Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 V1H> MOBö'JK/ KAFF/NO _____ 1 í SJ. I / xY' 9 Reyndu að sigla eins og maður — það er ekki hægt að ráða við diskana á borðinu. Grísk menn- ing forsmáð? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I spili dagsins gaf suður þá skýringu á sögnum sínum, að þar sem þetta var síðasta spil í tvímenningskeppni og nokkur undanfarin spil höfðu ekki gefið nægilega góða skor, var toppur nauðsynlegur til að eiga nokkra sigurmöguleika í keppninni. Og einkunn varnarspilaranna fyrir spilið hefur ábyggilega ekki verið beint glæsileg. Austur gaf, norður-suður á hættu. Norður S. 972 H. KDG4 T. K1075 L. KD Vestur Austur S. Á4 S. K H. Á1062 , H. 9753 T. G64 T. Á9832 L. G953 L. 864 COSPER „Mig langar til að vita hverjir unnu það óþurftarverk að sam- þykkja að halda olympíuleikana í Rússlandi. Olympíuleikarnir hafa alltaf verið haldnir í minningu grískrar menningar. Grísk menn- ing hefur verið það göfugasta hér í heimi og öll okkar menning bygg- ist á arfleifð frá Grikkjum. Grikkir byggðu menningu sína á frjálsræði. Þess vegna er verið að forsmá gríska menningu þegar olympíuleikar eru haldnir í landi sósíalismans, sem ekki viðurkenn- ir frelsi í neinni mynd. Heimurinn er búinn að horfa upp á þá hræðilegustu meðferð á einni þjóð, sem um getur í veraldarsögunni í meira en sextíu ár. Það hefur verið hægt í mörg ár að lesa allt um Stalín og ekkert hefur breyst síðan, nema að aftök- urnar eru núna ekki framkvæmd- ar strax, heldur eru það geð- veikrahælin og fangabúðirnar, sem taka við þeim, sem reyna að bera hönd fyrir höfuð sér og eina von þeirra er nógu mikill þrýst- ingur frá frjálsum þjóðum, sem oft hefur bjargað þeim. í öllum hinum frjálsu löndum eru sósíalistarnir tilbúnir til þess að vinna öll þau óhæfuverk, sem rússnesk stjórnvöld fara fram á við þá. Skýrustu dæmin eru fínu bresku njósnararnir. Þegar maður er trúaður sósíalisti þá glatast persónuleikinn og hjörtun slá austur á Volgubökkum, eins og skáldið sagði. í dag blasa frelsis- verk sósíalismans alls staðar við, frá hungurdauða Kambódíu- manna til hungursins og kúgunar- Suður S. DG108653 H. 8 T. D L. Á1072 Austur og vestur sögðu alltaf pass en sagnir hinna urðu æði glannalegar. Suður opnaði á ein- um spaða, norður tveir tíglar og suður stökk í þrjá spaða, sem norður hækkaði í fjóra spaða og bjósthann eðlilega við, að það yrði lokasögnin. Nei, ekki aldeilis. Suð- ur skellti sér í sex spaða og spilaði þá — ódoblaða. Austur leit undrandi á makker sinn þegar hann spilaði út tromp- ás og lækkaði heldur betur í sæti sínu þegar vestur spilaði aftur trompi, sem tekið var í blindum. Og þegar sagnhafi spilaði strax lágum tígli frá blindum lét austur lágt eftir dálitla umhugsun. Þá voru slagirnir orðnir ellefu örugg- ir. Sagnhafi spilaði sig inn á blind- an á lauf og spilaði aftur lágum tígli frá kóngnum. Þá stóðst aust- ur ekki mátið og lét ásinn. Þar með voru villur varnarinnar orðn- ar þrjár, nákvæmlega eins og eftir óskum suðurs. Hann trompaði og lét seinna hjartaspil sitt í tígul- kónginn. Unnið spil. Eg sel sögu þessa á sama prís og hún var keypt. Og henni fylgdi að spilið hefði skotið þessum sagn- glöðu herrum upp í efsta sæti keppninnar. Maigret og vínkaupmaðurinn 