Morgunblaðið - 29.01.1980, Page 4

Morgunblaðið - 29.01.1980, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 Hópferðabílar 8—50 farþega Kjartan Ingimarsson sími 86155, 32716. Ritstjóra- $kipti hjá Islendingi á Akureyri GÍSLI Sigurgeirsson ristjóri íslendings á Akureyri hefur sagt starfi sínu lausu og mun hann hætta innan skamms. Aðalgeir Finnsson, formaður blaðstjórnar íslendings, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að ekki væri búið að ráða ritstjóra í stað Gísla, og sagðist Gísli Sigurgeirsson ristjóri íslendings. hann ekki vita hvcnær það yrði gert, en Gisli hætti líklega innan tveggja mánaða. Gísli Sigurgeirsson, sem verið hefur ritstjóri Islendings undan- farin ár, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann myndi áfram vinna við blaða- mennsku, þótt hann hætti nú hjá íslendingi, Kvaðst hann mundu vinna sem „free-lance-blaða- maður“ eða vinna fyrir eitthvert dagblaðanna í Reykjavík, og hafa þá aðsetur á Akureyri. Annað sagðist Gísli ekki geta sagt um sín framtíðaráform að sinni. Afganskir uppreisnarmenn leggja á ráðin um andspyrnu við innrás Sovétríkjanna. Umheimurinn í sjónvarpi í kvöld: Innrás Sovétmanna í Afgan- istan og viðbrögð við henni I kvöid kiukkan 22.30 er á dagskrá sjónvarpsins þátturinn Umheimurinn, þar sem fjallað er um erlenda viðburði og málefni. Umsjónarmaður þáttarins að þessu sinni er Ögmundur Jónas- son fréttamaður. Ögmundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að í þættin- um í kvöld ætlaði hann að fjalla um innrás Sovétríkjanna í Afgan- istan og þau áhrif sem hún hefur haft á Vesturlöndum. Einnig kvaðst Ögmundur ætla að fjalla um viðbrögð Sovétmanna við við- brögðunum á Vesturlöndum, og þar verður meðal annars rætt sérstaklega um handtöku Andreis Sakharovs og konu hans. Einnig verður fjallað sérstaklega um stöðu Islands í þessum málum öllum og þeirri spurningu varpað til Harðar Einarssonar og Sveins Rúnars Haukssonar hvort æski- legt sé að hafa hér her eða ekki í ljósi síðustu atburða. Hörður er sem kunnugt er ritstjóri Vísis, en Sveinn er formaður miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga. Þá mun Ögmundur ræða við Loft Guttormsson sagnfræðing, Geir H. Haarde hagfræðing og formann utanríkismálanefndar Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, Þórarin Þórarinsson rit- stjóra Tímans og Arnór Hanni- balsson lektor. Efni þáttarins er sem sagt í stuttu máli: Innrásin í Afganistan, viðbrögð á Vesturlöndum, við- brögð Sovétmanna við viðbrögð- unum, handtaka Sakharovs og staða andófsmanna í Sovétríkjun- um. Sjónvarp í kvöld klukkan 20.40: Saga flugsins og hernaðarátök í kvöld klukkan 2Í).40 verður í sjónvarpi haldið áfram að rekja sögu flugsins og verður nú sýndur sjötti þáttur þessa franska fræðslumyndaflokks. Eins og í fleiri atriðum hefur hernaður orðið mjög til að flýta þróun flugsins, einkum og sér í lagi síðari heimsstyrjöldin. í þættinum í kvöld verður fjallað um lofthernað í síðari heims- styrjöldinni, á árunum 1941 til 1945. Bregður þar meðal annars fyrir kvikmyndum frá lofthern- aði yfir Kyrrahafi og sprengju- árásum á Þýskaland. Þýðandi og þulur þessara mynda er Þórður Örn Sigurðs- son. Þessi flugvélategund kemur meðal annars við sögu í þættinum í kvöld, sem er hinn sjötti i röðinni um sögu flugsins. Sagan af Sólon Islandus eða Sölva Helgasyni í kvöld klukkan 21.45 heldur Þorsteinn Ö. Steph- ensen leikari áfram að lesa söguna Sólon íslandus í útvarpi. Sagan um sérvitr- inginn, ógæfumanninn og snillinginn Sölva Helgason Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. landshornaflakkara, sem sjálfur nefndi sig því virðu- lega nafni Sólon íslandus, er sem kunnugt er