Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980
Pétur Björnsson:
„Gullkistan“
Fórstu út í búð í dag?
Finnurðu fyrir hraðanum á
verðlaginu í kringum þig?
Hrökkva launin þín ennþá
fyrir nauðsynjum?
Orð dagsins í dag hljóma
svona: Stjórnleysi, óðaverð-
bólga og verðlausar krónur.
Flestallir kjósendur, sem
gengu að kjörborðinu í des-
ember, höfðu það efst í huga
að kjósa þá á þing, sem
líklegastir væru til þess að
bæta kaupmáttinn og laga
bágborna fjárhagsafkomuna.
Fólk finnur meira og meira
fyrir ástandinu og hugsar nú
fyrst og fremst um eigin
afkomu og fjárhagslegt öryggi
morgundagsins. Gamla póli-
tíkin er að víkja við kjörborð-
ið, en í þess stað er komin leit
að þeim, sem kunna að taka á
efnahagsvandamálum og
skapa þetri afkomu.
Sameiginlegt átak óstjórnar
og verðbólgu skapar verðlaus-
an gjaldmiðil. Það verður ekki
lengur hægt að slá ryki í augu
kjósenda með því að skella
skuldinni á launa- og verð-
lagshækkanir. Hækkanirnar
eru einungis afkvæmi verð-
bólgunnar. Hvað þýðir að
bölva verðbólgunni einni sam-
an. Hún er bara afleiðing af
verkum illa stjórnandi pólitík-
usa og flokka þeirra, sem nota
óspart þá einu lausn, sem þeir
þekkja, að prenta meiri pen-
inga þegar vantar upp á
ríkiskassann. — Gamla lög-
málið lætur heldur ekki
standa á sér — fleiri krónur í
umferð og minna verðgildi
fyrir krónuna.
Hver er orsökin fyrir því að
hlutirnir velta svona áfram og
að við þurfum að búa við þetta
langvarandi ófremdarástand.
Svarið liggur á reiðum hönd-
um. Orsökin er eyðslusemi
ríkisvaldsins og of stór hlutur
þess af þjóðartekjunum.
Það má með sanni segja, að
þjóðartekjurnar séu „gull-
kista" landsmanna. Af þessi
gullkistu mótast afkoma þjóð-
arinnar hverju sinni. Lögmál
hagfræðinnar tengjast beint
þessum „gullkistum“ þjóð-
anna, öflun þeirra og hvernig
þeim er ráðstafað.
„Gullkistan" verður til með
framlagi hvers einasta vinn-
andi einstaklings í þjóðfélag-
inu. Hún samanstendur af
samanlögðum verðmætum
allrar vöruframleiðslu og
þjónustu í landinu á einu ári.
Nú skulum við líta á dæmið
nánar. Jafnframt því sem okk-
ur er ætlað að njóta góðs af
verðmætum „gullkistunnar"
þá sölsar ríkisvaldið í hvert
skipti til sín sí stækkandi hlut
af henni með álögðum tollum,
sköttum og öðrum álögum. Því
meira sem ríkisvaldið tekur til
sín og setur út aftur í óarð-
bæran kostnað, því minna
kemur í hlut þegnanna, gegn-
um minnkandi kaupmátt og
vanmátt atvinnuveganna, sem
því fylgir.
Þegar ríkishluturinn er orð-
inn of stór og eyðslan í sama
hlutfalli, er á dauðanum von.
Þetta er einmitt lýsingin á
ástandinu hjá okkur í dag.
Það er miður, á þessum
krepputímum, að of margir
þingmenn okkar virðast bera
lítið skynbragð á efnahags-
vandamálin, þegar þunga
þeirra fer að gæta fyrir al-
vöru. Þekking þeirra á slíkum
málum er af skornum
skammti og lítið farið eftir
ábendingum sérfróðra manna.
Afturámóti eru þessir sömu
menn alltaf viljugir til þess að
ausa út fé almennings og
skuldbinda ríkisvaldið fjár-
hagslega fram í tímann án
þess að gera sér grein fyrir
afleiðingunum. Niðurstaðan er
nær undantekningalaust
minnkandi verðgildi krónunn-
ar og áframhaldandi þensla á
peningamagninu í umferð
(verðbólga), vegna þess að
aðeins er hægt að taka það úr
„gullkistunni", sem í hana var
látið.
