Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 20 Kanal 2 í Suðurgötu 7 Guðbergur Auðuns- son í Langbrók Það mega vorir menn eiga, hugmyndafræðingar og aðrir þeir, er ganga undir nafninu Nýlistarmenn, hve miklu mynd- arlegar þeir standa að tilbúningi verka sinna en danskir vinir þeirra og starfsbræður, ef dæma má útrásir þær, er hópurinn Kanal 2 sýnir nú sem stendur í Gallerí Suðurgötu 7. Það er svona rétt á því, að maður trúi, að þessi hópur hafi rekið Gallerí í sjálfri Kaupmannahöfn í ára- tug, en það stendur í fréttatil- kynningu frá þeim í Suðurgötu 7, og engin ástæða til að rengja það. Og sé hér um sýnishorn af danskri tilraunalist að ræða á tuttugustu öld, held ég maður verði að láta það fjúka, að ekki fari nú mikið fyrir afrakstrin- um. Þessi hópur kvað hafa sýnt víðs vegar í Evrópu og var meðal þátttakenda á Korpúlfsstöðum á sínum tíma. Þeir eru nú samt ekki að vanda til þess sem þeir Myndllst eítir VALTÝ PÉTURSSON sýna að sinni, engin verk eru þar merkt á veggjum, og maður veit ekkert, hver hefur framið hvað. Þetta er síður en svo til fyrir- myndar. Jafnvel olíumálverk er bólað beint á vegg, enginn blindrammi. Er það kannski orðið fínt i hinni snyrtilegu Danmörk, að sýna sem mestan subbuskap, því að vægast sagt er hann séreinkenni þessarar sýn- ingar. Að mínu áliti er það fyrir neðan virðingu Gallerí Suður- götu 7 að bjóða upp á slíka óveru, sem þessi sýning er. Listamennirnir, sem verk eiga þarna, eru: Lykke Rosenkrans með myndir í plexigler, sem eru áhrifalítil verk. Lone Arendal sýnir Ijóðrænt málverk, ef til vill það næsta að vera í átt við olíumynd, en illa frágengið. Lis- beth Hedeager er með fléttu- verk, gerð úr pappír og dagblöð- um. Sören Rosber sýnir silki- þrykk og Palle Jacobsen sýnir annaðhvort eitt eða tvö verk, er hann kallar installation og segir manni nákvæmlega ekkert. Þegar verk þessa hóps eru borin saman við það, er unga fólkið er að gera hér hjá okkur, verður munurinn heldur betur okkur í hag. Það er því eitt gott við þessa sýningu, að hún gefur okkur þá hugmynd, að nýlist hjá okkur sé miklu vandaðri og fremri þvi, er þeir í nágranna- löndum láta fara frá sér. Ég verð að játa, að ég var svolítið forvitinn um þessa sýningu, en eftir að hafa rennt yfir hana augum, öfunda ég ekki Dani. Ekki yrði ég hlessa, ef þessir listamenn ættu eftir að verða utangarðs, áður en varði. Það er ekki hægt að halda þessu áfram öllu lengur og Guð má vita, hvað við tekur. Það er broslegt að nefna þetta sýningu. í Galleri Langbrók á Torfunni hefur Guðbergur Auðunsson efnt til sýningar á nýjum verk- um sínum sem öll eru heldur litlar myndir og gerðar i sérlega samfelldum stíl. Þarna eru 30 myndir gerðar í Collage-tækni, og hefur Guðbergur viðað við að sér allskonar rifrildi úr auglýs- ingum héðan og þaðan og not- fært sér sem efnivið í þessari myndir. Einnig málar hann í myndflötinn, þegar svo ber und- ir. Guðbergur Auðunsson hefur haldið nokkrar sýningar á verk- um sínum á undanförnum árum. Fyrsta sýning hans mun hafa verið í Vestmannaeyjum fyrir einum fjórum árum, og síðan hefur hann verið á Kjarvals- stöðum, í FÍM-Salnum, Suður- götu 7 og Baden-Baden í V-Þýskalandi og með því er ekki allt talið. Þessi sýning, sem nú stendur í Gallerí Langbrók, er ekki mikil að vöxtum, enda ekki möguleiki á slíku í hinu vinalega litla Galleríi, en hún er sérlega snotur og ber þess greinilega vitni, að Guðbergur hefur að undanförnu sótt í sig veðrið, og ég er ekki frá því, að þessi litlu verk, sem þarna eru til sýnis, séu miklu betri en sumar stærri myndir Guðbergs. Hann hefur persónulega meðferð á því efni, er hann velur til myndgerðar, og nær á stundum heillegu yfir- bragði, sem er mjög þægilegt í viðkynningu. Guðbergur hefur ágæta tilfinningu fyrir sjálfum litnum og meðferð hans, og það fer ekki fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, er á annað borð sjá eitthvað í myndlist, að