Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 35 Örorkumat og örorkustyrkur högg: „Þeir drepa mig.“ Þar var hann aöeins 15 árum á undan tímanum. • Stalín var óþekktur — Stalín tók þegar forustuna um yfirráðin í Kreml á tveimur næstu árunum eftir dauða Len- ins. Hvernig var litið á hann í alþjóöasambandi kommúnista og í Flokknum í Frakklandi? — Hann var alveg óþekktur á báöum stöðum. Hann tók fyrst þátt í deilum í Komintern frammi fyrir pólsku nefndinni á 5. þinginu 1924. Áriö eftir tók hann til máls frammi fyrir júgóslavnesku nefnd- inni. Bæöi skiptin talaði hann rússnesku. Hann var eini leiötogi bolsévikka, sem kunni ekkert útlent mál. Þaö útilokaöi hann sjálfkrafa frá því aö taka þátt í umræöum í Komintern. í franska kommúnistaflokknum þekkti hann enginn nema ég. — Þú hélst áfram aö vera í sambandi viö andstööuna í Moskvu eftir aö þú snerir aftur til Parísar og áriö eftir, 1926, hafð- irðu í höndum sögulegt plagg, „Arfleiösluskrá Lenins". Hvernig fékkstu þaö? — Lenín ritaöi tvær trúnaö- arskýrslur. Þá fyrri 25. desember 1922 og þá síöari 4. janúar 1923. í þeirri síöárnefndu sagöi hann: „Ég legg til aö félagarnir hugleiöi leiöir til aö víkja Stalín úr stööu aöalritara." í deilunum, sem gusu upp eftir dauöa Leníns 24. janúar 1924, var oft vikiö aö erföa- skránni en fáir í Moskvu vissu hvernig textinn var nákvæmlega. Á þeim tíma var ekki enn farið aö senda þá bolsévikka, sem stóöu framarlega í andstööunni, til Síberíu, heldur í sendiráösstööur á Vesturlöndum. Sendiráöiö í París var fullt af þeim. Meö Rakovski í „Nefndinni vegna skuldaskila" var Preobrajenski, sem var í förum milli Parísar og Moskvu. Eitt sinn fór hann í heimsókn til Kroupskaiu, ekkju Lenins, áöur en hann fór frá Moskvu, og hún baö hann fyrir afrit af erföaskránni til Parísar, svo að þaö kæmi á endanum fyrir almenningssjónir. Þaö var í októ- ber 1926. Stalín brá viö meö ofsa. Lýsti því yfir aö skjaliö væri falsaö. Hann neyddi Trotski, Zino- viev og Kamenév til aö afneita opinberlega stuöningsmönnum sínum erlendis, og ég var einn af þeim. Því varö nákvæmlega 30 ára bið á því aö erföaskráin yröi viðurkennd í Kreml eöa fram aö skýrslu Krúsjeffs í febrúar 1956. — í febrúar 1929 var Trotski gerður útlægur úr Sovétríkjun- um. Þú varst strax kominn í bréfasamband viö hann. En 4 mánuðum síöar skilduð þiö end- anlega að skiptum. Hvers vegna? — Ég sendi Trotski bréf upp á 25 vélritaðar síður. Þar beindi ég spjótum mínum jafnt aö sovéska flússlandi, Alþjóöasambandi kommúnista og kenningum Trotskis. Hvaö mig snerti voru vonirnar, sem bundnar voru viö Alþjóöasamband kommúnista, bolsévikkaflokkinn og Sovétrúss- land endanlega dauöar. Trotski var á annarri skoöun. í lok svarbréfsins við bréfi mínu sagöi hann, aö það væri ekki kommún- isminn, sem væri dauöur, heldur Souvarine. Hann notaði eftirfar- andi tilvitnun: „Maöur varpar manni fyrir borö og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Hér kemur kafli í viðtalinu, sem mest varöar franska kommúnista og m.a. Torez leiötoga