Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 29 Kaþólski biskupiiui, Uinrík Frehen og hr. Sigurbjörn Einarsson biskup og írú Magnea Þorkelsdóttir á fremsta bekk. Lútherskur prestur predikar í fyrsta sinn i Landakotskirkju Sr. Þórir Stephensen predikar í Landakotskirkju. PRESTUR mótmælendakirkju steig í fyrsta sinn í stól kaþólsku kirkjunnar i Landakoti í síðustu viku er sr. Þórir Stephensen dómkirkjuprestur. predikaði við alkirkjulega guðsþjónustu í dómkirkju Krists konungs í Landakoti eins og hún heitir. Athöfn þessi var í tengslum við alþjóðlega og alkirkjulega bæna- viku, sem lauk fyrir helgina. Ásamt sr. Þóri Stephensen tóku þátt í guðsþjónustunni sr. Ágúst Eyólfsson kaþólski presturinn sem þjónaði fyrir altari, David West frá Aðventsöfnuðinum og Daniel Glad frá Fíladelfíu er lásu ritningarorð. Að guðsþjónustunni lokinni var þeim sem tóku þátt í henni boðið til samveru í prests- setrinu í Landakoti. Allmargt manna var við guðsþjónustuna, m.a. kaþólsku prestarnir, nunnur svo og fólk frá öðrum kirkjudeild- um. Sr. Þórir Stephensen sagði í samtali við Mbl. að góður og bróðurlegur andi hefði ríkt í þessari sameiginlegu athöfrr kirkjudeildanna og hefðu þeir haft á orði er þeir kvöddust hann og sr. Ágúst Eyjólfsson að von- andi væri þetta ekki í síðasta sinn sem þeir störfuðu þannig saman, en þetta er í fyrsta sinn sem lútherskur prestur predikar í kaþólskri kirkju á íslandi. þátttöku sinni. Margra ára starf, ómetanleg vinna og miklir fjár- munir yrðu þá að engu. Með því að stuðla að því að leikarnir færu fram á öðrum stað væri sú vinna ekki unnin fyrir gíg. Þess ber að gæta að brot Sovétmanna á mannréttindayfir- lýsingu S.þ. verða ekki heldur metin til fjár. Að skerða mannlegt tjáningarfrelsi, trúfrelsi og sjálf- stæði annarra þjóða er glæpur og glæpir verða aldrei metnir til fjár. Mannleg hugsun og tilfinningar eru annars eðlis. Fyrir um misseri síðan ritaði ég grein þar sem bent var á fárán- leika Olympíuleikahalds í Moskvu. Skoðun mín hefur styrkst síðan. Minnumst orða Búkofskís og ann- arra sovéskra föðurlandsvina sem hraktir hafa verið í útlegð vegna tilrauna sinna til þess að lifa eðlilegu lífi. Látum ekki aðvaranir þeirra sem vind um eyru þjóta. Ég tek undir orð Ágústs Ásgeirssonar frjálsíþróttamanns og fyrrum ól- ympíufara: „Ólympíuhugsjónin 'er fögur, eins og fagurt ljóð, en sízt af öllu hafa Sovétmenn haft hana í heiðri, það veit íslenzk íþróttafor- ysta.“ Því hvet ég hina íslensku íþróttaforystu til þess að íhuga vel hvaða afleiðingar þátttaka á Ól- ympíuleikum í Moskvuborg kann að hafa í för með sér og hvað réttlæti slíkt. Látum ekki hæða ólympíuhug- sjónina. Látum ekki mistök ársins 1936 endurtaka sig. Óskar Einarsson. formaður Vöku, félags lýðraiðissinnaðra stúdenta, og nefndarmaður í íslenzku andófsnefndinni. Útreikningar á kröfum ASÍ: Mestu tilf ærslur milli launþegahópa sem um getur VERÐBÓTAKRÖFUR Al- þýðusambands íslands hafa í för með sér gífur- lega þrengingu launahlut- falla fastlaunamanna í öllu þjóðfélaginu, en hins vegar eykst hlutfallslegur launamismunur þeirra manna, sem njóta kaup- auka, þ.e.a.s. hafa lága kauptaxtaviðmiðun, en síðan prósentuálög, ákvæðisvinnutaxtar og bónuskerfi. Þetta eru niðurstöður reikninga Rögnvalds Ólafssonar dós- ents, sem birtar