Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 25 Borg þjálf ará Spáni TENNISSTJARNAN Björn Borg ákvað um helgina að gera.st þjálfari hjá spænska tennisféiaginu Puente Rom- ano. Flestir fremstu tennis- leikarar Spánar eru í þessu féiagi og er samningur Borgs til tveggja ára. Er talið að Borg fái fyrir sinn snúð ekki minna en sem svarar til 3ja milljóna Bandaríkjadala. Heimsmet BANDARÍSKA stúlkan Mary Decker setti um helg- ina nýtt heimsmet í mílu- hlaupi á móti i Auckland á Nýja-Sjálandi. Hljóp hún vegalengdina á 4:21,7 mínút- um. Gamla metið hljóðaði upp á 4:22.1 minútu og það átti rúmenska stúlkan Nat- alía Maracescus. Celtic mætir St. Mirren DREGIÐ heíur verið i 16 liða úrslit i skosku bikar- keppninni. Efstu liðin, Celt- ic og Morton, ættu að eiga nokkuð greiða leið í næstu umferð, leika bæði heima- leiki, Celtic gegn St. Mirren og Morton gegn Dunfirmlin eða Buckie Thistle. Leikirn- ir fara fram 16. febrúar Hilpert aö- stoðar KA KA, SEM féll úr 1. deild i 2. deild á síðustu knattspyrnu- vertið, er enn þjálfaralaust. Hefur víða verið skimað eft- ir hugsanlegum þjálfara og má m.a. geta þess að Klaus Hilpert, þjálfari Skaga- manna, er að athuga málin meðal nokkurra landa sinna. Árni þjálf ar Þór KNATTSPYRNULIÐ Þórs á Akureyri hefur ráðið Árna Njálsson sem þjálfara fyrir komandi keppnistimabil. Árni var méð lið FH í 2. deild á siðasta keppnistíma- bili og gerði þar góða hluti, kom liðinu upp í 1. deild. Woodcock skoraði ÞEIR gera það gott Engl- endingarnir í vestur-þýsku knattspyrnunni. Ekki þarf að tiunda afrek Kevins Keegan, en sá nýjasti, Tony Woodcock hjá FC Köln, hef- ur verið óðum að ná sér á strik með sinu nýja félagi. Eitt af virtari dagblöðum Þýskaiands valdi Woodcock i lið vikunnar á síðum sinum eftir að fymim Forest- leikmaðurinn hafði skorað eitt af mörkum Kölnar i 4—1 sigri um helgina. Keegan var einnig á skotskónum, skoraði eitt mark fyrir HSV þó ekki nægði það til sigurs. En Keegan meiddist siðan illa rétt fyrir leikslok og var borinn af leikvelli. Var um tíma óttast að hann hefði brákað ristina, en í Ijós kom þó að hann hafði einungis marist illa. Armenningar sigursælir á Stefánsmótinu á skíðum STEFÁNSMÓTIÐ á skíðum fór fram á vegum skíðadeildar KR um helgina og tókst í alla staði mjög vel. Alls voru 198 keppend- ur skráðir til leiks. Á laugardag fór fram keppni í yngri flokkum, en á sunnudag í flokki 15 til 16 ára og karla- og kvennaflokkum. Veður var mjög gott báða dagana og gekk mótið vel fyrir sig. Kristinn Sigurðsson, Ármanni, sigraði í karlaflokki, fékk sam- anlagðan tíma 97,53 sek. Annar varð Bjarni Sigurðsson, Húsavík, fékk timann 99,10 sek. Halldóra Björnsdóttir, Ármanni, varð svo sigurvegari í kvennaflokki, hlaut samanlagðan tíma 108,80 sek. Keppendur létu mjög vel af brautunum en þær lagði hinn kunni skíðagarpur Jóhann Vil- bergsson. Færi var nokkuð hart. Það er athyglisvert hversu marga sigurvegara Ármann hlýt- ur i mótinu. Keppni í yngri flokkunum var mjög skemmtileg og hörð. Keppn- isskapið skein út úr andlitum unga fólksins og það lét sig ekki