í áratugi, sem Souvarine átti mestan þátt í aö koma þar á framfæri 1923. En síöan víkur spyrjandinn aftur aö Moskvu. • Eftirmaður Bresnefs? — í grein sem þú skrifar eftir endurútkomu bókar þinnar, „Stalín“, svararðu enn ítarlegar spurningunni: Stalín, hvers vegna og hvernig? Alltaf var vitað að Stalín komst til valda gegnum framkvæmdastjórnina. En þú segir, aö til hafi veriö raunverulegt tæki tækjanna, sem fáir vissu um. Skipulags- og útdeilingarrammi, sem ákvarð- aöi allar stöðuhækkanir eöa stökkbreytingar. Og aö sú deild sé enn við lýöi undir nafninu Allsherjarnefnd. Undanfarin 15 ár hafi stjórnað henni — undir stjórn Bresnefs — Konstantin Tcherinienko, sem nýlega var settur í pólitísku nefndina og framkvæmdanefndina. Má þá gera ráö fyrir því að Tcherin- ienko taki viö af Bresnef? — Arftaki Bresnefs ákvaröast ekki af vali milli manna, heldur viöhaldi pólitískrar stefnu. Þaö eina sem ekki hefur breyst síöan Stalín leið er valiö milli persónu- legs einræöis og samstjórnar. Þess er reglulega gætt aö allt hallist að samstjórn. Daginn eftir dauða Stalíns virt- ust menn í öllum spám um eftirmann hans hallast aö þremur stjórnendum, Malenkov, Beria og Molotov. Þeim var öllum rutt úr vegi fyrir Krúsjeff, sem enginn haföi sþáö sigri. Hvers vegna? Vegna þess aö hann gat sannfært flokksapparatiö. Því skjátlaöist ekki í mati sínu. Krúsjeff tók upp merki Lenins, sem Stalín haföi horfið frá. „Ekki úthella blóöi Flokksins“. En þánn dag sem Krúsjeff fór aö verða hættulegur flokksmönnunum, ekki aöeins lífi þeirra heldur fengnum stöðum þeirra, þ.e. þegar hann ákvaö aö endurnýja þriðjung Miöstjórnar- innar á hverju þingi, þá undirritaöi hann sinn pólitíska dauöadóm. Kerfiskarlarnir sögöu sem svo, aö betra væri aö varpa Krúsjeff fyrir borð en aö láta hann fleygja sér. Þaö var gert 1964. — Hvaö gerist undir stjórn Bresnefs? — Síðan Bresnef kom til valda, hefur alltaf veriö stjórnaö með samstjórn. Það kerfi virkar bæöi innanlands og í utanríkis- málum. Útþenslustefna Sovétríkj- anna er viö góöa heilsu síöan Bresnef veiktist. Bresnef foröaöist þau mistök Krúsjeffs aö vilja hreyfa viö þeim sem sitja við stjórnarkatlana. Afleiöingin er sú, aö fámennisstjórn kommúnista færist nú meira og meira til gamalmennastjórnar. — Hver ber skikkju eftir- manns Bresnefs á heröum? — Val eftirmanns hans fer fram í stjórnmálanefndinni, þar sem ein tylft manna á sæti. Valið mun falla á Rússa eöa einhvern rússneskan stjórnmálamann. Þeir, sem komnir eru yfir 75 ára aldur, geta varla tekiö aö sér (nema skamma stund) starf aðal- ritara. Úrvalið takmarkast því viö 3, 4 eöa 5 menn í stjórnmála- nefndinni eöa framkvæmda- stjórninni. Nafn þess hins sama skiþtir ekki máli. Þaö, sem máli skiptir, er áframhaldandi pólitísk stefna, einkum hvaö viðkemur viöhorfinu til þess heimshluta, sem ekki er undir stjórn kommún- ista. Þeir, sem nú sitja viö völd, hafa ekki haldiö eftir af lénínismanum nema fáum undirstöðuþáttum. Orö Lenins hafa þó haldið öllum sínum slagkrafti: „Kto kogo?