eftir Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi við Eyjafjörð. Þó Davíðs verði ef til vill fyrst og fremst minnst sem ljóðskálds, þá liggur ýmis- legt eftir hann í óbundnu máli, sem eitt sér hefði auðveldlega haldið nafni hans á lofti um ókomna framtíð, svo sem sagan um Sölva, leikritið Gullna hlið- ið og fleira. Útvarp Reykjavik ÞRIÐJUDKGUR 29. janúar MORGUNNINN_________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Kristján Guðlaugsson les framhald þýðingar sinnar á sögunni „Veröldin er full af vinum“ eftir Ingrid Sjö- strand (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 „Áður fyrr á árunum“ Ágústa Björnsdóttir sér um þáttinn. 11.00 Sjávarútvegur og sigling- ar. Umsjónarmaður: Guð- mundur Hallvarðsson. 11.15 Morguntónleikar Maurice André og Marie- Claire Alain leika Sónötu í e-moll fyrir trompet og orgel eftir Corelli / Karel Bidlo og Ars Rediviva hljómsveitin leika Fagottkonsert í e-moll eítir Vivaldi; Miian Mun- clinger stj. / Ándrés Segovia og hljómsveit undir stjórn Enriques Jordá leika Gítar- konsert í E-dúr eftir Bocch- erini. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Á frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 íslenzkt mál. Endurtek- inn þáttur Guðrúnar Kvaran frá 26. þ.m. 15.00 Tónleikasyrpa Tónlist úr ýmsum áttum og lög leikin á ólík hljóðfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Ungir pénnar Harpa Jósefsdóttir Amín sér um þáttinn. 16.35 Tónhornið Guðrún Birna Hannesdóttir stjórnar. 17.00 Síðdegistónleikar Hljómsveitin Fílharmonía í Lundúnum leikur „Preci- osa“, forleik eftir Weber; Wolfgang Sawallisch stj. / Daniel Barenboim og Nýja fílharmoníusveitin i Lundún- um leika Pianókonsert i B- dúr nr. 2 op. 83 eftir Brahms; Sir John Barbirolli stj. 18.00 Tónleikar. Tiikynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.50 Til- kynningar. 20.00 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 20.30 Á hvítum reitum og svörtum Jón Þ. Þór flytur skákþátt, kynnir lausnir á jólaskák- dæmum þáttarins og verð- laun fyrir þær. ÞRIÐJUDAGUR 29. janúar 20.00 .Fréttir og veður 20.25 .Auglýsingar og dagskrá 20.30 .Múmín-álfarnir. Níundi þáttur. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Sögu- maður Ragnheiður Stein- dórsdóttir. 20.40 Saga flugsins. Fransk- ur Fræðslumyndaflokkur. Sjötti þáttur. Himinninn logar. Lýst cr lofthernaði í síðari heimsstyrjöld á ár- unum 1941 — 1945, m.a. loftorrustum yfir Kyrra- hafi og sprcngiárásum á Þýskaland. Þýðandi og þul- ur Þórður Örn Sigurðsson. 21.40 Dýrlingurinn. Köld eru kvennaráð. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 22.30 Umheimurinn. Þáttur um erlenda viðburði og máiefni. Umsjónarmaður ögmundur Jónasson frétta- maður. 23.20 Dagskrárlok. 21.00 Nýjar stefnur í franskri sagnfræði Einar Már Jónsson sagn- fræðingur flytur þriðja og siðasta erindi sitt. 21.30 „Fáein haustlauf“, hljómsveitarverk eftir Pál P. Pálsson Sinfóníuhljómsveit ísiands leikur; höf. stj. 21.45 Útvarpssagan: „Sólon íslandus“ eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi Þorsteinn Ö. Stephensen les (5). 22.15 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Frá lokaprófstónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í febrúar í fyrra Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Sinfóníuhljómsveit íslands leika Píanókonsert eftir Maurice Ravel; Páll P. Pálsson stj. 23.00 Á hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. „Lúther í Wittenberg“, at- riði úr samnefndu leikriti eftir John Osborne. Aðalleik- arar: Stacy Keach, Julian Glover og Judi Dench. Leik- stjóri: Guy Green. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. masst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.