Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980 CRUYFF sá tekjuhæsti í knattspyrnunni Fáir knattspyrnumenn hafa sýnt slíka snilli á vellinum eins og Hollend- ingurinn fljúgandi eins og Cruyff hefur stundum ver- ið kallaður. Og þrívegis hlaut hann titilinn knattspyrnumaður Evr- ópu. Ilann þykir hafa allt til að bera sem prýðir afburðaknattspyrnumann. Cruyff á fullri ferð með boltann. á gervigrasinu sem hann er ekki alltof hrifinn af. Það er ekki sambærilegt að leika á alvörugrasi og gervigrasi segir hann. Gervigrasið gerir fótboltann ekki eins skemmtilegan. JOHAN Cruyff hefur farið vel með hinn frábæra árangur sem hann hefur náð á knattspyrnu- sviðinu á ferli sínum. Eftir að hann hafði mætt heimsúrvali undir stjórn Cesar Menotti sem leikmaður New York Cosmos, var það mál manna að hann myndi ekki leika knattspyrnu í Banda- rikjunum með öðru liði heldur en NYC. Það vakti því feiknalega athygli þegar tilkynnt var að hann væri á förum til Los Angel- es Aztecs. sérstaklea þar sem kveðjuleikur hans með Ajax gegn Bayern Munchen var nýafstaðinn og lauk með ósköpum, Bayern vann 7—0 og menn töldu ferli Cruyffs vera lokið. 1 þokkabót hafði stjórn Cosmos sett rosalega fjárhæð upp hverjum þeim er kynni að hafa hug á að kaupa Cruyff, 600.000 Bandaríkjadali. En LA Aztecs höfðu átt leyni- legar viðræður við Cosmos og komist var að samkomulagi. Cruyff hafði sjálfur mikinn hug á að fara til LAA, enda var þar við stjórnvölinn Rinus Michels, en þeir Cruyff og Michels höfðu áður starfað saman í 6 ár hjá Ajax og önnur tvö hjá Barcelona. Einnig hafði Michels stjórnað landsliði Hollands í heimsmeistarakeppn- inni í Vestur-Þýskalandi árið 1974, en þar komust Hollendingar í úrslitleikinn eins og kunnugt er, en töpuðu þar överðskuldað fyrir Vestur-Þjóðverjum. Cruyff vissi því að hverju hann gekk, er hann fór til Aztecs. Koma Cruyff til LAA var til- kynnt skömmu áður en liðið lék gegn Rochester-liðinu frá Minne- sota. Fyrir vikið komu 3000 manns fleira á völlinn hjá LAA heldur en nokkru sinni fyrr, eða um 10.000 manns. Og Cruyff var ekki lengi að vinna hug og hjörtu fólksins, hann skoraði mark strax á átt- undu mínútu leiksins og bætti öðru við skömmu síðar. LAA vann leikinn örugglega, allir voru ánægðir, ekki síst Cruyff sjálfur sem fékk háar prósentur af inn- komunni. Fyrir tveggja ára tíma- bil fékk Cruyff í sinn hlut 6 milljónir og ef hann kýs að halda áfram að leika með liðinu renna í vasa hans 3 milljónir í viðbót, en allt þetta er mun hærri upphæð heldur en kóngurinn sjálfur Pele fékk á sínum tíma. Þeirri spurningu hefur verið varpað fram, hvers vegna Cruyff „Sveik" New York Cosmos. Þessari spurningu hefur Cruyff svarað á eftirfarandi hátt: „Ég kaus Kali- forníu vegna þess að hér get ég gert meira til þess að útbreiða knattspyrnu í Bandaríkjunum. Einnig kaus ég Kaliforníu vegna hins frábæra loftslags sem hér ríkir. Auk þess hitti ég fyrir Tekst Gruyff að magna knattspyrnuáhugann í Los Angeles í Kaliforníu Johann Cruyff ræðir við Trevor Francis Forest en hann lék í Bandarikjunum síðast iiðið sumar við góðan orðstír og fékk góðan skilding í vasann fyrir eins og fleiri. gamlan vin minn Rinus Michels, en við höfum starfað saman í mörg ár.“ Svo mörg voru þau orð. Cruyff hefur átt mjög auðvelt með að falla inn í lið LAA, ekki síst vegna þess að þar eru margir Hollendingar. Má þar geta auk Michels, Wim Surbier, miðvörður- inn sterki. Þá gamall félagi Cruyff frá Ajax, Van Veen 32 ára, einnig Hubert Smeet 25 ára fyrrum leikmaður MVV Maastrich og loks 22 ára gamall leikmaður frá FC Amsterdam, Thomas Royer. Forráðamenn Cosmos voru þrátt fyrir allt hressir, enda fengu þeir háa fjárupphæð fyrir Cruyff, en borguðu honum ekkert af kaupverðinu eins og annars tíðkast. Auk þess á Cosmos enn flestar sínar stjörnur og má þar nefna nafna Cruyff og félaga Johan Neeskens, Franz Becken- bauer, Fransisko Marhino, Giorg- io Chinaglia, Carlos Alberto go Wim Rijsbergen, sá er rak olnbog- ann í kviðinn á Matta Hallgríms á Laugardalsvellinum fyrir nokkr- um árum sællar minningar. Auk þess eru fjármálaspekúlantar Cosmos farnir að eltast við nýjar stjörnur og eru þeir hættir að einskorða sig við eldri snillinga sem eru að ljúka ferli sínum. Má í því sambandi geta þess að efsti • L.A. Aztecs eru tilbúnir að gera fimm ára samning við Cruyff hafi hann áhuga. Og þá eru engir smáaurar í boði. Ahorf- endafjöldinn að íeikjum Aztecs hefur margfaidast síðan hann byrjaði að leika með félaginu. Og Cruyff hefur öðlast miklar vin- sældir meðal áhorfenda. — Það er alveg óvíst hvenær ég legg skóna á hilluna segir Cruyff, ég hef enn mikla ánægju af því að leika knattspyrnu. leikmaður á óskalista Cosmos er ítalski landsliðsmiðherjinn Paolo Rossi, sem er ekki nema rétt rúmlega tvítugur. Má því glöggt sjá að knattspyrna í Bandaríkjun- um er farin að slá um sig seðlum í enn frekari mæli en áður. Félögin gráta það ekki þó að þau missi stjörnur sínar, jafnvel þó að þær heiti Johan Cruyff. Fjárráðin eru svo rosaleg að bandarísku félögin geta freistað hvaða knattspyrnu- manns í heiminum sem er. Nú líður Johanni Cruyff vel og hafi hann orðið fyrir einhverjum vonbrigðum og leiðindum á ferli sínum, getur hann nú gleymt þeim. Cruyff sagði sjálfur, að hann hefði valið Kaliforníu m.a. vegna þess að þar væri meiri möguleiki á því að vinna að útbreiðslu knattspyrnunnar í Bandaríkjunum. Verður nú fróð- legt að sjá hvort honum verður eitthvað ágengt og hvort snilli hans magnar áhuga í skólum, þar sem ungir Ameríkanar taka mikl- um framförum. Samantekt — þr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.