Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980
Yfir 20 kristniboðar
frá íslandi í Afríku
Kostnaður kringum 110 milljónir króna
Málverk og póstkorta-
sería úr skissubókum
— á sýningu Helga Þ. Friðjónssonar
HELGI Þ. Friðjónsson heldur
þessa dagana fimmtu einkasýn-
ingu sína í Gallerí Suðurgötu 7.
Á sýningunni eru málverk unnin
upp úr skissubókum og einnig 16
mynda póstkortasería í 200 ein-
tökum. Sýningin stendur fram til
4. febrúar.
Helgi stundaði nám í Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands
1971—1976, De Vrije Academie
Psychopolis í Haag 1976—1977 og
Jan Van Eyck Academie í Maastr-
icht 1977-1979.
Helgi hefur áður sýnt í Gallerý
Out-Put 1975, Galerie Lóa Haar-
lem 1978, Galleri Súm 1978 og
Galerie Arlecchino Sviss 1979.
Auk þess hefur hann tekið þátt í
fjölda samsýninga hérlendis og
erlendis. Sýningin i Gallerí Suður-
götu er opin virka daga frá kl.
18—22, um helgar frá kl. 14—22.
Jjafnarfjörður:
Greiða niður stræt-
isvagnafargjöld
aldraðra og öryrkja
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hef-
ur gert þá tillögu til bæjar-
stjórnar að á árinu 1980 verði
greidd niður að hálfu afsláttar-
fargjöid með strætisvögnum
Landleiða h.f. fyrir þá Hafnfirð-
inga sem eru 70 ára og eldri og
þá sem eru 75% öryrkjar eða
meira og taki það gildi, er
fjárhagsáætlun hefur verið sam-
þykkt.
Félagsmálastjóra verði falið að
semja við Landleiðir h.f. um
fyrirkomulag á þessu og prentun
fargjaldakorta og sjá um afhend-
ingu.
ö
INNLENT
TUTTUGU og þrír Islendingar
munu vera við kristniboðsstörf í
Afríkuríkjum um þessar mundir,
þ.e. einstaklingar og hjón er
islenskir söfnuðir hafa sent til
kristniboðs— og hjálparstarfa. Á
vegum Aðventsafnaðarins eru sex
hjón og einn cinstaklingur, ein
hjón og tveir einstaklingar á
vegum Filadelfiusafnaðarins og
þrenn hjón starfa á vegum Sam-
bands ísl. kristniboðsfélaga. Allt
starf þessara félaga er borið uppi
af framlögum velunnara þeirra og
mun lauslega áætlað hafa verið
kringum 100 milljónir króna sam-
anlagt á siðasta ári að þvi er fram
kom i samtölum við forráðamenn
þeirra.
Aðventsöfnuðurinn hefur í yfir
10 ár sent fólk til kristniboðsstarfa
frá Islandi víðs vegar í Afríku.
Starfa nú á vegum safnaðarins í
Ghana hjónin Ánna og Svein Jo-
hansen prestur, Jón H. Jónsson
kennari og Sólveig Jónsson, Bjarni
Sigurðsson húsasmiður og Helga
Arnþórsdóttir kennari, í Nígeríu
starfa prestshjónin Steinþór Þórð-
arson og Lilja Guðsteinsdóttir og í
Sierra Leone starfa tvenn hjón,
Harry Guðmundsson læknir og
Sunneva Guðmundsson, sem er
færeysk og Erik Guðmundsson
ásamt danskri konu sinni Laila
Guðmundsson. Þá hefur Lilja Sig-
urðardóttir hjúkrunarkona einnig
starfað í Kenya og Tanzaníu, en
hún er nú heima í leyfi áður en hún
hverfur utan á ný.
