Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 Vel heppnað þorra- blót á Reyðarf irði ReyAarfirAi. 26. janúar. REYÐFIRÐINGAR héldu upp á þorrann á fyrsta dag þorra, hinn 25. janúar. Yfir tvö hundruð manns sóttu þessa árlegu þorra- skemmtun scm hófst með borð- haldi, og var mikill og góður þorramatur á horðum. Marteinn Elíasson formaður setti þorrablótið. Þá rifjaði Guð- mundur Magnússon upp sögu þorrablóta hér, og var mjög gam- an að því, því miklar breytingar hafa orðið síðan fyrsta þorrablótið var haldið árið 1919. Þá var annáll ársins lesinn upp, og helstu viðburðir ársins rifjaðir upp þetta ár sem var að enda, og vísur sungnar inn á milli við undirleik Ingólfs Benediktssonar. Guðmundur Magnússon stjórnaði fjöldasöng, og tóku menn hressi- lega undir, enda er hann skemmti- legur stjórnandi, og þandi hann harmonikkuna af mikilli snilld. Borðhaldi lauk um ellefuleytið, en síðan var stiginn dans til klukkan fjögur. Hljómsveit frá Egilsstöðum lék fyrir dansi. Gott veður var, en dálítið kalt. - Gréta. Sýnir ljósmyndir á Kjarvalsstöðum LJÓSMYNDARINN John Chang McCurdy opnar sýn- ingu a verkum sínum á Kjar- valsstöðum á laugardaginn kemur, 2. febrúar. John Chang McCurdy er fæddur í Kóreu, en er nú bandarískur ríkisborgari. Hann rekur eigin ljósmyndastofu í New York, en vinnur mest að gerð myndabóka. Hann hefur oft komið til íslands en fyrsta ferð hans hingað var í tengslum við heimsmeistaraeinvígið í skák 1972. Hóf hann þá þegar að taka myndir af íslenskri náttúru sem hann hreifst mjög af. Árangurinn getur að líta í myndabók um ísland sem Al- menna bókafélagið gaf út í fyrra. John Chang McCurdy kemur til íslands 29. þ.m. til þess að undirbúa sýningu sína og dvelst hér í 6 daga. Frá hinni fjölsóttu afmælisvöku á Kjarvalsstöðum á sunnudaginn. Ljósm.: 01. K. Magnússon. Húsfyllir á afmælisvöku Kvenréttindafélags íslands HÚSFYLLIR var, og undirtekt- ir góðar á tveggja tíma afmælis- vöku Kvenréttindafélags íslands að Kjarvalsstöðum á sunnudaginn, þar sem kynntar voru konur í listum og vísind- um. Sigríður Erlendsdóttir BA sagði brot úr atvinnusögu kvenna, og María Jóna Gunnars- dóttir byggingartæknifræðingur sagði frá námi sínu og starfi. Auður Haralds og Ása Sólveig lásu úr eigin verkum, Sigrún Valbergsdóttir las ljóð eftir Sig- ríði Guðmundsdóttur og Herdís Þorvaldsdóttir leikkona las smá- sögu og ljóð eftir Steinunni Eyjólfsdóttur. Elísabet Erlings- dóttir söng einsöng, meðal ann- ars eftir Jórunni Viðar við undir- leik höfundar. Elísabet Waage lék á hörpu, og þrjár stúlkur úr Skólakór Garðabæjar sungu Næturgalann, en sjö listakonur sýndu myndverk ýmiss konar. Slík vaka er orðinn fastur liður á vetrardagskrá Kvenréttinda- félagsins, og er hun jafnan í tengslum við stofndag þess, hinn 27. janúar, en félagið var stofnað 1907. Næsta verkefni félagsins er ráðstefna í febrúarlok, um efnið „Jöfn foreldraábyrgð". Amnesty International: Samvizkufangar janúarmánaðar Samtökin mæla með bréfaskriftum þeim til aðstoðar í FRÉTTABRÉFI alþjóðasam- takanna Amncsty Internation- al, sem