Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 21 Greið leið Liverpool? BIKARHAFARNIR Arsenal geta ekki talist öruggir um að mjaka sér í 8-liða úrslitin eftir að hafa dregist gegn Bolton á útivelli. Þó að Bolton sé í neðsta sæti 1. deildar, þá tapar liðið ekki oft á heimavelli, auk þess sem Bolton rak framkvæmda- stjórann nokkrum minútum áð- ur en drátturinn fór fram. Kemur það nokkuð á óvart, þar sem Ian Greaves hafði gert góða hluti hjá Bolton, m.a. komið liðinu í 1. deild. Það er því varla hans sök þó að liðið sé lélegt nú. Drátturinn til fimmtu umferð- ar lítur annars þannig út: Liverpool — Bury Bolton — Arsenal Swindon/Tottenham — Birm- ingham Blackburn — Cambridge/Aston Villa Ipswich — Chester Everton — Carlisle/Wrexham Liverpool ætti að eiga greiða leið í 8-liða keppnina og margir eru á því að liðið vinni þrefalt að þessu sinni, þ.e.a.s. deild, deild- arbikar og FA-bikar. Stendur liðið prýðilega að vígi í öllum keppnum þessum, en þó getur alls staðar enn brugðið til beggja vona. T.d. í FA-bikarnum, en þar standa enn uppi lið eins og Ipswich, Everton, Tóttenham og Arsenal, lið sem geta lagt Liver: pool að velli á góðum degi. í deildarbikarnum er Liverpool í undanúrslitum, en hefur þegar tapað fyrri leiknum gegn Forest 0—1. Hangir deildarbikarinn því á bláþræði, því að Liverpool á síðan eftir að leika til úrslita annaðhvort gegn Wolves eða Swindon. í deildinni er síðan um einvígi að ræða milli Liverpool og Manchester Utd. Liverpool hefur tveggja stiga forystu, þannig að ekkert má út af bregða og Mu hefur oftar en einu sinni brugðið fæti fyrir Liver- pool á síðustu stundu. Clough vill taka við Barcelona! BRIAN Clough, hinn málglaði framkvæmdastjóri Nottingham Forest, hefur opnað munninn enn einu sinni. Nú hefur hann lýst því yfir, að hann sé reiðu- búinn að hætta hjá Forest. Kemur það út af fyrir sig ekki á óvart, því að veldi Forest hefur hnignað mjög í vetur. Kenna margir um ótímabærum sölum á þeim Archie Gemmell og Tony Woodcock, en komið hefur greinilega í ljós, að skörð þess- ara snjöllu leikmanna hafa ekki verið fyllt. Clough hefur og lýst því yfir, að hann fari ekki frá Forest nema stórfélag eins og Barce- lona geri honum tilboð sem hann geti ekki hafnað. Það skyldi þó aldrei vera búið að ræða saman bak við tjöldin. Barcelona mætir Forest í Evrópukeppni meistara- liða í vikunni. • Formaður og fráfarandi formaður GSÍ, Páll Ásgeir Tryggvason t.v. og Konráð Bjarnason t.h. Konráð Bjarnason var kjörinn forseti Golfsambands íslands á ársþingi sambandsins, sem fram fór um helgina. Konráð ieysir af Pál Asgeir Tryggvason, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs þar sem hann er fluttur af landi brott. • ísinn getur oft verið háll eins og dæmin sanna. Auk þess er yfirleitt ekkert gefið eftir í íshokkí og erlendis logar jafnan allt í slagsmálum þegar mest gengur á. Að vísu gekk leikur Reykjavíkur og Akureyrar aldrei svo langt, en harka var þó oft töluverð eins og sjá má á meðfylgjandi mynd Kristjáns Einarssonar. Akureyringarnir hefndu tapsins AKUREYRINGAR hefndu fyrir tap gegn Reykvíkingum í íshokkí á síðasta ári með þvi að leggja höfuðborgarbúana að velli á Melaveilinum um helg- ina, en þar fór fram hin árlega bæjakeppni i íshokkí. Höfuðborgin sigraði Akureyri frekar óvænt í fyrra, en dæminu var snú snúið við og Akureyri sigraði samanlagt 13—7. Annars fer keppni þannig fram í íshokkí, að leikurinn er bútaður niður í þrjár lotur og markatala sam- Sigurður þjálfar Austra SIGURÐUR Gunnarsson, stór- skyttan úr Víkingi og landsliðs- maður í handknattleik, hefur veriö ráðinn þjálfari knattspyrnumanna á Eskifirði næsta sumar. Siguröur lók með Austra sumarið 1978, en síðastliðiö keppnistímabil þjálfaði