Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 10
10 Aðalfundur Sí MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 Samþykkti einróma „Korchnoi- áskorunina“ EFTIRFARANDI tillaKa var samþykkt á aðallundi Skáksam- hands íslands hinn 30. maf sl.: Eftirtaliin skáksambönd, sem eiga aðild að Skáksambandi Norð- urlanda, minna á einkunnarorð FIDE: „GENS UNA SUMUS“. „í tilefni þess, að heimsmeist- araeinvígið í skák stendur senn fyrir dyrum og regluKerð þess kveður á um, að aðstaða keppenda skuli í hvívetna vera jöfn, lýsa stjórnir skáksambandanna yfir því, að þær álíta ekki, að svo geti talist, á meðan bandamenn annars keppandans hefta fjölskyldu hins í •að fara ferða sinna. Því skora skáksambandsstjórn- irnar á FIDE og Skáksamband Sovétríkjanna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áskorandanum leyfi til þess að fá fjölskyldu sína til sín, svo að hún geti búið saman þar sem hún kýs, og gera þar með heimsmeistaran- um kleift að heyja einvígið við áskorandann við heiðarlegar og jafnar aðstæður." Tillaga þessi var fyrst lögð fram á stjórnarfundi Skáksambands Norðurlanda í Herning í Dan- mörku 7. mars sl., og var henni þá vísað til aðildarsambandanna. Skáksamband íslands hefur því nú samþykkt áskorun þessa ein- róma á aðalfundi sínum, eins og fyrr greinir, og hefur stjórn SI sent hana í enskri þýðingu til stjórnar Skáksambands Norður- landa, segir í frétt frá SI. * ,y\kvörðun má alls ekki dragast" „MÓTUN iðnaðarstefnu er for- senda þess að mótuð verði mark- viss stefna i orkunýtingu." sagði orkustjóri i erindi um „grund- vallaratriði við mótun íslenskrar orkumálastefnu" á Orkuþingi. „Þarf í því sambandi að gera sér glögga grein fyrir hlutverki orkufreks iðnaðar .í iðnaðarupp- byggingunni í heild. Ljóst er, að í því efni þarf að mörgu að hyggja ... En þótt vanda verði vel til verka í þessu efni má slík heildarstefnumörkun í iðnaði og ákvörðun á hlut orkufreks iðnaðar i henni alls ekki dragast mikið á langinn." — Ég heíi alla tíð verið félagslyndur og gegnum árin blandað mér í ýmis félagsmál, enda álít ég að þeir sem skipta sér ekkert af félagsmálum geri ekki skyldu sína og mér finnst félagsmálastarf vera eins konar melting hugsjón- anna þegar menn eru hvattir af meðbræðrum sínum. segir séra Friðrik Aðalsteinn Friðriksson, sem er 85 ára í dag, en auk afmælis síns minnist hann ýmissa annarra áfanga um þessar mundir; liðin eru 65 ár frá því hann varð stúdent og í haust eru liðin 60 ár frá því hann lauk guðfræðiprófi frá Ilá- skóla íslands. Og eins og sr. Friðrik sagði hefur hann auk prestsstarfsins sýslað við margs konar félagsmál, svo sem tónlistarmál, skólamál og önnur menningarmál, en áður en „Eg hefi alla tíð verið félagslyndur“ hann minnist á nokkuð af því rekur hann stuttlega feril sinn sem prestur: — Prestsstörf mín hóf ég i byggðum íslendinga vestur í Kanada, er ég vígðist til safnaða í Saskatchewan haustið 1921 og var ég þá búsettur í Wynyard. Þar var ég í rúmlega 9 ár og síðan 3 ár í Blaine í NV-horni Bandaríkjanna eða alls 12 ár vestra, nokkru lengri tíma en ég hafði ráðgert. Ég var ráðinn til þriggja ára, en þá skall á okkur hin voðalegasta kreppa og ekki var um það að ræða að fara heim. Þá var ég líka kominn með fjölskyldu og ekki batnaði ástand- ið eftir 1930 þegar við vorum komin til Bandaríkjanna. En þó var alltaf hugsað til heimferðar og þar kom að við höfðum aurað saman í ferð fyrir konuna og börnin og varð ég síðan eftir vestra í ellefu mánuði í viðbót til að vinna fyrir skuldunum áður en ég komst sjálfur. Árið 1933 var mér veitt Húsavík og hér starfaði ég til ársins 1962, en þá kenndi ég nokkurs lasleika og taldi rétt að hætta. Þó liðu ekki nema um tvö ár þar til ég tók að mér starf að nýju, og þá hér í nágrannabyggð, í Hálsprestakalli í Fnjóskadal. Ég held mér sé óhætt að segja að þa ð hafi bæði verið fyrir beiðni biskups og konunnar minnar, þau lögðust á eitt við að hvetja mig til þessa starfs. Gertrud Friðriksson heitir prestsfrúin og er frá Danmörku, en séra Friðrik segir þau fyrst hafa sést árið 1920 á Staðastað — og hún hafði þá æði margt við mig að athuga, sagði hann, en hann kvaðst hafa sótt mál sitt fast og fimm árum síðar voru þau gift. En hvernig fannst prestinum og félagsmálamanninum að fara frá Húsavík í fámennt byggðarlag að Hálsi þar sem minna hlýtur að hafa verið um félagslíf? Gott fólk of( huRulsamt — Það var