hér er á ferð hæfileikamaður, sem virðist í örum vexti, og nú er svo komið hjá Guðbergi, að á fer að reyna, hvort hann verulega tekur á þeim litla sínum, eins og sagt er á stundum. Það er nefnilega ekkert grín fyrir unga myndlist- armenn að sýna hæfileika. Það verður einnig að standa við það. Sem sagt, alvaran er á næstu grösum, og vitrir menn hafa haldið því fram, að ekki reyndi verulega á skapandi listamenn, fyrr en um fimmtugt, þá væri æskan öll fyrir bí og alvara lífsins komin í algleyming. Eins og ég hef þegar sagt, er þetta mjög snotur sýning hjá Guðbergi, og hún gefur ágæt fyrirheit. Hann á það að vísu til Tveir í Djúpinu Tveir ungir málarar sýna nú verk sín í Djúpinu. Þarna eru rúmlega tuttugu myndir til sýn- is, og skiptast þær nokkurn veginn á milli þeirra félaga. Það er vani á þessum stað, að sleppa sýningarskrá, nema á vegg, þar sem má greina titil verka og verð. Þetta er svolítið bagalegt fyrir okkur, sem verðum að leggja á minnið, stundum meira en góðu hófi gegnir. En það dugar ekkert að nöldra yfir slíku. Það kostar peninga að gera skrár, og ekki veitir nú af að spara í þessari blessaðri verðbólgu okkar. Björn Árdal og Gestur Friðrik heita þeir ungu málarar, sem hér eru að verki. Þetta mun vera frumraun þeirra hér í borg, en báðir hafa þeir verið riðnir við sýningar áður. Björn Árdal hef- ur sýnt verk sín oftar en einu sinni austur á Egilsstöðum, og Gestur Friðrik tók þátt í menn- ingarvöku í Hafnarfirði fyrir skömmu. Báðir eru þeir félagar útskrifaðir úr Myndlistar- og handíðaskóla Islands og voru þar nemendur í málaradeild. Hér eru því á ferð menn, sem teljast verða byrjendur í faginu, og óneitanlega ber sýning þeirra þess nokkur merki. Þeir eru báðir sjáanlega mjög leitandi og óráðnir, sem í sjálfu sér er eðlilegt ig sjálfsagt. Það þarf ekki glöggt auga til að sjá, hvar þeir félagar leita sér fanga, en sjálfstæð myndsköpun og skiln- ingur eru enn sem komið er á byrjunarstigi hjá þessum ungu listnemum. Það getur verið, að þeir hefðu átt að fara sér hægt í að sýna verk sín, en ég er hræddur um, að það sé nútíma- kvilli hjá mörgum góðum mann- inum að vera of fljótur á sér. Við lifum á stressuðum tíma, og flýtir er afleiðing hans. Að mínum dómi hefði mátt bíða svolítið með þessa sýningu, og ég er viss um, að viðkomandi hefðu ekki iðrast þess. Það eru kaflar í þessari sýn- ingu, sem gefa góð fyrirheit, og þeir félagar hafa mismunandi vald á tækninni sjálfri. Mér fannst til að mynda sumt skemmtilegt í vatnslitameðferð Gests Friðriks, og einnig sá ég meira í einni vatnslitamynd hjá Birni Árdal, en hann hefur ekki sama vald á harðlínu-abstrakt verkum sem hann sýnir þarna. Þetta er ef til vill ekki sem verst byrjun hjá þeim báðum, en betur má, ef duga skal. Vonandi eiga þeir báðir eftir að gera miklu betur á komandi árum. Á því eru möguleikar, um það dettur mér ekki í hug að efast. Gullkista atvinnuveganna GULLKISTAN Endurminningar Árna Gíslason- ar um fiskveiðar við ísafjarðar- djúp árin 1880—1905. Arngrimur Fr. Bjarnason bjó undir prentun. 2. prentun. Ægisútgáfan, Guðmundur Jak- obsson 1980. BÓNDI ER BÚSTÓLPI Guðmundur Jónsson sá um útgáf- una. /Egisútgáfan. Guðmundur Jak- ohsson 1980. Ægisútgáfan hefur nokkra sér- stöðu í bókaútgáfu. Forstjórinn, Guðmundur Jakobsson, leggur mikla áherslu á útgáfu bóka sem spegla atvinnulíf íslendinga, eink- um sjómennsku. Sjálfur hefur hann til dæmis tekið að sér ritstjórn Skipstjóra- og stýri- mannatals sem er merkt rit og sómir sér vel með hinum fjöl- mörgum tölum. Guðmundur hefur krækt í feitan bita þar sem er Sven Hazel, svona eins og Iðunn á þá kumpána Alistair MacLean og Hammond Innes. En Guðmundur er ekki líklegur til að fara troðnar slóðir og getur tekið upp á ýmsu þótt þau tvö rit sem hér verða gerð að umræðuefni séu í anda at- vinnuveganna. Það er endurútgáfa á Gullkistu Árna Gíslasonar frá 1944 og Bóndi er bústólpi með undirtitlinum Sagt