Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 37 minnast sérstaklega á æskuheim- ili manna í minningarorðum, en ég tel þó að það eigi við hér, því sá mikli þokki er fylgdi þessum systkinum, var þaðan kominn, allur hinn fjörugi en hófsami lífsmáti og snyrtimennskan öll líka. Ég kynntist einnig snemma heimili Sigurðar Halldórssonar og Sigríðar konu hans, því þar gisti ég oft, þegar ég var barn eða var komið fyrir eins og þá var siður ef foreldrar fóru eitthvað að heiman, og stöku nætur var ég þar líka alveg af tilefnislausu, því á fáum stöðum var betra að vera fyrir stráka en þar, en það er nú önnur saga. Þau Sigríður Jónasdóttir og Sigurður Halldórsson, eignuðust þrjú börn. Þorgeir Sigurðsson, stúdent og endurskoðandi f. 1931 Þorgeir lést árið 1971 og var öllum harmdauði. hann var kvæntur þórhildi Sæ- mundsdóttur, Þórðarsonar og áttu þau þrjú börn. Guðlaugu f. 1955 og Sæmund Rúnar F. 1959 og Ómar Geir, sem er 11 ára. Lilja Guðrún Sigurðardóttir, húsmóðir í Reykjavík f. 1939, gift Steinþóri Ingvarssyni forstjóra. Eiga þau tvö börn. Sigurð Ingvar f. 1960 og Gunnar f. 1963. Yngstur er síðan Jónas Sigurðs- son stúdent og kennari í Vest- mannaeyjum, en hann er kvæntur Helgu Hallbergsdóttur meina- tækni. Þau Sigríður og Sigurður Hall- dórsson bjuggu lengst af á Fram- nesvegi 21, en fyrir tveim áratug- um eða svo, reistu þau hús að Hjarðarhaga 27 ásamt þeim Ein- ari Thoroddsen, skipstjóra og síðar vfirhafnsögumanni í Reykjavík og konu hans Ingveldi og þar hafa þau búið síðan. Yfir heimili þeirra var ávalt sjáldgæfur þokki og hlýja, þangað var gott að koma, bæði fyrir börn og fullorðna. Heimilið var farsælt og þar ríkti ástúð kyrrlát gleði og alvara í senn, sömu ættar og ég hafði kynnst bæði í Brautarholti og í Austurkoti niður við sjóinn. Utan heimilis voru það félags- málin er sköpum skiptu í lífi Sigurðar Halldórssonar. Einkum starfið í KR, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, en þar starfaði Sig- urður alla ævi og fann til. Ég geri ráð fyrir að aðrir mér færari muni fjalla um það mikla starf sem stóð í a.m.k. 60 ár hjá Sigurði, en þeir bræður Sigurður og Gísli Hall- dórsson, arkitekt, unnu þar mikið og ómetanlegt starf, bæði sem leikmenn og síðan sem bakverðir og sóknarmenn í lífinu fyrir þetta mikla íþróttafélag. KR átti hug hans allan, og þótt ég sé ekki kunnugur öllu félagsmálastarfi Sigurðar, vissi ég að hann starfaði einnig í áraraðir í Lionsklúbbnum Ægir, sem er líknarfélag. En svo mikill KR-ingur var Sigurður að hann byrjaði alltaf að skrifa mína stráka í KR um leið og þeir urðu til og þegar nýverið ég tók þátt í fáeinum hressingaræf- ingum á síðsumardögum með nokkrum eldri félögum í Val hafði ég af því dálítið samviskubit, því þetta var jú ekki rétta félagið, heldur KR. Að lýsa Sigurði Halldórssyni er ekki auðvelt. Hann var liðlega meðalmaður að hæð, bar sig vel. Var léttur í spori, léttur í lund. Flesta daga a.m.k. og skipti aldrei skapi svo ég sá og mætti þó alvöru og sorgum líka. Hann var barngóður og það var gott fyrir stráka að hitta hann á förnum yegi. Hann ræddi við þá eins og fullorðna menn og gaf ís, því knattspyrnan spyr ekki um aldur, heldur eitthvað allt annað og þýðingarmeira. En ef