Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 31 Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Tvöföldun olíustyrks til húshitunar Þingræða, fyrri hluti Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) mælti í gær fyrir frumvarpi sínu um jöfnun kostnaðar við húshitun — í efri deild Aljiingis. Meðflutningsmenn að frumvarpinu eru Tómas Arnason (F), Stefán Jónsson (Abl) og Eiður Guðnason (A). Hér fer á eftir fyrri hluti framsögu Þorvalds Garðars en seinni hlutinn verður birtur hér í Mbl. í vikunni. Óþolandi ástand Frumvarp það, sem hér er til umræðu, er tilkomið af brýnni nauðsyn. Það er komið fram til þess að bæta þegar í stað úr ástandi sem er óþolandi. Nálægt V* hluti þjóðarinnar býr nú við þetta ástand. Það eru þeir, sem nota olíu til upphitunar húsa. Þetta frumvarp fjallar um niður- greiðslu á olíu til upphitunar húsa til að létta þessu fólki byrðar þær, sem það hefir nú að bera. Hinn gífurlegi kostnaður við olíukyndingu er ekki nýr af nál- inni, þótt keyrt hafi um þverbak á síðasta ári. Sögu þessa má rekja allt aftur til ársins 1973, en þá voru fyrirséðar mjög miklar verð- hækkanir á olíu, þegar olíukrepp- an fyrri var í aðsigi. Árið 1974 var hafin niðurgreiðsla á olíu til að draga úr áhrifum af hækkun olíuverðs á hitunarkostnað íbúð- arhúsnæðis. Síðan héfir þessum varnaraðgerðum verið framhaldið en hafa nú reynzt algjörlega ófullnægjandi. Verð á gasolíu til húshitunar hefir hækkað frá 1. júlí 1973 úr kr. 5,30 hver lítri í kr. 155,25 nú. Samkvæmt þessu hefir olíuverð á þessu tímabili 29,3-faldast. Á sama tíma hefir styrkur til niður- greiðslu olíu hækkað úr kr. 1800 á ársfjórðungi fyrir hvern mann í kr. 18000 á íbúa eða 10-faldast. Athuganir hafa leitt í ljós, að verkamaður þurfti að greiða 8 vikna dagvinnulaun fyrir gasoliu til upphitunar á fjölskylduíbúð miðað við kaupgjald og gasolíu- verð 1. júlí 1973, 11,5 vikna dagvinnulaun miðað við kaupgjald og gasolíuverð að frádregnum olíustyrk 1. marz 1979 og 14,8 vikna dagvinnulaun miðað við Þorvaldur Garðar Kristjánsson kaupgjald og gasolíuverð að frá- dregnum olíustyrk 21. desember 1979. Tilsvarandi hlutfallstölur af árslaunum fyrir dagvinnu eru sem hér segir: 1. júlí 1873 15,4%, 1. marz 1979 22,1% og 21. desember 1979 28,5%. Ef sami maður hefði átt þess kost að kaupa tilsvarandi orku í heitu vatni frá Hitaveitu Reykja- víkur á tilgreindum viðmiðunar- tímum, hefði 3,5 vikna dagvinnu- kaup nægt fyrir ársnotkun miðað við 1. júlí 1973, 2,5 vikna laun miðað við 1. marz 1979 og 2 vikna laun miðað við 21. desember 1979. Samkvæmt þessu kostar olíu- kynding meir en tilsvarandi orka í heitu vatni frá Hitaveitu Reykja- víkur sem þessu nemur: Miðað við verðlag 1. júlí 4,5 vinnuvikur eða 8,7% af árslaunum. Miðað við verðlag 1. marz 1979 9 vinnuvikur eða 17,3% af árslaunum. Og miðað við verðlag 21. desember 1979 12,8 vinnuvikur eða 24,6% af árslaun- um verkamanns í fiskvinnu miðað við 40 klukkustunda vinnuviku. Er þá búið að draga frá olíustyrk eins og hann var á þeim tíma, sem um var að ræða. Það vekur sérstaka athygli, að á sama tíma og byrðar þess, sem býr við olíukyndingu nálega tvöfaldast léttast yfir 40% byrðar þess, sem nýtur tilsvarandi orku í heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur. Upplýsingar og samanburður á upphitunarkostnaði, sem ég hefi hér gert, byggir á athugunum Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem framkvæmdastjóri þess, Jó- hann T. Bjarnason, hefir unnið. Vísa ég nánar um þetta efni til greinargerðar með frumvarpinu og fylgiskjala. Athuganir þessar eru byggðar á rauntölum varðandi upphitunarkostnað á ísafirði. En þær hafa fullt gildi til upplýsinga um ástand þessara mála um allt land hjá þeim, sem búa við olíukyndingu íbúðarhúsnæðis, þar sem olíuverð er alls staðar það sama. Kyndingarkostn- aður miðaður við nýjustu hitaveitur Það er úr þessu ástandi, sem frumvarpi þessu er ætlað að bæta. Meginstefna