muna um að halda áfram keppni þótt á stundum væri keyrt út úr brautinni. Það dreif sig af stað aftur eins og ekkert hefði í skorist. Jafnvel þó að skíðin dyttu af þá var þeim bara skellt á sig aftur og svo brunað af stað. rétti keppnisandinn. Meðal unga fólksins leynist án efa margt efnið sem á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni í skíðaíþróttinni. Úrslit í Stefánsmótinu fara hér á eftir: Karlaflokkur: Kristinn Sigurðsson 47,45-50,08 Bjarni Sigurðsson 48,56-50,54 Jónas Ólafsson 49,55-52,58 Guðmundur Gunnlaugsson Það er líka Örnólfur Valdimarsson Kristján Jóhannsson Óskar Kristjánsson A 97,53 Hú 99,10 Á 102,13 ÍR 105,40 KR 11,02 Kvennaflokkur: Halldóra Björnsdóttir Á 55,30-53,40 108,80 Marta Óskarsdóttir Á 59,01-58,50 117,52 Ingibjörg Pálmadóttir Á 58,76-59,86 118,62 Ragnhildur Skúladóttir Á 56.69- 65,17 121,86 Piltar 15—16 ára: Tryggvi Þorsteinsson Á 49,05-48,97 98,02 Ólafur Birgisson KR 49,71-51,90 101,61 Árni Guðlaugsson Á 51.70- 52,22 103,92 IR 104,10 KR 104,79 Stúlkur 10 ára og yngri: samanlagt Svava Skúladóttir Á 92,88 Þórdís Hjörleifsdóttir Vík 93,27 Hilda Valdimarsd. Á 97,80 Hrafnhildur Moonuj Á 162,20 Drengir 10 ára og yngri: Ásgeir Sverriss. ÍR 83,35 Guðjón Mathiesen KR 83,45 Egill Jónss. ÍR 87,88 Árni Gunnarss. Á 90,90 Stúlkur 11 til 12 ára: Kristín Ólafsd. KR 92,19 Kristín Stefánsd. Á 95,63 Sigrún Kolsoe KR 97,76 Drengir 11 til 12 ára: Kristján Valdimarss. ÍR 75,26 Sveinn Rúnarss. KR 80,49 Þorvaldur Skúlas. Á 81,82 Hafsteinn Bragason Stúlkur 13—15 ára: Guðrún Björnsd; Vík. 73,70 Inga Traustad. Á 76,12 Þórunn Egilsd. Á 78,43 Rósa Jóhannesd. KR 78,70 Pilar 13 — 15 ára: Gunnar Helgas. ÍR 72,87 Ásmundur Þórðars. KR 75,76 Haukur Þorsteinss. Á 79,74 -þr. • Þrír fyrstu í piltaflokki 15 til 16 ára. Sigurvegarinn Tryggvi Þorsteinsson Á fyrir miðju, Ólafur Birgisson KR, sem varð annar, er til hægri og Árni Guðlaugsson Á til vinstri. • Hér sjást nokkrir af yngri keppendum athuga hvaða tíma þeir hlutu í fyrri umferð- inni. Áhuginn var mjög mikill hjá unga fólkinu. Ljósm. Guðjón. Gróska í skíðadeild KR-inga EITT besta skíðasvæði í nágrenni Reykjavíkur er að finna í skíða- landi KR-inga við Skálafell. Á 20 ára timabili hefur skíðadeild fé- lagsins byggt upp glæsilega að- stöðu á svæðinu og nú er svo komið að sex lyftur eru á staðn- um og geta þær annað um 1400 manns á klukkustund. Þrjár T-lyftur eru fyrir hendi, tvær Það er gott að leggjast i snjóinn og hvíla lúin bein þegar búið er að renna sér allan daginn. Ljósm. Guðjón. toglyftur og ein kaðallyfta fyrir börn. Skíðasvæðið er opið fyrir al- menning alla virka daga frá kl. 10.00 til 18.00 og upplýsingar um færð o.fl. er hægt að fá í símsvara skíðadeildarinnar, 22195. Hægt er að kaupa árskort eða dagskort að lyftunum og líka kort sem í eru níu ferðir. Er verðinu mjög stillt í hóf. Mikil og góð bílastæði eru á svæðinu og nú er nægur snjór. Skíðadeildin mun halda áfram uppbyggingunni á svæðinu og næsta verkefni deildarinnar er að ljúka við þjónustumiðstöð sem er við lyftu fimm og sex. Þar eiga að vera salerni og afdrep