Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980
17
Benedikts Gröndal varð til og nú
síðan 4. desember. Dr. Kristján
Eldjárn hefur fylgt þeirri reglu
við þær stjórnarmyndanir, sem
hann hefur glímt við, að hann
hefur látið umboðið ganga á
milli manna, ef þannig má að
orði komast. Hann er fyrsti-
forsetinn, sem gefur öllum flokk-
um tækifæri til að spreyta sig á
stjórnarmyndun. Fram til ársins
1978 hafði Alþýðubandalaginu
eða forverum þess Sósíalista-
flokknum og Kommúnistaflokk-
num aldrei verið veitt umboð til
stjórnarmyndunar.
Þegar augljóst var, að samstarf
Framsóknarflokks og Sjálfstæð-
isflokks var að bresta 1953, fór
Ásgeir Ásgeirsson þess á leit við
stjórnina undir forsæti
Steingríms Steinþórssonar, að
hún segði ekki af sér fyrr en ný
stjórn hefði verið mynduð og
fóru ráðherrar að ósk forseta.
Þegar Hermann Jónasson baðst
lausnar fyrir sig og ráðuneyti
sitt 4. desember 1958 ræddi
Ásgeir Ásgeirsson daginn eftir
við forustumenn stjórnmála-
flokkanna og fól síðan að lokinni
frekari könnun Ólafi Thors að
gera tilraun til myndunar meiri-
hlutastjórnar hinn 9. desember.
Tók Ólafur sér tveggja daga
frest en féllst síðan á tilmæli
forsetans. Ólafur ræddi við full-
trúa Alþýðubandalags, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks án
þess þó að samkomulag tækist
og hætti hann tilraun sinni 17.
desember. Daginn eftir fór for-
seti íslands þess á leit við
forseta Alþingis, Emil Jónsson,
að hann gerði tilraun til mynd-
unar þingræðisstjórnar, þe. ann-
að hvort samsteypustjórnar
flokka, er hefðu meirihluta í
þinginu, eða minnihlutastjórnar,
er styddist við þingmeirihluta.
Myndaði Emil minnihlutastjórn
23. desember með stuðningi
Sjálfstæðisflokksins. Það kom til
tals, að þessi stjórn Alþýðu-
flokksins yrði þannig skipuð, að
í henni yrðu þrír þingmenn
flokksins og þrír utanþingsmenn
til þess að skapa henni hlutleys-
isblæ. Var þá hugmyndin sú að
fá þrjá embættismenn, ráðu-
neytisstjórana Gunnlaug Briem,
Jónas Haralz og Sigtrygg Klem-
enzson í stjórnina, en frá því var
horfið af eftirgreindum ástæð-
um samkvæmt því sem Agnar
Kl. Jónsson segir í bók sinni
Stjórnarráð íslands: „... því við
nánari athugun var álitið, að
stjórnin mundi hafa fullt eins
góða aðstöðu gagnvart Alþingi
með því að vera skipuð þing-
mönnum eingöngu, enda hafði
reynslan af utanþingsstjórn dr.
Björns Þórðarsonar sýnt, að
samvinna milli stjórnar utan-
þingsmanna og Alþingis hafði
ekki verið svo góð, að ástæða
væri til þess að gera tilraun með
stjórn, sem skipuð væri að hálfu
leyti þingmönnum og að hálfu
leyti embættismönnum."
Utanþingsstjórnin
Utanþingsstjórn dr. Björns Þórð-
arsonar var skipuð 16. desember
1942, en þann 3. nóvember hafði
fráfarandi forsætisráðherra Ól-
aíur Thors tilkynnt Sveini
Björnssyni ríkisstjóra, að hann
mundi segja af sér fyrir sig og
ráðuneyti sitt, þegar Alþingi
kæmi saman um miðjan nóv-
ember. Lagði Ólafur jafnframt
til, að reynt yrði að mynda
ríkisstjórn með stuðningi allra
flokkanna fjögurra, sem áttu
fulltrúa á þingi — þjóðstjórn.
Við hernám Danmerkur 9. apríl
1940 tók ríkisstjórn Islands sér í
hendur vald það, sem Danakon-
ungur hafði haft samkvæmt
sambandslögunum frá 1918 og
15. maí 1940 var samþykkt álykt-
un á Alþingi um að það skyldi
kjósa ríkisstjóra til eins árs í
senn til að fara með æðsta vald í
málefnum ríkisins. Ríkisstjóri
var fyrst kjörinn 17. júní 1940 af
Alþingi og hlaut Sveinn Björns-
son kosningu og síðan árlega,
þar til hann var kjörinn forseti
1944 eins og áður er lýst. Ríkis-
stjóri fór því með sama vald og
forseti nú og konungur áður.