Með áframhaldandi gerðum
af þessu tagi víkka umsvif
ríkisins að þingmönnum vit-
andi og óvitandi og skert um
leið frelsi einstaklingsins og
geta hans til að bjarga sér.
Margir stjórnmálamenn í
aðstöðu freistast til þess að
reisa sér minnisvarða og afla
sér vinsælda meðal ákveðinna
hópa með því að gefa út
almannafé án þess að hirða
um þann skaða, sem það veld-
ur þjóðarvelferð. Þegar að því
kemur að grípa þarf til miður
vinsælla aðgerða til þess að
rétta þjóðarhaginn við, með
samdrætti í ríkisútgjöldum og
öðrum ráðum, þá fara þessir
menn undan í flæmingi af ótta
við óvinsældir gagnvart kjós-
endum.
Meðan ríkisbáknið heldur
jafn stórum hlut af þjóðar-
bólgu, minnkandi kaupgetu,
þegar krónan sígur niður og
minnkandi þjóðartekjur. Þeg-
ar allt kemur til með að síga
svona áfram niður á við, er
stutt í atvinnuleysið og stöðn-
un atvinnuveganna. Við getum
átt von á 4 ára þróun í þessa
átt (núverandi kjörtímabil).
Hver verður afkoma þín þá?
Því miður var „leiftursókn“
sjálfstæðismanna ekki nógu
ítarlega kynnt kjósendum
fyrir kosningarnar og því má
kenna að kosningarnar fóru á
þann veg, er raun bar vitni
um.
Það var nauðsynlegt fyrir
kosningarnar að koma á fram-
færi upplýsingum til kjósenda,
sem sýndu þrep fyrir þrep og
lið fyrir lið allt til lokastigs
aðgerðarinnar (leiftursóknar-
innar), hvernig þróunin mundi
lækkun skatta. Alþjóða gjald-
eyrissjóðurinn (I.M.F.) horfir
á með velþóknun, enda hvetur
hann aðrar þjóðir að gera slíkt
hið sama í kreppunni.
Það er ekkert óalgengt að
verðlag og kaup fari upp í
verðbólgulausu þjóðfélagi en
þá er kaupgetan önnur og
verðgildi gjaldmiðilsins stöð-
ugt.
Adam Smith segir í bók
sinni „Auðlegð þjóðanna“ (The
Wealth of Nations), árið 1776,
að þegar um sköpun þjóðar-
verðmæta er að ræða, er
farsælast að fela það í hendur
einstaklingum, án afskipta
ríkisvaldins. Hann gagnrýndi
um leið „merkantílistana",
sem heldu á þeim tíma að ekki
væri hægt að reka viðskipti
innanlands og utan án forystu
ríkisins.
Ef „leiftursóknin" hefði far-
ið í gang með niðurskurði
ríkisútgjalda og lækkuðum
sköttum, hefðu áhrifin orðið
þau að samfara því að ríkis-
eyðslan væri tekin úr sam-
bandi, streymdi fjármagn til
atvinnuveganna og einstakl-
ingar öðluðust með skatta-
lækkunum aukinn kaupmátt.
Með auknum kaupmætti kem-
ur aukin eftirspurn eftir vör-
um og þjónustu. Atvinnulífið,
sem hefur verið staðnað af
fjárskorti, tekur strax við sér.
Fjárstreymið og aukin eftir-
spurn virkar sem hvati. Lægri
skattar á félögum og einstakl-
ingum gefa þeim aukin um-
svif.
Um leið og umsvifin færast
af höndum ríkisins yfir á hinn
frjálsa markað og neysla
ríkisins sett yfir á neyslu
almennings og félaga, mynd-
ast óhjákvæmilega tímabund-
ið atvinnuleysi. Með réttum
bráðabirgðaráðstöfunum er
hægt að halda efnahagskerf-
inu saman og ríkið borgar
niður atvinnuleysið, meðan
breytingin á sér stað.
Almenningur tekur yfir rík-
isneysluna og þegar hjól at-
vinnuveganna fara að snúast
eykst eftirspurnin eftir vinnu-
afli. Atvinnuleysið, sem skap-
aðist vegna samdráttar rikis-
umsvifanna, minnkar nú
vegna hinnar nýju eftirspurn-
ar atvinnuveganna.