Á vegum Fíladelfíusafnaðarins
starfar nú í Swazilandi Frímann
Ásmundsson ásamt norskri konu
sinni, Aud, og Páll Lúthersson
hefur undanfarin ár sinnt bóka-
dreifingu í Afríkuríkjum og hefur
aðstoðað hann Jón Hannesson. Er
Páll um þessar mundir staddur
hérlendis í leyfi, en starf hans er
nokkuð sérstætt meðal kristniboða
að því leyti að hann ferðast um og
dreifir Biblíunni og einstökum rit-
um hennar svo og Passíusálmunum
á ensku. Dreifði hann á síðasta ári
kringum 400 þúsund eintökum og
hefur hann pantað alls 650 þúsund
eintök bóka ti' dreifingar á næst-
unni, en kostnaður við það er
borinn uppi af íslendingum og nam
kringum 20 milljónum króna.
Þá hefur Samband íslenskra
kristniboðsfélaga í yfir 20 ár rekið
kristniboðsstarf í Eþíópíu og fyrir
nærri tveimur árum var ákveðið að
Athugasemd Lúðvíks Jósepssonar:
Misskilningur að ég hafi haf nað
tillögunum án þess að lesa þær
MORGUNBLAÐINU barst í gær
athugasemd frá Lúðvík Jóseps-
syni, formanni Alþýðubandalags-
ins, þar sem hann mótmælir
þeirri staðhæfingu Benedikts
Gröndals, formanns Alþýðu-
flokksins, á blaðamannafundi
siðastliðinn föstudag, að hann
hafi hafnað viðræðugrundvelli
Alþýðuflokksins án þess að lesa
hann. Athugasemd Lúðviks er
svohljóðandi:
„í frásögn ýmissa blaða af
blaðamannafundi Benedikts
Gröndals, er því haldið fram, að ég
hafi neitað öllum viðræðum við
Benedikt um stjórnarmyndun og
hafnað efnahagstillögum hans án
þess að lesa þær. i/
I fullyrðingum þessum er mjög
hallað réttu máli.
í viðræðum Benedikts við mig
sagði hann, eins og reyndar kemur
fram í frásögnum blaðamanna, að
hann myndi í stjórnarmyndunar-
viðræðum sínum ræða við hvern
stjórnmálaflokk fyrir sig og kanna
möguleika á myndun nýsköpunar-
stjórnar, Stefaníustjórnar og
stjórnar allra flokka.
Þessu svaraði ég þannig, að ég
teldi nýsköpunarstjórn þegar
vonlausa þar sem þar hlyti að
koma upp sama óleysanlega ágr-
einingsefnið um ráðstafanir í ef-
nahagsmálum, á milli Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags.
Umræður um stjórn allra flokka
taldi ég ótímabærar og fráleitar á
meðan rætt væri um aðra stjórn-
armyndunarmöguleika, eins og
þriggja flokka stjórn Alþýðu-
flokks, Sjálfstæðisflokks o'g Fram-
sóknarflokks.
Ég taldi því eðlilegt að við
þessar aðstæður, þ.e.a.s. á meðan
tilraunir til myndunar Stefaníu-
stjórnar færu fram værum við
Alþýðubandalagsmenn út úr
myndinni.
Það er misskilningur að ég hafi
hafnað tillögum Alþýðuflokksins
án þess að lesa þær. Hið rétta er,
að Benedikt Gröndal fór vandlega
yfir allar tillögur flokksins, lið
fyrir lið. Mér gafst nægur tími.til
að lesa um öll aðalatriðin í
tillögugerðinni, eins og um lög-
bindingu á kauplækkun, landbún-
aðarstefnu Alþýðuflokksins, stór-
aukið vald Seðlabankans, bygg-
ingu flugstöðvar, erlenda stóriðju
og um að leggja niður Byggðasjóð.
Allt lá þetta ljóst fyrir mér eftir
hálftíma fyrirlestur Gröndals.
