Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 ísfirðingar taka við nýrri Guðbjörgu Hin gamla afhent Reyðfirðingum í Noregi NÝR skuttoKari bætist i flota íslendinKa i dan er ný GudbjdrK ÍS verður afhent eiuendum sínum í Flekkefjord í Noregi. Gamla Guð- hjorKÍn, sem mörg undanfarin ár hefur verið eitt fenKsælasta skip toKaraflotans, skiptir hins veKar formleKa um eigendur í Flekkc- fjord á moricun. Ilún Kekk upp í Símaskráin komin út SÍMASKRÁIN 1981 er komin út (>K verður afhent tl simnotenda frá ok með mánudeKÍnum 22. júní nk. <>k KenKur hún i Kildi miðvikudaKÍnn 1. júlí 1981. Upplag símaskrárinnar er um 105 þúsund eintök. Brot skrár- innar er óbreytt frá 1980. Blað- síðutal bókarinnar hefur aukist um 64 blaðsíður og er nú 576 blaðsíður. Sú breyting hefur verið gerð á símaskránni frá 1980, að dálkar á blaðsíðum í nafnaskrá eru færðir saman, minnkað bilið á milli þeirra, og lóðrétt strik prentað á milli til aðgreiningar. Með þess- ari breytingu var unnt að stækka letrið um 10%. smiðina á nýja skipinu, en norska skipasmíðafyrirtækið seldi það sið- an til Reyðarfjarðar. Bæði skipin eru smíðuð hjá Flekkefjord Slipp- og Maskinfab- rikk í Noregi og er nýja Guðbjörgin mjög fullkomin að öllu leyti, m.a. er skipið sérstaklega styrkt til sigl- inga í ís. Skipið er væntanlegt til Isafjarðar undir mánaðamót. Gamla Guðbjörgin seldi um 170 tonn af karfa í Þýzkalandi á föstudag og mánudag og fengust 5,70 kr. fyrir hvert kíló að meðal- tali. Síðan var skipinu siglt til Flekkefjord þar sem skipasmíða- stöðin tók við því, en Hallgrímur Jónasson, framkvæmdastjóri Gunnars og Snæfugls sf. á Reyðar- firði, tekur við skipinu á morgun. Gamla Guðbjörgin fór í klössun á Akureyri fyrir skömmu og því þarf ekki annað að gera í Noregi, en að mála nýtt nafn og einkennisstafi á skrokk skipsins. Reglur eru um að fyrir hvern nýjan togara sem smíðaður er erlendis skulu skip samsvarandi að tonnatölu fara úr landi. Þess vegna varð gamla Guðbjörgin að afhend- ast í Noregi og þess vegna hefur fyrirtækið á Reyðarfirði selt vél- bátana Gunnar og Snæfugl. Forseti íslands heimsæk- ir Dala- og Strandasýslu FORSETI íslands. frú Vigdís Finnbogadóttir, mun (ara i sina fyrstu ferð í embættisnafni út á land laugardaginn 20. júni og stendur ferðin fram á miðviku- daginn 24. júní. Forsetinn mun ferðast um Strandasýslu og Dala- sýslu og er ferðaáætlunin. sam- kvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta íslands, sem hér segir: Laugardaginn 20. júní verður fyrst ekið að Byggðasafni Dala- manna að Laugum, en síðar í Líðan stúlk- uruiar óbreytt LÍÐAN stúlkunnar sem slasaðist í bilveitu i Hvalfirði aðfaranótt sunnudagsins er óbreytt. sam- kvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið fékk á gjörgæsludeild Borgarspitalans i gær. Stúlkan hlaut mikið höfuðhögg en er óbrotin og er hún ekki komin til fullrar meðvitundar enn, en vonir standa til að þess verði ekki langt að bíða. Búðardal, þar sem forseti og fylgdarlið gista. Sunnudaginn 21. júní verður farið fyrir Strandir, komið við á Staðarfelii og Skarði, en hádegis- verður snæddur í Saurbæ. Eftir hádegi verður haldið til Hólma- víkur. Þar hefst menningarvaka Strandamanna með því að forseti 9pnar sýningu á málverkum eftir Isleif Konráðsson. Gist verður á Hólmavík. Mánudaginn 22. júní verður ekið til Bjarnarfjarðar, komið við í Kaldrananesi og á Drangsnesi. Síðan verður farið í bátsferð til Grímseyjar og þaðan siglt til Drangsness. Síðan verður ekið