Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 Oruggt hja Armanm ÁRMENNINGAR unnu öruggan sigur á Tý frá Vestmannaeyjum í Laugardalshöllinni á laugardag í 2. deildinni í handknattleik. Þó að Ármenningar hefðu aðeins haft 3 mörk umfram, 20—17, voru þeir betri í annars frekar rislágum og slökum leik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og var aldrei meira en tveggja marka munur á liðunum. Ár- menningar höfðu ávallt frum- kvæðið í leiknum og höfðu eitt mark yfir í hálfleik, 9—8. I síðari hálfleiknum var það sama uppi á teningnum. Tý tókst þó að minnka muninn niður í eitt mark, 14—13, þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en þá skorti herslu- muninn til að geta jafnað leikinn, þrátt fyrir að þeir fengju ágæt tækifæri til þess. Ármenningar gátu ávallt bætt við ef þess var þörf. Lið Týs var frekar dauft í þessum leik og þrátt fyrir sæmi- legan varnarleik á köflum og Ármann — Týr 20 — 17 markvörslu átti liðið aldrei mögu- leika. Sóknarleikurinn var í mol- um og ákaflega sundurlaus og án markmiðs. Bestu menn liðsins voru Benedikt og Sigurlás. Lið Ármenninga lék þennan leik sæmilega, liðið getur mun meira. Sigur liðsins var öruggur allan tímann. Bestu menn liðsins voru Heimir markvörður svo og Friðrik og Haukur. Dómarar í leiknum voru þeir Hjálmur Sigurðsson og Gunnar Steingrímsson og voru þeir afar slakir. Mörk Ármanns: Björn 6 (4 v), Jón Viðar 5, Friðrik 3, Haukur 4, Þráinn 2 og Atli 1. Mörk Týs: Benedikt 5, Ingiberg- ur 3, Sigurlás 4 (1 v), Óskar 3, Magnús 1 og Snorri 1. — þr. I IslanflsmOMö 2. flelld I Þórssigur STAÐA Eyja-Þórs er allt annað en glæsileg eftir förina norður til Akureyrar um helgina. Þeir töp- uðu báðum leikjum sínum nyðra og sitja nú einir og yfirgefnir á botni deildarinnar, stigalausir. Eftir tap gegn KA á föstudag léku þeir við nafna sína á laugar- dag og töpuðu með 27 mörkum gegn 31. I hálfleik höfðu heima- menn yfir eitt mark, 15 — 14. Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum. Heimamenn virtust þó sterkari þó að ekki tækist þeim að hrista andstæðingana af sér. í síðari hálfleiknum var það öðru fremur stórleikur þeirra Sigtryggs og Árna sem gulltryggði sigur heimamanna. Með þá sem bestu menn náðu Þórsarar fljótt upp sterkari stöðu sem þeir héldu út leikinn og sigruðu eins og fyrr sagði með 31 marki gegn 27. Leikurinn í heild var illa leikinn en þó brá fyrir skemmtilegum köflum af beggja hálfu. Eins og Þór Ak — Þór Ve 31:27 úrslit leiksins gefa til kynna voru jafnt varnir sem markvarsla beggja liða í lágmarki. Hjá Eyja- mönnum voru þeir bestir Gústav og Gestur, en hjá heimamönnum voru þeir Sigtryggur og Árni í sérfloki eins og fyrr segir. Dómar- ar leiksins voru þeir Ölafur Har- aldsson og Guðmundur Lárusson sem yfirleitt skiluðu hlutverkum sínum vel.'Mörk Eyjamanna gerðu þeir Gústav 7 (4), Gestur 5, Ragnar 5, Albert 4, Karl 2, Herbert 2 og Óskar 2. Mörk Þórsara gerðu Sigtryggur 8 (3), Pálmi 7 (5), Árni 6, Benedikt 3, Gunnar 3 og þeir Hrafnkell, Val- ur, Arnar og Oddur gerðu sitt markið hver. E.P.