Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980
Sigurður Halldórs
son Minningarorð
Fæddur 24. mars 1907.
Dáinn 20. janúar 1980.
Örlögin réðu því, að þegar
íslenzk knattspyrnuhreyfing hélt
sitt aðalþing, 20. janúar s.l., féll í
valinn einn af máttarstólpum
knattspyrnunnar, minn góði vinur
Sigurður Halldórsson.
Á undanförnum áratugum, þeg-
ar íslenzk íþróttahreyfing hefur
verið að vaxa úr grasi og festa sig
í sessi, hefur það verið gæfa
hennar að njóta leiðsagnar nokk-
urra úrvalsmanna, sem af áhuga
og ósérhlífni hafa helgað henni líf
sitt og starf. Aldrei hvarflaði það
að þessum mönnum að krefjast
endurgjalds eða launa, ríkis-
styrkja eða vegtylla. Þeir upp-
skáru í heilbrigðri æsku og betra
þjóðfélagi. Islendingar allir
standa i óbættri þakkarskuld við
þessa öldnu leiðtoga og brautryðj-
endur, sem hafa verið að hverfa af
sjónarsviðinu einn af öðrum.
Sigurður Halldórsson var einn
þessara manna. Hann var fæddur
á Kjalarnesi 24. mars 1907, en
fluttist kornungur í Vesturbæinn í
Reykjavík og ólst upp í Austur-
koti, sem enn stendur við sjávar-
kambinn neðan við Faxaskjól.
Hann var einn ellefu systkina, en
meðal bræðra hans er Gísli Hall-
dórsson, forseti ÍSÍ.
Sigurður réðst ungur til starfa
hjá Heildverslun Haraldar Árna-
sonar h.f. og vann þar til dauða-
dags, eða í vel rúmlega hálfa öld.
Það segir sína sögu.
Snemma haslaði hann sér völl í
félagi sínu KR, fyrst sem frábær
leikmaður, þá þjálfari og síðast
leiðtogi um áratuga skeið. Ég leyfi
mér að fullyrða, með allri virðingu
fyrir öðrum góðum félagsmönn-
um, að enginn maður hafi unnið
knattspyrnudeild KR, jafn vel og
lengi sem Sigurður. Knattspyrnu-
deildin var stofnuð 1948, þegar
deildaskipting var tekin upp í
félaginu, en fyrir þann tíma hafði
hið fræga KR-tríó, Erlendur Ó.
Pétursson, Kristján L. Gestsson
og Guðmundur Ólafsson, gert fé-
lagið að stórveldi. Sigurður skipar
sér í sveit með þeim þremenning-
um, sem einn af hinum stóru í
félagi okkar. Hann vann hreint
ótrúlegt starf.
Enginn maður í mínu minni
hafði eins mikil áhrif til að skapa
hinn rétta félagsanda — eldheitur
áhugi hans, kraftur og barátta,
hreif okkur alla, sem kepptum og
störfuðum undir hans stjórn.
Hann var ekki aðeins frábær
þjálfari, heldur kynngimagnaður
leiðtogi.
Frægir voru kjallarafundirnir
heima á Framnesvegi fyrir kapp-
leiki og það var opinberun að
heyra Sigurð stappa í menn stál-
inu þegar á móti blés. Hann þekkti
ekki uppgjöf eða ósigur. Hann var
stórkostlegur maður.
Sigurður lét sér ekki nægja að
þjálfa yngri flokka félagsins, hann
var formaður deildarinnar um
árabi) og reyndar allt í öllu. Hann
var einn af hvatamönnunum að
kaupunum á svæði KR við Frosta-
skjól, braust áfram við uppbygg-
ingu vallanna, oft með berum
höndum, og hann var í fremstu
víglínu ásamt bróður sínum Gísla,
þegar kom að byggingu félags-
heimilis og íþróttahúsa. I öllu því
mikla sjálfboðaliðastarfi, sem þar
var unnið, var Sigurður ávallt
fyrstur mættur á morgnana og
síðastur heim á kvöldin.
Samt fór ekki mikið fyrir Sig-
urði. Hann var maður hlédrægur
og lítillátur að eðlisfari. Sýndar-
mennska og oflátungsháttur voru
honum ekki að skapi. Hann lagði
meir upp úr verkum en orðum.
Hann ætlaðist aldrei til þakklætis
eða lofræðna, enda uppskar hann í
sigrum leiksins og lífsfyllingu
starfsins.
Enginn maður utan föðurhúsa
hefur haft jafn mikil áhrif á mig
eins og Sigurður Halldórsson. Og
svo held ég sé um fleiri KR-inga.