hann og lék með Breiðdælingum meö góöum árangri. Austramenn vænta góðs af samstarfinu viö Sigurð, en félagið leikur nú í 2. deild þriðja keppnistímabiliö og áttu fæstir von á, að Austri héldi velli svo lengi í deildinni. Nágrannar Eskfirðinga, Reyð- firðingar, hafa einnig ráðið þjálfara og er það Sigurbjörn Marinósson, íþróttakennari frá Reyöarfirði. Hann var áður leikmaður með Austra, fyrirliði liðsins 1978 og síðan leikmaður og þjálfari með ágætum árangri í fyrra. Líklegt er taliö, að Reyðfirðingar verði með sterkt liö í þriöju deildinni næsta sumar og fái góða leikmenn til liðs við sig. Norðfirðingar hafa sem kunnugt er endurráðið Sigurberg Sig- steinsson fyrir næsta sumar og eru byrjaðir að æfa af krafti. Líklegt er að Magnús Jónsson úr KR leiki með Þrótti næsta sumar og eflir hann framlínu liösins án vafa ef úr austurferð verður. Völsungar frá Húsavík unnu sig upp í 2. deild í fyrrahaust, unnu reyndar deildina undir leiðsögn Einars Friðþjófssonar. Nú vinna Húsvíkingarnir aö ráöningu þjálfara og hefur flogið fyrir að Benedikt Valtýsson verði þjálfari liðsins. Þá mun Helgi Benediktsson starfa á Húsavík næsta sumar og væntan- lega ganga til liðs viö Völsunga. anlögð látin ráða úrslitum. Ak- ureyringarnir unnu tvær fyrstu loturnar 5—2, en Reykvíking- arnir tóku sig nokkuð saman í andlitinu í síðustu lotunni og lauk henni sem jafntefli, 3—3. Það dugði Reykjavík ekki og lokatölur urðu 13—7 eins og áður er greint frá. Eiríkur Tómasson formaður íþróttaráðs Reykjavíkur setti leikinn með ræðustúf og kom þar m.a. fram að gerð yrði teikning að skautahöll þegar á þessu ári BRYNJAR Kvaran. markvörð- ur Vals, sagði eftir leikinn við Drott: — Við þurfum að fá góðan stuðning til þess að geta sigrað Drott í seinni leiknum. Og það er von okkar í Val, að áhorfendur láti nú ekki sitt eftir liggja til þess að hjálpa okkur í fjögurra liða úrslit Evrópumeistarakeppninnar. Við verðum að leika skynsam- lega hér heima og ná góðum leik ef okkur á að takast að sigra í leiknum. Sænska liðið er mjög gott og leikreynt og við erum nú einu marki undir í hálfleik ef svo má að orði komast. Það þarf mikið til þess að sigra þetta lið þó svo að leikið sé á heimavelli. og gæti skautafólk því sannar- lega glaðst. Lokt má geta hverjir skoruðu mörkin í leiknum um helgina. Fyrir sigurliðið frá Akureyri skoruðu Skúli Ágústsson og Sig- urður Haraldsson 4 mörk hvor, Sigurður Baldvinsson 2 mörk, Baldvin Grétarsson, Örn Ind- riðason og Jón Björnsson eitt hver. Fyrir Reykjavík skoruðu Atli Helgason 3 mörk, Rúnar Steinsson 2, Helgi Helgason og Smári Baldursson eitt hvor. Leikur okkar úti var afar skynsamlega leikinn. Sérstak- lega var varnarleikurinn góður af okkar hálfu. Við lögðum mikla áherslu á að stoppa hraðaupp- hlaupin og það tókst. Þeir eru nefnilega óhemju fljótir. Það voru pólskir dómarar, sem dæmdu leikinn, og ég hef aldrei orðið vitni að öðrum eins heima- dómurum. í frekar jöfnum leik fengu Svíarnir 10 vítaköst en við 1. Við munum leggja allt í sölurnar til þess að verða fyrstir íslenskra liða til þess að komast í fjögurra liða úrslitin, sagði svo Brynjar að lokum. _ þr. Sjá frásögn um leikinn á bls. 25. I íslandsmeistarar Valsmanna í handknattleik stóðu sig frábærlega vel á móti sænska liðinu Drott í fyrri leik Iiðanna í Evrópumeistar- akcppninni í handknattleik. Drott sigraði aðeins með einu marki, 18—17, og hafa því Valsmenn alla möguleika á að slá sænska liðið úr keppninni er liðin mætast í Laugardalshöllinni næstkomandi sunnudag. Takist Valsmönnum það verða þeir fyrstir íslenskra liða til að komast i fjögurra liða úrslit í Evrópukeppni í handknattleik. Sjá bls. 25. Svíar fengu 10 víti — Valsmenn 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.