Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 flfaKgUllltfjlMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. Skyldan er Alþingis Fjórðu lotu stjórnarmyndunartilraunanna, sem hófust 4. desember síðastliðinn er lokið. Benedikt . Gröndal formaður Alþýðuflokksins hefur síðastur flokksleiðtoganna fjögurra skýrt forseta íslands frá því, að honum sé ekki fært að mynda meirihlutastjórn eins og hann hafði fengið umboð til. Alþýðubandalagið neitaði alfarið að ræða um stjórnar- myndun undir forystu Benedikts. Framsóknarflokkurinn sagðist ekki geta sætt sig við að ræða við Alþýðuflokkinn á grundvelli þeirra tillagna, sem Benedikt lagði fram, en bauðst sjálfur til að leggja fram nýjan grundvöll. Sjálfstæð- isflokkurinn lýsti sig einn reiðubúinn til að ræða við Alþýðuflokkinn á grundvelli tillagna hans en setti fram fyrirvara um einstök efnisatriði þeirra. Þegar svör allra flokkanna lágu fyrir, var einsýnt, að tilgangslaust var fyrir Benedikt Gröndal að tefja tímann frekar með því að halda fast í umboðið. Augljóst er, að öll stóryrðin um vinstri stjórn og nauðsyn hennar fyrir og eftir kosningar eru marklaus. Raunar má segja, að ábyrgð þeirra stjórnmálamanna sé mest á ófremdarástandinu í lands- stjórninni, sem hafa lagt allt kapp á það vonlausa verk að berja saman nýja vinstri stjórn. Tilraun Benedikts Gröndals, þar sem Alþýðubandalagið skarst algjörlega úr leik, sannar endanlega, að það er engin forsenda fyrir samstarfi þríflokkanna, þá greinir svo mjög á um grundvallaratriði. Það hefur svo sannarlega verið þjóðinni dýrkeypt, hve lengi hefur tekið að ná fram þessari niðurstöðu. Tilraunastarf- semin á vinstri vængnum hefur í raun staðið síðan eftir kosningarnar í júní 1978. Forseti íslands hefur ekki enn tekið ákvörðun um framhaldið, þegar þetta er ritað. Þess hefur víða orðið vart síðustu daga, að menn telji einu leiðina út úr ógöngunum þá, að forsetinn feli manni utan þings að koma saman ríkisstjórn. Áður en til þess kemur er þó nauðsynlegt, að Alþingi fái enn færi á því að gera lokatilraun. Nú má segja, að forseti íslands hafi fullnægt öllum formsatriðúm varðandi stjórnarmyndunartilraunirnar. Allir flokkar hafa fengið sitt tækifæri. Um það má deila, hvort nauðsynlegt sé að standa þannig að málum. Hér verður það ekki gert, heldur vakin á því athygli, að komið er að mikilvægum þáttaskilum. Það sjónarmið hefur verið sett, fram, að ekki skuli reynd myndun utanþingsstjórnar, fyrr en það hafi sýnt sig í verki, að Alþingi hafni minnihlutastjórn innanþings. Má í því sambandi bæði vísa til þess, sem gerðist 1942—1944, þegar utanþingsstjórn sat, og vorið 1950, áður en samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfiokks var þá mynduð. Áður en til minnihlutastjórnar kemur verður það þó að liggja skýlaust fyrir, að ekki sé til neinn meirihluti á Alþingi. Liggur það fyrir nú? Þessi spurning kann að þykja undarleg nú eftir tæplega tveggja mánaða viðræðutörn milli stjórn- málaflokkanna. Hún er hins vegar borin fram, af því að svar hefur ekki fengist við henni. Tilraun Benedikts sýndi, að það er ekki neinn vinstri meirihluti á þingi, ef þannig má taka