gcfið cr út mánaðarlega í London cru jafnan birt nöfn þriggja fanga frá ýmsum stoðum í hciminum og þess farið á lcit að fclagar samtakanna víðs vegar um heim skrifi til- teknum stjórnvöldum og mælist til þcss, að þeir verði látnir lausir. Fangarnir. sem hér um ræðir. cru allir svoncfndir samvizku- fangar, þ.c. fólk. sem hefur vcrið fangelsað vegna skoðana sinna, litarháttar, kynferðis, þjóðernis. tungu eða trúar- bragða, og ekki verið sakað um valdbeitingu. Hugmyndin þarna að baki er að vekja athygli, sem um munar, á þessum föngum. Þess má geta, að í könnun, sem gerð var fyrir nokkrum árum á árangri þessa þáttar í starfi Amnesty kom fram, að um 30% fanganna, sem Amnesty hefur vakið athygli á með þessum hætti, voru annað hvórt látnir lausir eða fengu a.m.k. betri meðferð í fangelsum en þeir höfðu áður notið. Það er mat forystumanna Amnesty International, að því alþjóðlegri sem þátttakan sé, þeim mun meiri von sé um árangur og að bréf frá hinum smærri löndum hafi sízt minni áhrif en frá hinum stærri. Sér- staklega telja menn, að meiri áhrif hafi, að tíu bréf berist frá t.d. hverju tíu landa en ef hundrað bréf berast frá einu landi eða fimmtíu frá hverjum tveimur. í leiðbeiningum frá íslands- deild Amnesty segir að bréf megi alltaf skrifa á ensku, auk þjóð- tungu hvers fanga og reyndar sé einnig í lagi að skrifa á íslenzku, — það kunni að vekja forvitni viðtakenda og e.t.v. verða til þess, að þeir leggi sig meira fram um að komast að því, hvað þar væri á ferðinni. Ef menn óska upplýsinga eða aðstoðar við form bréfa geta þeir skrifað íslands- deildinni. „Bezt er," segir einnig í leið- beiningunum, „að bréfin séu sem persónulegust, svo lengi sem þau þó eru kurteislega orðuð. Menn mega ekki láta undan hugsan- legri löngun sinni til að segja viðkomandi yfirvöldum til synd- anna, hversu slæm sem þeim kann að finnast þau vera. Það þykir ekki líklegt til að verða mánaðarföngunum að liði — en tilgangurinn er að reyna að hjálpa þeim. Æskilegt væri, að þeir, sem skrifa, sendi afrit bréfa til íslandsdeildarinnar eða a.m.k. upplýsingar um, hvert þeir hafi skrifað og um svör, ef berast, til þess að unnt sé að fá einhverja hugmynd um þátttöku. Hér á eftir fer kynning á föngum janúarmánaðar og nöfn og heimilisföng skrifa skal til: þeirra, sem Fangi: Dimiter Kolev í Búlg- aríu. Hann er 69 ára að aldri og hafði tvisvar afplánað fangelsis- dóma fyrir pólitískar sakir, þeg- ar hann var handtekinn árið 1974 fyrir að reyna að komast úr landi án leyfis. Hann var þá dæmdur í átján mánaða fangelsi, en vegna slæmrar meðferðar eftir hand- tökuna var heilsufar hans slíkt, að fullnustu dómsins var frestað nokkru eftir að hann var kveðinn upp. I febrúar s.l. var hann hand- tekinn á ný, sem vakti nokkra furðu vegna þess, að hann hafði tvívegis fengið hjartaáfall í jan- úar og verið undir stöðugu eftir- liti lækna. Er óttazt að hann muni illa þola fangavist vegna þessa. Óskað er eftir því að kurteislega orðuð bréf verði send forseta ríkisráðs Búlgaríu eða dómsmálaráðherrans, þar sem mælzt