31 Hann tók leigubíl heim og gekk hægt upp stigann. Kona hans leit á hann og spurði: — Hvernig líður þér? — Betur. En ég svitna mikið. Hvað fáum við að borða? Hann klæddi sig úr yfirhöfn- inni og gekk inn í dagstofuna: — Steikta iifur með persille og sítrónu. bað var einn af uppáhalds- réttum hans. Hann settist í stólinn sinn pg gluggaði í blað- ið en hugurinn var víðs fjarri. Ætli ekki maðurinn, scm hafði verið að hringja til hans, hafi einmitt verið sá hinn sami og hann hafði séð skömmu áður en hann gekk inn i hús rann- sóknarlögreglunnar? En hann varð að bíða unz hann hringdi aftur. Það gat vel verið hann hringdi heim, vcgna þess að heimilisfang hans hafði oft verið nefnt í blöðunum. Og flestir leigubílstjórar vissu hvar hann bjó. — Hvað ertu að hugsa? spurði konan meðan hún var að leggja á borðið. — Um mann sem ég sá rétt áðan. Augu okkar mættust augnahlik og ég hef á tilfinn- ingunni, að honum hafi legið eitthvað á hjarta. — Ég veit ekki hvort það var síðan hann sem hringdi rétt á eftir og sagði að Chabut hefði verið rotin skepna. Hann notaði þau orð. Ef það hefur ekki verið einhver galinn vesalingur sem ekki veit annað um málið en það sem hefur staðið í blöðun- um þá gæti þctta hafa verið morðinginn. En það er svo sem ekkert víst. — Á ég að kveikja á sjón- varpinu? Þau borðuðu þegjandi, enda var Maigret niðursokkinn í hugsanir sínar. Hann naut þess að borða lifrina og síðan drakk hann tvö glös af rauðvini með og var vel dasaður þegar hann settist aft- ur í hægindastói. Hann iokaði augunum og var sem milli svefns og vöku nokkra stund. Hann sá íyrir sér manninn. Hann átti í erfiðleikum með annan fótinn á sér. Var það hægri eða vinstri íótur? Hann bjóst við það skipti máli, en hann gerði sér ekki grein fyrir hvers vegna. Svo leið hann yfir í drauma- iandið. Þegar hann vaknaði allt i einu furðaði hann sig á því, að hann skyldi sitja þarna heima hjá sér og klukkan yfir arnin- um sýndi að tveir tímar voru liðnir. Hann heyrði að konan var frammi í eldhúsi að strauja. — Hefurðu sofið vel? — Öldungis ljómandi. Ég hefði sjálfsagt getað sofið allan daginn. — Heldurðu það væri ekki ráð að þú mældir þig? — Ef þér finnst það vera nauðsynlegt... Að þessu sinni var hann með sex kommur. — Er bráðnauðsynlegt að þú farir aftur í vinnuna? — Já, ég held ég verði að gera það. Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri ó íslensku Hann tók eina verkjatöílu og kona hans skenkti honum brennivínsstaup til að íá pillu- bragðið til að hverfa. — Ég skal hringja á lcigubíl. Skýjunum hafði vcriö svipt af himninum og sólin skein, en það var enn andkalt. Honum fannst stiginn bratt- ari en venjulega og hann var feginn þegar hann gat setzt niður. Hann hringdi fram og bað Lucas að koma til sin. — Á ég að skrúfa frá hitan- um, Maigret? Þér eruð hálí veikindalegur. Heima hjá mér liggja bæði konan og krakkarn- ir í flcnsu. Og þegar einn veikist leggjast allir von bráðar. Ég má sjálfsagt búast við að veikjast á næstu dögum. — Nei, þú skalt láta hitann eiga sig. Ég er alltaf að svitna. — Það er ljóta líðanin. Ég er farinn að finna fyrir þessu lika. — Nokkuð nýtt? — Nci. — Engin símhringing? — Nei. En Lapointe cr ný-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.