ein vinna, eitt félag, ein kona og ein ást, lýsir einum manni betur en annað, og er jafngóð og annað og þýðingar- meira. Og ég hygg að ein vinna, eitt félag, ein kona, ein ást, lýsi einum manni betur en flest annað. Önnur og betri lýsing mun vera vandfundin, því í flestum fleti speglast það allt. Hann var heilsteyptur maður og alltaf sístarfandi. Sigurður Halldórsson kvaddi þennan heima á fögrum vetrar- morgni, áður en sólin kom upp. Við hin áttum fagran og mildan vetrardag fyrir höndum. Einmitt svona hafði líf hans líka verið. hann tilheyrði þjóð sem var að vakna inn í nýja tíma, nýjan dag og hann gekk með henni inn í birtuna. Það skiptust á skin og skúrir en bjart var yfir eða framundan, og þrátt fyrir sumar sorgir, var lífið eins hjá Sigurði Halldórssyni, flesta daga. Við heima sendum í dag kveðjur fólki sem á alvöru en ekki faðmar sorgin í sífellu. Þetta er mikill missir því mikil eftirsjá er að hverjum góðum dreng og vini er kveður. En sorgir er ^eins og vetrarnótt sem varir lengi. Það birtir seint, en svo kemur nýr dagur hægt yfir fjöllin og heilsar með birtu og veiku en mildu brosi. Alveg sama þótt veröldin deyi sjálf með hverjum manni. Ég og fjölskylda mín sendum Sigríði og fjölskyldu hennar sumarkveðjur á sorgbúnum degi. Megi guð varðveita þau. Sigurður Halldórsson verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni kl. 13.30 í dag. Jónas Guðmundsson Árla að morgni sunnudagsins 20. janúar sl. andaðist Sigurður Halldórsson í Landspítalanum, eftir að hafa dvalið þar síðustu vikur ævi sinnar þar til yfir lauk. Sigurður fæddist hinn 24. marz 1907 að Melum í Kjalarneshreppi, þar sem foreldrar hans bjuggu, Guðlaug Jónsdóttir, dáin 1954, og Halldór Halldórsson, bóndi, dáinn 1943. Árið 1916 fluttust þau hjón með barnahópinn sinn til Reykja- víkur og hófu búskap í Austurkoti í Kaplaskjóli og bjuggu þar meðan heilsa og kraftar entust. Eftir fermingu, eða á árinu 1921 eða 1922, réðst Sigurður til Verzlunar Haraldar Árnasonar, fyrst sem sendisveinn en fjótlega til mikil- vægari starfa. Var til þess tekið, hve mikið mannval starfaði hjá Haraldi Árnasyni, enda voru vistaskipti ekki daglegur viðburð- ur á þeim bæ. Minnist ég ennþá, auk húsbónd- ans, Haraldar Árnasonar, starfs- félaga Sigurðar og seinna félaga í félags- og íþróttamálum og koma mér þá í hug nöfnin Kristján L. Gestsson, Sveinbjörn Árnason og Sigurður Jafetsson. Þeir Kristján og Sigurður urðu báðir afreks- menn í knattspyrnu og forystu- menn í Knattspyrnufélagi Reykja- víkur. Auk þess að vera með fremstu leikmönnum K.R. gerðist Sigurður þjálfari yngri flokka félagsins og gegndi fjölda annarra starfa í þágu þess, allt í sjálfboða- vinnu og launin þau ein að sjá félagið eflast og æskulýðinn vaxa að manndömi og tamningu í drengilegri keppni. Blessuð sé minning allra þeirra, er þar lögðu hönd á plóg og nú eru gengnir til feðra sinna. Eftir standa verk þeirra og orðstír. Sigurður Hall- dórsson vann meðan kraftar ent- ust hjá Heildverzlun Haraldar Árnasonar og var starfsdagurinn því orðinn æði langur og síðasti húsbóndi hans var Tómas, sonur vinar hans Kristjáns L. Gestsson- ar. Hinn 10. sept. 1932 gekk Sigurð- ur að eiga Sigríði Jónasdóttur frá Brautarholti í Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru Sigríður Oddsdótt- Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal cinnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunhlaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. ir, Jónssonar, útvegsbónda í Stein- um í Reykjavík. Oddur var for- maður og drukknaði í fiskiróðri vestur á Sviði árið 1902, en Jón faðir hans hlaut sama dauðdaga í róðri 1868. Faðir frú Sigríðar var Jónas Helgason verzlunarmaður, lengst af hjá Jes Zimsen. Þau Sigurður byrjuðu búskap sinn að Framnesvegi 21, en seinna reistu þau sér hús við Hjarðarhaga 27 og hafa búið þar síðan. Þeim varð 3ja barna auðið. Elstur var Þorgeir, f. 11. sept. 1934, d. 25. okt. 1971, mikill atgervismaður til líkama og sálar og hafði, er hann féll frá í blóma lífsins, starfrækt eigin end- urskoðunarskrifstofu um skeið við vaxandi vinsældir. Eftirlifandi kona hans er Þórhildur Sæmunds- dóttir og eignuðust þau eina dótt- ur og tvo syni. Lilja Guðrún Sigurðardóttir f. 8. marz 1939, gift Steinþóri Ingvarssyni forstjóra og eiga þau tvo syni. Yngstur er Jónas Sigurðsson, f. 25. júní 1951, kennari í Vestmannaeyjum, kvæntur Helgu Hallbergsdóttur meinatækni. Börnin hafa tekið í arf eiginleika foreldra sinna og forfeðra í báðar ættir og eru kunn að hæversku og prúðu fasi. Heim- ili þeirra Sigurðar heitins og Sigríðar er rómað fyrir reisn og fegurð og er táknrænt fyrir samlíf þeirra, og margir eru þeir, er nú sakna stuðnings og nærfærni Sig- urðar við þá, sem minni máttar eru og standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Kynni okkar Sigurðar hófust, er við tókum að venja komur okkar í Brautarholt við Grandaveg og sóttum þangað brúðir okkar, hann Sigríði og ég Guðrúnu. Þegar mér verður hugsað til þeirra unaðs- daga, finnst mér sólin hafa skinið skærar, grösin ilmað sterkara og blómin verið litfegri en ella. Alla tíð síðan hafa vinátta og tryggð einkennt samskipti okkar og það Dr. Jón Gíslason var skólastjóri minn og lærifaðir í þau sex ár, sem ég var við nám í Verzlunar- skóla Islands frá 1953 til 1959. Ég hef fáa menn hitt fyrir á lífsleið- inni, sem ég hef alltaf getað borið óblandna virðingu fyrir, en hann var tvímælalaust einn af þeim. Mér þykir mikil sorgarfrétt, að hann skuli nú allur og rita því þessi orð. Margt kemur upp í huga mér, þegar ég lít til baka yfir þetta tímabil, sem ég fékk að vera hjá dr. Jóni í Verzlunarskólanum. Ég hygg ég kjósi öðru fremur að lýsa ýmsum smáatvikum úr skólanum, sem aðrir þekkja e.t.v. minna til. Lýsa þau mörgu öðru fremur skólastjóranum okkar; sem við erum að kveðja nú. Ég minnist öllu fremur latínutímanna í fimmta bekk kl. 8.15 að morgni. Við nemendur vorum syfjaðir, en dr. Jón var glaðvakandi, sat tein- réttur í kennarastólnum, merkti þá dyggilega inn í kladdann, sem komu of seint og krafði skýringa á seinlætinu. Ymsar skýringar voru fundnar upp, en engin þeirra beit á dr. Jón, fyrr en Sigvaldi Frið- geirsson, nú skrifstofustjóri Toll- stjóra, sagði eitt sinri, að hann hefði jú að vísu vaknað í tæka tíð um morguninn, en minnt, að það væri sunnudagur og því snúið sér upp í horn aftur. Þá brosti dr. Jón, sem hann gerði annars aldrei við skrýtnum útskýringum. Eitt sinn