Ég þakkaði fyrir móttöku þess-
ara tillagna og sagðist myndi
afhenda þær þingflokki Alþýðu-
bandalagsins. Að lokum tók ég
fram, að ég væri tilbúinn að ræða
við Benedikt Gröndal formann
Alþýðuflokksins hvenær sem væri
um stjórnarmyndunarvandamálið
og um hugsanlega stjórnarþátt-
töku, enda væri þá um að ræða
alvöru-viðræður við Alþýðubanda-
lagið á þeim grundvelli sem ein-
hverjar líkur væru á til samkom-
ulags.
Lúðvik Jósepsson.“
hefja einnig kristniboðsstarf í Ken-
ya. Þar starfa nú hjónin Kjellrún
og Skúli Svavarsson og hafa þau
haft sér til aðstoðar bygginga-
meistara nú í nokkra mánuði
meðan verið er að koma upp
kristniboðsstöðinni. í Eþíópíu
starfa hjónin Áslaug Johnsen og
Jóhannes Ólafsson læknir og Ingi-
björg Ingvarsdóttir og Jónas Þór-
isson kennari. Kristniboðsstarf
S.Í.K. er rekið í tengslum við
Norðmenn og hafa íslendingar til
skamms tíma einnig starfað hjá
Norðmönnum, en enginn íslending-
ur er í starfi hjá þeim í svipinn.
Á síðasta ári nam kostnaður við
starf S.Í.K. um 40 milljónum
króna, Aðventsöfnuðurinn sendi 25
milljónir króna til hjálparstarfa
erlendis auk þess framlags safnað-
arins er fór til kristniboðsstarfsins,
sem mun vera önnur eins upphæð
og hjá Fíladelfíusöfnuðinum losar
kostnaðurinn 20 milljónir. Saman-
lagður kostnaður við kristniboðs-
störf Islendinga erlendis er því um
110 milljónir íslenskra króna og
nefndi einn fulltrúa félaga þessara
er Mbl. ræddi við, að framlag
þróunarhjálparinnar íslensku hefði
á síðasta ári verið 40 milljónir og
annar lét þess getið að þessi
kostnaður, 110 m.kr., væri kringum
5% þeirrar upphæðar er íslend-
ingar keyptu vínföng fyrir á ári.
Skrá yfir íslenzk skip 1980:
Fiskiskipaflot-
inn minnkaði um
2255 brúttólestir
ÚT ER komin bókin „Skrá yfir íslenzk skip 1980“, sem út er gefin árlega af
Siglingamálastofnun rikisins og miðast við 1. janúar ár hvert. Skráin er að
þessu sinni 272 blaðsíður að stærð og flytur eins og áður margháttaðan
fróðleik um íslenzkan skipastól í sérskýrslum yfir einstök atriði. Birtar
eru ljósmyndir af flestum nýjum islenzkum skipum 100 brl. og stærri, sem
skráð voru á siðasta ári. t skránni er samanburður á fiskiskipastól helztu
fiskveiðiþjóða, stærð og fjöldi fiskiskipa 100 brl. og stærri. Er ísland þar
19. i röðinni, en var 18. í fyrra, nú með 0.99 af hundraði af fiskiskipaflota
allra þjóða miðað við rúmlestatölu.
í skránni eru nú 40 lönd tilgreind
og voru líka 40 fyrir ári síðan. Island
er nú í 19. sæti, en var í 18. sæti fyrir
ári síðan. Islenzk þilfarsfiskiskip 100
brl. og stærri eru nú 0,99 af hundraði
af fiskiskipaflota allra þjóða miðað
við brúttórúmlestatölu, en þessi tala
var 1.01 af hundraði 1. janúar 1979
pg 1.03 af hundraði 1. janúar 1976.
Islenzkur fiskiskipastóll fer því
minnkandi miðað við fiskiskipastól
annarra landa ár frá ári.
Þess má geta að í töflunni yfir
fiskiskipastól allra landa, þá kemur í
ljós, að Rússland eitt á 40,28% af
fiskiskipastóli allra landa. Næst
kemur Japan með 10.04%, þá Spánn
með 6,37%, Bandaríki Norður-
Ameríku með 5,16% og Pólland með
3,15%.
