Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 47 Fjárlögum mót- mælt í Israel Jerúsalem — 28. janúar — AP RÍKISSTJÓRN ísraels sam- þykkti á sunnudag fjárlagafrum- varp fyrir fjárhagsárið sem hefst 1. april næstkomandi, og er þar kveðið á um verulegan niður- skurð á ríkisútgjöldum. Djúp- stæður ágreiningur hefur verið í stjórninni um einstakar aðgerð- ir. Um 100.000 launamenn fóru ekki til vinnu á sunnudag í mótmælaskyni við frumvarpið og til að leggja áherzlu á kröfur um nýja kaupsamninga. Við þessar aðgerðir lokuðust alþjóðaflugvell- ir og hafnir við Miðjarðarhaf, rafmagnstruflanir urðu og síma- bilanir. Landamærin á Sinai opnuð Tel Aviv, 28. janúar. AP. EGYPTAR og ísraelsmenn opn- uðu landamæri sín í gærkvöldi og ferðamenn frá Tel Aviv og Kaíró fóru yfir landamæri ísraels og Sinai-skaga sem er á valdi Eg- ypta. Þar með hefur verið opnuð íeið á landi sem hefur verið lokuð í 31 ár. Ferðamennirnir fóru yfir landamærin við eftirlitsstöð ná- lægt E1 Arish, en þeir fengu ekki að halda áfram. Herstjóri Egypta á Sinai-skaga, Mohammed Hass- an Shawkat. sagði ísraelska út- varpinu að samkvæmt egypzkum reglugerðum yrðu allir ferða- menn að hafa vegabréfsáritanir og í ljós hefði komið að margir þeirra hefðu ekki haft slíkar áritanir. Útvarpið sagði að skipuleggjandi ferðarinnar' hygðist reyna að fá vegabréfsáritanir handa hópnum í egypzka sendiráðinu á Kýpur. Tveir menn, Þjóðverji og Frakki, fóru yfir landamærin frá Egyptalandi, en von var á níu öðrum ferðamönnum frá Kaíró síðar. Egypzkir samningamenn komu í dag til Tel Aviv með tillögur um heimastjórn Palestínumanna á vest- urbakka Jórdan og Gaza-svæðinu sem svar við áætlun sem Israelsm- enn lögðu fram fyrir hálfum mánuði. Egypzki sendiherrann Ezzat Ab- del Latif, formaður sendinefndar- innar, sagði að Egyptar vildu ná árangri með tillögunum, en neitaði að greina frá innihaldi þeirra. Aðal- samningamaður Bandaríkjanna, Sol Linowitz, er væntanlegur til ísraels á morgun til þátttöku í fundi um heimastjórn á fimmtudag og föstu- dag. Gert er ráð fyrir því að í áætlun Egypta sé hvatt til þess að heima- stjórn Palestínumanna fái víðtæk völd. En samkvæmt tillögu ísraels- manna, sem Egyptar höfnuðu fyrir hálfum mánuði, er heimastjórn Pal- estínumanna takmörkuð og gert ráð fyrir að Israelsmenn fari með utan- ríkis- og öryggismál. íraelskir embættismenn furðuðu sig á því í dag að Egyptar hafa farið fram á að frestað verði för ísraelskra diplómata til Kaíró til að opna sendiráð. Diplómatarnir áttu að fara til Kaíró í morgun, en beiðni Egypta barst seint í gær. Fyrrum yfirmaður leyniþjónustu S-Kóreu, Kom Jae-Kyu, annar frá vinstri, og Kim Kae-Won, fyrrum ritari Parks forseta, hlýða á dauðadóma, sem voru kveðnir upp yfir þeim vegna morðsins á Park fyrrum forseta S-Kóreu. Símamynd ap. London — 28. janúar — AP. BREZKIR ráðherrar munu samþykkja í þessari Tito biður Carter um að heita aðstoð New York, 28. janúar. AP. BANDARÍSKA fréttatímaritið Time segir að Josip Broz Tito, Júgoslavíuforseti, hafi nýlega beðið Jimmy Carter forseta um fullvissu þess efnis að Banda- ríkjamenn ofurseldu ekki þjóð hans Rússum ef þeir