Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 J Steingrímur Hermannsson: Þetta verður að ganga á næstu 4 til 5 dögum EINS OG fram kemur á baksíðu Morgunblaðsins í dag eru líkur á því að forsetinn muni gefa stjórnmálaflokkunum frest til þess að koma sér saman um myndun rikisstjórnar. í gær var búizt við því að hann myndi ekki fela neinum sérstökum stjórnarmyndun, heldur fara fram á að flokkarnir könnuðu þá möguleika, sem eftir væru. Væru síðan möguleikar á samkomulagi, myndi hann fela ákveðnum aðila stjórnarmyndun. Hér fer á eftir umsögn tveggja flokksformanna um þá möguleika, sem virðast ókannaðir. Lúðvík Jósepsson, formaður Al- Steingrímur Hermannsson for- þýðubandalagsins kvaðst gera ráð maður Framsóknarflokksins kvað fyrir að formenn flokkanna færu nú að ræða sín í milli stöðuna og kæmi þá betur í ljós, hvort þeir vilja ganga til athugana á þjóðstjórn nánar eða hvort enn eru á ferðinni fleiri möguleikar. Þeir væru hugs- anlegir og auðvitað kvað hann ekki rætt um þjóðstjórn, fyrr en þeir væru allir afskrifaðir af flokkunum. Lúðvík benti á að eðlilega ræddu menn nú um samstjórn Alþýðu- flokks og Sjáifstæðisflokks. Hann kvað það vera meirihlutastjórn, þar sem hún gæti varizt vantrausti á Alþingi, „þótt hún eigi í smávanda í annarri deildinni, þá breytir það ekki því að hún hefur meirihluta í sameinuðu þingi, þar sem m.a. er gengið frá fjárlagafrumvarpi. Því ætti ekki að þurfa að standa á því. Spurningin væri því, hvort flokk- arnir teldu þetta heppilegt fyrir sig.“ Þá kvað Lúðvík enn eftir að ræða möguleikann á samstjórn Alþýðubandalags, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, en hann kvaðst ekki hafa mikla trú á að samkomu- lag tækist um slíka stjórn. „Þó hefur sá möguleiki ekkert verið ræddur ennþá og því enginn dómur fallinn um hana.“ nú alla flokka búna að setja fram tillögur sínar, suma reyndar fyrri og síðari tillögur. „Nú liggur það allt á borðinu, allir hafa fengið tækifæri til að auglýsa sína stefnu og nú finnst mér að þetta verði að ganga á 4 til 5 dögum eða ekki og er ekkert því til afsökunar. Ég ætla ekki að spá einni stjórn fremur en annarri, Við munum taka þátt í að skoða þær stjórnir, þar sem okkar nafn ber á góma og við útilokum ekkert. Okkur er engiiíú^unimg í að vinstri stjórnin er efst á blaði hjá okkur og er það enn, þótt við viðurkennum staðreyndir. Við höf- um líka rætt um stjórn með Sjálf- stæðisflokki og Alþýðubandalagi, en okkur er sagt að sjálfstæðis- menn útiloki hana, þótt það komi ekki fram opinberlega. Þá er rætt um þjóðstjórn. Hún nær ekki mikl- um áfanga, en gæti kannski þokað verðbólgunni eitthvað niður á við og haldið vinnufrið. Þá er hún reynandi, en háð samstarfi eins og alltaf. Teljum við að skoða beri þessa möguleika á næstu dögum og síðan að hrökkva eða stökkva." Eskifjörður: Eskifirði. 28. janúar. ESKFIRÐINGAR héldu sitt árlega þorrablót um helgina. Mikið fjöl- menni sótti blótið og sátu um 400 manns borðhaldið. Mörg skemmti- atriði voru flutt, en þau voru að mestu leyti hefðbundin. Skemmtu menn sér hið bezta fram undir morgun, en blótinu lauk um fjög- urleytið. Veður var hið fegursta um helgina hér austanlands og notuðu fjölmarg- ir sér góða veðrið til skíðaiðkana við hina nýju skíðalyftu undir Odds- skarði. Aðsókn er mjög mikil í skíðalandið og fjölmenni allar helg- ar. Jón Kjartansson kom með fyrstu loðnuna á vertíðina hingað til Eski- fjarðar í gær. Var hann með full- fermi, um 1100 lestir. —Ævar. Ljósm.: Kristján Einarsson. Herranótt M.R. er í kvöld HERRANÓTT Menntaskólans í Reykjavík er í kvöld, og munu menntskælingar frumsýna leik- ritið Umhverfis jörðina á áttatíu dögum í Austurbæjarbíói klukk- an 20.30. Herranótt er gamall siður í skólanum eins og flestum er kunn- ugt, en flestar hefðir og siðvenjur íslenskra menntaskólanema eiga rætur sínar að rekja til gamla Latínuskólans og síðar Mennta- skólans í Reykjavík. Myndin var tekin á „generalprufu" í gær- kvöldi. íscargo hyggst færa út kvíarnar: Sækir um leyfi til áætlun- arflugs með farþega milli Reykjavíkur og Rotterdam Þorranum blótað og fyrsta loðnan brædd ÍSCARGO mun nú allra næstu daga sækja um leyfi til farþegaflugs milli Reykjavíkur og Rotter- dam í Hollandi, að því er Kristinn