hafði snjóað þungum blautum snjó, og við strákarnir fórum út í löngu frímínútunum og stóðum fyrir framan skólann. Lét- um við snjóboltana dynja á hverj- um þeim, sem kom niður tröpp- urnar, nemendum jafnt sem kenn- urum. Út kemur Logi Einarsson, nú hæstaréttardómari og var skothríðin látin dynja á honum. Flýtti hann sér strax fram fyrir húsið í skjól og stytti sér leið yfir garðinn niður á Þingholtsstræti, en hann átti þar heima gegnt skólahúsinu. Rétt á eftir kemur dr. Jón út. Allt dettur í dúnalogn. skulu vera lokaorð mín á skilnað- arstund að þakka forsjóninni fyrir að hafa átt vináttu mannrækt- armannsins Sigurðar Halldórs- sonar. Eiginkonu, börnum, barnabörnum og systkinum hans vottum við Guðrún innilega sam- úð, svo og öðrum þeim, er um sárt eiga að binda við fráfall hans. Tryggvi Pétursson. Kveðja frá Lionsfélögum. Við í Lionsklúbbnum Ægi kveðjum í hinsta sinni okkar ágæta félaga, Sigurð Halldórsson. Sigurður var mjög traustur og góður Lionsfélagi, okkur hinum fyrirmynd í óeigingjörnu starfi og árvekni. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Sigurði þegar ég var ungur drengur, þá ellefu ára gamall að stíga fyrstu sporin á lífsbrautinni. Það er mikil gæfa fyrir ungan dreng að þroskast með slíkum úrvalsmönnum, sem voru saman- komnir á einum stað, Sigurður Halldórsson var svo sannarlega einn af þeim. Hann skildi drengs- lundina vel og var ávallt hvetjaridi til þroska og manndóms. Við Sigurður unnum á sama stað í um tuttugu og fimm ár og þegar ég lít til baka er brautin skínandi björt, engan skugga bar þar á. Með þessum fatæklegu orðum vil ég þakka samveruna, svo og fyrir hönd Lionsfélaganna í Ægi votta ég eftirlifandi eiginkonu hans, Sigríði Jónasdóttur, og öll- um aðstandendum innilegustu samúð. Óláfur Maríusson. KR er það, sem það er í dag, vegna þess að þar hafa verið menn, sem voru fórnfúsir og samviskusamir fyrir sitt félag. Einn af máttarstólpum gamla Allir forðast að líta upp. Snjóbolti sést ekki í hönd nokkurs manns. Jón gengur niður tröppurnar, teinréttur eins og herforingi og skálmar eftir Grundarstígnum í norður. Hann lítur ekki við og lætur eins og við séum ekki til. Enginn þorir að kasta á eftir honum, jafnvel þótt hann snúi bakinu í okkur. I annað skipti erum við lær- dómsdeildarstrákar að ljónast uppi á lofti, þar sem fimmti og sjötti bekkur voru til húsa. Dettur þá Braga Kristjónssyni, skóla- húmorista og grúskara, það snjallræði í hug að fara út um glugga og fikra sig eftir bruna- reipi niður á jörð. Til þess varð hann að fara fram hjá glugga kennarastofunnar, en þar sér dr. Jón hann og lítur við. Bragi lætur sér hvergi bregða og segir: „Komið þér sælir, skólastjóri." „Komið þér sælir, Bragi,“ svaraði dr. Jón. Síðan hneigðu báðir sig virðulega. Bragi hélt áfram niður á jörð og aldrei var minnzt á málið meir. Og, atvikin eru óteljandi. Eitt sinri í öðrum bekk fór rafmagnið góða KR í marga áratugi var Sigurður Halldórsson. Hann fylgdist með okkur strákunum í gegnum alla flokka knattspyrnu- deildarinnar. Keyrði okkur til leikja í litla svarta Standard- bílnum sínum, boðaði okkur til hvatningafunda úti í KR-heimili. Og á eftir skyldi svo vera kalt borð, sem það og var: Appelsín og matarkex. Innihaldið