Morgunblaðið - 29.01.1980, Page 5

Morgunblaðið - 29.01.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 5 Fjölmenni á Eyjaráðstefnu um helgina: Fjárhagsvandi í Eyjum allur tengdur gosinu RÁÐSTEFNAN í Vestmannaeyjum um helgina sem fjallaði um stöðu og stefnu Vestmannaeyja í ýmsum málaflokkum var mjög fjölsótt báða dagana og urðu miklar og fjörugar umræður á fundum hennar. Fundarstjórar voru Hermann Einarsson og Ólafur Granz og fundarritarar voru Eiríkur Guðnason og Kristmann Karlsson. Ráðstefnustjóri var Árni Johnsen. Liðlega 20 framsögumenn fluttu .ræður á ráðstefnunni, en fjallað var um eftirtalda málaflokka: útgerð, fiskvinnslu. bankamál, samskipti verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. iðnað, stöðu eldri borgara. eftirgosmál og stöðu og hlutverk bæjarsjóðs. Þá sóttu fundinn nokkrir af æðstu mönnum Útvegsbanka íslands. Á fyrri degi fundarins var rætt um stöðu útgerðarinnar, fisk- vinnslunnar og bankamál voru rædd. Þá flutti Jón Jónsson fiski- fræðingur og forstjóri Hafrann- sóknastofnunar einnig fyrirlestur um stöðu botnfiska og Suður- landsmið. I umræðum um stöðu atvinnuveganna í Eyjum kom fram að við mikla erfiðleika er að glíma, bæði vegna erfiðrar fjár- hagsstöðu útgerðar og minni afla en reiknað hafði verið með. Þá kom það glöggt fram í ræðum flestra framsögumanna að fjár- hagslegan vanda fyrirtækja, út- gerðar og einstaklinga í Eyjum má rekja til eldgossins 1973 þegar Eyjamenn tóku á sínar herðar feikilegt fjárhagslegt tjón vegna eldgossins. Stjórnvöld höfðu lofað að bæta Eyjamönnum tjónið svo við mætti una, en það loforð brást og síðan hefur þorri fyrirtækja, útgerðarmenn og einstaklingar sem standa að rekstri, átt við mikla rekstrarörðugleika að stríða og hefur 7 ára þrotlaus barátta ekki skilað árangri sem erfiði. Þá kom það glögglega fram hjá fram- sögumönnum að mikil þörf er á endurnýjun í bátaflota Vest- mannaeyja, sem um áratugaskeið hefur verið stærsta verstöð lands- ins. Einnig kom það fram á ráðstefnunni að Útvegsbanki Islands hefur tekið á sig miklar skuldbindingar vegna uppbygg- ingar og rekstrar eftir gos, en þar sem illa hefur árað í útgerðinni og bankinn býr við fjármagnsskort þá fer vandi bankans og Vest- mannaeyja saman. Hættuleg gatna- mót í Hafnarfirði MJÖG harður árekstur varð milli tveggja fólksbifreiða á mótum Hjallavegar og Reykjavíkurveg- ar í Hafnarfirði um klukkan 19 s.l. laugardagskvöld. Er þetta í annað skiptið á réttri viku sem þarna verður alvarlegt umferð- arslys og virðist full ástæða til að brýna fyrir ökumönnum að aka gætilega um þessi gatnamót. Á gatnamótunum eru umferð- arljós en hins vegar eru ekki sérstök beygjuljós fyrir bíla, sem aka Reykjavíkurveginn og beygja inn á Hjallabraut. í þessu tilfelli varð áreksturinn einmitt með þessum hætti, bifreið sem ók Reykjavíkurveginn lenti í árekstri við aðra bifreið sem kom í gagn- stæða átt og beygði til vinstri inn á Hjallaveg. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar urðu ekki slys á fólki en í öðrum bílnum voru hjón með fjögur börn. Fiskveiðasjóður: Ný stefnumörkun varðandi AÐ GEFNU tilefni vill ráðu- neytið taka fram að það mun beita sér fyrir eftirfarandi stefnumörkun varðandi láns- kjör Fiskveiðasjóðs. Endurskoðuð verði lánskjör Fiskveiðasjóðs með það fyrir augum að lán til fiskiskipa verði eingöngu með SDR-áhættu og eðlilegum vöxtum, sem nú eru taldir 9% en ekki öðrum verð- tryggingarskilmálum. Lán til fiskvinnslu verði hins vegar mið- lánakjör uð við vísitölu byggingarkostn- aðar og ekki með gengisáhættu, en með lægri vöxtum en nú tíðkast en þeir eru 5,5% og verður stefnt að ca. 3%. Láns- kjörin verði síðan endurskoðuð miðað við kjör á því lánsfé sem sjóðurinn á kost á að fá á hverjum tíma. Þessi stefnumörkun hefur ver- ið kynnt fulltrúum hagsmunaað- ila í greininni. (Fréttatilkynning sjávarútvegsráðuneytis) Halldór leikur á Kjarvalsstöðum HALLDÓR Haraldsson píanó- leikari heldur tónleika á Kjar- valsstöðum mánudaginn 11. febrúar næstkomandi í boði stjórnar Kjarvalsstaða. Halldór valdi flygil þann sem keyptur var fyrir Kjarvalsstaði í fyrra. Þá var honum boðið að reyna hljóðfærið og halda tón- leika, en af ýmsum ástæðum hefur ekki verið hægt að halda tónleikana fyrr en nú. Tónleik- arnir hefjast klukkan 20.30 og er öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Á efnisskránni eru verk eftir Schubert, Beethoven, Tsjai- kovskí, Skrjabín, Prókofíeff og Chopin. Á þriðja hundað manns sóttu Eyjaráðstefnuna þegar mest var en ráðstefnusalurinn í Samkomuhúsinu var jafnan fullsetinn báða fundardagana. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir Jónasson. PHILCO Kæliskápar frá USA Þaö er viðurkennd staöreynd að Bandaríkjamenn framleiöa kælitæki í hæsta gæöaflokkí. Með vandláta kaupendur í huga bjóðum við pví núna ameríska PHILCO kæliskápa í mörgum stærðum og litum. Hér fara saman fallegt útlit og haganlegar innréttingar ásamt vandaðri hönnun sem tryggir mikla endingu. PHILCO kæliskáparnir eru pví gæddir öllum peim kostum sem prýða fyrsta flokks kæliskápa. Sjón er sögu ríkari — komiö í verzlanir okkar og kynnist af eigin raun amerísku PHILCO kæliskápunum. PHILCO FYRIR VANDLÁTA heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.