Við skulum nú líta á vísitöl-
una og þann „misskilning, sem
vinstri flokkarnir settu fram
viðvíkjandi „leiftursókninni".
Meðan á þessum breyting-
um stendur, reynir kaup og
verðlag að finna jafnvægi sín
á milli. Hvorttveggja leitar
upp á við, með víxlhækkunum
uns jafnvægi er fundið.
Það er í allra hag, hvort sem
um atvinnuvegina eða lauþeg-
ana er að ræða, að laun hafi
aukinn kaupmátt til þess að
halda uppi eðlilegri eftirspurn
á hinum frjálsa markaði.
Einstaklingarnir og at-
vinnuvegirnir hvetja hverir
aðra á markaðnum og skapa
auknar þjóðartekjur. Þá lítur
„gullkista" landsmanna öðru-
vísi út. Verðbólgan hjaðnar og
að lokum verður verðgildi
krónunnar stöðugt og tryggir
þar með stöðugan kaupmátt.
Ríkisumsvifin, sem áður rösk-
uðu dæminu, eru farin út og
þjóðin farin að lifa innan
þjóðarteknanna og njóta betur
eigin verðmæta.
Bráðabirgða- og skyndiráð-
stafanir fyrri ríkisstjórna
voru dæmdar til þess að renna
út í sandinn, vegna þess að bak
við þær vantaði skipulagðar
langtímaaðgerðir til árangurs.
I heimsmálunum sjáum við
fyrir framan okkur tvo hag-
pólitíska póla. Annars vegar
frjálst þjóðfélag á frjálsum
markaði sem skapar verðmæti
með eigin hagkerfi og hins
vegar einræði með áætlunar-
búskap, sem eyðir pólitísku og
efnahagslegu frelsi einstakl-
inganna og skapar sameignar-
fátækt og hungur.
Það hafa ótal stjórnarhætt-
ir stungið upp höfðinu og verið
kallaðir ýmsum nöfnum til
þess að brúa miðjuna milli
þessara póla.
Við þekkjum til dæmis
stjórnarhætti eins og blandað
hagkerfi, frjálshyggjukerfi,
lýðræðissósíalisma, velferðar-
ríki og jafnvel sósíalisma.
Það lætur þó enginn sér
detta í hug, að ákveðinn,
þröngur hópur manna geti
komið í staðinn fyrir dóm-
greind allrar þjóðarinnar og
afgreitt allar þær ákvarðanir
sem eru teknar á hinum
frjálsa markaði.
Það er kunn staðreynd að
hagkerfi Sovétríkjanna virkar
ekki án utanaðkomandi stuðn-
ings frá kapitalistískum þjóð-
félögum með frjálsan markað.
Upp úr 1921 gaf Lenin leyfi
til þess, með hinni „Nýju
hagstefnu sovétríkjanna“ að
stórkapítalistísk fyrirtæki
kæmu inn á Sovétmarkaðinn
til þess að endurreisa og
styrkja kerfið, sem riðaði til
falls. Hann lofaði þessum
fyrirtækjum gulli og grænum
skógum með framtíðarvið-
skiptum. Mörg af stærstu
fyrirtækjum heims létu undan
þessum gylliboðum Lenins,
svo sem Standard Oil, sem
byggði upp olíuiðnaðinn,
Stuart James & Cooke, sem
endurreisti kolaiðnaðinn, auk
félaga á borð við General
Electric Westinghouse, RCA
og fjöldamargra annarra, sem
þróuðu neytendamarkaðinn.
Önnur aðstoð vestrænna
fyrirtækja í Evrópu og
Ameríku komu aftur inn á
Sovétmarkaðinn upp úr 1930.
Þar á eftir kom hin mikla og
margþætta aðstoð Banda-
ríkjamanna á stríðsárunum og
að lokinni síðustu heimsstyrj-
öld er öllum kunnugt um
nauðungarflutninga Rússa á
heilum iðnverum og skipa-
smíðastöðvum með húð og
hári frá hernumdu iöndunum,
ásamt tæknimönnum og
vísindamönnum á öllum svið-
um. — Hagkerfið stendur
ennþá langt að baki hagkerf-
um hinna vestrænu ríkja.
Þarna ræður þröngur hópur
manna markaðsáætlunum og
kemur í staðinn fyrir dóm-
greind almennings.