verði til þess, að Dimiter Kolev verði látinn laus úr fang- elsi. Heimilisföngin eru: Mr. Todor Zhivkow, Chairman of the State Council, Sofia, Bulg- aria. og/eða: Mrs. Svetla Daskalova, Minist- er of Justice, Sofia, Bulgaria. Fangi: D.A. Santosa i Indó- nesíu. Hann var handtekinn árið 1965 eins og svo fjölmargir þar í landi, sakaður um þátt í meintu sam- særi kommúnista. Santosa var þá einhvers konar héraðsstjóri í Indónesíu, þ.e.a.s. ríkisstarfs- maður og ekki, opinskátt a.m.k., virkur í stjórnmálum. Það var hins vegar kona hans, sem starf- aði í nokkrum félögum vinstri- manna. Hún var handtekin en látin laus eftir nokkur ár, án þess að koma fyrir rétt, en Santosa hlaut tuttugu ára fangelsisdóm 1967. Samtökin Amnesty Interna- tional telja, að maður þessi hafi ekki fengið viðunandi réttarmeð- ferð á sínum tíma. Hann var ákærður á grundvelli þágildandi laga um undirróðursstarfsemi, sem indónesískir lögfræðingar hafa gagnrýnt mjög harðlega. Stjórn Indónesíu hefur skipt pólitískum föngum í landinu í nokkra flokka. í A-flokki eru þeir, sem ekki hafa verið leiddir fyrir rétt og hafa stjórnvöld þegar látið þúsundir slíkra fanga lausa og hyggjast sleppa enn fleirum í áföngum. Er sjálfsagt að fagna þeirri stefnu í bréfum til stjórnvalda í Indónesíu. í B-flokki eru hins vegar þeir, sem dóma hafa hlotið, og þeim yill stjórnin alls ekki sleppa. Ám- nesty hefur margreynt að fá mál pólitískra fanga frá þessum tíma endurskoðuð en því ekki verið sinnt. Vegna þessa máls er mælt með því að skrifa til Sudomo, aðmír- áls í Jakarta og fara þess á leit, að Santosa verði látinn laus eða mál hans tekið til endurskoðun- ar. Heimilisfang Sudomo er: Admiral Sudomo, Kepala Staf KOPKAMTIB, Jalan Merdeka Barat, Jakarta, Indonesia. Fangi: Dr. Victor Carlos Marchesini í Argentínu Hann er 49 ára lögfræðingur og fyrrum formaður lögmanna- sambandsins í Misiones. Hann var handtekinn fyrir þremur árum, tveimur vikum eftir að herforingjar tóku völdin af Mar- iu Estelu Peron. Hann hefur ekki verið formlega ákærður né yfir- leitt komið fyrir dómara. Dr. Marchesini hefur verið virkur þátttakandi í stjórnmál- um og forseti þingflokks Union Civica Radical, sem hafði meiri- hluta á fylkisþinginu í Misiones í stjórnartíð Mariu Estelu Peron. Þegar spurzt hefur verið fyrir um ástæðurnar fyrir handtöku hans hefur því verið svarað, að hann hafi verið í tengslum við undirróðursöfl og varið þau öfl fyrir rétti, en það er algeng ástæða fyrir handtökum lög- fræðinga víða um heim. Sameinuðu þjóðirnar og Sam- tök Ameríkuríkja hafa mótmælt fangelsun þessa manns og mál hans var sérstaklega rætt á fundi þingmannasambands rómönsku Ameríku í júlí í fyrra. Tilmælum um að dr. Marchesini verði látinn laus ber að vísa til forseta Argentínu; þar sem mælzt er til, að hann verði þegar í stað látinn laus. Heimilisfangið er: Excelentisimo Senor Presi- dente de la Republica Argentina. General Jorge Rafael Videla, Casa Rosada, Balcarce 50 Buenos Aires, Capital Federal, Argentina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.