voru í Morgunblaðinu síðastlið- inn laugardag. í línuritum eðá gröfum eins og Rögnvaldur nefnir þau og birt eru með reikningum hans má lesa, að miðað við 700 þúsund króna laun í byrjun þessa árs mun laun fast- Lestar síld á Reyðarfirði Reyðarfirði, 28. janúar. í DAG er hér verið að skipa út síld frá G.F.R. í flutn- ingaskipið Mælifell. Eru það alls 1193 tunnur, sem fara til Sovétríkjanna. Eru þá ófarnar um 300 tunnur af síld. Gré,a- launamannsins í ársbyrjun 1984 miðað við 50% verðbólgu allan tímann verða orðin á núverandi verðgildi rétt rúmlega 500 þúsund krónur, en sömu laun kaupauka- manns verða þá hátt á 900 hund- rað þúsund krónur; 500 þúsund króna laun fastlaunamanns verða þá um 440 þúsund krónur, en ákvæðisvinnumannsins rúmlega 600 þúsund. Á línuritum sýnir Rögnvaldur jafnframt áhrif 25% verðbólgu á þessi laun. Hann segir: „I raun eru niðurstöðurnar ekki mjög háðar verðbólgu, þótt áhrifin komi nokkru fyrr fram, þegar verðbólgan er mikil.“ Rögnvaldur fjallar um þá kröfu ASI, að öll laun hærri en 400 þúsund krónur á mánuði skuli fá sömu krónutöluhækkun og 400 þúsund krónurnar. Um hana segir mann m.a.: „Þess ber að geta, að fáir af félagsmönnum ASÍ eru í þessum flokki og vekur það því nokkra furðu, að þessar kröfur skuli hafa verið settar fram. Líklegt er, að ástæðan sé, að í samningum undanfarin ár hefur verið tekið mið af samningum ASI, þegar samið hefur verið við aðrar stéttir, eins og t.d. opinbera starfsmenn. Hér er því ASÍ beinlínis að krefjast lækkunar á launum annarra stétta og tel ég það nokkuð einsdæmi í kjarabar- áttunni." Þá segir Rögnvaldur Ólafsson í grein sinni: „Mér þykir ólíklegt, að kröfur um jafnmiklar færslur milli launþegahópa hafi áður verið gerðar hér og vona að þetta greinarkorn verði til þess að auka umræður um réttmæti þeirra, kosti og galla.“ Óskar Einarsson, formaður Vöku: óskar Einarsson. verðlauna býðst tækifæri sem enginn sleppir. Þeirra bíður íbúð, fastar tekjur og örugg framtíð ef þeir vinna til verðlauna fyrir ríkið. En slíkt er einungis mann- legt. Hins vegar flokkast mann- réttindabrot í Sovétríkjunum ekki til mannlegrar hégómagirni. Með Ólympíuleikahaldi sínu ætlar Sov- étstjórnin að hylma yfir slíkt misferli. Vissulega er staða hinnar íslensku ólympíunefndar erfið. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning þessarar ferðar. Ósérhlífni þeirra jafnt sem óþróttamanna sem þangað stefna verður ekki metin til fjár. Hug- sjón þeirra er ekki slík. Islend- ingar fara ekki metorðaferð á leika þessa. Því er skiljanlegt að nefndin sé treg til þess að falla frá Ólympíuleikarnir í Moskvu: Friðarleikar? Sögusviðið er Berlín skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina. Hvarvetna eru hermenn á gangi, hvarvetna fánar með merki sem fólk tók að óttast. Það voru ekki hinir fimm hringir Ólympíuleik- anna sem blöstu við heldur merki flokkseinræðis, ofbeldis, kúgun- ar, kynþáttahaturs og hernaðar. Sögusviðið er Moskva 1980. Hvarvetna eru hermenn á gangi, hvarvetna fánar með merki al- ræðisafls sem milljónir hræðast. Moskva hin nýja sem vandlega hefur verið hreinsuð af óæski- legum þjóðfélagsþegnum. Hér skal halda olympíuleika. Hvergi er til sparað. Vesturlanda- búar þyrpast til Moskvu og með þeim hin skaðlegu áhrif vestrænn- ar merkingar. Því