Hann var okkur allt í senn, faðir,
foringi og félagi. Mér er til efs, að
nokkur hafi lagt jafn drjúgt til
þeirrar rómuðu samstöðu og sam-
heldni sem ríkir í KR, en þann
félagsanda þekkja jafnt KR-ingar
sem mótherjar og bera lof á.
Sigurður var meðalmaður á
hæð, góðlegur en einbeittur og
gekk jafnan lítið eitt álútur, rétt
eins og hann væri að flýta sér. Ég
held að það hafi stafað af því, að
hugurinn og dugnaðurinn hafi
verið svo mikill, að hann hafði
ekki undan, enda féll honum
aldrei verk úr hendi.
Hann var ákveðinn og staðfast-
ur, tillögugóður og útsjónarsamur.
Hann var vinur vina sinna og
ávallt glaður og skapgóður. Hann
flíkaði ekki skoðunum sínum, en
ýtinn og fylginn sér og í stjórn-
málum var hann mikill og ein-
dreginn sjálfstæðismaður.
Nú er skarð fyrir skildi í KR og
Vesturbænum. Höfðingi er fallinn
í valinn. Minningu hans mun
verða haldið á lofti meðan íþróttir
og góður félagsandi eru einhvers
metin hér á landi. Hans mun
. jafnan verða minnst þegar góðra
manna er getið.
Ég sendi Sigríði og allri fjöl-
skyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Ellert B. Schram.
Kveðja frá K.R.
Á SKÖMMUM tíma hefur stórt
skarð verið höggvið í raðir heið-
ursfélaga K.R. Fyrir nokkrum
mánuðum féll frá forystumaður
skiðadeildar K.R., Georg
Lúðvíksson, og sunnudaginn 20.
janúar féll frá hinn kunni forystu-
maður knattspyrnudeildarinnar,
Sigurður Halldórsson. Hann hafði
um nokkurra mánaða skeið kennt
vanheilsu og kom fráfall hans
vinum og vandamönnum því ekki
á óvart.
Sigurður Halldórsson var fædd-
ur 24. marz 1907 á Melum á
Kjalarnesi, en fluttist 9 ára með
foreldrum sínum og stórum syst-
kinahópi til Reykjavíkur, þar sem
fjölskyldan settist að í Austurkoti,
sem enn stendur á sjávarkambin-
um við Sörlaskjól.
Ungur að árum hóf hann
knattspyrnuæfingar hjá K.R.,
fyrst með 3. flokki og síðan með
eldri flokkunum, eftir því sem
aldurinn sagði til um. Hann hóf að
leika með meistaraflokki félagsins
1924 og varð fljótlega fastur
bakvörður í liðinu og 1926 átti
hann þátt í þeirri einstöku sigur-
göngu knattspyrnumanna K.R. að
bera sigur úr býtum í öllum
knattspyrnumótum þess sumars.
Hann var valinn til þess að leika í
úrvalsliðum Reykjavíkur á þess-
um árum og tók 1930 þátt í fyrstu
utanför íslenzkra knattspyrnu-
manna, er úrvalslið Reykjavíkur
fór til Færeyja. Sumarið 1928
meiddist Sigurður illilega í leik
gegn skozku háskólaliði frá Glas-
gow-háskóla, en hélt ótrauður
áfram, unz hann kenndi veilu fyrir
hjarta að líkindum vegna of-
reynslu sumarið 1931 og lagði þá
skóna alveg á hilluna.
Nokkrum árum áður hafði hann
tekið að sér þjálfun nýstofnaðs
aldursflokks, 4. flokks, sem stofn-
aður var sumarið 1928 og um það
bil sem hann hætti keppni, tók
hann að sér þjálfun 3. flokks, sem
hann síðan hélt áfram með stutt-
um hléum allt til haustsins 1955.
Hann þjálfaði um tveggja ára
skeið 2. flokk og ennfremur þjálf-
aði hann meistaraflokk félagsins í
2 ár á fyrstu styrjaldarárunum.
Sigurður lét ekki þar við sitja,
heldur tók ungur að árum að sér
trúnaðarstörf í aðalstjórn félags-
ins skömmu eftir 1930 og eftir
stofnun Grasvallarsjóðs K.R., sem
hinn kunni þjálfari Guðmundur
Ólafsson stofnaði 1932 með mynd-
arlegu framlagi, varð hann for-
maður grasvallarnefndar félags-
ins og gengdi því til 1947, er
nefndin var sameinuð hússtjórn
félagsins. Eftir það starfaði hann 1
stjórn Iþróttaheimilis K.R. þar til
fyrir nokkrum mánuðum, að hann
tilkynnti, að vegna veikinda yrði
hann að draga sig í hlé.