Finnbogason framkvæmdastjóri íscargo sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gærkvöldi. Kristinn sagð- ist í gærkvöldi ekki geta tjáð sig nánar um málið að svo stöddu, en sagði þó að ekki væri ætlunin að fljúga þessa flugleið með farþega á þeim vélum sem félagið ætti nú. Ef af verður, verður þetta í fyrsta skipti sem flogið verður milli íslands og Hollands í beinu áætlunarflugi. Þá sagði Kristinn að sótt yrði um leyfi til áætlunar- flugs með vörur milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar. Nú þegar hefur íscargo leyfi til áætlunar- flugs milli Bandaríkjanna og íslands, og Bretlands og Islands. Hin nýja Electraflugvél félags- ins mun hefja flugferðir á morg- un, miðvikudag, að sögn Kristins. Flýgur vélin í fyrramálið til Southend við London, og þaðan til Rotterdam í Hollandi. Síðan fer vélin meðal annars til Grikklands, og þá til New York eftir viðdvöl hér. Sagði Kristinn að vélin yrði framvegis í tveimur ferðum viku- lega til Evrópu og einu sinni í viku færi hún til Bandaríkjanna. íslenzka andófsnefndin: Áskorun til íslenzku ólympíunefndarinnar ÍSLENZKA andófsnefndin hef- ur sent Morgunblaðinu eftirfar- andi áskorun til íslenzku ól- ympiunefndarinnar, sem á morgun, miðvikudag, mun fjalla á fundi sínum um þátt- töku íslenzkra íþróttamanna í Ólympiuleikunum í Moskvu: Við undirrituð í íslenzku and- ófsnefndinni skorum á íslenzku Ólympíunefndina að hætta við að senda íþróttamenn á fyrir- hugaða Ólympíuleika í Moskvu í ár, en vinna heldur að því samráði við Ólympíunefndir annarra þjóða að halda þá í Grikklandi nú í ár og jafnvel framvegis. Við teljum, að íslenzkir íþróttamenn eigi ekki að hjálpa valdsmönnum í ráðstjórnarríkj- unum til þess að sýnast fyrir heiminum. Þeir hafa framið hvert mannréttindabrotið af öðru síðustu árin, haft mann-' réttindaákvæði Helsinkisátt- málans að engu, en kunnast er það að þeir tóku fyrir nokkrum dögum frelsið af andófsmann- inum og vísindamanninum And- rei D. Sakharov. Þeir sendu einnig nýlega her inn í ná- grannaríki sitt, Afganistan, og höfðu þannig alþjóðalög að engu. Það er rétt, að íþróttir og stjórnmál eru sitt hvað. En valdsmennirnir í Ráðstjórn- arríkjunum hafa nú síðasta árið fyrir Ólympíuleikana reynt að „hreinsa“ Moskvu af öllum and- ófsmönnum og gefið leikunum þannig stjórnmálagildi. Minna má og á það, að íþróttir eru ríkisreknar í Ráðstjórnarríkjun- um. Þær eru til dýrðar valds- mönnunum, en ekki vegna áhuga einstaklinga. Hugsjón ólympíu- leikanna er þannig varla til í Ráðstjórnarríkjunum. Með því að senda íþróttamenn til Moskvu í ár eru menn að leggja blessun sína yfir allt þetta, þeir eru í rauninni að rugla saman íþrótt- um og stjórnmálum, en ef Ól- ympíuleikarnir eru fluttir til Grikklands og verða þar fram- vegis, er þeim haldið fyrir utan stjórnmálaþrætur. Við undirrituð sendum ykkur þessa áskorun í þeirri von, að harmleikurinn í Berlín 1936, þegar lýðræðisþjóðirnar hjálp- uðu nazistum til að halda leik- ana þeim til dýrðar, verði ekki endurtekinn í Moskvu 1980. Inga Jóna Þórðardóttir, Friðrik Friðriksson, Óskar Einarsson, Guðmundur H. Frímannsson, Gunnar Þorsteinsson. Forráðamenn íscargo við hina nýkomnu Electraflugvél á Reykja- víkurflugvelli, talið frá vinstri: Kristinn Finnbogason framkvæmda- stjóri, Hermann Slmon þjálfunarflugmaður, og lengst til hægri er Árni Guðjónsson hrl. formaður stjórnar félagsins. Ljísm. mm. ói. k. m. Leituðu folalds, en fundu 2 lömb Vogum, Mývatnssveit, 28. janúar. í OKTÓBERMÁNUÐI síðastliðn- um urðu fjárleitarmenn varir við folald í Grafarlöndum. Ekki tókst að handsama það þá. í ljós kom að folald þetta var úr Möðrudal og hafði það skömmu áður verið tekið undan móður- inni suður í Arnardal og sett til hesta þar á túninu. Morguninn eftir var það horfið. Svo var það fyrir nokkru, að leitarmenn urðu varir við að folald þetta hafði haldið til ein- hvern tíma í svokallaðri Fjallagjá. Ekki tókst þó að finna það í þeirri ferð. Um síðustu helgi var gerð leit austur fyrir Nýjahraun og fundust þá 2 lömb, en folaldið fannst ekki enn. Að sjálfsögðu var komið með lömbin til byggða. Folaldið hefur því enn ekki verið handsamað og óvíst hvort það verður. - kristjén.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.