Morgunblaðið - 29.01.1980, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.01.1980, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 Bikarkeppnin á fleygiferð: Annar sigur Liverpool í 10 leikjum — Blackburn sló út Coventry Liverpool sneri dæminu við er liðið mætti Nottingham Forest í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. í miðri síðustu viku tapaði liðið 0—1 fyrir Forest í undanúrslitum deildarbikarsins, auk þess sem Forest sigraði Liverpool í viðureign liðanna í deildinni fyrr í vetur einnig 1 —0. Og Liverpooi hafði aðeins sigrað éinu sinni í 10 síðustu viðureignum þessara félaga, Fórest unnið fjóra ieiki og fimm sinnum jafntefli. Loks tókst Liverpool að leggja Forest að velli og sýndi iiðið slíkan leik að ástæða er til að ætla, að slæmi kaflinn sé nú að baki hjá Liverpool. Eitthvað var einnig af óvæntum úrslitum, einkum þó sigur Biackburn úr 3. deild gegn Coventry úr þeirri fyrstu. Liverpool betri Liverpool hafði umtalsverða yfirburði gegn Forest, einkum í fyrri hálfleik og síðari hluta síðari hálfleiks. Það þurfti þó slæm mistök hins reynda markvarðar Peter Shilton til þess að koma Liverpool á bragð- ið. Það var á 30. mínútu, að hann missti klaufalega frá sér fyrir- gjöf Phil Neal, beint á tærnar á Kenny Dalghlish, sem var ekki í vandræðum með að þakka kær- lega fyrir sig. Framan af síðari hálfleik sótti Forest látlaust og lék á köflum eins og liðið getur best. Nema hvað framherjarnir voru ekki á skotskónum eins og sagt er gjarnan og þegar minnst varði brutust leikmenn Lipverp- ool fram, knötturinn barst inn í vítateiginn til Ken Dalglish, sem átti í höggi við David Needham. Needham tókst ekki betur upp en svo, að hann þurfti að nota hendurnar til þess að hemja knöttinn og að sjálfsögðu þótti það ekki við hæfi og úr vítinu skoraði Terry McDermott af miklu öryggi. Var nú allur vind- ur úr Forest og McDermott var klaufi að bæta ekki við marki undir lokin, en brenndi þess í stað af úr dauðafæri. Óvæntu úrslitin Óvæntustu úrslitin voru án nokkurs vafa sigur Blackburn úr 3. deild gegn Coventry úr fyrstu deild. Furðulegt lið Coventry, vinnur Liverpool einn daginn og tapar fyrir liði úr 3. deild þann næsta. Sigurinn var sanngjarn, en sigurmarkið skoraði Andy Crawford á 29. mínútu leiksins. Skallaði hann í netið eftir góða fyrirgjöf Duncan McKenzie. Birmingham hefur nú slegið út tvö lið úr fyrstu deild, Southampton í 3. umferð og nú sterkt lið Middlesbrough. Birm- ingham hafði yfirburði í leiknum og sigurinn var öruggari en tölurnar 2—1 gefa til kynna. Archie Gemmell og Keith Bertchin skoruðu mörkin en undir lokin minnkaði David Hodgeson muninn. Frammistaða síðasta utan- deildarliðsins, Harlow Town, sem sló Leicester út í 3. umferð, var frábær. Neil Prosser skoraði fyrir Harlow snemma í leiknum og utandeildarliðið hafði yfir í hálfleik. Fjögur mörk á skömm- um tíma fratWatford virtust gera út um leikinn, en svo var ekki. Harlow sótti látlaust lok- akafla leiksins og John McKenz- ie skoraði þá tvívegis. Ekki tókst smáliðinu þó að knýja fram jafntefli, en árangur liðsins er engu að síður frábær. Mörk Watford skoruðu Martin Patch- ing (2), Malcolm Poskett og Ian Bolton. • Lykilmennirnir í hinu sigursæia lifti Ipswich, sem hefur rifift sig úr 22. sætinu i deildinni upp i 