Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 Fréttaskýring Forsetaembættið — stjórnarmyndanir Umræður um forsetaembættið manna á meðal eru eðlilega miklar nú bæði vegna kosninganna til þess í júní n.k. og vegna stjórnarkreppunnar, þar sem forsetinn gegnir lykilhlutverki. Hér í þessari grein eru dregin saman nokkur höfuðatriði um forsetann, kosningar, launakjör og vald. Þá er fjallað ítarlega um nokkrar stjórnarkreppur fyrri ára, sérstaklega þó þær, þar sem mynduð var utanþingsstjórn eða við lá að slík stjórn yrði mynduð. Við samantekt þessarar greinar hefur verið stuðst við bækurnar Stiórnarskipun íslands eftir Ólaf Jóhannesson og Stjórnarráð Islands eftir Agnar Kl. Jónsson, þá hefur verið byggt á ritgerðum eftir Bjarna Benediktsson og er vitnað til þeirra í greininni. Björn Bjarnason. Fyrsti forseti íslands var kjörinn á fundi sameinaðs Alþingis á Þingvöllum 17. júní 1944, þegar lýst hafði verið gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins. Sveinn Björnsson ríkisstjóri var þá kjörinn til eins árs með 30 atkvæðum, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi skrifstofustjóri Alþingis hlaut 5 atkvæði en 15 alþingismenn greiddu ekki at- kvæði og 2 voru fjarverandi. Fyrsti forsetinn var þannig kjör- inn samkvæmt bráðabirgða- ákvæði í lýðveldisstjórnar- skránni og skyldi þjóðkjör for- seta Islands til 4 ára fara fram sumarið 1945. Þá var Sveinn Björnsson einn í framboði og einnig 1949. Sveinn Björnsson lést 25. janúar 1952. Þegar eftirmaður Sveins var val- inn, kaus þjóðin fyrst forseta í beinum kosningum. Kosningarn- ar fóru fram 29. júní 1952 og voru frambjóðendur þrír. Asgeir Asgeirsson bankastjóri og al- þingismaður hlaut kosningu með 32.924 atkvæðum (46.7%), sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup hlaut 31.045 atkvæði (44.1%) og Gísli Sveinsson fyrrverandi sendiherra og alþingismaður hlaut 4255 atkvæði (6%). Ásgeir Ásgeirsson var síðan sjálfkjör- inn 1956, 1960 og 1964. Gaf Ásgeir ekki kost á sér til fram- boðs 1968. Þjóðin kaus því forseta í annað sinn 30. júní 1968. Þá voru frambjóðendur tveir og urðu úrslit þau, að dr. Kristján Eld- járn þjóðminjavörður hlaut kosningu með 67.544 atkvæðum (65.6%) en dr. Gunnar Thor- oddsen þáv. sendiherra hlaut 35.428 atkvæði (34.4%). Dr. Kristján Eldjárn hefur síðan verið sjálfkjörinn 1972 og 1976, hefur hann nú ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs, þegar þriðja kjörtímabil hans rennur út. Samkvæmt stjórnarskránni er hver sá maður kjörgengur til forseta, sem orðinn er 35 ára, hefur íslenskan ríkisborgara- rétt, er lögráða og hefur óflekk- að mannorð. í bók sinni Stjórn- skipun íslands vekur Ólafur Jó- hannesson athygli á því, að engar kröfur eru gerðar til trúarbragða forseta íslands. Þess er ekki krafist að hann játi kristna trú og því síður, að hann sé í þjóðkirkjunni. Engrar sér- þekkingar er krafist af forseta og ekki hafa verið sett nein skilyrði um almenna menntun hans. Framboð — kosningar Hver sá, sem uppfyllir ofangreind skilyrði, getur boðið sig fram til forseta. Til þess að framboðið sé gilt skal forsetaefni hafa með- mæli minnst 1500 kosninga- bærra manna og mest 3000 sam- kvæmt 5. grein stjórnarskrár- innar. Forsætisráðherra auglýs- ir forsetakosningu eigi síðar en þremur mánuðum fyrir kjördag, sem lögum samkvæmt er síð- asti sunnudagur í júní, þ.e. 29. júní í ár. I auglýsingu sinni tiltekur forsætisráðherra há- marks- og lágmarkstölu með- mælenda úr hverjum landsfjórð- ungi í réttu hlutfalli við kjós- endatölu þar. Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur dómsmálaráðu- neytinu ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu með- mælenda og vottorðum yfirkjör- stjórna um, að þeir séu á kjör- skrá, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Eftir að þessi gögn hafa verið afhent auglýsir síðan dómsmálaráðherra innan viku, hverjir séu í kjöri til forseta- embættisins. Samkvæmt þessu rennur framboðsfrestur út þann 25. maí í ár fyrir forsetakosn- ingarnar 29. júní. En eins og kunnugt er hafa nú þegar þrír menn lýst því yfir, að þeir séu í framboði til starfans: Albert Guðmundsson, Guðlaugur Þor- valdsson og Pétur Thorsteins- son. Dómsmálaráðuneytið sér um gerð og prentun kjörseðla og er fram- bjóðendum raðað þar í stafrófs- röð. Kosningarétt hafa allir, sem hafa kosningarétt til Alþingis. Kosningarnar eru leynilegar og fara fram með sama hætti og kosningar til Alþingis. Hæsti- réttur lýsir úrslitum kosn- inganna og gefur út kjörbréf handa því forsetaefni, sem hæstri atkvæðatölu hefur náð. Kjörtímabil forseta hefst 1. ág- úst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Launakjör og skattfrelsi Kjaradómur ákveður laun forseta Islands og eru þau nú í janúar 1.648.271 kr. á mánuði. Þá hefur forseti ókeypis bústað að Bessa- stöðum, ljós og hita. Allur út- lagður kostnaður vegna embætt- isins skal og greiddur úr ríkis- sjóði, svo sem risna, kostnaður við embættisferðalög og rekstur bifreiða. Forseti Islands er undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum. Forsetinn er undanþeg- inn tekjuskatti, eignarskatti og útsvari. Forseti er ekki talinn gjaldskyldur af persónulegum innflutningi sínum. Hann greið- ir fasteignaskatta af fasteignum sínum, en ekki þinglýsingar- gjöld. Söluskatt og gjald af innlendum tollvörutegundum greiðir hann, en fær þau gjöld síðar endurgreidd úr ríkissjóði. Skattfrelsi tekur að sjálfsögðu ekki til fyrirtækja og atvinnu- rekstrar sem forseti er eigandi að eða á hlut í. Hreinar tekjur forseta, er hann fengi þaðan væru hins vegar skattfrjálsar. Samkvæmt lögum á forseti rétt á fullum launum í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Rétt á eftirlaunum á sá sem gegnt hefur forsetaembætti, þegar hann hefur náð 65 ára aldri eða er öryrki. Eftirlaunin eru 60% af embættislaunum hafi forseti setið eitt kjörtíma- bil, 70% hafi hann gegnt emb- ætti meira en eitt kjörtímabil og 80% hafi hann gegnt embættinu lengur en tvö tímabil. Eftirlaun forseta njóta ekki skattfrelsis. Takmarkað athafnafrelsi Samkvæmt 9. grein stjórnarskrár- innar má forseti ekki vera al- þingismaður né hafa með hönd- um launuð störf í þágu opin- berra stofnana eða einka- atvinnufyrirtækja. Bjarni Bene- drktsson skýrir þetta stjórn- arskrárákvæði svo í grein sinni Um lögkjör forseta Islands í Tímariti lögfræðinga 1951: „Samkvæmt þessu fyrirmæli er ljóst, að alþingismaður, sem kosinn er forseti Islands, verður að leggja niður þingmennsku sína. Sama máli gegnir, ef hann hefur þegið laun fyrir störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækis. Hvers eðlis sem starf hans þar hefur verið, þá verður hann að láta af þeim störfum. Maður mundi til dæmis ekki mega halda áfram að vera spítalalæknir, endur- skoðandi ríkisreikninga, með- limur í stjórn Eimskipafélags íslands, endurskoðandi þar o.s.frv. Spurning kynni að vera um það, hvernig færi, ef maður afsalaði sér að vísu laununum, en vildi halda starfinu. Sýnist þá, að ef starfið er slíkt, að laun fylgi því eðli málsins samkvæmt, megi forseti ekki halda því. Vísindamaður, sem hefði unn- ið að tilteknum rannsóknum í starfinu og þegið laun fyrir, mundi ekki mega halda því áfram, en sjálfsagt mundi hann mega stunda rannsóknir sínar í hjáverkum og þiggja ritlaun fyrir vísindalegar ritgerðir og annað slíkt. Meiri vafi er til dæmis um listamann. Mundi rithöfundur mega halda áfram að skrifa skáldsögur og þiggja ritlaun fyrir útgáfu þeirra, málari halda áfram að mála og selja málverk sín? Sennilega. Alveg er ótví- rætt, að listamaður mætti halda listamannastyrk frá ríkinu, því að þar er ekki krafist ákveðinna starfa á móti. Ef slíkur maður væri hinsvegar á föstum launum hjá útgefanda eða listaverkasala gegn því að afhenda honum framleiðslu sína, múndi hann verða að sleppa þeim. Greinilegt er, að skipstjóri má ekki halda áfram að stjórna skipi annars manns og þiggja laun fyrir. En mundi hann mega halda áfram skipstjórn á eigin skipi? Bústjóri hjá öðrum yrði vafalaust