Morgunblaðið - 29.01.1980, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980
Skin og
skuggar
á f jórða
tugnum
LEIÐA má að því gild rök að
Land og synir sé ekki að öllu
leyti fremsta skáldverk Indriða
G. Þorsteinssonar. Þjófur í
paradís (sem sumir telja nú
raunar bestu bók hans) nær
lengra í skapgerðarlýsingum og
umhverfislýsingum. Stíllinn á
Norðan við stríð, en einkum þó á
Unglingsvetri, er með meiri
glæsibrag. Sumar smásögur
Indriða gefa listilegar kynna hið
hálfsagða og ósagða — þetta
sem aldrei verður með orðum
tjáð, aðeins gefið í skyn í góðum
skáldskap.
Hins vegar fer ekki á milli
mála að Land og synir eru að
einu leyti merkasta — og það
meira að segja langmerkasta
skáldverk Indriða og það er
vegna hins trausta sögulega
bakgrunns sem verkið er reist á.
Engin skáldsaga hans kemst
nær því að vera sönn, eða eigum
við heldur að segja raunsönn,
engin lýsir betur tiltekinni
þróun sem átti sér stað á
tilteknum tíma. sú þróun er með
ýmsu móti útskýrð í sögunni,
bæði beint og óbeint, þannig að
lesandinn veit að lestri loknum
furðumikið um lífið eins og því
var lifað í norðlenskri sveit á
árunum fyrir heimsstyrjöldina
síðari, ekki aðeins hvað fólk
aðhafðist heldur einnig hvað
það hugsaði, hvernig það mat
árangurinn af striti sínu og
hvaða vonir það gerði sér um
framtíðina. Þannig má ætla að
höfundurinn hafi öðru fremur
sett sér þau markmið, er hann
ritaði söguna, og hún lýsti
veruleikanum eins trúverðug-
lega og unnt væri og því hafi
hann lagt meiri áherslu á sögu-
legu hliðina en minni áherslu á
stíl og form en í skáldsögum
þeim sem hann hefur síðan sent
frá sér.
Arin, sem sagan segir frá,
voru sérstæður tími. Mikil
spenna var í stjórnmálunum,
bæði hér og erlendis. Ennfremur
var mikil hreyfing í þjóðlífinu
sem var ekki einungis fólgin í
því að fólk fluttist frá dreifbýli
til þéttbýlis heldur einnig í hinu
að unga kynslóðin var að til-
einka sér hugsunarhátt og
lífsstíl sem sýndist algerlega
framandi miðað við lífsmáta
eldri kynslóðarinnar. Tómas í
Gilsbakkakoti er formælandi
eldri kynslóðarinnar í sögunni,
gróinn bóndi sem veit nákvæm-
lega hvar hann stendur, hefur í
öndverðu reist hugsjón sína á
vígorðum ungmennafélags-
hreyfingarinnar og þeirrar
frelsisöldu sem vakti þjóðlífið af
dvala í sjálfstæðisbaráttunni.
Þar að auki er varfærni kynslóð-
anna runnin honum í merg og
bein, hann veit hvað landið
býður en þekkir einneginn
hvílíkt erfiði það kostar að erja
það. Hins vegar þekkir hann
ekkert nema búskap í sveit, allt
annað er fyrir sjónum hans eins
og utan dagskrár, að hverfa úr
sveitinni jafngildir því að hlaup-
ast á brott úr hlutverki sínu,
fjarstæða sem sveimar einhvers
staðar á milli ævintýramennsku
og fyrirhyggjuleysis. Með því að
kaupa jörðina af Einari stað-
festir Tómas hugsjón sína í
verki; jörð, landareign var sá
auður sem mölur og ryð fékk
ekki grandað.
Hugmyndafræðilegan og póli-
tískan bakhjarl á svo Tómas og
kynslóð hans í kaupfélagsstjór-
anum. Búseta skipti þá verulegu
máli fyrir pólitísku öflin í land-
inu. Flokkur samvinnumanna
var sterkastur í sveitum lands-
ins og átti þar nær allt fylgi sitt.