til Hólmavíkur með viðkomu á Laug- arbæli í Bjarnarfirði. Þriðjudaginn 23. júní verður ekið norður í Árnes, þar sem fluttur verður hluti af menning- arviku Strandamanna. Miðvikudaginn 24. júní verður haldið til Reykjavíkur með við- komu á Borðeyri. í fylgd með forseta íslands verða Vigdís Bjarnadóttir, fulltrúi á forsetaskrifstofunni, og eigin- maður hennar, Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Frá róðrarkeppninni. Ljósm. Mhl.: Einar Sjómannadagurinn á Höfn: Humarrallý og línu- beiting til skemmtunar llofn. Hornafirói. Ifi. júni. HÁTÍÐARHÖLD sjómanna- dagsins hér á Höfn hófust með messu i Ilafnarkirkju kl. 11 fyrir hádegi. Prestur var séra Gylfi Jónsson. Eftir hádegi hóf- ust skemmtiatriði dagsins, en þau fóru að þessu sinni fram við fiskiðjuver KASK á Kross- eyjarbryggju. bar var fjöldi manns samankominn til að fylgjast með þvi sem á dagskrá var. Til skemmtunar var keppni i línubeitingu ug hum- arrallý. en humarrallý fer þannig fram. að þátttakendur eiga að slíta fyrirfram ákveð- inn skammt af humri og að þvi loknu voru vinnuhrögð metin. Sigurvegari i humarrallýinu var Ingvaldur Ásgeirsson, en sigurvegari í linubeitingu var Sæmundur Gislason. Róðrarkeppninni, sem fara átti fram á laugardag, var frestað vegna veðurs, en keppnin var síðan felld inn í dagskrá sunnudagsins. Fjölmargar sveit- ir tóku þátt í róðrarkeppninni og var róið frá Álaugareyjar- bryggju að Krosseyjarbryggju. Tvær kvennasveitir tóku þátt í keppninni eins og endranær og sigraði kvennasveit fiskiðjuvers KASK. Karlasveit fiskiðjuvers KASK var sigurvegari í karla- riðlinum og í öðru sæti var sveit bræðslunnar. Að loknum skemmtiatriðunum var flutt ræða dagsins og var ræðumaður að þessu sinni Sigtryggur Bene- diktz útgerðarmaður, en síðan var Óskar Valdimarsson, fyrr- verandi skipstjóri og útgerðar- maður heiðraður. Aflaverðlaunabikar fyrir mestan humarafla 1980 fékk áhöfnin á Æskunni SF 140, en hún aflaði 21.687 tonn, og voru aflaverðmæti 57.227.150 gkr. Skipstjóri á Æskunni er Björn L. Jónsson. Aflaverðlaunabikar fyrir mestan afla á vetrarvertíð fékk áhöfnin á Gissuri hvíta SF 55, en afli þeirra var 985.533 kg. og aflaverðmætið 2.204.703.58 krónur. Skipstjóri á Gissuri hvíta er Guðmundur Kr. Guð- mundsson. Síðasti liður á dagskrá var skemmtisigling fiskibáta út fyrir Ósinn og var fjöldi fólks í siglingunni. _ Einar Landbúnaðarafurðir: Framleiðslukostnaður helm- ingi hærri en heimsmarkaðsverð — segir dr. Ingjaldur Hannibalsson Framleiðslukostnaður landbúnaðarafurða hér á landi er meira en helmingi hærri en heimsmarkaðs- verð og virðisauki á hvern starfsmann í landbúnaði er 2,4, á meðan virðisauk- inn á hvern starfsmann í fiskveiðum er 13,7, í fisk- vinnslu 13,2 og í iðnaði 7,9. Þetta kom fram í erindi, sem dr. Ingjaldur Ilannibalsson iðnaðar- verkfræðinRur, forstöðu- maður tæknideildar Fé- lags íslenskra iðnrekenda, hélt á ráðstefnu um at- vinnumál á höfuðborRar-, svæðinu, en ráðstefnan var haldin á laugardag. Á ráðstefnunni kynnti Ingjald- ur fjóra mælikvarða sem nota má til þess að meta arðsemi heilla atvinnugreina fyrir þjóðarbúið. Gerir Ingjaldur ráð fyrir því í útreikningum sínum, að heims- markaðsverð iðnaðarvara, full- unninna fiskafurða og fisks sé það sama og heimsmarkaðsverð og Lýsi yfir vantrausti á Svavar Gests- son og tel að kommarnir ráði of miklu — segir Eggert Haukdal alþingismaður og fulltrúi Rangárvallasýslu í fulltrúaráði Brunabótafélags íslands „ÉG LÝSTI vantrausti á