til orða. Hún veitti á hinn bóginn ekki svar við' því, hvort svonefndir lýðræðisflokkar geta fótað sig á sameiginlegum málefnagrundvelli. Afstaða Framsóknarflokksins var á þann veg, að af henni má ráða, að flokkurinn hafi fremur sett fyrir sig hugsanlega stjórnarforystu Alþýðuflokksins en málefni. Sjálfstæðisflokkurinn lokaði engu í samtölum sínum við Alþýðuflokkinn. Takist framsóknarmönnum og krötum að þurrka vinstri glýjuna úr augum sér, kunna málin að taka óvænta stefnu. Eins og dr. Gunnar Thoroddsen, formaður stjórnarskrár- nefndar, lagði réttilega ríka áherslu á í sjónvarpsþætti fyrir réttri viku, er það tvímælalaus skylda Alþingis að sjá til þess, að starfhæf ríkisstjórn sé í landinu. Undan þessari skyldu getur þingið ekki vikið sér, fyrr en allar leiðir hafa verið kannaðar til þrautar. Við þekkjum það af hvers kyns félagsstarfi, að þegar úfar rísa með mönnum er lýðræðið oft tímafrekt. Og nú brestur margan brátt þolinmæðina vegna stjórnmálaóvissunnar, en Alþingismönnum hlýtur að vera það manna ljósast, að óleyst alvarleg verkefni krefjast svo skjótrar lausnar, að við svo búið má ekki standa. Hvað reyna Sovétmenn næst? NÝLEGA var frá því skýrt hér í blaðinu, að á síðasta ári hefði varnarliðið á Keflvíkurflugvelli flogið í veg fyrir 170 sovéskar flugvélar, sem komu inn á íslenska loftverndarsvæðið. Á sunnudaginn birtist síðan hér í blaðinu frétt um það, að sovésk stjórnvöld hefðu farið þess á leit við íslenska utanríkisráðuneytið að þau fengju lendingarheimild fyrir risaflutningavél af gerðinni Ilyushin IL-76T á Keflavíkurflugvelli 3. eða 4. febrúar á leið sinni til Kúbu með varahluti fyrir flugvélar af sovéskri gerð þar í landi. Vél af þessari gerð hefur aldrei komið hingað til lands. Hins vegar hafa Sovétmenn lent hér flutningavélum af Antropov gerð, þ.e. AN-12, AN-26 og AN-22, sem eru þeirra stærstar. Samkvæmt heimildum Al- þjóðaherfræðistofnunarinn- ar í London eru um 1200 flugvélar í flutningadeild sovéska flughersins, þar af 50 af gerðinni IL-76. Auk þess er talið, að um 1300 vélar frá flugfélaginu Aero- flot séu til reiðu fyrir flutn- ingadeild hersins ef nauðsyn krefst, en vélin, sem beðið var um lendingarleyfi fyrir um næstu helgi hér á landi, er skráð hjá Aeroflot. IL-76 vélarnar má nota til hvers kyns flutninga bæði á tækj- um og mönnum og voru þær notaðar við hernám Afgan- istans. Virðist nú vera lögð megináhersla á framleiðslu þessara flutningavéla í Sovétríkjunum. í hana af tollayfirvöldum. Utanríkisráðuneytið þarf nú ekki að svara þessum tilmæl- um Sovétríkjanna fyrir sitt leyti, því að 20—30 manna hópur innan Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur hefur ákveðið að neita að afgreiða sovéskar flugvélar um óákveðinn tíma. Tilgang- urinn með viðkomu IL-76 vélarinnar átti að vera sá að fá hér eldsneyti. Með ákvörð- un verkamannanna fær hún það ekki afgreitt hér á landi. Augljóst er, að það er alls ekki nauðsynlegt fyrir sov- éskar flugvélar í langflutn- ingum að hafa viðdvöl hér á landi á leið sinni til Kúbu. Bæði geta þær lent annars staðar og eins geta þær aðstoðarutanríkisráðherra, sem fer með málefni Norður- landa, kæmi