Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 Bandaríkjamarkaður: V erðlækkun á þorsk- blokk, ufsa og' karfa Lútherskur prestur predikaöi í fyrsta sinn í Landakotskirkju nú fyrir helgina og var þessi mynd tekin af bisk- upunum í kirkjunni. Frá vinstri: Hr. Sigurbjörn Einarsson, kaþólski biskupinn Hinrik Fre- hen, systir Hildegardis og frú Magnea Þorkels- dóttir. Ljósm. Mbl. Öl. K. M. VERÐLÆKKUN hefur orðið á Bandaríkjamarkaði á íslenzkum fiskafurðum. að því er áreiðanlegar heimildir herma. Þorskblokk hefur lækkað um 5 cent hvert pund, úr 108 centum í 103 cent. Nemur lækkunin 4,6%. Hins vegar mun engin lækkun hafa orðið á þorskflökum. Morgun- blaðið reyndi í gær bæði að fá Fiskiðjan Keflavík: 80 sóttu um — 20 ráðnir ÁTTATÍU manns sóttu um starí hjá Fiskiðjunni í Keflavík er starfsemi hennar hófst að nýju í síðustu viku, en aðeins var unnt að veita tuttugu þeirra atvinnu, að því er Hilmar Haraldsson verksmiðjustjóri sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hilmar sagði, að ekki hefði verið auglýst eftir fólki, held- ur hefði það komið að máli við fyrirtækið er spurðist að starfsemi væri að hefjast á ný. Hilmar sagðist báast við að fólki yrði fjölgað þegar vinnsla hæfist, og yrðu þá trúlega milli 25 og 30 manns í vinnu. Núna sagði hann vera unnið að því að hreinsa og laga til, þannig að bræðsla gæti hafist að nýju, en hvort það yrði loðna eða beinamjöl sem fyrst yrði tekið fyrir sagðist hann ekki vita. Fiskiðjunni í Keflavík var á sínum tíma lokað vegna ónógra mengunarvarna, en nú er unnið að uppsetningu hreinsiútbúnaðar, sem að sögn Hilmars verður settur upp í áföngum. þessar fréttir staðfestar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, en hvorugt fyrirtækið vildi gera það. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun einnig hafa orðið lækkun á ufsaflökum, sem nemur 6 centum á hvert pund. Er lækk- unin úr 96 centum í 90 cent eða um 6,3%. Þá munu karfaflök og karfa- blokkir hafa lækkað einnig eða um það bil um 10 cent hvert pund. Undanfarið hefur markaðurinn í Bandaríkjunum verið nokkuð ótryggur og hafa Kanadamenn boðið fiskafurðir á lægra verði en íslenzku fyrirtækin. Ástæður þess munu m.a. vera að Kanadadollar hefur staðið betur gagnvart Bandaríkjadollar en áður. Enn- fremur mun efnahagsástandið í Bandaríkjunum hafa áhrif á þessi mál. Lækkun þorskblokkarinnar mun koma þyngst niður á frysti- húsunum hér, þar sem hún er það fyrirferðamikil afurð í framleiðslu þeirra. Mun lækkunin nema um l'/2% af tekjum frystihúsa lands- Gefur forsetinn vikufrest til myndunar rikisstjórnar? FORSETI íslands ræddi í gær við alla formenn stjórnmálaflokkanna eftir að Benedikt Gröndal formað- ur Alþýðuflokksins hafði skilað aftur umboði sínu til myndunar meirihlutastjórnar. Forsetinn mun í dag aftur ræða við alla flokksfor- mennina, áður en hann tekur ákvörðun um það, hvert verður næsta skref til myndunar ríkis- stjórnar. Forsetinn, herra Kristján Eld- járn, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að þingflokkarnir hefðu í gær haldið þingflokksfundi Um 300 erlend- ar stúlkur í fisk- vinnu hér í vetur UM 300 erlendar stúlkur frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum eru nú við fiskvinnslu hér á landi. Erfitt er að henda nákvæmlega reiður á fjölda þeirra, því að margar eru að koma þessa dagana og aðrar eru að fara eftir ársdvöl hér á landi. Auk Ástralíu og N-Sjálands eru hérna stúlkur frá Bretlandi, S-Afríku og reyndar fleiri löndum, en miklu færri en frá hinum löndunum. Þá eru einnig nokkrir karlmenn frá þessum löndum í fiskvinnslu hér á landi, en þeir eru sárafáir miðað við stúlkurnar. Þær þykja hinn bezti starfskraft- ur og bera uppi vertíðarvinnuna í landi á mörgum minni staðanna. Það er útgerðarpláss úti á landi er vandfundið, þar sem ekki er neitt um þessar erlendu stúlkur, en undanfarin ár hefur