Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 Dómur Hæstarétt- ar í Botnsmálinu MorKunblaðið birtir hér á cftir í heild dóm Ilæstaréttar i Botnsmálinu svonefnda. þ.e. um cÍKnaraóild aó botni Mývatns. Dómur þessi var kveðinn upp i Hæstarétti hinn 19. fehrúar sl. Dómurinn er svohljóóandi: Mál þetta dæma hæstaréttar- dómararnir Björn Sveinbjörnsson, Armann Snævarr, Benedikt Sigur- jónSson, Magnús Þ. Torfason og Gaukur Jörundsson prófessor. Afrýjendur hafa áfrýjað máii þessu með stefnu 10. febrúar 1978. Þeir krefjast þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið, að undanskildum ákvæðum hans um gjafsóknar- og gjafvarnarlaun, og að „dæmt verði að botn Mývatns . og botnsverðmæti öll utan net- laga, séu hluti af landareignum þeirra aðilja, sem lönd eiga að Mývatni, í óskiptri sameign þeirra". Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar úr hendi stefndu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsókn- armál, en áfrýjendur, sem höfðu gjafsókn í héraði, fengu gjafsókn fyrir Hæstarétti með bréfi dómsmálaráðuneytis 4. desember 1978. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti óskipt úr hendi áfrýjenda. Þá krefjast þeir sýknu af málskostnaðarkröfu rétt- argæslustefnda, Skútustaða- hrepps. Afrýjendur hafa stefnt hrepps- nefnd Skútustaðahrepps f.h. hreppsins fyrir Hæstarétt til rétt- argæsiu. Af hálfu þessa réttar- gæslustefnda hefir verið sótt þing og er hinum áfrýjaða dómi and- mælt, og talið, að botn „Mývatns utan netlaga geti ekki verið í eign annarra en Mývetninga". Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti „úr hendi stefnda og/ eða áfrýjenda", eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, er réttar- gæslustefndi, sem hafði gjafvörn í héraði, fékk gjafvörn fyrir hæsta- rétti með bréfi dómsmálaráðu- neytis 12. janúar 1981. Þá hafa áfrýjendur stefnt eig- endum og ábúendum lögbýla í Skútustaðahreppi, sem ekki eiga land að Mývatni, fyrir Hæstarétt til réttargæslu. Þessir réttar- gæslustefndu hafa látið sækja þing og andmælt hinum áfrýjaða dómi svo og kröfum áfrýjenda og talið, að botn og botnsverðmæti Mývatns utan netlaga tilheyri öllum lögbýlum í Skútustaða- hreppi. Þá krefjast þeir máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda, eins og málið væri ekki gjafvarnarmál, en þessir réttargæslustefndu, sem höfðu gjafvörn í héraði, fengu gjafvörn fyrir Hæstarétti með bréfi dóms- málaráðuneytis 12. janúar 1981. Nokkrar breytingar hafa orðið á aðild máls þessa eftir að því var áfrýjað vegna eigendaskipta að jörðum. Hafa lögmenn gert grein fyrir þeim og er aðild máls hér fyrir dómi ágreiningslaus. I Málaferli um sama sakarefni hafa staðið lengi. Upphaflega höfðaði Veiðifélag Mývatns mál með stefnu 25. ágúst 1969 gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og krafðist viðurkenningar á því, að botn Mývatns væri hluti af landareignum þeirra jarða, sem land ættu að vatninu. Með stefnu 18. október 1969 höfðaði fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs gagnsök í málinu og stefndi auk þess til réttargæslu nafngreindum eigend- um þeirra jarða í Skútustaða- hreppi, sem ekki áttu land að Mývatni, svo og oddvita Skútu- staðahrepps f.h. hreppsins. Krafð- ist hann þess, að viðurkennt yrði, að ríkissjóður væri eigandi að botni vatnsins utan netlaga og öllum botnsverðmætum. Hrepps- nefnd Skútustaðahrepps f.h. hreppsins gerðist meðalgönguaðili með stefnu 14. október 1970 og krafðist þess, að viðurkennt yrði að hreppurinn væri eigandi vatns- botnsins utan netlaga einstakra jarða og verðmæta í eða undir honum. Enn gerðust eigendur þeirra jarða í Skútustaðahreppi, sem ekki eiga land að vatninu, meðalgönguaðiljar í málinu með stefnu 28. janúar 1971. Kröfðust þeir þess, að viðurkennt yrði að Mývatn utan netlaga væri byggð- aralmenningur og öll gæði þess svæðis „eign sveitarfélagsins og þar með um leið eign meðalgöngu- stefnda". Þá kröfðust þeir viður- kenningar á veiðirétti meðal- göngustefnenda utan netlaga ein- stakra jarða. Mál þetta var síðar hafið með samkomulagi aðilja. Næst var mál höfðað af hálfu áfrýjenda með opinberri stefnu 13. september 1971, og hafðar uppi svipaðar kröfur og áður. Til and- svara tóku nú fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Skútustaðahreppur og eigendur þeirra lögbýla í Skútustaðahreppi, sem ekki eiga land að Mývatni. Þessir aðiljar gerðu sömu kröfur og í hinu fyrra máli. Héraðsdómur gekk 15. mars 1973, en hana var ómerktur með dómi Hæstaréttar 7. maí s.