Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 10
10 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Við hátíðlega athöfn opnunar hinnar stórmerku, grænlenzku farandsýningar, er um þessar mundir gistir Norræna húsið, var forseta íslands færð að gjöf nýútkomin bók um myndlist og listiðnað Grænlendinga, sem danska listakonan Bodil Kaa- lund hefur tekið saman, en hún sá um uppsetningu sýningarinn- ar og valdi muni ásamt fleirum, en þó aðallega Grænlendingum. Undirrituðum áskotnaðist þessi bók á dögunum og ákvað fljótlega, er hann hafði blaðað í henni, að vekja athygli á merki- legu framtaki, því að víst má vera, að mörgum hérlendum mun hugleikið að kynnast þess- um þáttum grænlenzkrar menn- ingar er hér er fjallað um. Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar um grænlenzka list og í alla staði mjög vönduð, hefur vafalít- ið verið mjög kostnaðarsöm í útgáfu, þótt verði hennar sé stillt í hóf, og mun hér koma til, að fjöldi fyrirtækja og menning- arstofnana í Grænlandi og Dan- mörku, svo og Norræni menn- ingarsjóðurinn, hafa stutt fram- takið. Menning Grænlendinga er ævaforn, og Eskimóar, eða þjóð- flokkar líkir Eskimóum, hafa ferðast um heimskautssvæðin í um 5000 ár. Fyrstu menjar um veru manna þar má rekja allt til ársins 2200 fyrir okkar tímatal. Uppruni þeirra er nokkuð á huldu líkt og annarra frum- stæðra þjóðflokka, er frá Síberíu komu og héldu um Alaska, Kanada og síðan langt suður á bóginn. Einn angi þeirra dreifð- ist norður um Grænland og niður austurströnd landsins. Eins og hjá öllum frumstæð- um þjóðflokkum skiptir galdra- trúin og dýrkun sálarinnar miklu máli. Þannig sýna elstu menjar veiðimannamenningar jafnan ríka trú á annað tilveru- stig. Dýrin, sem menn veiddu sér til lífsframfæris, höfðu jú einnig sál, og í því var fólgin mesta hættan, því að allt kvikt, er menn drápu og lögðu sér til munns, hvarf einnig til æðri heima. Því var svo mikilvægt að milda sálir þeirra með trúarat- höfnum, er veiðimennirnir höfðu svipt lifandi líkama, því að annars var hætta á því að viðkomandi hefndu sín grimmi- lega á þeim. Þetta er sennilega upphaf hvers konar trúarat- hafna, er dreifst hafa í marg- víslegri mynd um gjörvalla heimsbyggðina og við sjáum svo áþreifanleg merki um á vorum dögum. Einmitt þessi ríka hneigð, sem í sérhverjum manni býr, þótt í mismunandi mæli sé, hefur verið vaki og undirstaða menningarþjóðfélaga frá því að sögur hófust. Þörfin til að tjá þetta í einhverri mynd var nauðsynlegur þáttur daglegs lífs og er í engum tengslum við hugtakið list á þann hátt sem það er gert á vorum dögum þótt skyldleiki sé hér auðsær. Menn- ingarlíf er undirstaða allra framfara og þá einnig hag- rænna, því að án menningar fær engin þjóð lifað, blómstrað né staðið undir nafni. Þannig eru elstu menjar mannlegs lífs ein mitt tengdar listrænum munum og leifum háþróaðrar húsagerð- arlistar. Bókin um Grænland rekur fyrst sögu einhverra víðförlustu þjóðarbrota, sem veraldarsagan getur um. Að hluta til settust þau að í landi er nefndist af þarlendum „Land manna“ (IN- UIT NUAAT) eða Grænland, svo sem við þekkjum það. Veiðimenn fylgdu dýrunum, sem breyttu stöðugt um verustaði og fylgdu þá