fyrir þá, sem eru með nesti. — Við munum stefna að því að koma upp sem fullkomnastri aðstöðu. Alla leið á toppinn, sagði Steingrímur Gröndal einn stjórnarmanna í deildinni við blaðamann Mbl. Óhætt er að hvetja allt skíðafólk til þess að leggja leið sína í Skálafell og kynna sér þá góðu aðstöðu sem þar er fyrir hendi. - þr. Ólafur Birgisson KR i rásmarkinu. ólafur varö i ööru sæti i flokki 15 til 16 ára. Til hægri á myndinni er Valur Jóhannsson, formaður skíðadeildar KR, og til vinstri er Marteinn Guðjónsson mótsstjóri. Ljósm. Mbl. Guðjón B. • Þrjár fyrstu í kvennaflokki, allar úr Ármanni. Fyrir miðju er Halldóra Björnsdóttir, sem sigraði með yfirburðum, þá Marta Óskarsdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir. Ljósm. G.B. Klamer búinn að vera SKÍÐAFRÖMUÐIR velta því mjög fyrir sér þessa dagana, hvort brunkóngur síöustu ára, Franz Klammer frá Austurríki, hafi sungið sitt síðasta sem slíkur, því nú er ljóst að hann kemst ekki í landslið Austurríkis sem keppir í Lake Placid í næsta mánuði. Á árunum frá 1974—77 sigraði Klammer í 22 brunkeppnum og varð Ólympíumeistari í Innsbruck 1976. Á síðasta keppnistímabili gerðist það hins vegar, að Klammer vann ekki eitt einasta mót og sama hefur verið uppi á teningnum það sem af er þessum vetri. Síðasta möguleikann fékk hann á brunmótinu í Charmonix í Frakklandi um helgina, með sigri þar hefði hanr enri komið til álita. En niðaþoka og erfið braut komu í veg fyrir að Klammer næði sér á strik. Austurríski landsliðsþjálfarinn lét hafa eftir sér við það tækifæri, að sér þætti þetta leitt, en því miður væri ekki annað hægt að gera en að setja Klammer út úr liðinu. Þess í stað munu skipa liðið þeir Josef Walcher, Harti Weireither, Werner Grissman og Peter Wirnsberger. Klammer er ekki nema 26 ára gamall og því velta menn því fyrir sér'hvað valdi. Benda menn á, að Klammer hefur ekki unnið brunmót síðan bróðir hans, Klaus Klammer, féll á brunmóti í febrúar 1977 með þeim afleiðingum, að hann lamaðist fyrir neðan mitti. Hanni Wenzel, frá dvergríkinu Lichtenstein, vann algeran yfirburðasigur í stórsvigsmótinu sem fram fór í Megeve í Frakklandi um helgina. Yfirburðir Wenzel voru með ólíkind- um, en hún hlaut um 5 sekúndum betri tíma en hin 18 ára gamla Perrine Pelan frá Frakklandi, sem hafnaði í öðru sæti. Er nú svo komið í stigakeppninni, að Wenzel er nánast búinn að tryggja sér sigur, en þegar aðeins ein keppni er eftir hefur hún hlotið 311 stig. Anne Marie Moser Pröll frá Austurríki hefur hlotið 265 stig, en Perrine Pelen hefur hreppt 188 stig. Glæsileg frammistaða Vals í Evrópukeppninni ÍSLANDSMEISTARAR Vals í handknattleik eiga nú góða möguleika á að verða fyrstir íslenskra liða að komast í 4 liða úrslit i Evrópumeistarakeppninni í handknattleik. Valsmenn léku á sunnu- dag fyrri leik sinn í átta liða úrslitum keppninnar og mættu þá sænsku meisturunum Drott í Ilalmstad og töpuðu leiknum aðeins með einu marki. 