hafa yfirvöldin sent unglinga borgarinnar í sumarbúðir flokksins. Útlending- unum eru því næst sýnd Sovétrík- in og hin miklu undur kommún- ismans, á fyrirfram ákveðnum stöðum. Heim eiga svo útlend- ingarnir að flytja tíðindi um frjálst mannlíf og velsæld í Sov- étríkjunum. Svona gæti sagan nú endurtekið sig. En hvað varð um þá sem ekki samþykkja alræðiskerfið? Hvar eru þeir sem telja mannréttindi í Sovétríkjunum fótum troðin. Hvar eru talsmenn hinna ýmsu trúar- félaga sem bönnuð eru? Hvar eru vísindamenn og listamenn þeir sem hugsa ekki í anda alræðisins? Nei, engir slíkir finnast í Moskvu, því allir hafa þeir verið fjarlægðir. Til þess að reyna á þolrif heimsins hafa Sovétstjórnvöld nú gengið svo langt að senda for- svarsmann mannréttindabaráttu í Sovétríkjunum og friðarverð- launahafa Nóbels, Andrei Sakh- arov, í útlegð. Með innrás sinni í Afghanistan sviptu valdhafarnir af sér grímunni. Enginn er nú svo sjóndapur að hann sjái ekki hið rétta andlit friðar- og slökunar- stefnu þeirra. En viðbrögðin láta ekki á sér standa. íþróttahreyfingar um all- an heim eru nú að íhuga þátttöku sína í leikum Ólympíu. Hvarvetna birtast áskoranir til stjórnvalda Sovétríkjanna um að þeir kalli heim her sinn frá Afghanistan og leysi Sakharov úr ánauð. Jafnvel á Islandi eru viðbrögð. . Fyrir skömmu efndu framhaldsskóla- nemendur til mótmælastöðu við sovéska sendiráðið. Nú berast þau tíðindi af Suðurnesjum að verka- lýðsfélög þar neiti að afgreiða sovéskar flugvélar og skip. En erindi þessarar greinar er ekki til Sovétmanna, heldur til íslenskrar íþróttaforystu. Vil ég eindregið beina þeim tilmælum til íslensku olympíu- nefndarinnar að hún hætti við að senda þátttakendur á Ólympíu- leikana í Moskvu í sumar, en beiti sér þess í stað fyrir því að leikum þessum verði fundinn fastur samastaður. Er vel hugsanlegt að færa leikana til Grikklands, fæð- ingarstaðar þeirra, og þess lands sem hýsti þá framan af. Þannig væri í eitt skipti fyrir öll hægt að komast hjá pólitískum deilum eins og þeim sem einkennt hafa Ólympíuleika nútímans. Ólympíuhugsjónin er grundvöll- uð á friði og mannkærleik. Svo er einnig hin sanna hugsjón íþrótt- anna. Pólitískar deilur eiga ekki heima innan hennar ramma. En þar með er ekki sagt að Ólympíu- leikarnir geti verið haldnir án tillits til þjóðfélagsaðstæðna. Þeg- ar leikarnir í Berlín 1936 voru afstaðnir birtist mönnum döpur sýn. Evrópa, Asía og N-Afríka voru í kalda kolum. Milljónir saklausra höfðu dáið í hildarleik heimsstyrjaldar, styrjaldar sem átrúnaðargoð og verndari Ólympíuleikanna 1936 hafði hleypt af stað. Svo virtist sem stjórnendur Sovétríkjanna ætli að feta í fót- spor Hitlers. Heimsfriðnum er stefnt í hættu. Það er von mín að þeir sjái að sér. Með því að flytja Ólympíuleikana í ár frá Sovétríkj- unum verður erfitt fyrir valdhaf- ana að útskýra fyrir þegnunum niðurlægingu sína, erfitt að rétt- læta innrásina í Ungverjaland 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og Af- ghanistan nú. Ólympíuleikar í Moskvu verða aldrei annað en sýndarleikur. Jafnvel sovéskir íþróttamenn keppa ekki hugsjónanna vegna. Nei, hverjum þeirra sem vinnur til 41 f K IX . 41 H * % :*- k é 1. A\ i f 1 f M * i tn a tkt ii t-4. «'*. va. i) «.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.