Morgunblaðið - 29.01.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980
13
Einari fjarri skapi. Tilfinningar
hans eru að sönnu rígreyrðar
þeim stað sem hann hverfur frá.
En hann lætur þær ekki í ljós,
og allra síst með — orðum. Þær
verða aðeins ráðnar af athöfn-
um hans.
Ekkert fjas. Og engin tár —
nema smávegis í einrúmi þegar
hann horfir á eftir hestinum
sínum ofan í gröfina. Hesturinn
er honum svo nákominn að hann
getur ekki trúað neinum öðrum
fyrir honum. Hundinn gefur
hann. Þá er ekkert eftir nema —
stúlkan! Hún hefur lofað að
fylgja honum. En hún kemur
ekki. Hann fer einn með rút-
unni. Rútan ekur á brott með
Einar og þar með samfelldan
þúsund ára kafla í þjóðarsög-
unni.
Þegar Land og synir komu út
fyrir sautján árum hlaut hún
sína gagnrýni eins og aðrar
bækur. Helst minnir mig hafi
verið fundið að samtölunum,
þau hafi þótt of stuttaraleg. Og
víst eru sum tilsvörin snubbótt.
Hugsanlega hefði sagan orðið
líflegri ef persónurnar hefðu
opnað sig betur. En hér er á
ýmislegt að líta. Kynslóð Einars
var ekki alin upp til að útmála
tilfinningar sínar fyrir öðrum
heldur til að dylja þær. Að vera
harður af sér var þá eins og nú
talinn órækur karlmennskuvott-
ur. Það er einungis í viðtalinu
við kaupfélagsstjórann að Einar
gerist nokkuð margorður, en þá
er hann ekki heldur að tala um
sjálfan sig heldur um búskapinn
í sveitinni vítt og breitt. Flest
sem gerist í sögunni reynir á
hans tilfinningalegu þolrif:
dauði föður hans, búinu eytt,
heimilið lagt niður, jörðin seld,
skilnaður frá stúlkunni. Og
vissulega er honum stundum
þungt fyrir brjósti. En hann
hristir af sér angurværð, söknuð
og drunga. Og til að dylja það,
sem inni fyrir býr, varast hann
að segja of mikið, gerist þess í
stað hálfhranalegur, meira að
segja í samtölum við stúlkuna
sína. Þess konar gustur var
andsvar við lífsreynslu sem
svara varð með æðruleysi, hvað
sem yfir dyndi.
Nú er Land og synir aftur í
sviðsljósinu vegna kvikmyndar-
innar. Myndina hef ég séð og
þykir hún skemmtileg. En gam-
all bókamaður getur ekki fallist
á að mynd komi í bókar stað og
því langaði mig að minna hér á
tilvist sjálfrar bókarinnar.
Ég met Land og syni mest
vegna þeirra sögulegu sanninda
sem verkið býr yfir. Þetta er
skáldverk sem verður að lesast
nokkuð vel. Sagan er gagnorð og
algerlega laus við fjas og fjálg-
leik. Undirstraumur tilfinn-
inganna er jafnsterkur þó sögu-
hetjurnar tjái það ekki berum
orðum. Persónurnar eru út af
fyrir sig skýrum dráttum dregn-
ar. Þær eru fyrst og fremst
einstaklingar. En þær eru líka
fulltrúar — hver fyrir sinn þátt
í þeim kapítula þjóðarsögunnar
sem sagður er með sögunni.
Umhverfið, sögusviðið, er að
sínu leyti skýrum dráttum dreg-
ið. Og þarna koma raunar fyrir
manngerðir sem naumast eru
lengur til eða þeirra líkar:
hreppstjóri frá dögum gamla
samfélagsins, bílstjóri eins og
þeir komu fyrir sjónir á fjórða
áratugnum, skáld sem ávinnur
sér frægð í útlöndum og vitjar
ættjarðarinnar í gervi forfram-
aðs heimsmanns og stórhöfð-
ingja.
Allt þetta má raunar rekja í
góðu sagnfræðiriti. Og þess kon-
ar rit ber síður en svo að lasta.
En hér er dýpra kafað. Hér er
sjálf stemmingin, andblærinn,
endurvakinn. Og slíkt gerist
ekki nema í blæbrigðaauðugum
skáldskap.
„Og hann sveif yfir sæ44
Skipstjóra- og stýrimanna-
tal — Guðmundur Jakobs-
son sá um útgáfuna. Ægis-
útgáfan. Reykjavík 1979.
Árið 1971 kom út á kostnað
bókaútgáfunnar Skuggjsár safn-
ritið Skipstjórar og skip, sem Jón
skipstjóri Eiríksson var höfundur
að. Undirtitill þeirrar bókar er
Stutt æviágrip skipstjóra á
islenzkum kaupskipum og varð-
skipum og saga þeirra skipa.