frumvarpsins er að komið sé til bjargar með því að gera mögulegt, að olíukostnaður við olíukyndingu húsnæðis verði á hverjum tíma sem næst því sem upphitunarkostnaður er hjá nýj- ustu hitaveitum, sem hafa jarð- varma að orkugjafa. Kostnaður við olíukyndingu yrði samkvæmt frumvarpinu ákveðinn eftir við- miðunarreglu, sem felur í sér sjálfvirkar breytingar á olíunið- urgreiðslu eftir hreyfingum á olíu- verði og gjaldskrám hitaveitna. Þetta þýðir, að niðurgreiðsla olíu er tvöfölduð frá því sem verið hefir miðað við verð á olíu og gjaldskrár hitaveitna, þegar frumvarpið var lagt fram. Skal ég nú gera nánari grein fyrir efni frumvarpsins. Til þess að ná þeim tilgangi, að kostnaður olíukyndingar verði sem næst upphitunarkostnaði hjá nýjustu hitaveitum er sett regla til að ákveða fjárhæð niður- greiðslna á olíu. Ekki þykir viðhlítandi að miða gagngert við nýjustu hitavéitu á hverjum tíma, þar sem um gæti verið að ræða afbrigðilegan kostnað í sumum tilfellum. Þess vegna er sett við- miðunarregla, sem er ætlað að gefa festu í framkvæmd til að ná settu markmiði. I frumvarpinu er þannig kveðið á um þetta, að verð olíu skuli greitt niður sem nægir til, að olíukostnaður við kyndingu húsa verði eigi hærri en sem nemur 2,5-földu vegnu meðalverði hjá hitaveitum landsins, sem hafa jarðvarma að orkugjafa. Sam- kvæmt þessu er fjárhæð niður- greiðslna á olíu miðuð við verð hjá hitaveitum. Þetta verð er fundið með því að reikna út svokallað vegið meðaital þannig, að orku- verð hverrar hitaveitu í kr/K\vh er margfaldað með tölu íbúa á hverju hitaveitusvæði. Margföld- unartölurnar fyrir allar hitaveit- urnar eru lagðar saman og loks deilt í summu þeirra með saman- lögðum íbúafjölda alira hitaveitu- svæðanna. Er þá komið hið vegna meðaltal, sem síðan er margfaldað með 2,5. Miðað við gjaldskrá hitaveitna, þegar frumvarp þetta var lagt fram, kemur þá út orkuverðið 9,68 kr/K\vh, en orku- verðið hjá nýrri hitaveitu, Hita- veitu Suðurnesja, er nú 8,63 kr/ Kwh. Þetta þýðir, að olía til húshitunar, sem nú kostar 23,70 kr/Kwh sé greidd niður í 9,68 kr/Kwh. En viðmiðunarregla þessi felur í sér sjálfvirkar breytingar á fjár- hæð niðurgreiðslna á olíu, þar sem fjórum sinnum á ári skaUhún ákveðast eftir gjaldskrám hita- veitna og olíuverði á hverjum tíma. Þanniggetur niðurgreiðsla á olíu farið vaxandi eða minnkandi eftir því hver þörfin er til'að ná því markmiði, að kyndingarkostn- aður verði sem næst upphitunar- kostnaði hjá nýjustu hitaveitum. Kostnaður við hitun 450 rúm- metra einbýlishúss er nú áætlaður 978 þús. kr. á ári, ef kynt er með olíu. Ef fjögurra manna fjölskylda býr í húsinu fengi hún 288 þús. kr. í olíustyrk á ári. Raunverulegur kyndingarkostnaður er því 690 þús, kr. á ári. Nemur þá niður- greiðslan 29,5% af olíuverði. í frumvarpi þessu felst, þegar það er lagt fram, að niðurgreiðsla á verði olíu til húshitunar verður 59%. Þetta þýðir að í dæmi því, sem hér er tekið, nemur olíustyrk- urinn á ári 576 þús. kr. í stað 288 þús. kr. eða styrkurinn tvöfaldast. Raunverulegur kyndingarkostn- aður verður 402 þús. kr. í stað 690 þús. kr. Stefnumörkun í landbúnaði: Fjölbreytni í fram- leiðslu og fullvinnsla Þjóðhagslegt gildi atvinnutæki- færa, sem landbúnaður skapar FJÓRTÁN þingmenn Sjálfstæðis- flokks úr öllum kjördæmum flytja tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun í málefnum landbúnaðar. Fyrsti flutnings- maður er Pálmi Jónsson. Tillag- an er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að stefnumörk- un í málefnum landbúnaðarins skuli byggjast á eftirfarandi grundvallaratriðum: • 1. Treyst verði sjálfseignar- ábúð bænda á jörðum og eignarréttur einstaklinga og sveitarfélaga á landi og hlunnindum verndaður. I STUTTU MÁLI Þrenn sjávarútvegslög — Lífeyrissjóður sjómanna • Eins og þingfréttir Mbl. hafa greint frá samþykkti Alþingi sl. fimmtudag lög um 5% olíugjald til fiskiskipa, er fiskkaupandi greiðir ofan á fiskverð. Samhliða þessum iögum voru samþykkt tvenn önnur lög, sem tengjast fiskverðsákvörðun: 1) um út- flutningsgjald af sjávarafurðum, 5,5% af f.o.b.