á. Enn gekk héraðsdómur á mál þetta 15. október 1973, en því máli lauk með dómi Hæstaréttar 18. janúar 1974. Var meðferð málsins í héraði og héraðsdómur ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi. II Mál það, sem hér er til meðferð- ar, höfðuðu áfrýjendur gegn rík- inu með stefnu 3. júlí 1974. Höfðu þeir uppi þessar kröfur um efni máls: „1. að íslenzka ríkið sem vörður landsalmenninga sé ekki eigandi að botni Mývatns utan netlaga, 2. að leyfislaus eignataka ríkis- ins á kísilgúr af botni Mývatns utan netlaga sé ólögmæt, 3. að botn og botnsverðmæti Mývatns, þ. á m. kísilgúrsandur utan netlaga, sé í eign þeirra jarða, sem land eiga að Mývatni og tilka.Il eiga til veiðinytja þar af ströndum fram“. Ennfremur var stefnt til réttar- gæslu Skútustaðahreppi, eigend- um og ábúendum jarða í Skútu- staðahreppi, sem ekki eiga land að Mývatni, og Kísiliðjunni h/f. Stefndu höfðuðu gagnsök í mál- inu með stefnu 8. júlí 1974. Gerðu þeir þær kröfur í gagnsök, að ríkinu yrði dæmdur eignarréttur að botni Mývatns utan netlaga einstakra jarða ásamt öllum botnsverðmætum. Til vara kröfð- ust þeir þess, að dæmt yrði, að ríkinu væri heimil taka kísilgúrs á botni vatnsins utan netlaga án endurgjalds. Var áfrýjendum stefnt í málinu svo og Skútustaða- hreppi til réttargæslu. Bæði aðal- sök og gagnsök voru þingfestar 11. júlí 1974. Kísiliðjunni h/f var aldrei birt stefna í máli þessu, og lét hún aldrei sækja þing. Öðrum réttargæslustefndu voru ekki birtar stefnur. Þeir létu sækja dómþing í fyrsta sinn 22. september 1976. Af hálfu eigenda lögbýla í Skútustaðahreppi, sem ekki eiga land að vatninu, var lögð fram greinargerð á dómþingi 30. nóv- ember 1976. Er tekið fram í greinargerð þessari, að þeir sæki þing til réttargæslu, en gera þó kröfur í málinu. Skútustaðahreppur lagði fram greinargerð á dómþingi 9. maí 1977. Segir þar, að af hálfu hreppsins sé sótt þing til réttar- gæslu, en þó eru þar gerðar efniskröfur. Hinn 15. febrúar 1977 rituðu áfrýjendur formanni héraðsdóms bréf, þar sem þeir fóru þess á leit, að hann gæfi út opinbera stefnu í máli þessu „með vísun til heimild- ar í 220. gr. og 217. gr. einkamála- laga nr. 85/1936 og 95. gr. 2. mgr. sömu laga“. Formaður héraðs- dóms heimilaði stefnuútgáfuna. Var stefnan gefin út sama dag og birt í Lögbirtingablaði 23. s.m. I stefnu þessari komu fram sömu kröfur og í aðalstefnu, sem fyrr hafa verið raktar. Þessi stefna var þingfest á dómþingi 27. maí 1977. Er bókað í þingbók, að þetta mál sé sameinað hinu fyrra máli og að enginn sækti þing sérstaklega samkvæmt hinni opinberu stefnu. Við munnlegan flutning málsins í héraði lýsti lögmaður áfrýjenda því yfir, „að hann falli frá tilvitn- un til 220. gr. og 217. gr. í opinberu stefnunni". Þá féll hann frá tveim- ur fyrstu liðunum í kröfugerð sinni í stefnu, eins og þeir voru raktir hér að framan, en af hálfu stefnda hér fyrir dómi hafði áður verið fallið frá varakröfu þeirri, sem í gagnstefnu greinir. III Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn. Verður þeirra getið síðar eftir því sem efni gefst til. IV 1. Um jarðirnar Skútustaði I og Skútustaði III er komið fram, að þær jarðir eru þjóð- eða kirkju- jarðir. Sækjendur málsins vegna þessara jarða eru þeir Örn Frið- riksson á Skútustöðum I og Jón Þorláksson á Skútustöðum III. Vegna þessara áfrýjenda hafa verið lagðar fyrir Hæstarétt yfir- lýsingar dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins dags. 12. janúar 1981 og landbúnaðarráðuneytis, dags. 9. janúar 1981. Segir í yfirlýsingu