Þó að sú bók hefði verið gefin út
og væri góð heimild, svo langt sem
hún nær, verður ekki annað sagt
en að Guðmuhdur Jakobsson og
nokkrir aðstoðarmenn hans hafi í
mikið ráðizt, þegar þeir tóku sér
fyrir hendur að safna efni í sem
heiltækast tal skipstjóra og stýri-
manna yfirleitt. Lá svo við, að mér
ofbyði, framtak og dirfska Guð-
mundar, þegar ég fékk í hendur
skipstjóra- og stýrimannatal í
þrem bindum í stóru broti, sam-
tals 915 blaðsíður — með ævi-
ágripum hart nær tvö þúsund
manns, sem lært hafa til skip-
stjórnar í Stýrimannaskólanum
eða á námskeiðum — og auk þess
ófárra, sem höfðu aðeins numið í
hinum stranga en furðu heilla-
drjúga skóla reynslu sinnar og
annarra á hinu heillandi gjöfula
og jafnframt viðsjála hafi, sem
umlykur ísland. Áftan við ævi-
ágripin í þriðja bindinu eru í
stafrófsröð nöfn allra þeirra, sem
stundað hafa nám í Stýrimanna-
skólanum allt frá upphafi til 1976.
Þar fylgir fæðingardagur og ár,
ennfremur hvaða próf af þremur
nemandinn hefur tekið — og auk
þess, hvenær hann hefur lokið því.
Þessi skrá tekur yfir 75 blaðsíður
og er þó smáletruð. Þá er loks skrá
yfir þá, sem hafa tekið skipstjóra-
próf á námskeiðum utan Reykja-
víkur á sama tíma og hin skráin
tekur til eða frá 1891—1976, og
fylgja þar upplýsingar um fæð
ingardag og ár, ennfremur um
prófár og þá staði, þar sem
námskeiðin hafa verið haldin, en
þeir eru ísafjörður, Siglufjörður,
Akureyri, Neskaupstaður, Vest-
mannaeyjar, Eyrarbakki og Ól-
afsvík. Þessi skrá fyllir 12 smálet-
ursblaðsíður.
Fyrsta bindið hefst á formála
Guðmundar Jakobssonar, og verð-
ur hér vikið að honum síðar. Aftan
við hann tekur við ritgerð eftir
Gils Guðmundsson um sjómanna-
fræðslu á íslandi, og þar sem
þeirri ritgerð lýkur er stutt, en
skýr greinargerð þess, hvaða at-
vinnuréttindi veita hin ýmsu próf,
Bðkmenntir
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
sem völ er á. Annað bindið hefst á
langri ritgerð eftir Ásgeir Jakobs-
son, og ber hún heitið Fiskveiði-
annáll. Hún er fróðleg og að ég
hygg skilorð — sem og ritgerð
Gils og sú, sem fyrst er alls í
síðsta bindinu. Hún heitir Sigling-
ar íslendinga, og er þar að verki
þriðji bróðirinn Bárður Jakobs-
son, sem margt hefur starfað og
skrifað um dagana'og er maður
mjög vel ritfær og um fjölmargt
fróður. Hann segir í upphafi
ritgerðar sinnar:
„Orðið siglingar er hér notað
um úthafs- og millilandaferðir,
farm- og fólksflutninga innan
lands og utan, og eru fiskveiðar
utan við það efni.“ Þannig markar
hann sér ákveðinn reit í sjó-
mannasögu íslendinga og hann
ekki ómerkan, enda ritar Bárður í
beinu framhaldi af þyí, sem þegar
’egir: „Siglingasaga íslendinga er
sérstæð, næstum einstök. Hún
hefst með glæsibrag og harðfylgi,
sem dæmafátt er ...“
Langflestum æviágripunum
fylgir mynd, og auk þess er í ritinu
margt mynda af skipum ýmissa
gerða og fleira, sem varðar efni
það, sem þarna er saman komið.
Guðmundur segir í formálanum,
að hann hefði aldrei tekið í mál að
vinna að þessu verki, ef hann hefði
gert sér ljóst í upphafi, hvern
vanda hann var að takast á
hendur. En hann er af sjómönnum
kominn, fæddur og uppalinn í
hinni rammfornu verstöð Bolung-
arvik, var orðinn veiðisæll for-
maður, þegar „hvíti dauðinn“
gerði atlögu að honum og svipti
hann þreki og heilsu til sjó-
mennsku. En í stað þess að koma
sér upp „sjoppu", hóf Guðmundur
úf"°rð — það er að segja bóka en
ek-i neins konar skipa. En sjó-
mannsblóðið í honum og for;
mennskuhvötin sagði til sín. í
formálanum segir svo:
„Er nánast broslegt að sjá stóra
doðranta, yfirhlaðna af upplýsing-
um um presta, skrifstofufólk,
ljósmæður og hjúkrunarkonur,
þótt allt sé þetta bezta fólk, en
láta ógetið svo til allra okkar
skipstjórnarmanna, auk allra
óbreyttra liðsmanna þeirrar stétt-
ar, sem verðmætust er og hefur
skapað ísland nútímans."
