Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980
11
margt í lífi manna til forna var
áreiðanlega gætt meiri og sann-
ari lífsfyllingu en hið rótlausa
lifsgæðakapphlaup í dag ásamt
ásókn nútímamanna í gerviþarf-
ir, glys og glaum og innantómar
trúariðkanir, er svipta marga
raunhæfri sýn á veruleikann ailt
um kring. Já, færa þeim nötur-
legan tómleika, einmanaleika og
óróleika ásamt með fáfengilegri
löngunum eftir ímyndaðri lífs-
hamingju, — árdegishillingar
drauma og óra.
Meginhluti bókarinnar fjallar
þó um myndlist Grænlendinga,
höggmyndalist (skúlptúr), list-
iðnað og málverk ásamt grafík,
vatnslitamyndum og hvers kon-
ar rissi.
, I Grænlandi varð allt að list,
kajakar Grænlendinga og sleðar
voru (og eru) formfagrir og
rennilegir sem best hönnuðu
farartæki nútímans, snjóhús og
tjöld fullkomin undursamleg
smíð. Dúkkur og leikföng veittu
áreiðanlega börnum meiri
ánægju en plastleikföng nútí-
mans. Klæðnaðurinn var svo
fallegur, að tískuhönnuðir nú-
tímans gera naumast betur þótt
þeir rembdust sem rjúpa við
staur. Og allt þetta er svo
framúrskarandi þjóðlegt og
grænlenzkt og þó um leið al-
þjóðlegt með sína háþróuðu,
formrænu kennd og uppruna-
leika. Engir voru þar listahá-
skólarnir en allt þetta gekk í
erfðir og var í raun lífsnauðsyn,
því að annars hefði þjóðin geng-
ið fyrir ætternisstapa.
Bókin um list Grænlendinga
er stórbrotin í fegurð sinni og
ætti að gjörbreyta viðhorfi
ókunnugra til þeirra sem menn-
ingarþjóðar, er lifði af erfiða
tíma undir erlendri áþján ekki
síður en Islendingar, en hafa nú
fengið sína heimastjórn eftir
áralanga baráttu. Það er einnig
athyglisvert, að flestir þeir land-
könnuðir, er lögðu leið sína á
þessar slóðir, fylltust mikilli
hrifningu af fólkinu og lifnað-
arháttum þess. Þetta voru mest
vísindamenn, er höfðu minni
tilfinningu fyrir listrænni
skaphöfn innfæddra en t.d.
lífsmáta og hæfileika til að lifa
af fimbulkulda norðurheim-
skautsins. Það er eiginlega all-
nokkurt umhugsunarefni af
hverju slík bók sem hér liggur
fyrir, skuli ekki hafa verið gefin
út fyrr, og því er framlag Bodil
Kaalund einstakt og stórmerkur
menningarsögulegur viðburður.
Brautin er rudd og fleiri bækur
munu án efa fylgja í kjölfarið
ásamt víðtækari rannsóknum á
þessum þáttum öllum.
Þessa bók þarf ótvírætt að
þýða á íslenzku, því að í henni
felst mikill lærdómur um næstu
nágranna okkar, sem brýnt er-
indi á til íslendinga.
Svo ber að lokum að þakka
framtak Bodil Kaalund með
virktum.
Bragi Ásgeirsson.
(GR0NLANDS KUNST
Skulptur ★ Brugskunst ★ Maleri
af Bodil Kaalund ★
Politikens forlag 1979).
Hrólfur Sveinsson:
Forsetakjör
Nú dregur óðum til
þeirra tíðinda, að þjóðin
kjósi forseta lýðveldis-
ins. Öllum er ljóst, að
þar þarf vel að vanda til
kjörs. Nú þegar hafa
nokkrir valinkunnir
menn gefið kost á sér,
beint eða óbeint, og
munu þó fleiri komnir
með fótinn í ístaðið.
Það mun flestra mál,
að sú yrði talin megin-
dyggð forsetaefnis að
hafa óljósar skoðanir á
stjórnmálum. Og þar
sem vandséð er, hvaða
mál eru ekki stjórnmál,
þegar að er gáð, færi
vitaskuld bezt á því, að
væntanlegur forseti
hefði enga skoðun á
neinu máli.
