar má nefna sjúkrastöðina að Silungapolli, fjölskyldudeildina í Lágmúla og þjónustudeildina í Lágmúla, auk hinna ýmsu starfsmanna stofnun- arinnar. Fram til áramóta eru skráð 904 viðtöl í síma 81515. Að vísu eru hringingarnar fleiri, en 904 viðtöl gáfu tilefni til skráninga, enda leiddu þau til einhverra aðgerða. Af þessum 904 hjálparbeiðnum voru 212 beiðnir um meðferð að Silungapolli, en 204 voru afgreidd- ar með samkomulagi um viðtal við ráðgjafa þjónustudeildar, og fyrsta viðtal þá venjulega tíma- sett. 71 fyrirspyrjandi var ýmist skráður til viðtals við fjölskyldu- ráðgjafa eða til þátttöku í fjöl- skyldunámskeiði, en aðsókn að þeim námskeiðum er í örum vexti. 238 þáðu þær upplýsingar sem hægt var að veita í síma, og ákváðu svo ýmist að hringja aftur eða hugleiða enn frekar þann vanda er við blasti. 116 voru ölvaðir og töldu réttast að halda drykkjunni áfram. Vaktmaður á símaþjónustu reynir eftir megni að kynna sér eðli þeirra elda er undir brenna, og í skýrslu kvöldvaktarinnar ber því mikið á lyfjavandamálinu. 390 af 904 kannast við einhverja notkun lyfja í sambandi við áfeng- isneyslu, en 211 geta hvorki játað né neitað spurningum þar að lútandi. Af fyrirspyrjendum voru 617 karlmenn og 287 konur. 590 voru eldri en 30 ára og 233 yngri, en 79 vildu ekki láta aldurs getið. Margt fleira má læra af reynslu kvöldsímaþjónustu S.Á.Á. þann tíma sem hún hefur verið starf- rækt. Ástæðulaust er þó að tíunda frekar árangur þessarar þjónustu í fréttatilkynningu, þótt starfsem- in hafi skilað árangri, sem vissu- lega er þsss virði að honum sé haldið á lofti, og menn hvattir til að nota þennan þátt S.Á.Á., sem í mörgum tilvikum hefir orðið sá bjarghringur sem einn var tiltæk- ur þegar á herti. Fréttatilkynning frá S.Á.Á. Glæsi/egt úrvaí af hinum viðurkenndu amerísku h SCOTT ogr2FISHER hátö/urum á mjög góðu verði. Opið á iaugardögum! Einnig mikið úrvai afScott mögnurum og físher útvarpsmögnurum á mjög góðu verði. Afít fif/ hfjómftutnings fyrir: HElMfLtO — BÍL/NN OG DfSKÓ TEKfO D i • i [\aa io ir ARMULA 38 iSelmúla megini 105 REVKJAVIK SIMAR: 31133 83177 PÓSTHÖLF1366

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.