Reynslan hafði margsannað að
uppflosnaður bóndi var honum
tapað atkvæði. Svo dökkt sem
útlitið var fyrir Einar að hefja
búskap á föðurleifð sinni að
föður sínum látnum — skuldir
og greiðsluerfiðleikar svo langt
sem séð varð, sá kaupfélags-
stjórinn ástæðu til að lofa há-
tíðlega að »þú þarft aldrei að
selja jörðina vegna skulda«. í
loforði þessu fólst hvorki
persónuleg velvild né einlæg
samvinnuhugsjón heldur kalt og
yfirvegað pólitískt mat sem þó
var tíðast fegrað með einhvers
konar hugsjónahjali.
Andstæð sjónarmið koma
skýrast fram í orðum Örlygs
skálds frá Máná: »Bændaþjóðfé-
lagið er búið að vera... Þetta
gerist alls staðar og er óumflýj-
anlegt. Og þegar breytingin
kemur hér verður hún áreiðan-
lega fáránleg og öfgafull... «
Örlygur skáld ~er jafnaldri og
sveitungi Ólafs á Gilsbakka og
kemur fyrir í einungis einum
kafla sögunnar, hittir Ólaf,
sjúkan og dauðvona, og ekur
honum á sjúkrahús. Leið Örlygs
hafði legið til Danmerkur þaðan
sem skáldfrægð hans hafði bor-
ist heim til ættjarðarinnar. Orð
hans eru spámannleg, enda sem
töluð úr fjarlægð. En hlutskipti
hans í lífinu taldist til eins-
dæma og freistaði ekki til eftir-
breytni. Þau þjóðfélagslegu öfl,
sem tekin voru að hafa áhrif á
ungu kynslóðina — og Einar
Ólafsson er fulltrúi hennar —
voru bæði nálægari og sterkari.
Samt runnu þeir straumar und-
ir yfirborðinu enn sem komið
var: Einar vill burt úr sveitinni
og skorti ekki orð — t.d. í
viðræðum við kaupfélagsstjór-
ann — til að útskýra þá ann-
marka sem það hafi í för með
sér að hefja búskap. En hann
skortir ekki einasta orð heldur
ímyndunarafl til að geta sér til
hvað framtíðin muni fela í
skauti sér. Hvað var framund-
an? Það vissi hvorki hann né
annar. Hann þekkti hvorki það
umhverfi sem hann hugðist
hverfa til né þá lifnaðarhætti
sem þar tíðkuðust. Sú staðreynd
er athyglisverð þegar spurt er
Bökmenntir
eitir ERLEND
JÓNSSON
um hvers vegna hann ákveði að
hverfa úr sveitinni. Skal þá
aftur minnst á orð Örlygs
skálds: sams konar þróun hafði
orðið annars staðar, hví skyldi
hún ekki renna skeið sitt, hér
eins og þar? I öðru lagi voru
millistríðsárin hér, þó mörkuð
væru af kreppu og fátækt, veru-
legur framfaratími. Kringum
Fáein
minnis-
atriði
um
Land
og syni
1920 hófst bílaöldin. (þá má gera
ráð fyrir að þeir, Ólafur á
Gilsbakka og Tómas í Gils-
bakkakoti, séu að nálgast miðj-
an aldur, fullmótaðir). Um 1930
varð akfært milli Reykjavíkur
og Akureyrar. Sex eða sjö árum
síðar — einmitt nálægt þeim
tíma sem sagan gerist — var
rútan farin að aka þá leið á
einum degi. Það þótti stórkost-
legt. Sveitafólk úr fjarlægum
landshlutum fór að skreppa til
Reykjavíkur án þess að eiga
þangað afar brýnt erindi. Inn-
anhéraðs höfðu bílarnir viðlíka
áhrif, tengdu sveit og kaupstað
með daglegum samgöngum. Bíll-
inn olli óþreyju með unga fólk-
inu, því fór að leiðast heima og
langaði að sjá hvað væri hinum
megin við fjallið. Þá var saman-
burðurinn við þetta undratæki
hreint ekki hagstæður fyrir
gömul verkfæri og vinnuað-
ferðir heimafyrir sem jafnan
buðu upp á ótakmarkað strit en
rýra eftirtekju. Viðhorf bænda-
samfélagsins gamla til afþrey-
ingar og frjálsra tómstunda
voru líka neikvæð, vægast sagt.