Suðureyri við Súgandafjörð haft flestar þeirra í vinnu. Veturinn 1974 komu þær fyrst til vinnu í fiski hér og þá til nokkurra staða á Vestfjörðum, en síðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt. Sumar þeirra koma ár eftir ár og þær eru nokkrar, sem gifst hafa íslending- um og ílenzt hér á landi. og myndu formennirnir því í dag koma á sinn fund „og skýra þeir mér þá frá því, hvort einhver breyting hefur orðið í huga þeirra um þetta mál frá því er ég ræddi við þá“, en það gerði forsetinn eins og kunnugt er í gær. „í ljósi þess ákveð ég, hvert næsta skref verður," sagði Kristján Eldjárn og bætti við, að reynt yrði að hraða því eins og hægt væri. í Alþingi í gær var rætt um það manna á meðal, að líklegast væri, að forsetinn gæfi þingmönnum svo sem eins og einnar viku frest til þess að koma sér saman um myndun ríkis- stjórnar. Myndi hann ekki fela neinum sérstökum umboð til stjórn- armyndunar, en segja við flokksfor- mennina, að þeir skyldu, er þeir hefðu kannað möguleika á myndun stjórnar, koma til sín og tilkynna sér hvaða möguleikar væru fyrir hendi. Myndi hann þá veita umboð formlega til stjórnarmyndunar. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þing- menn hlytu nú að leita allra leiða til þess að koma á þingræðisstjórn. Ljóst væri, að ekki væru margir dagar til stefnu. Hins vegar vildi Geir ekki tjá sig um málið frekar á meðan forseti Islands ætti eftir að ræða við flokksformenn og taka sína ákvörðun. Benedikt Gröndal kvað alþýðu- flokksmenn hafa haldið fund með framsóknarmönnum á sunnudag í stjórnarráðshúsinsu og hafi hann setið þrír frá hvorum flokki. Þar fengu alþýðuflokksmenn nánari málefnalegar skýringar á synjun framsóknarmanna á viðræðu- grundvelli Alþýðuflokksins. „Af- staða framsóknarmanna var óbreytt," sagði Benedikt, „en það kom skýrt í ljós, að þar réð miklu um afstöðu þeirra, hver hefði á hendi stjórnarmyndunarumboðið. Þeir hefðu óskað eftir því að fá það sjálfir." Formaður Alþýðuflokksins kvað þingmenn nú standá andspænis þeirri staðreynd, að aðeins þjóð- stjórn væri eftir af meirihlutamög- uleikum og honum fyndist að flokk- arnir yrðu að gera upp við sig, hvort þeir vildu hana eða utanþingsstjórn. Morgunblaðið spurði þá um minni- hlutastjórnir og kvað hann ýmsar gerðir slíkra stjórna hafa komið til tals. „Mitt mat er að við höfum aðeins viku til þess að koma saman stjórn, lengur getum við ekki leyft okkur að vera að þessu; vegna efnahagsmála og ekki sízt vegna útreiknings vísitölunnar, sem fram yrði að fara á grundvelli verðlags í febrúarbyrjun. Sjá ennfremur umsagnir Steingríms Hermannssonar og Lúðviks Jósepssonar á bls.2. Starfsmenn á Keflavíkurflugvelli: Neita að afgreiða sovéskar flugvélar FUNDUR stjórnar og trúnað- armannaráðs Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur sam- þykkti einróma í gærkvöldi að standa við bakið á félögum sínum er vinna á Keflavíkur- flugvelli, og hafa Iýst því yfir að þeir vinni ekki við flugvélar frá Sovétríkjunum er hingað kunna að koma, að því er Karl Steinar Guðnason formaður fé- lagsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Karl Steinar sagði að allir hefðu verið samþykkir því að lýsa fyllsta stuðningi við þessar aðgerðir, sem boðaðar eru vegna síðustu atburða í Afganistan og Sovétríkjunum. Sagði Karl að hann teldi að sovéskar flugvélar gætu ekki lent á Keflavíkur- flugvelli vegna þessara aðgerða, jafnvel þótt leyfi hefði fengist hjá utanríkisráðuneytinu. Það var sem kunnugt er hópur manna sem starfar við þjónustu við flugvélar sem hafði frum- kvæði að þessum aðgerðum, vegna innrásarinnar í Afganist- an og handtöku Sakharovhjón- anna. Afgreiðslubann þetta á sovéskar flugvélar mun þýða að Ilyushinbreiðþotan sovéska sem hingað var væntanleg í næstu viku á leið til Kúbu, mun ekki hafa viðdvöl hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.