-verðmæti, er renni í aflatryggingarsjóð (almenna deild 15%, verðjöfnunardeild 20%, áhafnadeild 21%), í trygg- ingarsjóðs fiskiskipa og til úreld- ingar samtals 23%, til fiskveiða- sjóðs og fiskimálasjóðs samtals 18,8%, til sjávarrannsókna og framleiðslueftirlits 1 % og LÍÚ og Sjómannasamtaka 1,2%; 2) um Aflatryggingarsjóð, þ.e. stofnun verðjöfnunardeildar. • Fram er komið stjórnarfrum- varp um Heyrnar- og talmeina- stöð Islands, er annist hvers konar þjónustu við heyrnarsk- erta. • Fram er komið frumvarp um sérstakt kr. 50- gjald á hvern bíómiða (þó ekki á barnasýningar né íslenzkar myndir), er renni í Kvikmyndasjóð. • Eggert Haukdal flytur tillögu til þingsályktunar um samstarf ríkis og sveitarstjórna um aukin innkaup frá íslenzkum fram- leiðslufyrirtækjum í iðnaði. • Pétur Sigurðsson (S), Guð- mundur G. Þórarinsson (F), Garðar Sigurðsson (Abl) og Jó- hanna Sígurðardóttir (A) flytja eftirfarandi frumvarp til laga um breytingu á Lífeyrissjóði sjó- manna: » „Aftan við bráðabirgðaákvæði laganna komi tvær nýjar máls- greinar, er orðist svo: Árin 1980-1984 skulu elli-, örorku- og makalífeyrisgreiðslur samkvæmt lögum þessum breyt- ast ársfjórðungslega þannig, að lífeyrir miðist við grundvallar- iaun samkvæmt 2. málsgr. 11. gr. eins og þau eru 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október ár hvert. Frá 1. janúar 1985 að telja skulu uppbætur á lífeyrisgreiðslur ákveðnar í samræmi við ákvæði 16. gr. Heimilt er stjórn sjóðsins að taka ákvörðun um aðild hans að samstarfssamningi lífeyrissjóða, sem nefndur er í 24. gr. laga nr. 97/1979, um eftirlaun til al- draðra. Lög þessi gilda frá 1. janúar 1980.“ • 2. Unnið verði markvisst að aukinni hagkvæmni í land- búnaðinum ásamt fjöl- breytni í framleiðslu og full- vinnslu búvara. • 3. Landbúnaðinum verði búin þau skilyrði, að unnt sé að tryggja bændum sambæri- leg lífskjör og aðrar fjöl- mennar stéttir þjóðfélagsins búa við. • 4. Framleiðsla landbúnaðaraf- urða miðist fyrst og fremst við það, að ávallt verði fullnægt þörfum þjóðarinn- ar fyrir neysluvörur og hráefni til iðnaðar. Auk þess verði tekið fullt tillit til þjóðhagslegs gildis þeirra atvinnutækifæra annarra, sem landbúnaðarframleiðsl- an veitir. • 5. Tryggð verði í megindrátt- um núverandi byggð í sveit- um landsins. Komið verði i veg fyrir miklar sveiflur í landbúnaðinum, sem gætu valdið óvæntri búseturösk- un. I því skyni verði m.a. nýttir allir hagrænir mögu- leikar til atvinnu- og fram- leiðslustarfsemi, sem byggj- ast á nýtingu lands-, vatns- og sjávargæða. Iðnaður og þjónustustarfsemi í sveitum verði aukin. • 6. Sveitafólki verði með lögum 1 veitt sambærileg félagsleg réttindi og þorri annarra þegna þjóðfélagsins nýtur. Aukið verði jafnræði í að- stöðu til mennta og í þjón- ustu opinberra aðila án til-< lits til búsetu. • 7. Gætt verði hófsemi í um- gengni við landið og náttúru Pálmi Jónsson þess. Tryggt verði, svo sem tök eru á, að varðveitt séu sérstæð náttúrufyrirbrigði, gróður, dýralíf og hlunnindi. Öllum verði gefinn kostur á að njóta samskipta við nátt- úru landsins og í því skyni séð fyrir nægilega mörgum opnum svæðum til útivistar, þjóðgörðum og tjaldstæð- um.“ I greinargerð er fjallað um leiðir til að ná þessum markmið- um: a) Úttekt á þjóðhagslegu gildi svokallaðrar umframframleiðslu, b) beinum samningum milli full- trúa bænda og ríkisvalds um verð búvöru, c) byggðaáætlunum, d) lágmarksstærð ríkisbúa, e) átak í markaðsmálum, f) rannsóknar- og leiðbeiningarstarfi til að ná rekstrarhagkvæmni, bættri fóður- öflun, votheysverkun og súgþurk- un, g) aðgerðum varðandi stofn- og rekstrarlán og h) tilheyrandi breytingu á lögum um fram- leiðsluráð í samræmi við markaða landbúnaðarstefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.