réðust á land hans eftir lát hans og fengið jákvætt svar. Carter sagði að sögn blaðsins að Bandaríkin mundu koma Júgósla- víu til hjálpar ef Rússar gerðu innrás í landið, en orðalag skuld- bindingar Carters var vísvitandi haft óljóst. Time segir að Banda- ríkin hafi ekki aðstöðu til að senda herlið til landsins en geti veitt því aðstoð á sjó og í lofti. Áskorun Titos fylgir í kjölfar íhlutunar Rússa í Afganistan og veikinda hans sjálfs. Læknar hans sögðu í dag að hann væri farinn úr gjörgæzludeild sjúkrahússins í Ljubljana og væri nú á hjarta- og blóðsjúkdómadeild sjúkrahússins. Hætt verður við að gefa út daglegar tilkynningar um líðan Titos þar sem hann er talinn á eðlilegum batavegi. Það er talið til marks um að forsetinn er að ná aftur fullri heilsu að hann ræddi um helgina við landvarnaráðherra sinn, Nikola Ljubicic hershöfð- ingja, og aðra ráðamenn. viku að lögð verði göng undir Ermarsund milli hafnarborganna Dover og Calais að sögn brezka blaðsins Sunday Tele- graph. Áform um slík járn- brautargöng voru lögð á hilluna 1975 þegar Verka- mannaflokkurinn var við völd þar sem stjórn hans vildi ekki veita samþykki sitt. Áætlunin verður fjár- mögnuð með framlögum frá einkaaðilum, en gert er ráð fyrir fjárhagsaðstoð frá Efnahagsbandalaginu. Stefnt er að því að járn- brautargöngin verði tekin í notkun 1988. Dauðadómur staðfestur Seoul. 28. janúar. AP. ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL stað- festi í dag dauðadóma yfir Kim Jae-Kyu fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu S-Kóreu og fimm öðrum vegna morðsins á Park Chung-Nee forseta 26. októher siðastliðinn. Y f irburðir Sovétmanna Skara — Svíþjóð 26. janúar — AP SOVÉTMENN urðu í dag Evrópu- meistarar í sveitakeppni í skák. Þeir sigruðu Júgóslava í síðustu umferðinni með 4,5 vinningum gegn 3,5 vinningum. Þeir hlutu 36,5 vinninga. I öðru sæti urðu Ólympíumeistarar Ungverja með 29 vinninga. Bretar höfnuðu í þriðja sæti með 28,5 vinninga, Júgóslavar í fjórða sæti með 28, þá komu Búlgarar með 27,5, Tékkar með 26, Israelar með 25 og Svíar höfnuðu í áttunda sæti með 23,5 vinninga. Ungverjar sigruðu Breta í síðustu umferðinni, 5—3, Búlgarir sigruðu ísraelsmenn 6—2 og Tékk- ar og Svíar gerðu jafntefli 4—4. Göng undir Ermarsund Veður Akureyri -11 léttskýjað Amsterdam 5 heiðskírt Aþena S heiðskírt Barcelona 12 þokumóða Berlín -5 heiðskírt BrUssel 5 skýjað Chicago -11 skýjaö Dublin 6 rigning Feneyjar 5 léttskýjaö Frankfurt 5 snjókoma Genf S heiðskírt Helsinki -16 heiðskírt Jerúsalem 12 heiðskírt Jóhannesarborg 25 heíóskírt Kaupmannahöfn-4 skýjaö Las Palmas 19 léttskýjað Lissabon 20 heiðskírt London S skýjað Los Angeles 16 rígning Madrid 19 heiöskírt Mallorca 12 skýjað Malaga 1? alskýjaö Miami 24 skýjað Moskva -15 heiðskírt New York 1 heiðskírt Ósló -5 skýjað Parls 5 heiðskírt Reykjavík 2 skýjaö Rio de Janeiro 31 skýjað Rómaborg 10 heiðskirt Stokkhólmur -7 heiðskírt Tel Aviv 18 heiðskírt Tókýó 19 heiðskírt Vancouver -5 skýjað Vínarborg 12 heiöskírt Bandaríska Ólympíunefndin vill að OL verði fluttir, frestað eða aflýst Washington, Paris, London. 