18—17, eftir að staðan í hálfleik var 10—7. Léku Valsmenn þennan leik af mjög mikilli skynsemi og yfirvegun og tókst að halda í við gott lið Svianna allan tímann, þrátt fyrir að pólskir dómarar, sem dæmdu leikinn, væru þeim afar óhagstæðir og sem dæmi um það má nefnda, að Drott fékk 10 vítaköst í leiknum en Valsmenn aðeins 1. Drott- Valur 18:17 Gangur leiksins: Það voru Valsmenn sem skor- uðu fyrsta markið og síðan var jafnt á öllum tölum fyrstu 10 mínúturnar, þá var staðan 4—4. Þá tókst Drott að ná forystunni og höfðu þriggja marka forskot í hálfleik, 10-7. í síðari hálfleik voru leikmenn Drott mjög óheppnir í byrjun og þrjú fyrstu skotin höfnuðu í stöngunum. Valsmenn ná að minnka muninn niður i eitt mark, 10—11, en þá tók Drott mikinn sprett og skoraði grimmt og stað- an breyttist í 17—11, og þannig var staðan þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnaður. Þá fór sóknarleikur Vals að ganga betur jafnframt því sem markvarsla þeirra og varnarleikur var mjög góður. Síðasta kortérið í leiknum skora Valsmenn sex mörk á móti einu marki Drott. Valsmenn hafa því mikla möguleika hér heima í síðari leiknum sem fram fer á sunnudaginn til þess að slá Drott út úr keppninni. Lið Vals: Valsmenn léku þennan leik mjög skynsamlega allan tímann. Þeim gekk vel að stoppa hraða- upphlaup Svíanna og tóku hraustlega á móti þeim í vörninni enda var það góður varnarleikur og markvarsla sem gerðu út um leikinn. Ólafur Benediktsson átti stórleik í markinu, varði 12 skot í leiknum, þar á meðal 3 vítaskot. Brynjar Kvaran átti einnig góðan leik en þeir félagar skiptust á um að standa í markinu. Bestu menn varnarinnar voru þeir Þorbjörn Jensson og Stefán Gunnarsson, sem börðust af miklum krafti. Þorbjörn Guðmundsson skoraði fimm mörk í leiknum og átti ágætis leik, Gunnar Lúðvíksson lék sinn besta leik með Val um langt skeið. En í heildina v.ar liðið jafnt. Lið Drott er mjög gott og þeirra besti leikmaður var Einar Jac- obsson, sænskur landsliðsmaður. Svíarnir leika hraðan bolta og búa yfir mikilli knatttækni. Þá er markvarsla liðsins góð. Fullt hús áhorfenda var á leiknum og hvöttu þeir sína menn ákaft. Mörk Vals í leiknum skoruðu: Þorbjörn Guðmundsson 5 (lv), Gunnar Lúðvíksson 3, Bjarni Guð- mundsson 2, Stefán Gunnarsson 2, Stefán Halldórsson 2, Steindór Gunnarsson 2, Þorbjörn Jensson 1. Vel heppnaó afmælismót J.S.I FYRRI hluti Afmælismóts JSÍ fór fram s.l. sunnudag 27. jan. í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Keppt var í fimm þyngdarflokk- um karla. Úrslit urðu þessi: Yfir 86 kg. 1. Sigurður Hauksson UMFK 2. Bjarni Friðriksson Árm. 3. Kolbeinn Gíslason Árm. Bjarni vann Sigurð en tapaði óvænt í síðustu viðureigninni. Það var Óskar Knúdsen sem gerði sér lítið fyrir og kastaði Bjarna ippon (10 stig). Urðu þeir Sigurður og Bjarni jafnir að vinningum, en Sigurður skoraði fleiri tæknistig. 