að láta af störfum. En mundi bóndi þurfa að hætta við sinn eigin búskap? E.t.v. er þetta álitamál. Hér sem víðar eru ýmis takmarkatil- felli, og er ekki öruggt, hvar markalínuna á að drága. Ótví- rætt er, að forseti má ekki vera í þjónustu annarra manna með þeim hætti, að hann þiggi laun af þeim eða sé þeim fjárhagslega háður. En sennilega er rétt að gera enn strangari kröfur, því að þess er að gæta, að þess er ekki krafist, að annar sé eigandi þess einkaatvinnufyrirtækis, sem maður þiggur laun hjá, og er þessvegna e.t.v. eðlilegast að skilja ákvæðið svo, að maður megi ekki vera í þeirri atvinnu, sem ákveðnar tekjur fylgja, er jafna má til launa, hvort sem maður sækir þær til annarra eða sjálfs sín. Greinilegt er aftur á móti, að forseti þarf ekki að fleygja frá sér eignum sínum, og má hann njóta arðs af þeim, ef sá arður fæst án fastra starfa við eignina. Eins mundi hann vafalaust mega halda áfram að stunda hugðarefni sín, ef þau rekast ekki á störf forseta, og njóta arðs þar af, ef þeim verður ekki jafnað til beinnar atvinnu." Völd forseta Forseti getur ekki beitt valdi sínu nema með atbeina ráðherra. Hann lætur ráðherra fram- kvæma vald sitt og er sjálfur ábyrgðarlaus á stjórnarathöfn- um. I 26. grein stjórnarskrárinn- ar segir, að ef forseti neiti að staðfesta lagafrumvarp, sem Al- þingi hefur samþykkt, fái frum- varpið að vísu lagagildi, en það skuli leggja svo fljótt sem kostur er undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Falla lögin úr gildi, ef meirihluti staðfestir synjun forseta en ella halda þau gildi sínu. Forseti hefur þannig skilorðsbundið neitunarvald. Beiting þess getur leitt til þess, að ráðherra eða ríkisstjórn segi af sér, og verður forseti þá að útvega nýja ríkis- stjórn til þess, að stjórn ríkisins verði haldið við með löglegum hætti. Samkvæmt 15. grein stjórnar- skrárinnar skipar forseti ráð- herra og veitir þeim lausn. En með vísan til 1. greinar stjórn- arskrárinnar og þingræðisvenj- unnar er það vafalaust, að for- seta ber að gera þetta í samráði við Alþingi, þannrg að ef meiri hluti Alþingis vill styðja tiltekna menn til ráðherradóms, þá ber forseta að skipa þá. í þessu valdi Alþingis felst, að stjórn sé þing- bundin. í bók sinni Stjórnskipun Islands kemst Ólafur Jóhannesson þann- ig að orði: „Við óvenjulegar aðstæður er og hugsanlegt, að forseti neyti hins formlega valds síns í ríkara mæli en ella, án þess að slíkt verði talið brot á stjórnskipunarlögum. Það ber að hafa í huga, að þó að forseta- staðan sé hér á landi fyrst og fremst táknræn tignarstaða, er forsetinn jafnframt einskonar öryggi í stjórnkerfinu, og getur komið til hans kasta, ef stjórn- arkerfið að öðru leyti verður óstarfhæft." Stjórnarmyndanir Það er við stjórnarmyndanir, sem mest reynir á forseta íslands. Engar reglur eru til um það, hvaða aðferðum forseti skuli beita við þær aðstæður. Hann virðist hafa frjálsræði til að ákveða í hverju tilviki fyrir sig, hvernig hann fer með vald sitt. Frá 1944 hefur ellefu sinnum komið fyrir, að ríkisstjórn hafi beðist lausnar og orðið að sitja lengur eða skemur sem starfs- stjórn þar til nýtt ráðuneyti hefur verið myndað. Hér ber að hafa í huga, að frá 1959 til 1971 kom aldrei til stjórnarkreppu. Lengstu stjórnarkreppurnar hafa verið frá 10. október 1946 til 4. febrúar 1947 og frá 27. mars 1956 til 24. júlí sama ár, en þess er að geta, að í seinna tilvikinu sat ríkisstjórn sem starfsstjórn í þrjá mánuði fram að kosningum en síðan tók tæpan mánuð að koma saman nýrri stjórn. Frá 1971 hefur fimm sinnum komið til stjórn- arkreppu í mánuð eftir kosn- ingarnar 1971, áður en Ólafur Jóhannesson myndaði fyrsta ráðuneyti sitt, í tvo mánuði 1974, áður en Geir Hallgrímsson myndaði ríkisstjórn sína, í tvo mánuði 1978, áður en Ólafur Jóhannesson myndaði annað ráðuneyti sitt, í 3 daga í október s.l., áður en minnihlutastjórn Sveinn Björnsson ríkisstjóri frá 1940 til 1944 og íorseti frá 1944 til 1952.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.