I íslenzkum skipastól eru nú alls
979 þilfarsskip, og þau eru samtals
194,464 brúttórúmlestir að stærð.
Þilfarsskip undir 100 brl. að stærð
eru 568, samtals 16,180 brl. Fiskiskip
100—499 brl. eru alls 174 skip,
samtals 67,496 brl. fiskiskip 500—
999 brl. eru alls 26, samtals 20,484
brl.
Islenzk þilfarsfiskiskip eru nú alls
868 að fjölda til og samtals 104,160
brl. að stærð. Allur íslenzki þilfars-
fiskiskipastóllinn var 1. janúar 1979
907 skip, samtals 106,415 brl. Þil-
farsfiskiskipum hefur því fækkað
um 39 skip á árinu og fiskiskipastóll-
inn minnkaði um 2.255 brl.
Ennþá er eins og undanfarin ár,
elzta skip á skrá smíðað árið 1905.
Það er 3 brl. þilfarsbátur, sem áður
var opinn, en sett var þilfar á 1976
og komst þannig á skrá yfir íslenzk
þilfarsskip.
Skip smíðuð 1945 og fyrr eru nú
aðeins 73 skip, samtals 2.237 brl. af
alls 979 skipum, samtals 194,464 brl.
Af þessum skipum eru 700 skip, alls
172,688 brl. smíðuð árið 1960 og síðar
og 361 skip, samtals 91,577 brl. eru
smíðuð árið 1907 og síðar. Ekki er þó
kunnugt um smíðaár 8 lítilla fiski-
skipa, sem eru 49 brl. samtals að
stærð og eins annars skips 11 brl. að
stærð.
Erlendis voru í smíðum um
síðustu áramót 2 skip, samtals
áætluð um 1000 brl. að stærð. Þetta
eru tveir skuttogarar um 500 brl., í
smíðum í Portúgal.
Innanlands voru um áramótin
umsamin og í smíðum 19 skip, alls
áætluð samtals um 4175 brí. að
stærð. Af þessum skipum eru 12
stálfiskiskip, 3 tréfiskiskip (30 brl.
og minni), og 3 fiskiskip úr trefja-
plasti (um 5 og 8 brl.).
Tap hjá Guðmundi fyrir
Seirawan og Kortchnoi
BANDARÍSKI skákmeistarinn
Yassir Seirawan sigraði Guðmund
Sigurjónsson i 10. umferð alþjóða
skákmótsins i Wijk aan Zee i
Hollandi og var þessum sigri fagn-
að með kampavíni. Ástæðan var sú
að með sigrinum tryggði þessi 19
ára gamli Bandaríkjamaður sér
stórmeistaratitil i skák. 11. umferð-
in var tefld i gær og tapaði
Guðmundur þá aftur, nú gegn
stórmeistaranum Victor Kortchnoi.
— Ég hef ekki teflt á móti í hálft
ár og það hefur greinilega komið
fram í taflmennsku minni í þessu
móti, sagði Guðmundur í samtali við
Mbl. í gær. Kvaðst Guðmundur hafa
lent í tímahraki í nær öllum skákum
sínum og þá leikið niður vænlegum
stöðum. Hins vegar ætlaði hann ekki
að lenda í tímahraki gegn Kortchnoi
en lék þá ónákvæmt og varð að gefa
skákina eftir 30 leiki. Skákin við
Seirawan var einnig 30 leikir.
Guðmundur hefur 3V4' vinning
eftir 11 umferðir og er í 13. sæti.
Efstur er Seirawan með 9 vinninga
en næstir koma Browne og Kort-
chnoi en vinningafjöldi er óljós
vegna biðskáka. Timman hefur sótt
mjög í sig veðrið og unnið 4 skákir í
röð. Guðmundur á eftir að tefla við
Biyiasis og Timman. Seirawan á
mesta möguleika á sigri í mótinu en
hann hefur teflt manna bezt hingað
til, unnið 7 skákir og gert 4 jafntefli.