Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 41 félk í fréttum Grænland — ísland + ÞESSI mynd var tekin á dögunum á því sögulega augnabliki í Nuuk, höfuðborg grannríkis okkar, Grænlands, er forsætisráðherra grænlenzku heimastjórnarinn- ar, Jonathan Motzfeld, bauð fyrsta opinbera fulltrúa íslands og íslenzku stjórnarinnar, Pétur Thorsteinsson sendiherra, velkominn til fundarstarfa í húsi grænlenzku heimastjórnarinnar. Þeir ræddu þar ýmis mál er snerta væntanlegt og vaxandi samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum. (Ljósm. Grönlandsposten L.I. Lyberth). Ætlaði að vera fyndinn! + FÓLK rekur vafalaust minni til þess, að um áramótin síðustu varð mikið manntjón i bruna er varð á skemmtistað i Kanada. Var þar verið að fagna nýja árinu og gerðist þetta í bænum Quebeck. Var mikill mannfjöldi á skemmtistaðnum „The Lions Club“ er eldurinn kom upp. í ofsahræðslu sem greip sam- komugesti, munu flestir hinna 45, sem fórust, hafa látið lífið er allir ruddust að útgöngudyr- um. Nú segir frá því í nýlegum blöðum, að rannsókn málsins sé að mestu lokið, yfirheyrslum og vitnaleiðslum m.m. og muni málið verða tekið til dóms nú við næstu mánaðamót. í þessu máli er það 21 árs gamall maður, sem á yfir höfði sér dóm fyrir að hafa orðið valdur að cldinum og þar mcð dauða 45 manns. — Maðurinn sem heitir Florent Cantin, var handtekinn er mörg vitni báru það að hafa heyrt hann hrópa, er eldurinn var farinn að flögra um sali og ganga: Þetta er mér að kenna! Þetta er mér að kenna! — Hann hefur við yfirheyrslur borið að hann hafi bara ætlað að vera fyndinn er hann tók sígarettu- kveikjarann sinn og bar hann logandi að viðarþiljum í saln- um í „The Lions Club“. Það væri engin önnur skýring á því. Vopnasaln þriggja + DANSKA lögreglan lagði fyrir skömmu hald á þetta vopnabúr við húsleit í bænum Nyköbing á Sjálandi. Fundust þessi vopn eftir margra mán- aða leit lögreglunnar að skemmdarverkamönnum, sem höfðu framið mikil skemmd- arverk í sumarbústöðum. Loks bárust böndin að fjórum drengjum á aldrinum 13 og 14 ára. Þeir áttu þetta vopnabúr. Höfðu gripið til þessara vopna og eggjárna er þeir fóru um sumarbústaðahverfið skjótandi á allt sem á vegi drengja þeirra varð, utanhúss og inn- an. Við yfirheyrslur yfir drengjunum var það skýring þeirra á þessum skemmdar- verkum. að þeir hefðu svo gaman af því að skjota. Þegar lögreglan gerði húsleitina á heimilum drengjanna fann hún mikið af þessum vopnum í svefnsófa foringjans í liðinu, sem er 14 ára. Þá fundu lögreglumenn kassa sem í voru lyklar og reyndust þar vera 200 ntismunandi útidyra- lyklar, sem þeir notuðu við innbrotin í sumarbústaðina. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 54., 57. og 61. tbl. Lögbirtingablaösins 1979, á hálfri jöröinni Geldingaá í Leirár- og Melahreppi, þinglesinni eign Kristjáns Ómars Pálssonar, fer fram aö kröfu Einars Viöars hrl., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 31. janúar n.k. kl. 14.00. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Viö getum útvegaö á hagstæöu veröi, þessi hús fullinnréttuö meö svefnplássi fyrir 4—6 manns, eldhúsi, ísskáp og fleiru, t.d. fyrir Land-Rover (lengri gerö), Mazda, Datzun og Toyota pallbíla, Toyota Landcruiser, Ford Transit og fleiri, einnig flesta pallbíla. Vinsamlega pantiö sem allra fyrst. Gísli Jónsson & Co. hf. Sundaborg 41. Sími 86644. ^Dale . Garneeie námskeiðið Kynningarfundur veröur haldinn þriöjudaginn 29. janúar kl. 20.30, aö Síöumúla 35 uppi. Námskeiðiö getur hjálpaö þér aö: ★ Öölast meira hugrekki og sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoöanir þínar af meiri sannfær- ingarkrafti í samræöum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér viröingu og viöurkenningu. ★ Starfa af meiri lífskrafti — heima og á vinnustað. ★ Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíöa. Veriö velkomin aö kynnast því sem Dale Carnegie getur gert fyrir þig. Upplýsingar i sima DALE CAKNEGlt. XAMSKEWIN 82411 Einkaleyfi á íslandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.