Eftir að Ólafur Thors hafði lagt til
við ríkisstjóra 1942, að reynt
yrði að mynda þjóðstjórn, ræddi
ríkisstjóri við formenn allra
þingflokkanna og var síðan
stofnað til átta manna nefndar,
tveir frá hverjum þingflokki,
sem átti að undirbúa nýja ríkis-
stjórn. Nefndin komst ekki að
samkomulagi og 7. desember
1942 tilkynnti ríkisstjóri, að sér
hefði verið tjáð, að nefndin teldi
ekki möguleika á myndun sam-
stjórnar allra flokka. Skýrði
ríkisstjóri þá formönnum allra
þingflokkanna, að hann mundi
reyna aðrar leiðir til myndunar
nýrrar stjórnar.
Sneri ríkisstjóri sér nú til Haralds
Guðmundssonar forseta samein-
aðs Alþingis og fór þess á leit að
hann reyndi stjórnarmyndun.
Haraldur kannaði möguleika á
myr.dun stjórnar með þátttöku
eigin flokks, Alþýðuflokksins, og
Framsóknarflokks og Sósíalista-
flokks. En allt kom fyrir ekki og
11. desember skýrði Haraldur
ríkisstjóra frá því, að tilraun sín
^hefði ekki tekist.
Á meðan átta manna nefndin sat
að störfum, kom sú hugmynd
fram hjá Sósíalistaflokknum, að
ríkisstjóri skipaði svonefnda
utanþingsstjórn, þ.e.a.s. ópóli-
tíska stjórn embættismanna eða
annarra utanþingsmanna, er
færi með völd og framkvæmdi
ákvarðanir Alþingis, á meðan
verið væri að athuga möguleik-
ana á skipun þingræðislegrar
stjórnar. Framsóknarflokkurinn
tók hugmyndinni líklega en Al-
þýðuflokkurinn og þó sérstak-
lega Sjálfstæðisflokkurinn voru
andvígir þessari hugmynd. Gerði
Sjálfstæðisflokkurinn nú úr-
slitatilraun til að mynda þing-
ræðisstjórn. Hún reyndist ár-
angurslaus og var ríkisstjóra
skýrt frá því 15. desember. Seint
að kvöldi þess sama dags var
tilkynnt frá skrifstofu ríkis-
stjóra, að hann hefði ákveðið
skipun utanþingsstjórnar og var
hún formlega skipuð á ríkisráðs-
fundi daginn eftir 16. desember
1942. Dr. Björn Þórðarson lög-
maður í Reykjavík (þ.e. héraðs-
dómari í einkamálum og fógeti)
varð forsætisráðherra, Björn Ól-
afsson, stórkaupmaður, varð
fjármálaráðherra, Einar Arn-
órsson, hæstaréttardómari, varð
dómsmálaráðherra og Vilhjálm-
ur Þór, bankastjóíi Landsbanka
Islands, varð utanríkis- og at-
vinnumálaráðherra. Nokkrum
dögum síðar var dr. Jóhann
Sæmundsson, yfirlæknir,
skipaður fimmti maður í stjórn-
ina sem félagsmálaráðherra.
Jóhann Sæmundsson sat þó ekki
lengi í ráðherraembætti, því að
hann sagði af sér 19. apríl 1943,
þar sem hann vildi ekki una
þeim málalokum, sem frumvarp
ríkisstjórnarinnar um dýrtíðar-
ráðstafanir fékk hjá Álþingi.
Var frumvarpinu gerbreytt í
meðförum Alþingis. I september
1944 lagði ríkisstjórnin fram
nýtt frumvarp til laga um
dýrtíðarráðstafanir, eins og bar-
áttan við verðbólguna var þá
nefnd, gerði stjórnin þetta frum-
varp að fráfararatriði og sagði
síðan af sér 16. september 1944,
þegar þingið varð ekki við til-
mælum hennar um að sam-
þykkja frumvarpið eða benda á
nýja stjórn fyrir þennan dag.
Tíðar
stjórnarkreppur
Á síðara helmingi fimmta ára-
tugsins eru síðan tíðar stjórnar-
kreppur. Ólafur Thors myndar
nýsköpunarstjórnina með Al-
þýðuflokki og Sósíalistaflokki í
kjölfar utanþingsstjórnarinnar.