I starfi sínu fyrir félagið sem
þjáifari og forystumaður komst
hann að þeirri niðurstöðu, að eigið
æfingasvæði með grasvöllum væri
forsenda framfara í knattspyrnu
og þegar K.R.-húsið við Tjörnina
var keypt árið 1929, tók hann upp
innanhúsæfingar í knattspyrnu
fyrir 3. flokk.
í K.R.-blaðinu 1937 skrifaði
Sigurður hugvekju um aðstöðu
félagsins og segir þar svo:
„Það er grasvöllur, sem okkur
vantar hér, svo að knattspyrnunni
fari nokkuð fram. Þetta er venju-
lega afsökunin fyrir því, hve vér
stöndum svo að segja í stað ár
eftir ár á knattspyrnusviðinu. Ég
held nú samt, að það sé ekki það
helzta, sem okkur vantar fremur
fyrsta flokks útlenda þjálfara,
þjálfara, sem kynnu sitt fag —
Okkur vantar grasvöll og þjálfara,
en okkur vanhagar þó miklu meira
um skála. Góðan, vistlegan skála
ca. 30x35 metra að flatarmáli. Hér
hefur ekkert staðið knattspyrn-
unni eins fyrir þrifum og vöntun á
húsnæði, sem eftir hennar stakki
væri sniðinn. Vetrarþjálfun verð-
ur ekki borgið fyrr en slíkt
húsnæði er til staðar Hefur þú,
félagi góður, gert þér það ljóst,
hvað það yrði mikil lyftistöng
fyrir knattspyrnuna, ef K.R. ætti
slíkan skála og völl á sama stað?“
Sigurður Halldórsson sendi ekki
kröfur til annarra um úrbætur og
framkvæmdir, þá var ekki komið í
tízku að hlaupa til borgarstjóra
eða í fjölmiðla með kvartánir yfir
aðstöðuleysi eða krefjast þessa
eða hins af hinu opinbera. Hann
var aðalhvatamaður þess, að
keyptir voru 5 hektarar af erfða-
festulandi við Kaplaskjólsveg í
ársbyrjun 1939 og færðu kaupend-
ur, sem voru nokkrir framsýnir
félagsmenn, svæði þetta félaginu
að gjöf á 40 ára afmælinu í marz
1939. Á þessu svæði hafa síðan
risið upp hin myndarlegu íþrótta-
mannvirki og grasvellir K.R.
Til þess að undirbúa þessa
myndarlegu framkvæmdir þurfti
að afla fjár og um langt árabil
stóð Sigurður í fararbroddi þeirra
ósérhlífnu K.R.-inga, sem stóðu að
hlutaveltum, happdrættum, dans-
leikjum og öðrum fjáröflunarleið-
um. Það er í minnum haft, er
félagið hélt hlutaveltu á styrjald-
arárunum í sýningarskálanum á
horni Garðastrætis og Túngötu,
að allt var uppselt um 6-leytið, að
hann snerist gegn því að hætta við
svo búið, setti fólkið í að undirbúa
nýja miða, en fór með Kristjáni L.
Gestssyni í leiðangur um bæinn og
söfnuðu þeir á skömmum tíma svo
miklu af munum, að hægt var að
opna að nýju eftir kvöldmat.
Sigurður náði miklum árangri
sem knattspyrnuþjálfari, þeir
flokkar, sem hann sá um og
þjálfaði, voru sigursælir svo að af
bar, t.d. skal þess getið, að 3.
flokkur undir hans leiðsögn tók
þátt í 32 knattspyrnumótum og
var sigursæll í 17 mótum.
Hann vann mikið og merkt
brautryðjendastarf á þjálfunar-
ferli sínum. Hann átti þátt í að
stofna fyrsta 4. flokksliðið hér í
Reykjavík árið 1928, hann tók
fyrstur manna upp tekniskar inn-
anhússæfingar í gamla K.R.-hús-
inu, hann stóð fyrir fyrstu utan-
ferð íslenzks unglingaliðs, er hann
fór með 2. flokk K.R. til Færeyja
sumarið 1930, hann beitti sér fyrir
því sumarið 1943, að B-lið K.R. í 3.
flokki fengi að taka þátt í
Islandsmótinu, og var það upphaf-
ið að skiptingu yngri flokkanna
allra félaganna í B- og C-lið. Eftir
styrjöldina kom hann á fyrstu
utanför unglingaflokks til megin-
landsins, er 3. flokkur K.R. hélt til
Danmerkur og Svíþjóðar sumarið
1954.