Vissulega hefur Guðmund tekið
þetta sárt, en samt segir hann
ennfremur í formálanum:
„Þótt ég teljist bera ábyrgð á
þessu riti, hafi búið það til prent-
unar og séð um gerð þess, útlit og
frágang allan, fer því fjarri, að ég
hafi einn að staðið, — Guðmundur
H. Oddsson skipstjóri er aðal-
hvatamaður þess, að það varð til,
og án hans tilverknaðar hefði
aldrei verið í það ráðizt, enda
hafði hann fyrir áratug reifað þá
hugmynd og aldrei gefið upp von
um, að úr framkvæmdum yrði.
Hann hefur lagt mikið starf í
gagnasöfnun og notið áhrifa sinna
í stéttinni, sem og persónulegra
kynna við skipstjórnarmenn og
félög. Allt samstarf okkar hefur
verið árekstralaust og ánægjulegt.
Fjölskyldur okkar beggja hafa
lagt okkur lið eftir mætti."
Guðmundur þakkar fleiri
mönnum velvild og framlag til
ritsins, en hér verður þeirra ekki
getið. Hann hefur borið hita og
þunga dagsins í starfinu og enn-
fremur allan kostnaðinn, en svo til
sig einan ásakar hann fyrir þær
vantanir og veilur, sem á verkinu
eru. Ég get svo huggað hann með
því, að ég hef orðið þess vís, að
fleiri en hann, sem hafa staðið að
söfnun í svipuð rit, hafa átt við
margvísleg vandræði að stríða og
þá ekki sízt vegna þess, að þeir
einstaklingar, sem beðnir hafa
verið um skriflegar upplýsingar
um sjálfa sig eða einhverja sér
nákomna, hafa margir hverjir alls
ekki látið neitt frá sér fara eða
flaustrað því af, sem þeir hafa
sent. En þegar ritið hefur verið
komið út hefur ekki skort að-
finnslur sakir vantana eða ófull-
nægjandi eða rangra umsagna um
þennan eða hinn. Auðvitað hefur
Guðmundur fengið rækilega á
þessu að kenna og svo hefur hann
þá tjáð mér, að innan tiltölulega
skamms muni koma frá hendi
þeirra Guðmundar H. Oddssonar
fjórða bindið með viðaukum og
leiðréttingum og er ég þess al-
búinn eftir nána athugun á þeim
bindum, sem út eru komin, að láta
í té nöfn á um það bil tveimur
tugum vestfirzkra og breiðfirzkra
skipstjóra, sem þar er vant en ég
tel, að þar skuli við getið. Ég hygg,
að fjórða bindið verði litlu viða
minna en hin, þó að ég raunar sé
vantrúaður á, að þeim Guðmund-
unum og aðstoðarmönnum þeirra
lánist að hirða svo rökin, að ekki
verði eftir einhverjar verulegar
dreifar. En hvað sem því líður
leyfi ég mér hiklaust að þakka
Guðmundi Jakobssyni og aðal-
hvatamanni hans þann stórhug og
það æðruleysi að ráðast í efnis-
söfnun og útgáfu hinna þriggja
stóru binda — og vona, að hið
fjórða bæti svo úr vöntunum og
veilum hinna, að allir sanngjarnir
menn megi vel við una.
Skrifstofuvélar h.f. kynna vélar og tækni á sviði
skrifstofuvéla á sérstakri sýningu að Hótel Loft-
leiðum, Kristalssal, dagana 29., 30. og 31. janúar
1980, kl. 13 til 18 alla dagana.
Sýndar verða vélar, tæki og tæknibúnaður, m.a.:
Omic reiknivélar, IBM ritvélar, Selex Ijósritunarvélar,
Richmac búðarkassar, Citizen hljóðritar, NCR mikrolesarar,
Stromberg stimpilklukkur, Roneo frímerkjavélar, Gakken-
og Banda myndvarpar, ABC ritvélar, U-Bix Ijósritarar,
Omron búðarkassar, Simplex stimpilklukkur, Apeco Ijós-
ritunarvélar og m.fl.
Verió velkomin!
£
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
%
yj
Hverfisgötu 33
Slmi 20560 - Pósthólf 377