náttúrlega ákveðin breyting í því fólgin, en á báðum stöðum var gott fólk og hugul- samt, það hjálpaði okkur á alla lund og leysti okkur út með gjöfum þegar við fórum eftir yfir 8 ára störf. En hvað félagsmálin varðar var þar nóg að starfa, Ég Séra Friðrik A. Friðriksson á Húsavík 85 ára naut mjög útivinnu og æfði á veturna vikulega söngfólkið úr öllum sóknunum og voru það góðar stundir með ágætu fólki. Og þá er við hæfi að ræða um tónlistarmálin, en iðulega má heyra í útvarpi sungin lög við texta séra Friðriks A. Friðriks- sonar og stöku sinnum lög hans líka. En við komuna til Húsavíkur bað Sigurður Bjarklind hann að taka að sér karlakór og árin 1933 til 1951 stjórnaði hann karlakórn- um Þrym. — Ég hafði sungið með kórum fyrir vestan og á skólaárum mín- um í Reykjavík gruflaði ég eitt- hvað í nótum, komst örlítið til botns í tónfræði með árunum, en aldrei fékk ég neina kennslu. Ég taldi mig að minnsta kosti vita hvað var útsett fyrir karlakór og hvað fyrir blandaðan kór og valdi líka oft lög sem ég hafði kynnst erlendis auk íslenzkra laga. Ljóða- or lagasmiður En hvað um textagerðina? — Já, ég hefi líklega þýtt milli 100 og 200 texta við þessi lög, en ég hef þó ekki talið þá og má ekkert vera að því. Þetta voru iðulega næturverk, að þýða, skrifa upp lög og fjölrita, en konan mín hafði alltaf það hlutverk að spila undir. Ég álit það nefnilega ekki rétt að kórar berjist við það að syngja alltaf án undirleiks, áhugamanna- kórar, sem hafa ekki svo mikla undirstöðu, verða að hafa vissan stuðning af hljóðfæri og taldi ég mig jafnan fara nærri um hvað við réðum við. Þú hefur einnig samið nokkur lög. . — Ég hef samið eitt forspil, eina kirkjukórkantötu (50 ára afmæli Húsavíkurkirkju), kring- um 10 sálmalög og nokkur karla- kórslög. Varð ég nokkuð upp með mér þegar ég sýndi Páli heitnum ísólfssyni kantötuna, sem hann taldi birtingarhæfa. En það er ýmislegt fleira, sem Byggingaþjónustan opnar upplýsingastöð á Akureyri Akurryri. 16. júní. Byggingarþjónustan hefir opnað upplýsinga- og leiðbein- ingastöð fyrir almenning í Hafn- arstræti 107 (Útvegsbankahús- inu), 4. hæð. Þar verður opið kl. 13—16 virka daga, en á þriðjudögum kl. 16—18 verða þar staddir arki- tekt og byggingarmeistari úr Meistarafélagi byggingarmanna á Norðurlandi, og munu þeir veita fólki fagurfra-ðilegar og tæknilegar upplýsingar á hlut- lausan hátt og án endurgjalds. Þorbjörg Jónasdóttir og Marinó Jónsson, framkvæmdastjóri Meistarafélags byggingarmanna á Norðurlandi, munu sjá um daglegan rekstur og umsjón. I upplýsingamiðstöðinni liggja frammi öll rit Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins, staðl- ar, tæknibækur og tímarit, upp- lýsinga- og uppflettirit um bygg- ingartækni og byggingarefni af ýmsu tagi og vöruskrá og bækl- ingar um efni og tæki, sem sýnendur hjá Byggingarþjónust- unni hafa á boðstólum. Þau fyrir- tæki eru nú um 100 talsins, þar af 3 á Akureyri, Efnaverksmiðjan Sjöfn, Hagi hf. og Stuðlafell. Ef þessari starfsemi verður vel tekið, verður þess senr.ilega ekki langt að bíða, að á Akureyri verði komið upp sýningarsal byggingar- efna og -tækja á borð við bann, sem Byggingarþjónustan rekur að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík, en þangað hafa komið um 30.000 manns í leit að ókeypis upplýsing- um og leiðeiningum þau rúmlega 20 ár, sem fyrirtækið hefir starf- að. Á þennan hátt hefir fólk sparað sér fé, tíma og fyrirhöfn í stað þess að ganga búð úr búð og leita að þeim hlutum, sem það vantar til byggingar eða viðhalds húsa sinna, auk þess sem það hefir oft fengið góðar lausnir í ýmsum vanda. Byggingarþjónustan er sjáifs- eignarstofnun og aðilar að henni eru: Akureyrarbær, Arkitektafé- lag íslands, Félag íslenskra iðn- rekenda, Húsnæðisstofnun ríkis- ins, Iðntæknistofnun íslands, Landssamband iðnaðarmanna, Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins og Reykjavíkurborg. Framkvæmdastjóri er Ólafur Jensson. Sv.P. Frá vinstri: Ingólfur Jónsson, formaður Meistarafélags byggingar- manna á Norðurlandi, ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Byggingar- þjónustunnar, Ágúst Berg, arkitekt. fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Byggingarþjónustunnar og Marinó Jónsson, forstöðumaður upplýs- ingastöðvarinnar á Akureyri og framkvæmdastjóri Meistarafélags byggingarmanna á Norðurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.