Á KA ekki i vandræðum með Eyja-Þór ÞÓR frá Vestmannaeyjum sótti ekki gull í greipar KA-mönnum er liðin mættust í 2. deildar- keppninni í handknattleik á Ak- ureyri síðastliðið föstudagskvöld. KA náði góðu forskoti í upphafi leiks, sem þeir héldu allan leik- inn, í hálfleik var staðan 14—9 og er yfir lauk höfðu heimamenn tekið leikinn í sínar hendur og sigrað með níu marka mun, 27-18. KA-liðið hóf leikirin af miklum krafti, staðráðið í að sýna áhorf- endum í hvorum helmirigi deildar- innar þeir ættu heima. Alfreð Gíslason var í miklum ham í upphafi leiks og gerði fyrstu fimm mörk KA hvert öðru glæsilegra. Það var ekki fyrr en á sjöundu mínútu að Eyjamenn náðu að skora, en KA hafði gefið tóninn, þeir voru greinilega sterkari og gáfu ekkert eftir. Fyrstu átta mínúturnar í seinni hálfleiknum var munurinn fjögur til fimm mörk. Eftir það gerðu KA-menn út um leikinn, breyttu stöðunni úr 16—12 í 21—12 á sex mínútna kafla, það var of mikið fyrir Eyjamenn. Leikur þessi, sem hafði verið spennulítill, endaði því með sanngjörnum úrslitum, 27—18 KA í hag. KA-liðið þurfti ekki að sýna neinn stórleik til þess að vinna sigur, til þess var gétumunur þessara liða of mikill. Alfreð KA — Þór Ve 27:18 Gíslason átti hins vegar stórleik, var hreint óstöðvandi og með frammistöðu hans var sigur KA öruggur allan tímann. Þorleifur Ananíasson var einnig skæður, hefur gott auga fyrir hraðupp- hlaupum og bregst þar sjaldan, auk þess sem hann er laginn við að skora úr vítaköstum. Þórsliðið virðist mun slakara en á síðasta keppnistímabili, þá voru þeir í toppbaráttu. Gústaf Björnsson var þeirra bestur og lék oft illa á hornamenn KA, en stundum virt- ist sem samherjar hans væru ekki með á nótunum. Sigmar Þröstur, sem varið hefur með ágætum undanfarið, var langt frá sínu besta, enda var vörnin oft ekki upp á marga fiska. Sem sagt, Eyja-Þór verður að taka sig á ef árangur á að nást. Mörk KA: Alfreð Gíslason 13 (lv), Þorleifur Ananíasson 7 (lv), Jóhann Ein- arsson 4, Guðmundur Lárusson 2 og Magnús Birgisson 1 mark. Mörk Þórs: Gústaf Björnsson 9 (4v), Ragnar Hilmarsson 4, Gestur Mattíasson 3, Albert Ágústsson og Karl Jónsson 1 mark hvorj Fylkir bætti tveimur stigum í sarpinn EKKERT virðist geta komið í veg fyrir að Fylkir ekki aðeins klífi upp í 1. deild, heldur verði einnig 2. deildar meistari. Liðið sigraði Tý frá Vestmannaeyjum nokkuð örugglega i Laugardals- höllinni, skoraði 23 mörk gegn 20 eftir að staðan i hálfleik hafði verið 10—10. Þetta voru dýrmæt stig fyrir Fylki, en hins vegar frekar mögur uppskera hjá Eyja- peyjunum, sem töpuðu einnig fyrir Ármanni í þessari bæjar- ferð. Týr hafði forystuna í fyrsta og síðasta skiptið á upphafsmínútum leiksins, er þeir Helgi Ragnarsson og Þorvarður Þorvaldsson skoruðu fyrstu mörk leiksins. En fylkir, eða öllu heldur Gunnar Baldurs- son, var í miklum ham næstu mínúturnar. Skoraði hann hvert markið af öðru og brátt var staðan 5—2 fyrir Fylki. Síðan var gangur leiksins sá, að Fylkir hafði ávallt forystuna nema tvisvar, 10—10 og síðan 17—17. Hafði Týr þá unnið upp 3 marka forystu Fylkis og allt gat gerst þar sem 14 mínútur voru enn til leiksloka. Þegar hér var sr 23:20 komið sögu var stiginn villtur dans á fjölunum, misjafnlega villtur að vísu, þar sem sjá mátti allt frá leiktöf til ruðnings á báða bóga. En það var Fylkir sem var sterkari þegar á reyndi og liðið tryggði sér dýrmæt og verðskuld- uð stig. Eins og venjulega, var það fremur liðsheildin sem var styrk- ur Fylkis, frekar en glimrandi einstaklingsframtak. Gunnar átti mjög góða spretti, Sigurður Símonarson var grimmari á línunni en venjulega og Einar Ágústsson skoraði mikilvæg mörk í lokin. Þá var Ragnar Her- mannsson mjög sterkur í vinstra horninu, leikmaður sem aldrei má líta af og hiklaust einn hættu- legasti sóknarmaður fylkis. Tý virðist skorta sterka skot- menn, auk þess sem meðalhæð leikmanna er ekki ýkja mikil. Þarna eru þó innan um mjög liðtækir menn eins og vænta mátti, t.d. markvörðurinn Egill Steindórsson sem var besti maðurinn á vellinum. Óskar Ás- mundsson átti góðan leik og einn- ig Þorvarður Þorvaldsson, bráð- skemmtilegur