“ (Hver veröur ofan á?) Stjórnend- urnir í Kreml hafa staöfasta trú á aö þróunin á valdahlutföllum milli „kaþitalisma“ og „sósíalisma" veröi í þágu hins síðarnefnda. Þeir viöurkenna, aö þeim geti skjátlast um hraöa þróunarinnar, en ekki stefnu hennar, sem þeir kalla „framvindu heimsbyltingarinnar“. (Þýtt úr Express. E.Pá.) Hr. ritstjóri. I blaði yðar, þ. 24. þ.m. birtist grein skrifuð af Pjetru Ingólfs- dóttur, undir fyrirsögninni „Opið bréf til Jafnréttisráðs". Þar sem vitnað er í samtal þessarar konu við mig, sem tryggingalækni, óska ég eftir að þér birtið eftirfarandi til leiðréttingar á þeim misskiln- ingi, sem fram kemur í áður- nefndri grein: Þegar örorkumat er gert er það ýmist, að viðkomandi mætir til viðtals, með eða án læknisvottorðs frá heimilislækni eða sérfræðingi, sem hefur haft með viðkomandi að gera. Þá er oft aflað frekari upplýsinga frá sjúkrahúsum hafi viðkomandi nýlega dvalið þar. Ennfremur er aflað upplýsinga um félagslegar aðstæður, t.d. hvort viðkomandi er giftur, sé í sambúð, hafi fyrir fjölskyldu að sjá, þurfi heimilishjálp og hverjar tekjur viðkomandi hafi eða maki hans. Örorkumat, sem er mat á skerðingu á starfsgetu, byggist þannig fyrst og fremst á heilsu- farsástandi viðkomanda, en tekið er tillit til félagslegra aðstæðna, ýmist til lækkunar eða hækkunar örorkustigs. Örorkustigin eru fjögur. Þeir sem eru metnir undir 50% geta ekki sótt um örorkustyrk. Þegar örorka er metin 50% eða 65% getur viðkomandi sótt um styrk, en hann er síðan úrskurðaður af Lífeyrisdeildinni, samkæmt regl- um, sem Tryggingaráð setur. Ör- orkustyrkur er heimildarákvæði. Hafi örorka verið metin yfir 75% fær viðkomandi örorkulífeyri og getur jafnframt sótt um svokall- aða tekjutryggingu, en hana fá þeir, sem engar aðrar tekjur hafa en örórkulífeyri, eða þá mjög litlar. Þegar það orkar tvímælis, lækn- isfræðilega séð, hvort meta eigi örorku 65% eða yfir 75%, er af eðlilegum ástæðum, sem allir ættu að geta sætt sig við, tekið tillit til félagslegra aðstæðna. Yfirleitt er gift kona betur sett félagslega en einstæð kona eða einstæð móðir, sem er eina fyrirvinna heimilisins. Því er það þannig, að tvær konur, sem læknisfræðilega séð eru 65% öryrkjar, en önnur gift og hefur góðar félagslegar aðstæður og getur sinnt um létt heimilisstörf, þ.e.a.s. þarf kannske að fá heimil- ishjálp einu sinni eða tvisvar í viku, hin konan er aftur á móti einstæðingur og getur ekki sinnt framfærsluvinnu, sen hugsar um sjálfa sig heima. Samkvæmt þeirri meginreglu sem unnið er eftir hér í Tryggingastofnun ríkis- ins, mundi sú fyrri vera metin 65% öryrki, en hin að sjálfsögðu meira en 75%. Ég held nú að flestir geti sætt sig við þessa tilhögun og ekki síst Jafnréttisráð. Sé aftur á móti heilsufar þess- ara kvenna svo slæmt, að þær eru báðar frá læknisfræðilegu sjón- armiði algjörir öryrkjar, er ör- orkumatið auðvitað í samræmi við það og báðar metnar yfir 75% öryrkjar án tillits til hjúskapar- stéttar. llúsavík. 