ráð- herrann. Svavar Gestsson. fyrir þessa skipan og ég iýsi um leið vantrausti á stjórn Brunabota- félags íslands. Stjórn Bruna- botafélagsins klúðraði þessum hlutum". sagði Eggert Haukdal alþingismaður og fulltrúi Rangárvallasýslu í fulltrúaráði Brunabótafélags íslands, er Mhl. spurði hann álits á skipan í emhætti forstjóra Brunabóta- félagsins. „Stjórn Brunabótafélagsins gat komið í veg fyrir að svona færi“, sagði Eggert. „Ásgeir til- kynnti um uppsögn á fulltrúa- ráðsfundi í fyrra, en formlega sagði hann ekki upp fyrr en seinna í vetur. Þennan tíma hefði stjórnin átt að nota til að fá Ásgeir til að hætta við að segja upp. Ef hún gegndi sínu hlutverki hefði hún rætt við hann í tíma og komið í veg fyrir að hann segði upp. Ég ræddi bæði við Ásgeir og Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra, sem sæti á í stjórn Brunabótafé- lagsins og benti þeim á þetta og hvatti Ásgeir til að halda áfram. Ég tel að stjórnin hafi alls ekki gegnt sínu hlutverki. Hún svaf. Þess vegna lýsi ég vantrausti á hana í þessu máli. En þettá breytir ekki því að þetta var ómerkilegt af Svavari Gestssyni. Ásgeir Óiafsson er slíkur öndvegismaður að Bruna- bótafélagið sem er eign sveitar- félaganna í landinu, þurfti á því að halda að hafa hann áfram í starfi, enda er maðurinn ungur að árum og heldur fullum starfs- kröftum. Að honum frágengnum voru tveir ágætir menn í Bruna- bótafélaginu sem sóttu um þetta starf og þeir hefðu að sjálfsögðu átt að hljóta það og þeir jafnvel í sameiningu. Þess vegna lýsi ég einnig yfir vantrausti á ráðherra fyrir meðferðina á málinu. — Hvað finnst þér um undir- tektir sveitarstjórnarmanna í málinu, m.a. þeirra sem tjáðu sig i Mbl. Þeir lýsa yfir að kommún- istar ráði orðið of miklu í ríkisstjórninni? „Ég get alveg verið sammála þeim, og það kemur fram um leið og ég lýsi vantrausti á Svavar Gestsson að ég tel að kommarnir ráði of miklu. Þessi vinnubrögð öll eru for- kastanleg og ekki hægt að una við þetta," sagði Eggert að lok- sagði hann, að eftir lauslega könnun hefði komið í ljós, að framleiðslukostnaður landbúnað- arafurða sé meira en helmingi hærri en heimsmarkaðsverð. Það kom fram hjá Ingjaldi, að þegar mælikvarðinn virðisauki á ársverk sé metinn, þá komi í ljós, að virðisaukinn sé mestur í fisk- veiðum, 6,3, í fiskvinnslu 3,4, í iðnaði 2,9 og í landbúnaði 1,2. Sagði Ingjaldur, að virðisauki í landbúnaði sé mjög lár og að ljóst sé, að landbúnaðurinn sé mikill baggi á þjóðarbúinu. Þá kom það fram hjá Ingjaldi, að hráefnis- kostnaður í fiskveiðum væri eng- inn og ljóst væri, að ef fiskveið- arnar þyrftu að borga gjald fyrir hráefnið eins og aðrir atvinnuveg- ir, þá yrði afkoma fiskveiða mun verri, því varla væri mögulegt að hækka fiskverðið, þar sem tekjur fiskvinnslunnar ákvörðuðust af heimsmarkaðsverði á fiskafurð- um. Hvalveiðibann til umræðu hjá hvalveiðiráðinu Allsherjarhann við hvalveiðum verður að líkindum helzta umræðu- efni á fundi vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem hcfst í Cam- bridKe i lok þessa mánaðar og á fundi ráðsins, sem hefst í Brighton 20. júli. Fulltrúar íslands í vísindanefnd- inni verða Jón Jónsson, fiskifræðing- ur, og Jóhann Sigurjónsson, sérfræð- ingur í sjávarspendýrum. Þórður Ásgeirsson, sem verið hefur formað- ur Hvalveiðiráðsins undanfarin þrjú ár, lætur af því embætti á fundinum í Brighton og tekur Kanadamaður, sem verið hefur varaformaður, við embættinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.