Útvarpið, sem komið var á fót
1930, hafði skjót áhrif á hvern
þann sem þá var í mótun. Að
vísu bárust á öldum ljósvakans
margar raddir sem vöruðu við
flóttanum úr sveitunum. Þannig
var sveitarómantíkin liður í
pólitískum áróðri. Sá áróður
hafði veruleg áhrif — en bara
ekki á þá sem hann var fyrst og
fremst ætlaður — unga fólkið í
sveitinni.
Þá má nefna hið hvimleiða
peningaleysi í sveitum. Enn var
verslað með vöruskiptum. Og
þeim, sem skuldaði í kaupfélag-
Ágúst Guðmundsson leikstjóri, ásamt Indriða, sem fer með hlutverk prestsins í myndinni.
Indriði G. Þorsteinsson
inu, tjóaði ekki að kría út úr því
peninga. Kaup, greitt í pening-
um, freistaði ungra manna sem
vildu hafa fé handa á milli,
meðal annars til að skemmta sér
fyrir. Flestir meðtóku þessi
áhrif án þess að gera sér
endilega rökrétta grein fyrir
þeim. Einar treysti sér ekki
fremur en aðrir til að rökstyðja
alla kosti þess að eiga heima í
kaupstað. I stað þess tók hann
að útlista fyrir sér og öðrum
ókosti þess að búa í sveit. Þótt
hann orðaði það öðru vísi en
Örlygur skáld varð niðurstaðan
hin sama. Búskaparhættir feðr-
anna væru úreltir þrátt fyrir
alla fyrirhöfnina, ungmennafé-
lagsandann og samvinnuhug-
sjónina.
Árétta má hve félags- og
skemmtanalif var fábreytt í
sveitum en hins vegar orðið
bæði fjölbreytt og fjörugt í
höfuðstaðnum og jafnvel fleiri
þéttbýlisstöðum. Útvarpið flutti
nýjustu dægurlögin samstundis
innan til innstu dala og á þau
hlustaði unga fólkið með dýpri
athygli en á ræður um flóttann
úr sveitunum. Atvinnuleysið í
Reykjavík ,var að vísu lítt til-
trekkjandi fyrir fjölskyldufeður.
En í augum ungra og ógiftra,
sem þekktu einungis endalaust
strit í sveitinni, var það ekki út
af eins voveiflegt. Þó Einar væri
svartsýnn á sveitabúskapinn —
»svartsýni í ungum mönnum er
mæðiveiki andskotans« — var
ekki þar með sagt að hann ætti
ekki sína framtíðardrauma.
Lokakaflinn er eins konar
viðauki við Landnámu: afkom-
andi landnámsmannsins hverf-
ur á braut af föðurleifðinni —
en ekki austur um haf þaðan
sem forfeður hans komu endur
fyrir löngu heldur til nýs og
annars konar landnáms í sama
landinu. Af orðum kaupfélags-
stjórans má ráða að Ólafur,
faðir Einars, hafi verið fastur
fyrir og ekki auðvelt að hnika
honum frá skoðunum sínum.
Þann eiginleika hefur Einar erft
og ve' það. Þó tilboð kaupfélags-
stjórans gæti naumast talist
neitt kostaboð, séð í ljósi nú-
tímans, þótti slíkt drengilega
boðið í þá daga. Tómas í Gils-
bakkakoti býður þó betur: ekki
alleinasta kaupir hann jörðina
af Einari svo hann geti um
frjálst höfuð strokið, skuldlaus
maður, heldur býður hann hon-
um, svona undir rós, dóttur sína
og báðar jarðirnar í kaupbæti.
Og þar sem nú svo er komið að
Einar er orðinn hugfanginn af
dótturinni er ekki smáu að
fórna. En hann fer samt. Hann
hefur ákveðið að hverfa á braut
»og ef maður fer þá fer maður
allur, ekki fjórði partur af
manni eða helmingur, heldur
allur.»
Allur! Það er í samræmi við
skapgerð Einars. Hálfvelgja er