Nú telja ýmsir, að
slíkur maður kunni að
vera vandfundinn, og
hneigjast því æ fleiri til
að líta hvað helzt á
holdlegar eigindir í leit
að hæfum frambjóðanda
og freista þess að sam-
eina þjóðina um ótví-
ræða líkamskosti.
En þegar grannt er
skoðað, má draga í efa,
að nokkur holdsins gáfa
sé svo tvímælalaus, að
vert sé að þeyta herlúðra
í hennar nafni. Þó hafa
sannsýnir menn leitt
hugann að þeim líkam-
lega eiginleika, sem kvað
sízt yrði vafa bundinn,
og leggja til, að forseta-
efnið verði kvenkyns.
Hugmyndin er í eðli sínu
göfug, og hún er studd
augljósri réttlætiskröfu.
Annar hver íslendingur
er kona, svo að sjaldan
verður um villzt; og þar
sem forsetinn er aðeins
einn í senn, hlyti það að
teljast við hæfi, að fram-
vegis yrði annar hver
forseti kona.
Sú mun skoðun
flestra, að forsetakjör
konu ætti að vera tryggt
fyrirfram, því hana kysi
kvenþjóðin í heilu lagi
(að sjálfsögðu), og auk
þess hygði margur gum-
inn gott til að skála við
vel ondúleraðan forseta
á tyllidögum.
En svo koma aðrir og
efast um að málið sé
svona einfalt. Og þá
kemur mér í hug kenn-
ing Helga vinar míns
Hálfdanarsonar um al-
þingiskosningarnar
síðustu. En hún er sú, að
stórsigur framsóknar-
manna hafi stafað af því,
að þeir höfðu einir
flokka vit á því að setja
ekki kvenmann í neitt
sæti, sem hugsanlega
næði kjöri; þess vegna
hafi kvenþjóðin streymt
til fylgis við framsókn-
ar-herrana í þeirri von
að geta hleypt vindinum
úr þessari framhleypnu
geddu þarna á hinum
listanum. Hann hefur
sagt mér, að kenning sín
njóti stuðnings merkra
sálfræðinga. Kvenlegt
kynferði gæti því reynzt
frambjóðanda varhuga-
verður segull, meðan
konur hafa kosningarétt.
En þá hvarflar að mér
sú líkams-eigind, sem
hlyti, ef rétt væri á
haldið, að verða hæfum
frambjóðanda sigurfáni,
enda jafn-ótvíræð og
kynferði flestra kvenna,
en gengur ekki á sama
hátt í berhögg við kveh-
legar hneigðir. Raunar
hefur það vakið mér
undrun, að vér, örvhent-
ir íslendipgar, höfum
ekki enn bundizt sam-
tökum, sem beittu sér
fyrir því í nafni mann-
réttinda, að í alþingis-
kosningum sé jafnan
örvhentur maður í ör-
uggu sæti á hverjum
framboðslista. Og svo
sem það væri alls kostar
sanngjart, að annar hver
forseti væri kvenkyns,
hlýtur það að teljast
jafn-brýnt réttlætismál,
að fjórði hver forseti sé
örvhentur.
Þess vegna læt ég hér
með í það skína, að ég
kynni að gefa kost á mér
til framboðs, ef einhver
legði fast að mér um það.
Um verðleika mína
hljóta aðrir að dæma, þó
að sjálfur finni ég ekki
til teljandi vanmeta-
kenndar. Ég skal ekki
láta þess ógetið, að ég er
að eðlisfari höfðingi
heim að sækja, en kann
þó vel að gæta hófs í
hvívetna. Að sjálfsögðu
legg ég aldrei handlegg-
ina upp á matborð, sötra
ekki úr bolla, né stanga
úr tönnum, svo aðrir
sjái. Ég kann átta tungu-
mál utanbókar, svo ég
þyrfti aldrei að mæla orð
á íslenzku. Ég er glæsi-
legur á velli og góðlegur
á svip, þó ég segi sjálfur
frá, og ég myndast vel,
bæði prófíllinn og ang-
fasið. Og, það sem mestu
varðar, örvhentur hef ég
verið allt frá fæðingu.
Að lokum læt ég þess
getið, að hugmyndin um
framboð mitt er ekki
sprottin upp úr sjálfs
mín hugskoti, heldur
hefur góð vinkona stung-
ið henni að mér.
Að svo mæltu óska ég
Íjjóð minni árs og friðar.