veðurfarsbreytingum, sem hröktu þau óralangan veg. Að sjálfsögðu hefur þetta staðið yfir í þúsundir ára, og urðu menn þá sífellt að laga sig að nýjum aðstæðum, enda eru hæfileikar þessa fólks til að lifa á heim- skautssvæðunum með ólíkind- Bodil Kaalund um. Þetta fólk, sem veiði- mennskan er í blóð borin og í sinnið ofin, hefur lengstum unað vel við sitt og Sinn hag, og ótal sjúkdómar voru þar með öllu óþekktir, áður en hin svonefnda vestræna „siðmenning" haslaði sér þar völl. Orðið siðmenning er þannig afstætt hugtak, því að Ljóð frá Finnlandi Þjóðleikhúsið: May Pihlgren: Finnlandssænsk ljóð. Leikkonan May Pihlgren frá Finnlandi flutti ljóð eftir sænskumælandi finnsk skáld í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn. Hún er kunn leikkona í heima- landi sínu og hefur stuðlað að kynningu íslenskra leikrita. Heldur var fámennt í Þjóðleik- hússkjallaranum að þessu sinni, einkum voru gestir leikhúsfólk. En líklega hafa margir sótt dagskrár May Pihlgren í Nor- ræna húsinu. May Pihlgren flutti ljóð eftir Edith Södergran, Elmer Dikton- ius, Solveig von Schoultz, Per- Hakon Páwals og Lars Huldén. Það var vel til fundið að hafja flutninginn með ljóðum eftir Edith Södergran, einn af braut- ryðjendum nútímaljóðlistar á Norðurlöndum. Dikter (1916) var fyrsta bók Södergrans. Nú er erfitt að skilja hvers vegna Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON gagnrýnendur þoldu ekki ljóð skáldkonunnar: einlæg, ljúf og rómantísk. Skýringin er sú að Södergran orti órímað, hún fór eftir hrynjandi hjarta síns og opinberaði nýjar tilfinningar tíma sem voru að hefjast. Annar brautryðjandi nú- tímaljóðalestrar var Elmer Kid- tonius, en Pihlgren valdi til flutnings eftir hann ljóð úr bókum frá árunum 1922—42. Diktoníus orti meitluð og opin ljóð sem gædd eru sérkennilegri hrynjandi og kemur það ekki síst fram í minningarljóði hans um Södergran. Pihlgren lagði áherslu á að kynna ljóð sem Diktonius orti um börn og gaf valið takmarkaða mynd af skáldinu. Solveig von Schoultz er meðal þeirra skálda í Finnlandi sem njóta mikils álits, enda hefur hún margt vel ort. Það voru einkum ljóð með biblíulegu efni sem Pihlgren flutti eftir von Schoultz. Per-Hakon Páwals kallar eina bóka sinna En del av várlds- rymden (1973) og úr þeirri bók las May Pihlgren. Páwals beitir skipi og háði í hnitmiðuðum ljóðum úr lífi nútímafólks og er búinn þeim sjaldgæfa hæfileika að fá lesendur til að hlæja. Loks flutti May Pihlgren ljóð eftir Lars Huldén úr bók sem hann nefnir Island í december 1976. Þetta eru skemmtilegar ferðaminningar í ljóðformi. Eins og Páwals er Huldén skáld lífsgleði og hjá honum verður öll reynsla að ljóði. Fjölbreytnin er einkenni hans. May Pihlgren studdist ekki við bók eða blað við flutning þessa efnis, en naut aðstoðar hvíslara. Hún rabbaði um skáldin af þekkingu og inn- sýn í verk þeirra. Flutningurinn var fágaður og sérstaklega náði hún tökum á áheyrendum þegar þeir Páwals og Huldén voru á dagskrá. Við vitum að í Finnlandi stendur Ijóðlist í blóma. Maður saknaði að vísu skálds eins og Bo Carpelans, en persónulegt val leikkonunnar gerði þessa kvöld- stund með henni minnisstæða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.