28. janúar. AP. ÓLYMPÍUNEFND Bandaríkj- anna samþykkti með öllum at- kvæðum á fundi sínum um helgina að leggja til að Olymp- íuleikarnir í Moskvu verði færð- ir frá Moskvu, þeim frestað eða jafnvel aflýst, vegna innrásar Sovétríkjanna í Afganistan. fari svo, sem líklegt þykir, að Alþjóða Ólympíunefndin hafni ósk bandarísku ólympíunefnd- arinnar, . kemur nefndin á ný saman til fundar og ákveður hvort bandariskir íþróttamenn verði sendir til leikanna eða ekki. Talsmaður Carters forseta skýrði frá því um helgina að stjórnir um 30 ríkja hefðu til- kynnt Bandaríkjastjórn að þær myndu leggja til að íþróttamenn þeirra færu ekki til Moskvu. Augusto Pinochet forseti Chile sagði í dag að Chile mundi ekki senda íþróttamenn til leikanna í Moskvu, og varaforseti Ólympíu- nefndar Formósu sagði að nefndin mundi styðja tillögu bandarísku Ólympíunefndarinn- ar um flutning, frestun eða aflýsingu leikanna. Ólympíu- nefnd V-Þýzkalands frestaði hins vegar að taka ákvörðun um hvort íþróttamenn yrðu sendir til Moskvu. Willi Daume forseti nefndarinnar sagði, að stjórn- málaþróunin í heiminum hefði verið það hröð síðustu daga, að nauðsynlegt væri að fresta ákvarðanatöku um sinn. Hann sagði að við endanlega ákvörðun yrði að taka fullt tillit til óska stjórnvalda í Bonn. íþróttaráðherra Frakklands sagði í dag að meirihluti frönsk- umælandi Afríkuþjóða væri að svo komnu málu hlynntur þátt- töku í leikunum í Moskvu, en tekin yrði lokaákvörðun síðar og þá að höfðu samráði við frönsk stjórnvöld. Ein þessara þjóða, Djibouti, hefur ákveðið að senda ekki íþróttamenn til Moskvu. Þá hafa Ólympíunefndir Belgíu og Póllands ákveðið að senda íþróttamenn til Moskvu, og ráðherra í stjórn Indónesíu sagði að það yrði hlutverk þar- lendra yfirvalda að skera úr um hvort íþróttamenn yrðu sendir til Moskvu eða ekki, en fyrst yrði málið athugað gaumgæfilega. David Shaw formaður brezka frjálsíþróttasambandsins sagði í dag að íþróttamenn yrðu sjálfir að gera upp við sig hvort þeir færu til Ólympíuleikanna í Moskvu, sambandið mundi styðja á bakið við þeim sem vildu fara, og fullur skilningur væri fyrir hendi á afstöðu þeirra sem teldu sig ekki geta farið samvizku sinnar vegna. Franska íþróttablaðið L’Eq- uipe sendi skeyti í dag til Carters Bandaríkjaforseta, Brezhnevs forseta Sovétríkjanna og Killanins lávarðs, forseta Alþjóða Ólympíunefndarinnar, þar sem óskað var að framtíð leikanna yrði tryggð þrátt fyrir núverandi andstöðu við leikana í Moskvu. Blaðið hvatti til þess að leikarnir færu fram í Moskvu eins og fyrirhugað væri, en hvorki væru leiknir þjóðsöngvar né þjóðfánar dregnir að húni við verðlaunaafhendingu, eða við önnur tækifæri meðan á leikun- um stæði. Sagði í skeytunum að 10.596 manns hefðu undirritað áskorun af þessu tagi. Brendan Byrne fylkisstjóri í New Jersey lagði í dag til að Ólympíuleikarnir færu fram í sumar á New York Jersey svæð- inu, þar sem næg aðstaða væri þar fýrir hendi. Fulltrúi í Alþjóða Ólympíu- nefndinni sagði í dag að ekkert nema heimsstyrjöld eða nátt- úruhamfarir gætu úr þessu kom- ið í veg fyrir að Ólympíuleikarn- ir yrðu haldnir í Moskvu í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.