5. sætið á 2 mánuðum. Þetta eru tengiliðirnir Franz Thijssen, John Wark og Arnold Múhren. • Andy Gray grettir sig. Mark hans gegn Norwich hélt Úlfunum á floti í bikarkeppninni. Bury, eitt af neðstu liðum 3. deildar, gerði sér lítið fyrir og sló út Burnley úr 2. deild, en Burnley sló út 1. deildar lið Stoke í 3. umferð. Sigur Bury var eftir atvikum sanngjarn, en sig- urmarkið skoraði miðvörðurinn Alan Whitehead. Úrslit eftir uppskriftinni Arsenal átti ekki í erfiðleikum með Brighton, sem eitthvað er farið að dala á nýjan leik eftir frábært tímabil þegar liðið tap- aði aðeins einum leik af 11. Sammy Nelson skoraði með skalla á 32. mínútu, en þrátt fyrir yfirburði skapaði Arsenal sér lítið af verulega góðum færum. Brian Talbot, bikar- meistari síðustu tvö árin með Ipswich og Arsenal, skoraði ann- að markið á 79. mínútu. Bolton sigraði Halifax frekar auðveldlega í einhverjum svip- minnsta leik sem lengi hefur verið leikinn. Roy Greaves skor- aði fyrra mark Bolton og Stever Whatmore bætti öðru marki við áður en yfir lauk. Halifax virtist aldrei líklegt til þess að fylgja eftir sigri sínum gegn Manchest- er City í síðustu umferð. Bristol City fékk aðra eyrna- fíkju sína frá hendi Ipswich á skömmum tíma. Um helgina aðra er var sótti Ipswich BC heim í deildarleik og sigraði 3—0. Nú var sigurinn minni, en ekki síður verðskuldaður. BC náði þó forystunni með marki Clive Whitehead, en Wark tókst að jafna. Skömmu fyrir leikslok átti Franz Thijssen síðan skot á mark BC, markvörðurinn Shaw varði en missti knöttinn síðan frekar klaufalega út úr höndun- um. Paul Mariner var á vakki í næsta nágrenninu og renndi knettinum í netið áður en nokk- ur gat deplað auga. Wigan gerði engar rósir á Goodison Park í Liverpool þar sem Everton vann öruggan stór- sigur. Joe McBride skoraði á 30. mínútu og í síðari hálfleik bættu Bob Latchford og Brian Kidd hvör sínu markinu við. Kidd var síðan rekinn út af skömmu fyrir leikslok fyrir að sækja grimmi- lega að markverði Wigan. Swanesea stjakaði Reading léttilega til hliðar með mörkum Dave Giles (2), Alan Waddle og Robbie Jemes, en Mick Kearny skoraði eina mark Reading. Aðrir leikir Cambridge barðist hetjulegri baráttu gegn 1. deildar liði Aston Villa og uppskar aukaleik sem færir liðinu kannski ekki Enska knatt- spyrnan sigur, en hins vegar örugglega vænan bunka af seðlum í fjár- hirslurnar. Terry Donovan skor- aði fljótlega fyrir Villa, en innan skamms hafði heimaliðinu tekizt að jafna og var þar að verki varnarmaðurinn Chris Turner. Stórsókn Úlfanna á heimavelli gegn Norwich bar lítinn árangur og Kevin Keelan í markinu varði af snilld hvert skotið af öðru. Kevin Bond skoraði mark Nor- wich, en seint í leiknum tókst Andy Gray að jafna. West Ham vann góðan sigur gegn Orient á útivelli og skoraði Ray Stewart þar sigurmarkið á elleftu stundu. Það var betra liðið sem tapaði að þessu sinni, West Ham nýtti betur þau fáu færi sem féllu liðinu í skaut. Tommy Taylor (víti) og John Chiedozy skutu Orient tvívegis í forystu, en West Ham jafnaði jafnharðan með sjálfsmarki Nigel Grey og vítaspyrnu Stew- art sem skoraði síðan sigur- markið. Swindon hefur enn ekki tapað bikarleik á keppnistímabilinu og hefur þó lengst af mætt 1. deildarliðum. Liðið var þó hepp- ið að tapa ekki fyrir Tottenham, aðeins snilldarmarkvarsla kom í veg fyrir tap Swindon. En helstu atriði annarra leikja voru þessi: Chester 2 (Storton og Rush) — Millwall 0 Carlisle 0 — Wrexham 0 1. deild: Crystal Palace 2 (Kember og Hilaire) — WBA 2 (Robertson og Regis) Knatt- spyrnu- úrslit Bikarkeppnin: Arsfnal—Brighton 2—0 Birmingham-Middlesbr. 