Hún situr í tvö ár og þegar hún
biðst lausnar verður stjórnar-
kreppa i rétt tæpa fjóra mánuði
eða þangað til Stefán Jóh. Stef-
ánsson myndar ráðuneyti sitt
„Stefaníu" 4. febrúar 1947 þ.e.
stjórn Alþýðuflokks, Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks.
Bæði 1944 og 1946/47 mynduðu
stjórnmálaflokkarnir svonefnd-
ar tólf manna nefndir til að
fjalla um stjórnarmyndanir. í
nefndunum áttu sem sé sæti þrír
menn frá hverjum flokki. Var
1944 fyrst reynt að mynda þjóð-
stjórn í tólf manna nefndinni
en þegar það tókst ekki fól
forseti Ólafi Thors fyrst umboð
til stjórnarmyndunar. Eftir að
nýsköpunarstjórnin baðst lausn-
ar sneri forseti sér strax til
fráfarandi forsætisráðherra Ól-
afs Thors og mæltist til þess, að
hann sem formaður stærsta
þingflokksins hefði forgöngu um
myndun nýrrar stjórnar. Sagðist
Ólafur ekki telja rétt, að hann
gerði tilraun til stjórnarmynd-
unar að svo stöddu né heldur að
hann benti á annan mann úr
Sjálfstæðisflokknum til þess.
Áleit Ólafur eðlilegra, að samtöl
yrðu hafin milli allra þingflokka
til að reyna að ná sem víðtæk-
ustu samkomulagi. Var þá stofn-
uð tólf rrianna nefnd að nýju eins
og 1944. Sat nefndin að störfum í
um það bil tvo mánuði, þá var
Ólafi Thors falið að reyna mynd-
un stjórnar og síðan Stefáni Jóh.
Stefánssyni, þegar Ólafi tókst
það ekki.
„Stefanía" sat til 2. nóvember 1949
en 14. nóvember það ár flutti
forseti íslands, Sveinn Björns-
son, ræðu við þingsetningu, þar
sem hann setti alþingismönnum
frest til 30. nóvember til að
mynda ríkisstjórn, því annars
mundi- hann líta svo á, að ekki
bæri að fresta því lengur, að
hann gerði tilraun til þess að
skipa nýtt ráðuneyti, sem Al-
þingi gæti þá hafnað eða sætt
sig við. Var Hermanni Jónas-
syni, formanni Framsóknar-
flokksins, sem unnið hafði á í
kosningunum þá um haustið,
fyrst falin stjórnarmyndun.
Síðan var Ólafi Thors falið að
gera tilraun til myndunar meiri-
hlutastjórnar. 24. nóvember 1949
tilkynnti Ólafur forseta, að slík
meirihlutastjórnarmyndun væri
óframkvæmanleg. Daginn eftir,
25. nóvember, bað forseti íslands
Ólaf Thors um að reyna að
mynda innanþingsstjórn, þótt
hún hefði ekki tryggðan fyrir-
fram stuðnings meirihluta Al-
þingis. Svaraði Ólafur tilmælum
forseta á þann veg 26. nóvember
á þá leið, að hann, í samræmi við
vilja flokks síns, tæki að sér að
mynda slíka stjórn og varð þá til
minnihlutastjórn Sjálfstæðis-
flokksins, sem fór frá eftir að
vantraust hafði verið samþykkt
á hana að tillögu Framsóknar-
flokksins 1. mars 1950.
Hugmyndin
um utanþings-
stjórn endurvakin
Forseti Islands fól Hermanni Jón-
assyni, formanni Framsóknar-
flokksins, að gera tilraun til
stjórnarmyndunar eftir að van-
trauststillaga flokksins á minni-
hlutastjórnina hafði hlotið sam-
þykki. Hermann vildi ekki taka
að sér að gera þessa tilraun, fyrr
en vitað væri hvort málefna-
grundvöllur væri fyrir hendi um
samstarf milli Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks um
lausn dýrtíðarmálanna. Her-
mann taldi síðan svar Sjálfstæð-
isfíokksins við tillögum sínum
svo neikvætt, að 6. mars til-
kynnti skrifstofa forseta, að
Hermann teldi þýðingarlaust, að
hann gerði tilraun til að mynda
meirihlutastjórn eins og sakir
stóðu.