71-78 kg. 1. Halldór Guðbjörnsson JFR 2. Ómar Sigurðsson UMFK 3. Níels Hermannsson Árm. 65-71 kg. 1. Gunnar Guðmundsson UMFK 2. Hilmar Jónsson Árm. 3. Steinþór Skúlason JFR 60—65 kg. 1. Jóhannes Haraldsson UMFG 2. Rúnar Guðjónsson JFR 3. Hilmar Bjarnason Árm. Undir 60 kg. 1. Gunnar Jóhannesson UMFG 2. Halldór Jónasson Árm. 3. Sigurjón Hansson Árm. Allmargir ungir og efnilegir judomenn settu svip sinn á þetta mót og veittu hinum reyndari köppum harða keppni. IS aekk í lið Laugdælum með ÞAÐ URÐU sannarlega óvænt úrslit í 1. deild íslandsmótsins i blaki á sunnudagskvöldið, en þá gerðu stúdentar sér Iítið fyrir og unnu Þrótt örugglega. Einhvern tíma hefðu það ekki þótt tíðindi, en það sem af er þessu keppnistímabili hafa IS- menn lítið sýnt sem bent gæti til þess að liðið gæti lagt Þrótt að velli. En með sigri ÍS vænkaðist hagur UMFL mjög, en Þróttur var reyndar eina liðið sem verulega ógnaði UMFL við topp deildarinn- ar. Hvaða áhrif þessi úrslit hafa á lokastöðu liðanna kemur í ljós síðar, en ekki er ólíklegt að ÍS hafi þarna unnið mótið endanlega fyrir UMFL. Yfirburðir ÍS voru miklir í tveimur fyrstu hrinunum, sem báðar enduðu 15—3 fyrir ÍS. Þróttur tók sig saman í andlitinu í þriðju hrinu og sigraði 15—7, en lengra náði það ekki hjá Þrótti og IS fylgdi eftir í fjórðu hrinunni og sigraði af öryggi 15—6. Einn leikur fór einnig fram í 1. deild kvenna. Þróttur sigraði UBK 3—1 og eru það fyrstu stigin sem Þróttur hlýtur á þessu keppnis- tímabili. Landsliðið í borðtennis á Evrópukeppni • Það væri synd að scgja að vettlingatök væru í hávegum höfð á júdómótum. Hér eigast tveir við á afmælismótinu um helgina. Ljósm. Kristján. Einkunagjöfin í körfuknattleiknum ÍSLENSKA landsliðið í borðtenn- is heldur næstkomandi laugar- dag 2. febúar út til keppni í Evrópukeppni landsliða, 3. deild, sem fram fer á eyjunni Guernsey 4.-7. febrúar. Að því loknu tekur liðið þátt í opna Welska meistaramótinu í Cardiff, 8.—10. febrúar, og er það eitt sterkasta opna meistaramót í heiminum í dag og há verðlaun í boði. Með okkur í riðli í Evrópu- keppninni eru 5 þjóðir, Skotland, Rúmenia, Portúgal, Guernsey og Jersey. Tveir af sterkustu leikmönnum íslands geta ekki farið út núna til keppni. Tómas Guðjónsson, íslandsmeistarinn, getur ekki farið og Stefán Konráðsson Vík, fyrirliði landsliðsins er meiddur og getur ekki leikið. Við þennan missi minnka möguleikarnir á að landinn geti jafnað reikninginn við Guernsey og Jersey sem við töpuðum naumt fyrir í fyrra. Valur: Kristján Ágústsson 4 Ríkharður Hrafnkelsson 3 Torfi Magnússon 3 Þórir Magnússon 3 Jón Steingrímsson 3 Jóhannes Magnússon 2 Sigurður Hjörleifsson 1 Gústaf Gústafsson 1 ÍR: Kristinn Jörundsson 4 Jón Jörundsson 3 Sigurður Bjarnason 3 Sigmar Karlsson 3 Stefán Kristjánsson 2 Kolbeinn Kristinsson 2 Guðmundur Guðmundsson 1 Jón Indriðason 1 KR: Jón Sigurðsson 3 Birgir Guðbjörnsson 1 Geir Þorsteinsson 3 Árni Guðmundsson 2 Ágúst Líndal 2 Þröstur Guðmundsson 1 Garðar Jóhannsson 3 Gunnar Jóakimsson 1 Eiríkur Jóhannsson 1 Fram: Þorvaldur Geirsson 2 Símon Ólafsson 3 Björn Magnússon 2 Ómar Þráinsson 2 Hilmar Gunnarsson 2 Guðmundur Hallsteinsson 2 Guðbrandur Sigurðsson 1 Ungmennasamband Austur-Húnavatnssýslu óskar eftir aö ráöa knattspyrnuþjálfara n.k. keppnis- tímabil. Uppl. gefur Guömundur Guömundsson í síma 95-4123 milli kl. 8 og 23 og 13—18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.