2—1 Blackburn—Coventry 1—0 Bolton—Hallfax 2—0 BrtstonCity—Ipawich 1—2 Cambridge—Aston Villa 1 — 1 Carlisle—Wrcxham 0—0 Chester—Millwall 2—0 Everton—Wigan 3—0 Nott.Forest—Liverpool 0—2 Orient—West Ham 2—3 Bury—Burnley 1—0 Swansea—Reading 4—1 Swindon—Tottenham 0—0 Watlord—Harlow 4—3 Wolves—Norvich 1 — 1 1. deild: Crystal Palace-WBA 2-2 3. deild: Barnsley—Oxford 2—0 Blackpool—Grimshy 0—3 Exeter—Chester field 1 - 2 Mansfield—Wimhledon 1—1 Plymouth—Gillingham 2—2 4. deild Aldershot—Stockport 2—0 Bradford City—Doncaster 3—1 Darlington—Hereford 1—1 liartiepool—liuddersfield 1 — 1 Lincoln—Torquai 2—0 Newport—Bournemouth 0—0 Peterbrough —Port Vale 3—0 Scunthorpe—Portsmouth 1—0 Walsall—Northampton 5—1 Vork—Crewe 2—2 Skotland, bikarkeppnin Alloa—Hearts fr. Arbroath—Aberdeen 1 — 1 Berwick—Peterhead 3—0 Celtic—Rauth Rovers 2—1 Clyde—Rangers 2—2 Clydeband—Stlrling 1-1 Queen of South — Motherwell 2—0 Dumharton—Ayr Utd 1—2 Hamilton—Keith 2—3 Morton—Dowdenbieth 1—0 St. Mirren—Brechin 3—1 Medowbank—Hibernian 0—1 Vestur Þýskaland: Mðnchengl.Bach — Hamb. SV 2-2 Hertha—Bayer Leverkusen 3—0 MSV Duisb.—Eintr.Braunschw. 0—0 Kaiserslautern—Stuttgart 2—1 Eintr.Frankf.—Fortuna Dusseld 1—2 FC Kðln—Borussia Dortmund 4—1 Werder Bremen —1860 Munchen 4—6 VFL Bochum — Bayer Uerdr. 1—0 Bayern—Schalke 04 3—1 Ilamburger og Bayern hafa bœði hlotið 26 stig. Köln er aðeins einu stigi á eftir með 25 stig. Belgía: Winterslag — FC Brugite 1—1 Cerlce Brugge — Waregem 2—1 Berchem — Waterschei 1 — 1 Molenbeek — Charleroi 4-0 Beerschot — Beringen 0—0 Isíkeren — Antwerpen 1—0 Standard - FC Liege 1—0 Lierse — Beveren 5—2 Hasselt — Anderlecht 0—2 Lokeren heldur sinni forystu sem jðkst um eitt stig, þae sem FC Brugge tapaði stigi. Lokeren hcfur nú hiotið 32 stig. en Brugge hefur á hinn bóginn 29 stig. Molebeek heíur einnig 29 stig. en Standard Liege er í fjórða saeti með 28 stig. f 5. sa*ti kemur siðan hið gamalfræga stðrveldi Anderlecht með 27 stig. Ítalía: Bolognia — Ronia 1—1 Catanzarro — Ascoli 1 — 1 Lario — Inter 0—0 AC Milanó — Cagiiari 2—0 Napóli — Fiorentina 0—0 Pescera — Juventus 0—2 Torino — Avellino 2—2 Udinese — Perugla 1—2 Inter hefur enn ðrugga forystu i deildinni, hefur hlotið 26 stig en na sta lið, meistararnir frá síðasta ári, AC Milanó. hefur hlotið 22 stig. Roma og Perugia hafa 20 stig hvort félag. Paolo Rossi var hetjan hjá Perugia sem vann góðan útisigur gegn Udin- ese. Kossi skoraði sigurmarkið. auk þess sem hann átti allan heiðurinn af fyrra markinu sem Salvatore Bagni skoraði. Eina mark Udinese var skor- að á stiðustu minútu leiksins. Malaga - Burgos 3—1 Sevilla — Gijon 1 —0 Atletico Madrid — Uereules 2—1 Atl. Bilbao — Salamanca 2—0 Valcneia — Real Madrid 2—0 Rayo \ allecano — Betis 0—1 Barceiona — Zaragoza 2—0 Almeria — Espanol 1 — 1 Real Sociedad hefur forystuna með 26 atig, Real Madrid hefur einnig 26 stig og Sporting Gijon hefur 23 stig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.