Því sem síðan gerðist lýsir Agnar
Kl. Jónsson á þennan veg í bók
sinni Stjórnarráð íslands:
„Forseti Íslands mun nú hafa
þótt uggvænlega horfa um
myndun stjórnar af hálfu þing-
flokkanna. Hann sneri sér því
hinn 7. mars til Vilhjálms Þórs
forstjóra og bað hann um að
reyna að mynda blandaða stjórn
þingmanna og utanþingsmanna,
eða stjórn, sem nyti stuðnings
meirihluta þingsins. Tveim dög-
um síðar skýrði Vilhjálmur Þór
forseta frá því, að þetta væri
ekki hægt. Fól forseti honum þá
að mynda hreina utanþings-
stjórn. Hinn 11. mars, sem var
laugardagur, tilkynnti Vilhjálm-
ur Þór forseta, að hann væri
tilbúinn að taka þetta að sér, en
litlu síðar bárust forseta tilmæli
um að fresta stjórnarmyndun-
inni um sinn vegna nýrra samn-
ingaumleitana milli Framsókn-
arflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins, en svo stóð á þessu, að
daginn áður höfðu flokkarnir
hafið úrslitatilraunir til stjórn-
armyndunar innan Alþingis.
Stóðu nú fundir yfir sleitulaust
fram á sunnudagskvöld hinn 12.
mars, sem þá hafði náðst sam-
komulag um stjórnarmyndun í
aðalatriðum. Daginn eftir var
svo gengið endanlega frá sam-
komulagi flokkanna. Þennan áð-
urnefnda laugardag bauð Sjálf-
stæðisflokkurinn Framsóknar-
flokknum samstjórn undir for-
sæti óháðs manns, sem báðir
flokkar samþykktu. Að tillögu
Hermanns Jónassonar var Sjálf-
stæðisflokknum síðar gert það
tilboð, að stjórnin yrði mynduð
undir forystu forseta sameinaðs
Alþingis, Steingríms Steinþórs-
sonar, og var treglega tekið
undir það fyrst, en þó að lokum á
það fallist, jafnframt því, að
hvor flokkur um sig hefði þrjá
ráðherra, og tóku formenn
beggja flokka, þeir Hermann
Jónasson og Ólafur Thors, sæti í
hinni nýju stjórn. Á þennan hátt
tókst að mynda innanþings-
stjórn á þingræðisgrundvelli, og
var hér um stjórn að ræða, sem
hafði sterka stöðu í þinginu, þar
sem að henni stóðu báðir
stærstu flokkar þess með 36
þingmenn af 52."
Mismunandi
aðferðir
Hér hefur verið stiklað á stóru um
þær aðferðir, sem forseti hefur
beitt við stjórnarmyndanir. Eins
og áður sagði eru engar reglur,
sem binda hendur hans og ræður
því persónulegt mat þess, sem í.
forsetaembættinu situr á hverj-
um tíma, hvaða leiðir hann
velur.
Einmitt, þessa dagana reynir mjög
á þennan mikilvægasta þáttinn i
störfum forseta íslands. Allir
stjórnmálaflokkarnir hafa feng-
ið umboð til að reyna myndun
meirihlutastjórnar en án árang-
urs. Umtalið um utanþings-
stjórn hefur magnast. Forseti
veitir nú stjórnmálaforingjun-
um áreiðanlega frest til þess að
reyna að mynda innanþings-
stjórn, áður en næsta skref er
stigið. Miðað við þá inngrónu
andúð, sem stjórnmálamennirn-
ir hafa jafnan haft á því, að
menn utan þings settust í ráð-
herrastóla, verður að álykta sem
svo, að nú eins og fyrr á árum
muni stjórnmálamennirnir ekki
gefast upp fyrr en í fulla hnef-
ana. í grein sinni Þingræði á
Islandi segir Bjarni Benedikts-
son: „Það er því ljóst, að eftir
reynslu áranna 1942—1944 ráð-
gerir forseti á ný utanþings-
stjórn þá fyrst, þegar reynt er,
að minnihlutastjórn fær ekki
staðist og stjórnarmyndunarþóf-
ið hafði raunverulega varað
marga mánuði." Með þessu vísar
Bjarni til þess, að ekki var reynt
að mynda utanþingsstjórn 1950
fyrr en eftir að minnihlutastjórn
Olafs Thors hafði setið og hlotið
vantraust. Sé hér mótuð starfs-
regla fyrir forseta íslands er
ljóst, að dr. Kristján Eldjárn á-
enn eftir að leyfa stjórnmálafor-
ingjum að spreyta sig á minni-
hlutastjórn, áður en hann reynir
að mynda utanþingsstjórn.
Ásgeir
Ásgeirsson
forseti
frá 1952
til 1968.
Kristján
Eldjárn
forseti
frá 1968