Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 45
MOÍtGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 45 f ; VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI innar í Angóla, Mósambik og Eþíópíu, og alls staðar eru frels- issveitir skæruliðanna, sem svo eru kallaðar í fjölmiðlum okkar, eins og Viet—Cong í Víetnam, Rauði herinn á Italíu o.s.frv. Heimurinn veit, að í öllum löndum þar sem sósíalisminn ræð- ur, eru lífskjör fólksins þau verstu sem sagan getur um. Þá spyr maður: „Hvað gott hefur sósíal- isminn gert, sem réttlætt getur það, að halda skuli olympíuleikana í Moskvu ?“ Hvar er nú hinn heiðarlegi íþróttaandi ? Er hann fólginn í því að vilja endilega kyssa á blóðuga hönd ofbeldisins? „Húsmóðir.“ • Aldamótaárin ranglega tímasett? „Þær eru orðnar margar hug- leiðingar Velvakanda Morgun- blaðsins um það hvort áttundi áratugur aldarinnar sé nú allur og níundi áratugurinn hafi byrjað um síðustu áramót. Nú síðast hinn 20. þ.m. tekur L.O. þetta til meðferðar. „Ég man enn greinilega síðustu aldamót, var þá á átjánda ári. Þau áramót voru tímasett á miðnætti á nýársnótt milli dag- anna 31. desember 1900 og 1. janúar 1901. Þar af leiðir að fyrsta áratug aldarinnar lýkur við árslok 1910 og það sama á við um alla áratugi aldarinnar, þeim lýkur við lok tíunda hvers árs. Áttunda tug aldarinnar er því fyrst lokið 31. desember 1980. Mér er ekki kunnugt um hvenær tímatal okkar, sem talið er' frá Krists burði, var tekið upp, en ég tel fráleitt annað en fyrsta árið hafi verið tölusett eitt. Það er fyrsta ár tímatalsins og aldamót við lok hverra 100 ára. Með því að halda öðru fram er verið að slá því föstu að aldamótaárin séu rang- lega tímasett. Þorsteinn Stefánsson. • Enginhugsun Bílstjóri hefur orðið: „Oft hefur verið rætt um það bæði hjá Velvakanda og raunar hvar sem er, að mjög skorti okkur íslendinga umferðarmenningu. Aldrei verður of oft minnt á þá staðreynd og aldrei verður of oft fjallað um umferðarmálin. Þau eru í slíkum ólestri að við verðum að gera eitthvert átak til að bæta úr þeim. Þá á ég ekki við að draga úr umferðarslysum eingöngu, því nokkuð hefur kannski miðað í þá átt, en við þurfum að benda á ótal smáatriði, sem gera umferðina, a.m.k. í Reykjavík, mjög tafsama og leiðindagjarna. Menn hugsa bókstaflega ekki baun um það sem þeir eru að gera þegar þeir aka um bæinn. Hugurinn er allt annars staðar og greinilega víðsfjarri og á þetta mest við um það hvernig menn geta leyft sér að hlaupa frá bílum sínum hálfum eða heilum upp á gangstétt og fleira þvílíkt. Ég held næstum að við verðum að taka upp ár umferðarinnar eða ár umferðarmenningarinnar til að fá bætt nokkuð úr ástandinu hjá okkur.“ SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Smed- erevska Palanka í Júgóslavíu í fyrra kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Rajkovics, Júgó- slavíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Ciocaltea, Rúmeníu. 31. Hlb7+! - Kg8, (Eftir 31. ... Bxb7, 32. Dxd8 - Dxd8, 33. Hxd8 hefur hvítur auðunnið endatafl) 32. De7 - Dxe7, 33. Hxe7 - Hff8, 34. IIc7 — h6, 35. g4 — a5, og svartur gafst upp um leið, því að hvítur hefur auðunnið endatafl, hann getur t:d. leikið 36. Rxd6. • Skammdegis byljir og sólarvarmi Sigríður Jónsdóttir frá Stöp- um í Tungusveit hafði samband við Velvakanda einn morguninn og óskaði eftir að eftirfarandi Ijóði hennar, er hún orti nú í janúar, yrði komið á framfæri: Þá ljósið ég kveiki þegar dagsbirtan dvinar daprast minn hugur við skammdegis byi. En vinir rétta mér höndurnar sinar er sem hjarta mitt vermist af sólaryl Og sorgin og gleðin fallast í faðma fjóluna dreymir og árgeisli ris. Þegar nótt vefur daginn í ástríka arma er scm alssel ég dveiji í Paradís. Þá svif ég með blænum við sðngva og hljóma um sólvermdan geiminn ofar vetrarins kiljum og dvel þar um stund meðal bláleitra blóma, líka blaðmjúkra rósa fjarri skammdegisbyljum. Hafnarfjörður: Yaranleg gatna- og gangstétta- gerð á árinu 1980 BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar gerði á fundi sínum 14. jan. s.l. eftirfarandi tillögu til bæjar- stjórnar: „í samræmi við markaða stefnu um áframhaldandi varanlega gatnagerð og lagninu gangstétta samþykkir bæjarstjórn eftir því sem fjárveiting á fjárhagsáætlun- um hrekkur til að ráðist skuli í eftirfarandi framkvæmdir á þessu ári: Að leggja varanlegt slitlag (mal- bik) á eftirtaldar götur: Ölduslóð, Kvíholt, Holtsgötu, Hlíðarbraut, Víðihvamm, Garðstíg, Lyng- hvamm, Reynihvamm, Birki- hvamm, Brekkuhvamm, Keldu- hvamm, Lindarhvamm, Hólabraut, Ásbúðartröð, Erluhraun, Þrastar- hraun, Blómvang, Þrúðvang, Krókahraun (botnlanga), Flóka- götu, Hjallabraut aðra akgrein frá Skjólvangi að Flókagötu, Hjalla- braut eystri akrein frá Breiðvangi að Skjólvangi og Lækjargötu, aðal- akbraut frá Öldugötu að Reykja- nesbraut. Að leggja gangstéttir við Vestur- vang, Hraunkamb, Miðvang (ljúka), Mosabarð, Háabarð, Sval- barð, Krosseyrarveg, Langeyrar- veg, Garðaveg, Ölduslóð frá Öldu- götu að Melholti og Hringbraut, neðri hluta frá Öldugötu að Jófríð- arstaðavegi. Rafveitu Hafnarfjarðar er falið að setja varanlega gatnalýsingu við Mávahraun. Samþykkt að bjóða framkvæmd- ir þessar út og bæjarstjórn heimil- að að undirbúa og setja þær í útboð.“ MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ ADALSTRÆTI • - SÍMAR: 17152-17355 Stærsta ÚTSALA Á ÍSLANDI Fatnaöur á alla fjölskylduna. Skór, leikföng, postulíns- og kristals- s vörur, hljómplötur veiöistangir, hjól o.fl. 23 fyrirtæki _ _ og vandaðar vörur með afslætti allt að 70% Opið i dag 1—10 Opið miðvikudag 1—6 Nú er tækifæri aö gera mjög góö kaup 8TRAETI8VAGNALEIÐ NR. 10 SYNINGARHÖLLIN Bíldshöföa 20. p sími 81199.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.