28. janúar 1980. TÓNLEIKA héldu í Húsa- víkurkirkju í gærkvöldi Agústa Agústsdóttir söng- kona og Jón Ingimundar- son píanóleikari. Viðtökur voru mjög góðar, en áheyr- endur færri en skyldi, þar sem það gerist ekki svo oft Þannig væri kvæntur karl- maður metinn 65% öryrki, ef maki hans væri útivinnandi, en hann gæti annast heimilishald að veru- legu leyti. Á sama hátt mundi einstæður karlmaður vera metinn til meira en 75% örorku þó hann gæti hugsað um sjálfan sig heima fyrir, ef hann gæti ekki stundað vinnu á almennum vinnumarkaði. Það er algjörlega rangt hjá Pjetru Ingólfsdóttur, að hún hafi ekki verið metin meiri öryrki en 65% af því að hún er gift.Það er ennfremur fráleitt að halda því fram, að ég hafi sagt að engin gift kona sé metin meira en 75% öryrki. Þessu til stuðnings leyfi ég mér að birta eftirfarandi tölur, sem unnar voru í nóvember 1979: Giftar konur metnar yfir 75% 627, kvæntir karlar 536. Ógiftar konur metnar yfir 75% 798, ókvæntir karlar 846. Giftar konur metnar 65% 1056, kvæntir karlar 602. Ógiftar konur metnar 65% 267 ókvæntir karlar 323. Þessar tölur tala sínu máli. Þar sem Pjetra Ingólfsdóttir hefur sjálf lýst því yfir að hún hafi verið metin 65% öryrki, virðist það henni ekki á móti skapi, að það sé rætt opinberlega. Þegar örorkumat hennar fór fram í fyrra skiptið, þ.e.a.s. í janúar 1978 var stuðst við læknisvottorð frá sérfræðingi í hjartasjúkdóm- um og taldi hann að Pjetra gæti sinnt heimilisstörfum að hluta. Þegar endurmat fór fram ári síðar, eða í janúar 1979 kom Pjetra sjálf til viðtals með læknis- vottorð frá heimilislækni sínum. Pjetra gaf þá sjálf þær upplýs- ingar, að hún sinnti um heimilis- hald fyrir sig og útvinnandi mann sinn. Örorkumat hennar var því í engu frábrugðið þeirri tilhögun, sem viðhöfð er við gerð örorku- mats. Eftir að seinna örorkumatið fór fram hefur ekki verið óskað eftir endurmati og ekkert læknisvott- orð borist Tryggingastofnun ríkis- ins um heilsufarsástand Pjetru, en að sjálfsögðu er alltaf opin leið til þess að óska eftir endurskoðun á gildandi mati. Núgildandi lög um örorkumat voru sett árið 1971, en eru efnis- lega nær eins og þegar þau voru fyrst sett árið 1946. Síðasta reglu- gerð um úthlutun örorkustyrkja var sett árið 1974. Öll þjóðfélags- gerðin hefúr breyst mikið á síðustu áratugum, einkum hvað varðar verkaskiptingu karla og kvenna. Það kann því vel að vera, að löggjöfin þurfi endurskoðunar við, og þess má geta, að r.efnd, sem á að endurskoða lög um almanna- tryggingar, situr nú að störfum á vegum Heilbrigðis- og Trygg- ingaráðuneytisins. Ég er þeirrar skoðunar, að mikilvægt sé, að sti nefnd hraði störfum sem mest, svo að lög og reglur verði í rneira samræmi við þarfir þess þjóðfé- lags, sem við lifum í. Með þökk fyrir birtinguna, Jón Guðgeirsson. tryggingalæknir. að við fáum jafngóðar heimsóknir sem þessa. í morgun, á meðan lista- fólkið beið eftir flugferð, fór það í heimsókn í skól- ana og skemmti þar með píanóleik og söng við mikla hrifningu. — Fréttaritari. Listafólk heim- sótti Húsavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.