Hvernig á að skilja íslenska
kjósendur í dag? Vilja þeir
heldur viðhalda pólitísku
fjaðrafoki en eigin velferð, eða
skortir hinn almenna kjós-
anda betri upplýsingar og
skilning á stefnum stjórnar-
flokkanna í landinu, sem þykj-
ast fyrst og fremst hafa vel-
ferðarmál þjóðarinnar efst á
baugi.
Thomas Payne sagði um
ríkið: „Þegar ríkisvaldið skart-
ar sínu besta, er það nauðsyn-
legur fjandi: þegar það skartar
sínu versta, er það óþolandi
fjandi."
Ertu kominn
á hausinn?
tekjum og með svipuðum út-
gjöldum, helst peningaprent-
vélin í gangi áfram og eílífðar-
verðbólga og jafnvel gjaldþrot
verða framundan. í þeim leik
má reikna með að margur
launþeginn og ellilífeyrisþeg-
inn verði að fallbyssufóðri.
Þetta virkar allt eins og
vondur draumur, sem maður
heldur að taki enda. Ríkisvald-
ið líkist stórum krabba, sem
étur upp starfsþol lands-
manna. Það er skiljanlegt að
margar þjóðir eigi erfitt með
að hemla ríkisumsvifin, vegna
óvenju þungra byrða af her-
búnaði, eins og ísrael. En hvað
er þá um að vera hjá okkur.
Við þurfum engan kostnað að
bera af vígbúnaði, en samt
höfum við meiri hlutfallslegar
opinberar byrðar en aðrar
þjóðir. — Þegar allt er tekið
til, eigum við að leyfa minni
þátt ríkisins í „gullkistunni"
og þess vegna eigum við að
hafa betri lífskjör en þjóðirn-
ar í kringum okkar.
Stáðreyndin er hins vegar
þveröfug. Við höfum þyngri
ríkisbyrðar en aðrar þjóðir
almennt.
Um daginn urðu stjórnar-
slit, þingrof og nýjar kosn-
ingar. Flokkarnir höfðu naum-
an tíma til þess að kynna
stefnur sínar. Stefnur vinstri
flokkanna voru lagðar fram
lítið breyttar frá fyrri stefnu.
Þeir vildu ekki skera niður
ríkisumsvifin, en ætluðu samt
að vinna á verðbólgunni.
Hvernig?
Næsta skref
Án þess að ganga djarflega
til verks í niðurskurði á ríkis-
útgjöldum, kalla stefnur
þeirra á áframhaldandi verð-
eiga sér stað í framkvæmd-
inni, samfara niðurskurði á
ríkisumsvifum og lækkun
skatta.
Það stóð heldur ekki á
vinstri flokkunum að hamra á
því, að „leiftursóknin" mundi
skapa atvinnuleysi og að vísi-
talan yrði tekin úr sambandi.
— Það er engin furða að þeir
hræddust jákvæðan árangur
slíkrar aðgerðar, því slíkar
„kapitalistískar" aðgerðir eru
ekki á stefnuskrá sósial-
istískra flokka og allra síst
kommúnista.
Hinn almenni kjósandi var í
þetta skipti fyrst og fremst að
leita eftir lausn á sínum per-
sónulegu efnahagserfiðleikum
við kjörborðið; en hann hræð-
ist atvinnuleysið og vísitölu-
sviptingu mest af öllu.
Ef hann hefði fengið viðun-
andi skýringar á „leiftursókn",
hefðu þessi atriði ekki verið
honum fjötur um fót.
Sannleikur málsins er sá, að
þessi hugmynd Sjálfstæðis-
flokksins um „leiftursókn" er
hárrétt til lausnar vandanum í
dag og er í aðalatriðum
grundvölluð á þeirri efna-
hagsstefnu, sem þær þjóðir
fylgja, sem bestum árangri
hafa náð éfnahagslega. Þar
ber hæst Vestur-Þýskaland og
Japan.
Þessi ríki halda ríkiseyðslu
og ríkisafskiptum í því lág-
marki (prósentu) að heildar-
neyslan fer ekki fram úr
þjóðartekjunum (gullkistunni)
og veldur því ekki óeðlilegri
verðbólgu.
Enska járnfrúin, frú
Thatcher heldur ótrauð áfram
á braut sinni við að rétta af
efnahag Breta með niður-
skurði á ríkisumsvifum og