í orðum hans var að KR þyrfti baráttuglaða stráka; góða knattspyrnumenn, sem ekki gæfust upp í leik þrátt fyrir mótbyr. Hann hringdi og bað okkur að koma að raka völlinri sem þurfti lagfæringar við eftir veturinn. Var þjálfari flokka félagsins, varðveitti boltana og félagsbún- ingana. Skammaði okkur ef við settum KR-peysurnar á golfið, því við áttum að bera virðingu fyrir þeim. Gaf okkur kók; þeim, sem félitir voru hjálpaði hann til að kaupa fótboltaskó. Allt þetta og miklu meira, sem ekki verða gerð tæmandi skil, gerði hann. Fátt gefur lífinu meira gildi en að kynnast góðu fólki og eiga samleið með því. Sú gæfa hlotnað- ist okkur strákunum í KR, sem vorum undir handleiðslu Sigurðar. En það var ekki bara Sigurður, heldur líka og ekki síst hans glæsilega, góða kona, Sigríður Jónasdóttir, sem studdi mjög vel við bakið á sínum manni í hans mikla og fórnfúsa starfi fyrir KR. Það ríkir sorg á heimili Sigurð- ar, en það er huggun í harmi að verka hans í KR mun minnst um ókomin ár. Um leið og ég þakka Sigurði fyrir hans leiðbeiningar og stuðn- ing, bið ég guð að blessa eftirlif- andi eiginkonu, heimili hans og ástvini. Kristinn Jónsson af skólahúsinu um þrjúleytið í skammdeginu. Þýzkutími átti að hefjast, sem skólastjórinn átti að kenna í. Hann kemur inn og allir standa upp. Hann sezt niður í hálfrökkrinu, byrjar tímann og lætur sig ljósaskiptin engu varða. Alltaf sést verr á bækurnar, þangað til skólastjóri segir eitt- hvað á þá leið, að það sé ekki gott að rafmagnið sé farið, en vel megi enn sjá til. Við krakkarnir vorum auðvitað að vonast eftir fríi, en hann var nú aldeilis ekki á slíku. Gellur þá við í Erni Jóhannssyni, síðar skrifstofustjóra Morgun- blaðsins, að hann hafi heyrt að rafmagnið kæmist ekki á fyrr en seint um kvöldið. Reynir hann að líta sakleysislega út, en flissið í okkur hinum kom auðvitað upp um hánn. Er nú löng þögn, rétt eins og í dramatískum leikritum. Doktorinn horfir á Örn og Örn á móti, en sá síðarnefndi bliknar að lokum. Örlar þá á ofurlitlu brosi hjá doktornum um leið og hann segir: „Og þér seljið það væntan- lega ekki dýrar en þér keyptuð." Hlógu þá allir og stuttu síðar kom rafmagnið. Ég gæti fyllt margar síður með sögum úr skólanum, en ég hef brugðið upp þessum svipmyndum hér til að rifja upp góðar minn- ingar, sem dr. Jón Gíslason átti svo mikinn þátt í að skapa. Þátttakendur í þessum atvikum virða mér það væntanlega á betri veg, að sögurnar skuli rifjaðar upp að þeim forspurðum, og vonandi fer ég sem réttast með. Þessi gömlu atvik sýna, að bak við hinn formlega virðuleika dr. Jóns var fín kímnigáfa, sem við nemendurnir kunnum vel að meta, enda sögðum við krakkarnir hvert öðru sögur af doktornum okkar aftur og aftur og voru þær alltaf jafn skemmtilegar. Ég hygg að ég hafi þekkt dr. Jón rétt, að hann hafi heldur viljað, að ég rifjaði upp þessi smáatvik við þessi tímamót en að fara að telja upp æfiatriði hans, enda kunna aðrir þau betur. Nú, er ég er búsettur í Genf, er mér miður að geta ekki verið viðstaddur hinztu kveðju til læri- meistara míns, en ég votta að- standendum innilegustu hluttekn- ingu. Björn Matthíasson I minningu um dr. Jón Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.