Haustið 1955 hætti hann þjálf-
un og tók að sér formennsku í
knattspyrnudeild félagsins, en frá
stofnun hennar 1948 hafði hann
átt sæti í stjórn hennar. Hann
gegndi formennsku deildarinnar á
annan áratug, unz hann skilaði
deildinni í hendur yngri og upp-
rennnandi kynslóðar.
Sigurður Halldórsson var
óvenju ötull og ósérhlífinn í starfi
sínu fyrir félagið og bar hag þess í
einu og öllu fyrir brjósti. Það var
aldrei spurt um það, hvað unnt
væri að bera úr býtum fyrir
sjálfan sig, það var sama hvað
hann tók að sér á vegum félagsins,
það gekk fyrir öllu öðru. Slík
fórnfýsi er ekki hugsandi, nema til
komi skilningur og virkur stuðn-
ingur eiginkonu og fjölskyldu, en
þess naut hann og félagið í fyllsta
mæli, en hinn 10. sept. 1932 gekk
hann að eiga eftirlifandi eigin-
konu sína, Sigríði Jónasdóttur.
Um leið og félagið þakkar áratuga
starf að vexti og viðgangi þess,
vottar það eiginkonu og fjölskyldu
hans samúð og hluttekningu.
Aðalstjórn K.R.
Kynni okkar Sigurðar Hall-
dórssonar hófust með þeim hætti,
að í árslok 1953 kom til tals að við
byggðum íbúðarhús í sameiningu.
Við Sigurður vorum þá vart mál-
kunningjar. Er mér í fersku minni
kvöldstund, sem Sigurður og kona
hans, Sigríður, sátu heima hjá
okkur hjónum og fyrst var í alvöru
rætt um húsbygginguna. Eftir því
sem málið var rætt nánar, sann-
færðist ég betur og betur um, að
ekki væri ástæða til að efa um að
góð samvinna gæti tekist og þarna
hefði ég hitt ákjósanlegan sam-
eignarmann. Ég minnist þess að
ég sagði Sigurði, að tími minn í
landi væri takmarkaður til að
sinna þessum efnum, en ég stund-
aði þá sjómennsku — og hætt við
að hlutirnir lentu meira á honum.
Sigurður svaraði þá með sinni
alkunnu ljúfmennsku: „Hafðu ekki
áhyggjur af því, ég skal sjá um
það.“ Það gekk eftir, en svar
Sigurðar var táknrænt fyrir hann.
í hans huga var aldrei til að
metast um hlutina. Ef hann gat
gert einhverjum greiða. Þá var
honum það svo sjálfsagt og eigin-
legt, að annað kom ekki til greina.
Sambýlið stóð hátt á þriðja
áratug, án þess að þar félli á
skuggi. Hver maður er af nokkru
betri að hafa mátt eiga samskipti
og samleið með manni eins og
Sigurði Halldórssyni, sem bar með
sér einlægni, hlýju og hjálpsemi,
— ekki sem hann hafði tileinkað
sér, heldur sem var honum eigin-
leg.
I örfáum kveðjuorðum verður
æviferill Sigurðar ekki rakinn,
enda verða aðrir til þess. Að
leiðarlokum skulu aðeins bornar
fram þakkir frá mér og fjölskyldu
minni fyrir mörg ár góðra sam-
skipta og vinkonu hans, börnum
og öðrum aðstandendum sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Einar Thoroddsen.
I dag verður til grafar borinn
vinur minn Sigurður Halldórsson.
Ég vil nota tækifærið og þakka
þær mörgu ánægjustundir sem við
höfum átt saman á knattspyrnu-
vellinum og utan vallar. Frá því ég
gekk í KR hefur Sigurður alltaf
verið maðurinn sem ég leit mest
upp til, hvort sem hann var
formaður, þjálfari, eða þá sem
venjulegur maður. Kona Sigurðar,
Sigríður Jónasdóttir, sýndi starfi
Sigurðar mikinn skilning, hún
gekk líka í KR og tók þátt í
félagsstarfinu.
Heimili þeirra hjóna stóð alltaf
opið fyrir okkur KR-inga og þang-
að var gott að koma. Eftir að
breski herinn tók af okkur
KR-húsið, héldum við oft fundi
fyrir leiki heima hjá Sigurði í
þvottaherberginu, þar var lagt á
ráðin hvernig við ættum að sigra
andstæðingana á knattspyrnuvell-
inum.