hingað til við- ræðna eins og fyrirhugað var. Sovétmenn hafa lagt á það ríka áherslu undanfarin ár að koma fastri skipan á samráðsfundi milli hátt- settra embættismanna í utanríkisráðuneytum Islands og Sovétríkjanna. Hafa þeir viljað, að gerður yrði um þetta tvíhliða samningur milli landanna, en íslensk stjórnvöld hafa ekki viljað fallast á það. Hins vegar hefur verið samþykkt, að embættismenn frá löndunum hittust til viðræðna um al- þjóðamál. Var það erindi Semskovs hingað nú, en hann hefur komið hingað til Varnarliðið á íslandi tók þessa mynd nýlega af sovéskri kafbátahernaðarflugvél hér við land. Vélin, sem er af svonefndri Bear-gerð, er að varpa í fallhlíf til sjávar hlustunartæki, sem notað er til að leita uppi kafbáta. Hvers vegna? Ekki er með neinni vissu vitað, hvað þessi vél, sem nú þarf að senda til Kúbu, hefur innanborðs, en leiða má líkur að því, að hún sé með flug- vélamótora eða einhverja slíka þungahluti. Samkvæmt Chicago-samþykktinni um flug milli þjóða þurfa flug- vélar í friðsamlegu flugi ekki að sækja fyrirfram um heim- ild til lendingar á Kefla- víkurflugvelli í tilvikum sem þessum. Til dæmis lenti þar fyrir nokkrum dögum fyrir- varalaust, ef þannig má að orði komast, pólsk farþega- þota, IL-62, á leið til Kennedy-flugvallar við New York. Tók eldsneyti og hélt aftur á brott. Túlka má formleg tilmæli sovéskra yfirvalda til utan- ríkisráðuneytisins hér sem vísbendingu um, að þau hafi verið að fara fram á, að risaflutningavélin fengi að njóta svonefnds úrlendisrétt- ar, að ekki yrði farið um borð flogið í einum áfanga á milli Sovétríkjanna og Kúbu. Ekki er ósennilegt, að sovésk yfir- völd hafi með tilmælum sínum verið að reyna á þol- rifin í Islendingum. Á þeim viðsjárverðu tímum, sem skapast hafa fyrir tilverknað Sovétríkjanna á alþjóða- vettvangi, er það í samræmi við sífelldan þrýsting þeirra, að þau kanni alla möguleika til að mynda sér hagstæðar glufur. Sovéskir hernaðar- ráðgjafar hefðu vafalaust talið það fjöður í sínum hatti, hefði jafn mikilvægt tákn um vald þeirra og þessi risaflutningaþota fengið heimild til að athafna sig að vild á Keflavíkurflugvelli. Ekki rætt við Semskov Nýlega skýrði utanríkis- ráðuneytið frá því, að það hefði tilkynnt sovéska utan- ríkisráðuneytinu, að ekki þætti æskilegt, að Semskov lands áður til slíkra við- ræðna. Sovétmenn þola það ávallt illa, þegar þeim er svarað á verðugan hátt eins og gert var með því að neita að taka á móti Semskov. Með því að sækja um heimild fyrir risa- þotuna, sem getur flutt fleiri hundruð hermenn undir vopnum, hafa þeir ef til vill verið að sýna íslenskum stjórnvöldum í tvo heimana. Röksemdafærslan hefði því getað verið á þessa leið hjá þeim: Úr því þið sýnið okkur lítilsvirðingu, skulum við minna ykkur á, að við getum náð til ykkar með okkar öflugustu tækjum — þeim sömu og við notuðum við hernám Afganistan. Sem betur fer er málum enn þannig háttað, að það dugar, þegar ákvæði alþjóða- samninga útiloka annað, að hópur innan verkalýðsfélags taki skorinorða og skynsam- lega afstöðu. En hvað reyna Sovétmenn næst? Bj. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.