Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980
Gíslum sleppt
eftir flugrán
Beirút, 28. janúar. AP.
TUTTUGU og átta ára gamall
líbanskur múhameðstrúarmaður
úr trúílokki Shíta rændi flugvél
líbanska flugfélagsins á leið frá
Bagdad til Beirút í dag, vopn-
aður eldhúshnífi, en sleppti öllum
gíslum sínum eftir lendingu í
Beirút.
Flugræninginn krafðist þess að
rannsókn færi fram á hvarfi
líbanska trúarleiðtogans Moussa
Sadr, foringja Shíta. Hann ákvað
að sleppa gíslunum, 137 farþegum
og flugliðum, eftir eins og hálfs
tíma viðræðu við tvo líbanska
ráðherra.
Hann bað síðan um að fá að
hitta blaðamenn og ljósmyndara
til þess að leggja áherzlu á kröfu
sína um að öll múhameðstrúar-
lönd upplýstu hvarfið á trúarleið-
toganum.
Fyrrv. formaður norska alþýðusambandsins:
Segir af sér störfum í
miðstjórn Verkamanna-
flokksins í mótmælaskyni
Ósló, 28. janúar.
Frá Jan Erik Laurr. fréttaritara Mbl.
TOR Aspengren fyrrverandi
formaður norska alþýðusam-
handsins hefur sagt af sér störf-
um í miðnefnd Verkamanna-
flokksins í mótmælaskyni við þá
ákvörðun Oddvars Nordlis for-
sætisráðherra að fara út fyrir
Verkamannaflokkinn til að ráða
sér aðstoðarmann.
Nordli réð blaðamanninn Per
Vassbotn til að sjá um mál er
snerta samskipti við fjölmiðla.
Vassbotn er kunnur blaðamaður
en var félagi í Venstre. Þingflokk-
ur Verkamannaflokksins hefur
lýst stuðningi við Nordli vegna
ráðningar Vassbotns.
Njósnamálið í Japan:
Afhenti gögn um
umsvif Kínverja
Tókýó, 28. janúar. AP.
JAPANSKI hershöfðing-
inn, sem handtekinn var
vegna njósna í þágu Sovét-
ríkjanna, lét Sovét-
mönnum í té ítarlegar
upplýsingar um hernað-
armátt Kínverja og umsvif
þeirra við landamæri Kína
og Sovétríkjanna, að því
er blað í Tókýó skýrði frá í
dag.
Blaðið sagði að Banda-
ríkjamenn hefðu aflað
sumra upplýsinganna og
afhent Japönum þær til
úrvinnslu. Hvorki lögregla
né yfirvöld vildu segja álit
sitt á fréttinni í dag.
Hershöfðinginn, sem tek-
inn var fastur ásamt
tveimur öðrum lægra sett-
um hermönnum, var um
skeið einn æðsti maður
japönsku leyniþjónustunn-
ar.
Olíufjársjóður
vestur af Alaska
New York, 18. janúar. AP.
VÍSINDAMENN segja að þeir
hafi fundið fimm geysistórar
olíulindir undan strönd Alaska
og að þar sé að finna feiknamikið
olíumagn, að sögn bandaríska
blaðsins New York Times.
Þessi svæði eru utarlega á
landgrunni Alaska, undan vest-
urströndinni. Rússar eiga tvö
þeirra eða geta gert kröfur til
þeirra, og það gerir hagnýtingu
auðlindanna flóknari en ella að
sögn blaðsins.
Eitt svæðið, Navarin-lægðin, er
Þetta gerðist
talin sambærileg við Mexíkóflóa
og þar er talið að fyrirfinnist frá
einum milljarði tunna upp í fjóra
milljarða tunna af olíu. Hin svæð-
in kunna að hafa að geyma álíka
mikið magn að sögn New York
Times.
Dr. Charles Masters, sem tók
þátt í rannsókninni, telur að líða
muni mörg ár þar til hægt verði
að hagnýta þessi svæði þar sem
framleiðslan verði háð alvarlegum
vandamálum því að boranir á
þessum slóðum séu á mörkum þess
að vera tæknilega mögulegar.
Símamynd AP.
SKÆRULIÐALEIGTOGINN Robert Mugabe fékk mjög góðar viðtökur þegar hann kom til Salis ury, en
var vandlega gætt vegna morðhótana. Hér lyftir hann krepptum hnefa meðal stuðningsmanna sinna.
Robert Mugabe heitir
lýðræði í Rhódesíu
Salisbury, 28. janúar — AP.
NOKKUR hundruð þúsund
manns fögnuðu skæruliðaleiðtog-
anum Robert Mugabe þegar
hann sneri aftur til Salisbury i
gær úr fjögurra ára útlegð og
einn stuðningsmanna hans kall-
aði móttökurnar sem hann fékk
„sigurhátíð allra tíma“.
Mugabe kom til Salisbury til að
undirbúa baráttu stuðningsmanna
sinna fyrir kosningarnar sem eiga
að fara fram 27. febrúar og hann
hét því að gera Rhódesíu að algeru
lýðræðisríki. Heimkoma Mugabes
frá Mozambique hefur dregizt í
hálfan mánuð vegna ágreinings
hans við landstjóra Breta, Somes
lávarð.
Við komuna lýsti Mugabe því
yfir að hvíti minnihlutinn yrði ekki
flæmdur úr landi ef flokkur hans
sigraði í kosningunum. Sagt er að
mannfjöldinn sem tók á móti
Mugabe sé sá stærsti sem hefur
komið saman í Rhódesíu.