frá nokkrum góðbændum. Árni Gíslason lýsir samvisku- Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON samlega áraskipaútgerð Vestfirð- inga 1880—1905 í Gullkistu sinni. Þetta er fyrst og fremst heimilda- saga, lýst skipum, vinnubrögðum á sjó og mönnum og kryddað með sögnum af ýmsu tagi. Bóndi er bústólpi er fyrsta bindi ritraðar um góðbændur, tekið saman af Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi skólastjóra á Hvann- eyri. í eftirmála skrifar Guð- mundur Jakobsson m.a.: „Því skal ekki leynt að til þessa verks er stofnað vegna þess að við teljum búskap einn helsta burðar- ás íslensks þjóðlífs og störf þeirra manna er brautina ruddu seint ofmetin. Vera má að þar sé fyrir daufum eyrum talað, þar sem til eru menn sem telja búskap einn helstan okkar ógæfuvald frá upp- hafi vega, og láta einskis ófreistað til að vinna fylgi þeirri skoðun. Vonandi ber þjóðin gæfu til að skella skollaeyrum við slíku óvita- hjali.“ Guðmundur er skorinorður eins og Vestfirðingum er tamt. En ber ekki að virða hreinskilnina? Varn- arrit fyrir búskap hefur Bóndi er bústólpi ekki orðið í höndum Guðmundar Jónssonar og þeirra manna sem hann hefur fengið til að liðsinna sér við skriftirnar. Bændaþættirnir eru í eftirmæla- stíl. Mikið ber á lofi um dugmikla bændur, maka þeirra og afkom- endur, en minna á eftirminni- legum lýsingum og forvitnilegum myndum úr lífi þeirra. Það er til dæmis ekki einleikið hvað félags- málavafstur er hátt metið í Bóndi er bústólpi. En sitthvað skemmtilegt flýtur með. Ef ég má gerast svo djarfur að gera upp á milli þáttanna minni ég á það sem Halldór E. Þorsteinsson skrifar um Davíð Þorsteinsson á Arnbjargarlæk, Páll Lýðsson um Gest Einarsson á Hæli, Friðjón Þórðarson um Kristin Indriðason á Skarði og Lýður Björnsson um Ólaf Berg- sveinsson í Hvallátrum. í rauninni á maður að vera þakklátur fyrir þær mörgu og ágætu upplýsingar sem maður fær af lífi og baráttu bænda í Bóndi er bústólpi. En ég held að ekki sakaði að gera meiri kröfur til ritsmíð- anna. Hvernig væri að fá líka að kynnast þeim sem aldrei voru kallaðir góðbændur, en háðu samt sitt strit og björguðu sér á erfið- um tímum? Það væri satt að segja fróðlegt. Góð bók í safnið Flestir skákmenn hafa þann veikleika að geta ekki gengið út úr bókabúð án þess að hafa keypt skákbók eða skákblað. Bridgemenn aftur á móti ganga iðulega út tómhentir upplýsa mig þeir er höndla með bækur. Þetta á allt sínar eðlilegu skýr- ingar segja spakir menn, en látum þær liggja milli hluta. Bókaeign okkar íslendinga er heimsfræg og skákbækur er víða að finna á heimilum. Vinur minn einn, erlendur, sem nú er velþekktur skákmað- ur, sagði mér eftirfarandi sögu. Það var á einu Reykjavíkurmóti, er stund gafst á milli stríða, að hann fór á öldurhús nokkurt hér í borg. Lenti hann síðan í Skák eftir Guðmund Sigurjónsson siagtogi með ásjálegri snót, og fóru þau í heimahús í partý. Segir nú fátt af sveini, en um morguninn vaknar hann og sér bækur margar á einum veggnum og þær allar afar kunnuglegar. Fer hann nú að rýna betur og sér að þarna var mikið og gott safn skákbóka, og voru þar að finna flest öndvegisrit skjikbókmennt- anna. Þótti honum þetta mjög sérstæð reynsla. Mér datt þessi frásögn í hug, þegar ég fékk í hendur skákbók, sem að mínum dómi er dálítið betri en flestar aðrar. Hún er eftir Hollendinginn Jan Timman og heitir á ensku „The Art of Chess Analysis". í bókinni er að finna tuttugu og fjórar skákir frá síðasta áratug með mjög ítárlegum skýringum. Timman hefur auðsjáanlega lagt mikla vinnu í rannsóknir, og sundur- greiningar hans eru margar hverjar stórsnjallar. Þessi bók er seinlesin, en ungir og áhuga- samir skákmenn gætu ýmislegt af henni lært, ef þeir legðu það á sig að brjótast í gegnum hana. Bækur með góðum skýringum eru því miður fáséðar — og þessi bók bætir sannarlega skákbóka- safnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.