línumaður. Sigurlás Þorleifsson lék ekki með Tý að þessu sinni og er þar að sjálfsögðu skarð fyrir skildi, þar sem Sigur- lás er ein sterkasta skytta liðsins og það var ekki síst það sem vantaði nú. Barátta í liðinu var góð, en varnarleikurinn svo og sóknarleikurinn gloppóttur, góður eina stundina, en allur annar þá næstu. Mörk Fylkis: Gunnar Baldurs- son 6, Ragnar Hermannsson 5, Einar Ágústsson 4 (2), Sigurður Símonarson 3, Ásmundur Krist- insson 2 (1), Guðni Hauksson 2, Óskar Ásgeirsson 1 mark. Mörk Týs: Helgi Ragnarsson 6 (4) Óskar Ásmundsson 4, Þorvarð- ur Þorvaldsson 4, Snorri Jóhann- esson 3, Kári Þorleifsson 2, Bene- dikt Guðbjartsson 1 mark. — gg. Boðhlaupið fra Kambabrún Hart barizt alla leið í mark HÖRKUKEPPNI var í Kamba- boðhlaupi ÍR og HSK jafnvel enn meiri en búizt hafði verið við. Við síðustu skiptingu var þó talið að A-sveit ÍR. þá í þriðja sæti, væri ekki lengur í baráttunni um fyrsta sætið, þar sem A-sveit UBK var með 3.30 mín. forskot á hana. En finnski hlauparinn í liði ÍR-inga, Mikko Hame, var þeirr- ar skoðunar að hlaupinu lyki ekki fyrr en á marklínunni, sýndi mikla hörku, útfærði hlaupið vel og náði forystu fyrir ÍR þegar einn kilómetri var í mark af þessu 40 kílómetra langa hlaupi. Kambaboðhlaupið hefur aldrei verið jafn spennandi í þau átta ár sem það hefur farið fram, og aldrei hafa jafn margar sveitir tekið þátt í því, alls níu, sem þýðir að 36 hlauparar hafi hver um sig lagt 10 km að baki. Sveit UBK var einna sigur- stranglegust, og þeir stórefnilegu hlauparar, sem sveitina skipa, börðust vel og slógu aldrei af. FH-ingar börðust einnig vel, höfðu forystu fyrstu 15 km og voru síðan alltaf í seilingarfjar- lægð frá sigri. A-sveit IR átti erfitt uppdráttar til að byrja með og komst ékki fram úr B-sveit ÍR fyrr en eftir um 15 km rúma. Sveit Ármanns skipuðu gamlar sund- kempur og komust þeir vel frá hlaupinu'. I fyrra tóku tvær kvennasveitir þátt í hlaupinu, en aðeins ein nú, sveit ungra og efnilegra hlaupa- kvenna úr UBK. í sveitinni eru þær beztar Thelma Björnsdóttir og Guðrún Karlsdóttir. Hefur þeirri síðarnefndu farið mikið fram upp á síðkastið og er árangur hennar á síðustu 10 km hlaupsins, sem eru einna erfiðastir, mjög athyglisverður og sýnir að hún er að styrjkast. Úrslitin í hlaupinu urðu annars: 1. A-sveit ÍR 2:15,18 klst. Aðalsteinn Guðmundsson 34:55 — Stefán Friðgeirsson 34:26 — Steinar Friðgeirsson 34—41 — Mikko Háme 31—16 2. A-sveit UBK 2:15,28 klst. Einar Sigurðsson 35.12 — Jó- hann Sveinsson 32:01 — Lúðvík Björgvinsson 33:20 — Ágúst Gunnarsson 34:55 3 Sveit FH 2:16,54 klst. Óskar Guðmundsson 33:41 — Sigurður Haraldsson 34:03 — Magnús Haraldsson 33:57 — Einar P. Guðmundsson 35:13 4. B-sveit ÍR 2:19,49 klst. Jóhann Hlíðar 34:26 — Sigur- jón Andrésson 35:25 — Ágúst Ásgeirsson 35:16 — Þorgeir Óskarsson 34:42 5. A-sveit Ármanns 2:21,16 klst. Árni Kristjánsson 36:22 — Leiknir Jónsson 34:48 — Gunn- ar Kristjánsson 34:46 — Guð- mundur Gíslason 35:20 6. Sveit HSK 2:33,11 klst. Markús ívarsson 38:26 — Ein- ar Hermundsson 37:47 — Ingv- ar Garðarsson 40:09 — Þórar- inn Sveinsson 36:49 7. B-sveit Ármanns 2:46,18 klst Árni Eyþórsson 39:33 — Brynj- ólfur Bjarnason 43:03 — Krist- inn Hjaltalín 44:12 — Jóhann Garðarsson 39:30 8. UBK-konur 2:51,30 klst. Herdís Karlsdóttir 45:45 — Thelma Björnsdóttir 41:10 — Hrönn Guðmundsdóttir 44:05 — Guðrún Karlsdóttir 40:30 9. B-sveit UBK 2:51,31 klst. Baldur Danivalsson 45:45 — Óli Þ. Danivalsson 41:10 — Hafsteinn Jóhannesson 44:05 — Sigurður Guðmundsson 40:31. 'n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.