Leiðtogar flokks Mugabe, ZANU,
hafa mildað afstöðu sína á undan-
förnum vikum, en með ræðu sinni í
gær hefur Mugabe í fyrsta skipti
gefið hvíta minnihlutanum per-
sónulegt loforð um að frjálst fram-
tak fái áfram að dafna ef hann
sigrar í kosningunum. Mugabe hét
því enn fremur að skipta sér ekki
af trúmálum, en það er orðið að
kosningamáli vegna fullyrðinga um
að Mugabe sé fjandsamlegur kirkj-
unni.
Áhorfendur réðust á mann nokk-
urn og börðu nokkra aðra þegar
sagt var að hann væri vopnaður
byssu sem hann ætlaði að myrða
Mugabe með. Háttsettir starfs-
menn ZANU björguðu manninum.
I Jóhannesarborg sagði suður-
afríska sjónvarpið um helgina að
suður-afríska utanríkisráðuneytið
hefði samþykkt eftir viðræður við
Breta að hörfa yfir Limpopoána á
landamærum Rhódesíu þar sem
mikilvægrar brúar hefur verið
gætt, um leið og rhódesískar örygg-
issveitir yrðu sendar í staðinn.
Afríkuríki hafa harðlega gagn-
rýnt nærveru S-Afríkumanna á
landamærunum og talið hana brot
á Rhódesíu-samkomulaginu.
Neikvæð viðbrögð
vegna tilsvara ís-
lenzku stjórnarinnar
Ósló, 28. janúar. Frá Jan Erik Laure,
fréttaritara Mbl.
MIKIL reiði rikir í Noregi með
svör íslenzku stjórnarinnar við
viðvörun norsku stjórnarinnar,
þar sem varað var við loðnuveiði
umfram 650.000 tonn á vetrarver-
tíðinni.
Ivar Kristoffersen ráðuneytis-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu
29. janúar
1963 — Frakkar beita neitun-
arvaldi gegn aðild Breta að
Efnahagsbandalaginu.
1950 — Fyrstu óeirðir gegn
kynþáttastefnu Suður-
Afríkustjórnar.
1947 — Bandaríkjamenn hætta
sáttatilraunum í Kína.
1942 — Bretar og Rússar gera
bandalag við írani.
1919 — Tékkóslóvakar sígra,
Pólverja í Galizíu. |
1916 — Fyrstu Zeppelin-árásir
Þjóðverja á París.
1889 — Harmleikurinn í
Mayerling: austurríski ríkisarf-
inn Rudolf krónjprins, myrðir
ástkonu sína og sviptir sig lífi.
1856 — Viktoríukrossinn tekinn
upp í Bretlandi.
1853 — Napoleon III gengur að
eiga Eugenie de Montijo í Tuiler-
íes.
1820 — Georg IV verður kon-
ungur Bretlands við lát Georgs
III.
1728 — „Betlaraóperan" frum-
Afmæli — Emmanuel Sweden-
borg, sænskur guðfræðingur
(1688-1772) - Thomas Paine,
enskur rithöfundur (1737—1809)
= Daniel Auber, franskt tónskáld
(1782-1871) = Anton Chekov,
rússneskt leikritaskáld (1860—
1904) = Frederick Delius, brezkt
tónskáld (1863—1934) = Romain
Roiland franskur rithöfundur
(1866-
1676 — Feodor III verður keis-
ari Rússa við lát Alexis.
1635 — Academie
stofsett.
Andlát — 1917 Jarlinn af Crom-
er, díplómat = 1928 Haig jarl,.
hermaður = 1963 Robert Frost,
Innlent — 1906 d. Kristján IX »
1869 Eyfirðingar & Þingeyíngar
stofna félag um verzlun og
útgerö kaupfars á Akureyri »
1881 Stórskaðar í aftakaveðrí =
1950 Togarinn „Vörður" ferst í
hafi (5 drukknuðu og 14 bjargað)
= 1977 Mondale varaforseti í
heimsókn.
Orð dagsins — Hómer hefur
kennt öllum skáldum listina að
grískur heímspekingur (384-
322 f.Rr.).
segir að ekki sé hægt að verða við
kröfu íslendinga um að Norðmenn
veiði ekki loðnu fyrir utan íslenzku
fiskveiðilögsöguna, þ.e.a.s. við Jan
Mayen, þar sem loðnustofninn sé
íslenzkur. Segir ráðuneytisstjórinn
að íslendingar hafi ekki heimild til
að banna öðrum þjóðum veiðar
utan 200 sjómílna efnahagslögsögu
sinnar.
Jörf Krog framkvæmdastjóri
norsku sjómannasamtakanna segir
að viðbrögð íslenzku stjórnarinnar
auki enn á nauðsyn þess að Norð-
menn lýsi yfir efnahagslögsögu við
Jan Mayen.
Norskir sérfræðingar um sjávar-
útveg segja að svör íslenzku stjórn-
arinnar séu ekki rökrétt, eina
leiðin til að hindra stjórnlausar
veiðar utan íslenzku efnahagslög-
sögunnar sé að koma á norskri
lögsögu við Jan Mayen. Þá eru svör
íslenzku stjórnarinnar túlkuð á
þann veg að enn erfiðara en fyrr
verði að ná samstöðu um efnahags-
lögsögu umhverfis Jan Mayen.