Sigurður lék með hinu fræga
KR-liði árið 1926 sem gerði sér
lítið fyrir og sigraði í öllum
mótum meistaraflokks, þeir urðu
íslandsmeistarar í knattspyrnu,
Reykjavíkurmeistarar, og svo
unnu þeir einnig Víkingsbikarinn.
Ég var einn af þeim sem Sigurð-
ur þjálfaði í fjöldamörg ár. Sig-
urður var meira en góður þjálfari,
hann var líka einn af okkur. Við
gátum leitað til Sigurðar með
okkar vandamál, hann var sá
maðurinn sem oft á tíðum gat
komið okkur í vinnu þegar við
vorum i vandræðum. Sigurður var
formaður Knattspyrnudeildar KR
í fjöldamörg ár. Ég vil kalla þetta
tímabil gullaldarskeið í sögu fé-
lagsins, enda komu sigrarnir eins
og á færibandi. Þeir skipta þús-
undum piltarnir í KR sem hafa
verið undir stjórn Sigurðar, sem
formanns eða þjálfara.
Það var göfugt hlutverk sem
Sigurður kaus sér, að rétta æsku
þessa lands örvandi hönd.
Nú hefur hann lokið með sóma
sínu jarðneska lífi. Ég þakka
Sigurði fyrir samveruna og óska
fjölskyldu hans alls hins besta á
komandi árum. í hugum okkar
KR-inga mun Sigurðar verða
minnst sem eins af þeim stóru í
sögu félagsins, mannsins sem
lagði nótt við dag til þess að efla
og styrkja okkar gamla góða félag
KR.
Að lokum votta ég frú Sigríði og
fjölskyldu samúð mína.
Guðbjörn Jónsson
Á sunnudaginn annan í var, eða
20. janúar 1980 lést í sjúkrahúsi í
Reykjavík, Sigurður (Jóhann)
Halldórsson, verslunarstjóri til
heimilis að Hjarðarhaga 27 í
Reykjavík og vantaði því þrjá
mánuði í að ná 73 ára aldri.
Sigurður Halldórsson var fædd-
ur á Melum í Kjalarnesi, sonur
hjónanna Guðlaugar Jónsdóttur
og Halldórs Halldórssonar, bónda
þar og síðar á Jörva í sömu sveit,
og var Sigurður eitt ellefu barna
þeirra hjóna, en af þeim eru nú
fimm á lífi.
Árið 1916 fluttu þau Guðlaug og
Halldór til Reykjavíkur og áttu
lengst heima í Áusturkoti í Kapla-
skjóli, en það hús stendur enn eitt,
sjávarmegin við Sörlaskjól í stöð-
ugum vindnúningi. Áður stóð
Austurkot fjarri öðrum húsum, en
nú hefur byggðin teygt sig þar svo
að segja niður í fjöru.
Sigurður ólst þar upp með
foreldrum sínum og systkinum, og
gekk í barnaskóla, en hóf þegar
hann var á sextánda ári, verslun-
arstörf hjá Haraldi Árnasyni, er
þá hafði einhverja stærstu fata-
verslun í bænum, er hét Haraldar-
búð. Var verslun þessi til húsa í
Austurstræti 22, þar sem Karna-
bær og fleiri verslanir eru núna.
Þarna vann Sigurður síðan alla
ævi, eða í rúmlega 58 ár. Fyrst við
búðina, en eftir það við samnefnda
heildverslun, er hélt áfram eftir
að smásöluverslun Haraldar var
hætt.
Sigurður var ekki einn um að
vinna lengi hjá Haraldi, pví nokk-
ur hópur manna þar kaus ekki
vistaskipti, og í þeim hópi voru
margir þekktir verslunarmenn,
eins og t.d. Kristján L. heitinn
Gestsson er þar vann til dauða-
dags og veitti firmanu forstöðu
seinustu árin sem hann lifði og
fleiri mætti nefna.
Ég kynntist Sigurði Halldórs-
syni barnungur, því hann var
kvæntur Sigríði Jónasdóttur frá
Brautarholti við Grandaveg, móð-
ursystur minni, en þau giftu sig
fyrir 47 árum, eða nánar til tekið
10. september árið 1932.
Ég kom líka ungur í Austurkot,
bæði með einhverju fólkí, og eins
stálumst við þangað suðureftir
bræðurnir og þar var ungu fólki
vel tekið og sama gilti um heimili
þeirra Halldórs og Guðlaugar,
eftir að þau fluttu inn í bæ, en
seinustu árin sín bjuggu þau að
Framnesvegi 17, sem nú hefur
númerið 21 eftir breytingar á
númerakerfi götunnar.
Það er ef til vill ástæðulaust að