Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 19 Ný ferðaskrifstofa stof nuð á Akureyri Akureyri. 25. janúar. NÝTT fyrirtæki var stofnað á Akureyri í dag til þess að annast ferðskrifstofurekstur og alla almenna fyrirgreiðslu fyrir ferðamenn. Það hlaut nafnið Ferðaskrifstofa Akureyrar hf. Stofnendur eru 5 og hefst starfsemi fyrirtækisins 1. maí í ár. Ferðaskrifstofa Akureyrar hf. mun stunda allan almennan ferðaskrifstofurekstur og farseðlasölu og mun taka við því hlutverki, sem söluskrifstofa Flugleiða hf. á Akureyri og Ferðaskrifstofa Akureyrar hafa gengt undanfarna áratugi. Þá mun skrifstofan annast móttöku ferðamanna, innlendra sem erlendra, skipulagningu og framkvæmd ferða hér á landi og hafa á hendi farmiðasölu í langferðabifreiðar og fyrir Flugfélag Norðurlands hf. Ferðaskrifstof- an annast alla fyrirgreiðslu við þá, sem ferðast til útlanda, hvort heldur er í hópferðum eða á eigin vegum, þar með taldar allar ferðir, sem Ferðaskrifstofan Úrval skipuleggur. Stofnendur Ferðaskrifstofu Ak- ureyrar hf. eru Jón Egilsson og Gísli Jónsson, sem hafa veitt Ferðaskrifstofu Akureyrar for- stöðu, Flugleiðir hf., Flugfélag Norðurlands hf. og Ferðaskrif- stofan Úrval. Stjórnina skipa Ein- ar Helgason formaður, Jón Egils- son og Steinn Lárusson. Vara- menn eru Sigurður Aðalsteinsson og endurskoðendur Grétar Br. Kristjánsson og Gunnar Kárason. Piltur lær- brotnar SÍÐDEGIS á laugardag varð árekstur milli fólksbifreiðar og skellinöðru í Suðurfelli í Breið- holti. Fimmtán ára piltur ók skelli- nöðrunni og hentist hann af henni og á götuna. Kom í ljós, að hann hafði lærbrotnað. Með stofnun Ferðaskrifstofu Akureyrar hf. sameinast starf- semi Ferðaskrifstofu Akureyrar, sem Jón Egilsson stofnaði 1947 og hefur haft IATA-umboð í rúm 20 ár, og Söluskrifstofa Flugleiða, en segja má að sú starfsemi nái allt til þess er Flugfélag Akureyrar hóf flug árið 1938. Ferðaskrifstofa Akureyrar hf. mun nú annast þá starfsemi, sem báðar fyrrnefndar skrifstofurnar önnuðust áður og ætti það fyrirkomulag að verða til mikils hagræðis fyrir ferðafólk. Sem dæmi má nefna, að bókanir í ferðir munu ganga hraðar og á sama stað eru veittar upplýsingar og seldir farmiðar í ferðir með flugvélum og bílum. Ferðaskrifstofa Akureyrar hf. verður á Ráðhústorgi 3 á Akur- eyri, en sú starfsemi Flugleiða og Flugfélags Noðurlands, sem fram fer á Akureyrarflugvelli, verður í óbreyttu formi frá því, sem verið hefur. Framkvæmdastjóri verður Gísli Jónsson og skrifstofustjóri Kolbeinn Sigurbjörnsson. —Sv.P. Ljósm.: Kristján Einarsson Ragnhildur Guðbrandsdóttir, elsti íbúi Kópavogs, tekur hér fyrstu skóflustunguna að byggingu Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, en Ragnhildur er 101 árs að aldri. Hjúkrunarheimili aldraðra i Kópavogi: Hyggjast ljúka verk- inu á tveimur árum FYRSTA skóflustungan að nýju Hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Kópavogi var tekin á sunnudag- inn, við hátíðlega athöfn. Áætlað er að byggingarkostnaður verði um 300 milljónir króna, en þegar hafa safnast um 50 milljónir króna til verksins. Stefnt er að þvi að ljúka verkinu á tveimur árum. Það eru eftirtalin félagasamtök í Kópavogi sem standa fyrir söfn- un til byggingarinnar, en þau fóru af stað með þessa framkvæmd eftir að ljóst var að ríki eða bær myndu ekki leggja í þetta verk á næstunni: J.C. Kópavogur, Kirkju- félag Digranesprestakalls, Kiwan- isklúbburinn Eldey, Kvenfélag Kópavogs, Lionsklúbbur Kópa- vogs, Lionsklúbburinn Muninn, Rauðakrossdeild Kópavogs, Rotaryklúbbur Kópavogs, og Sor- optimistaklúbbur Kópavogs. Tvær flugvélar komnar frá Kóreu: Vélunum verður breytt hér f yrir ný ju eigendurna Fokkervélarnar tvær á Reykjavíkurflugvelli, nýkomnar frá Kóreu. Ljósm.: Magnús G. Einarsson. TVÆR af þeim fjórum Friendship flugvélum sem Flugleiðir keyptu af Korean Airlines eru nú komnar til landsins, komu til Reykjavíkur föstudagskvöldið 25. janúar. Tvær seinni vélarnar leggja hins vegar af stað miðvikudaginn 30. janúar og eru væntanlegar til íslands 8. febrúar. Þær tvær vélar sem komnar eru til landsins hafa Flugleiðir selt finnska flugfélaginu Finnair. Flugleiðir munu framkvæma breytingar í mælakosti og flugleiðsögutækjum. Vinna við breytingarnar hófst fyrir nokkru þ.e. smíði mælaborða í báðar flug- vélarnar. Þá hafa tæki í þær verið pöntuð erlendis frá og eru sum komin en önnur væntanleg innan skamms. Fyrri flugvélin á að afhendast Finnair 15. marz en sú síðari 30. marz. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar meiriháttar breytingar á flugvélum eru framkvæmdar fyrír erlendt flugfélag hér á landi. Sem fyrr segir eru tvær seinni Friendship flugvélarnar væntan- legar til Reykjavíkur um 8. febrúar. Á þeim verða gerðar svipaðar breytingar — smíðað í þær ný mælaborð og þær útbúnar með nýjum mælum og flugleið- sögutækjum. Áð þeirri breytingu lokinni verða þær með samskonar tæki og þær Friendship flugvélar sem fyrir eru hjá félaginu. Þá hafa Flugleiðir nú selt eina af Fokkervélum sínum til Bandaríkj- anna, og verður hún afhent um miðjan næsta mánuð, en íslenskir flugmenn munu fljúga henni utan, til New York. Hér er um að ræða elstu flugvélina í flota félagsins, og var hún upphaflega smíðuð fyrir norska félagið Braathen. Hingað var hún keypt árið 1974, frá Þýskalandi, en hafði áður verið notuð í Austurlöndum og víðar. I sumar verða væntanlega fjórar vélar af Fokkergerð í notkun hjá Flugleiðum, að sögn Sveins Sæm- undssonar blaðafulltrúa, í stað fimm véla í fyrra. Þar sem ein vélanna er stærri og burðarmagn þeirra meira, ætti það hins vegar ekki að koma að sök á sumaráætl- un Flugleiða sem birt verður innan tíðar, að því er Sveinn sagði. Fréttabréf úr Breiöuvíkurhreppi Bændur verða að spara hey Skrifað í Breiðavíkurhreppi í janúar 1980. Segja má að tiðarfar hafi verið gott það sem af er vetri, mjög lítill snjór framundir jól, en um jólin kom talsvert mikill snjór og veg- urinn hér um sveitina varð ófær bílum. Mjólkurbíllinn, sem flytur mjólkina frá bændum í Borgarnes, komst ekki á leiðarenda frá því á aðfangadag jóla og þar til 2. janúar, en þá var vegurinn opn- aður og ekki var hægt að fá hann mokaðan fyrr. Leiðin frá Hellnum á Hellissand var alltaf fær jeppum, en illfær fólksbílum. Farþegar, sem komu frá Reykjavík með sérleyfisbif- reiðinni í jólafríinu og ætluðu að komast að Hellnum eða Arnar- stapa, fóru á Hellissand og voru sóttir þangað. Frost hafa verið mjög væg það sem af er vetri og er því sáralítill klaki í jörð. Sauðfé var seinna tekið á hús en oft áður, en misjafnt eftir staðháttum. Bænd-. ur hér verða að spara hey eftir föngum, því heyfengur er miklu minni en í fyrra, en heyin mjög góð. Fækkun hefur orðið nokkur á bústofni bænda. Heimtur voru víða slæmar í haust, sums staðar fennti fé og drapst af þeim sökum. Sumir bændur hér í sveit fóru í aðrar sveitir til að afla sér heyja og var það útheyskapur. Ekki hefur borið á kvillum í sauðfé. Heyskapartíð var með eindæm- um góð á síðastliðnu sumri. Ég man ekki eftir því í mínum búskap, að ég hafi ekki þurft að sæta eina einustu sátu allan heyskapartímann, en þess þurfti ég ekki sl. sumar. Útgerð Hér á Hellnum og Stapa hefur ekkert verið róið síðan í ágúst sl. og róðrar hefjast ekki fyrr en í apríl í vor. Ovíst er enn hvort fiskurinn verður seldur uppúr sjó eða verkaður í salt á næsta vori. Nú er verið að byggja fiskverkun- arhús í Arnarstapa og að þeirri byggingu stendur nýstofnað sam- vinnufélag. Byggingar Tvö íbúðarhús eru í smíðum í sveitinni og verður hafin bygging á þriðja íbúðarhúsinu í vor. Þrjár verkfærageymslur eru í smíðum. Samgöngur Samgöngur eru slæmar eins og áður og vegurinn illfær vegna vanrækslu vegagerðar á ofaní- burði. Úr þessu þarf að bæta hið bráðasta. Óska ég öllum lands- mönnum árs og friðar. F.G.L. fréttaritari. JNNLENTV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.