dóms- og kirkjumála- ráðuneytis, að það ráðuneyti sam- þykki „að ábúendur á hluta ríkis- ins á jörðinni Skútustöðum í Mývatnssveit séu aðiljar að máli þessu vegna ábúðarjarða sinna við hlið annarra bakkaeigenda". Þá segir og í yfirlýsingu landbúnað- arráðuneytisins, að það ráðuneyti samþykki, „að ábúendur á hluta ríkisins á jörðunum og lendum, sem að Mývatni liggja, séu aðiljar að málinu vegna ábúðarjarða sinna við hlið annarra bakkaeig- enda“. Abúendur umræddra tveggja jarða beina kröfum sínum að ríkinu, sem að því leyti sem hér skiptir máli telst vera eigandi jarðanna. Sem varnaraðili mót- mælir ríkið eignarréttartilkalli því sem fyrrgreindir ábúendur hafa uppi vegna ábýlisjaröa sinna. Það er andstætt meginreglum réttarfars um aðild í dómsmálum að hafðar séu með þessum hætti uppi kröfur af hendi ríkisins gegn því sjálfu, sem mótmælir sem varnaraðili, að kröfurnar nái fram að ganga. Ber af þessum ástæðum að ómerkja hinn áfrýjaða dóm að því er varðar Skútustaði I og Skútustaði III og visa málinu frá héraðsdómi að því er varðar kröfugerð af hendi ábúendanna Arnars Friðrikssonar og Jóns Þorlákssonar. I málflutningi hefur því verið hreyft, að málsaðild vegna Skútu- staða I og III hafi verið réttarfars- nauðsyn, þar sem málinu kynni ella að hafa verið vísað frá dómstólum sjálfkrafa vegna ákvæða 46. gr. laga nr. 85/1936. Ekki verður þó talið rétt að skýra það ákvæði svo fortakslaust, að ríkið, sem eigi vill fallast á eignarréttarkröfu jarðeigend- anna, hefði sem eigandi Skútu- staða I og III getað girt fyrir það, að réttarágreiningur þessi yrði borinn undir dómstóla með því einu að gerast ekki sækjandi máls við hlið annarra jarðeigenda. Samkvæmt þessu þykir frávísun málsins frá héraðsdómi að því er tekur til Skútustaða I og III ekki eiga að leiða til þess, að vísa beri málinu í heild sinni frá dómi. 2. Áfrýjendur stefndu Skútu- staðahreppi og eigendum lögbýla í Skútustaðahreppi, sem ekki eiga lögn að Mývatni, til réttargæslu fyrir Hæstarétti. Verður því ekki fjallað sérstaklega um kröfur þeirra og málsástæður, nema um málskostnað og gjafvarnarkostn- að, sem síðar verður vikið að. 3. Áfrýjendurnir Kjartan Sig- urðsson, Ragnar Sigfinnsson og Stefán Axelsson eru ábúendur, en ekki eigendur jarða, sem land eiga að Mývatni, og hafa þeir áfrýjað málinu við hlið jarðeigenda. Þeir eru eigi réttir aðiljar máls þessa og verður kröfum þeirra ekki sinnt. V Hér að framan hefur verið lýst ferli máls þessa. Kröfur þær, sem áfrýjendur höfðu uppi í opinberu stefnunni frá 15. febrúar 1977, voru þrjár eins og áður getur. Tvær þær fyrstu eru ekki þess efnis, að um þær geti gengið eignardómur, enda féllu áfrýjend- ur síðar frá þeim. Eins og áður getur, hurfu áfrýjendur einnig frá því, að um stefnuheimild væri vísað til 220. gr. laga nr. 85/1936. Þeir hafa því fallið frá því að telja stefnu þessa eignardómsstefnu. Þegar af þeirri ástæðu verður eigi fjallað frekar um, hvort lagaskil- yrði hafi verið til höfðunar eignar- dómsmáls, eins og hér stóð á. Samkvæmt þessu er hér aðeins um mál að ræða milli áfrýjenda og stefndu. VI I máli þessu er einungis deilt um eignarrétt að botni Mývatns utan netlaga. Álitaefni varðandi veiðirétt og vatnsrétt koma því ekki hér til úrlausnar. VII Eins og að framan var getið, telja áfrýjendur, að vatnsbotninn utan netlaga sé sameign þeirra jarða, sem land eiga að vatninu. í málflutning hér fyrir dómi héldu áfrýjendur því fram að opinber- lega hafi ákveðinn hluti vatnsins fylgt hverri jörð. Snemma á þess- ari öld hafi verið stofnað veiðifé- lag í Mývatnssveit og hafi svæðið utan netlaga þá verið gert að sameign þeirra og þannig sé þetta nú. Hins vegar geti síðar komið til skipta í samræmi við landslög. VIII í ýmsum heimildum er getið um almenning í Mývatni, sbr. m.a. jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Ber frásögn jarða- bókarinnar vott um, að eigendur, sem land áttu að vatninu, hafi eigi átt rétt yfir því öllu, þannig að girt væri fyrir nytjar annarra. Samkvæmt 1. gr. vatnalaga nr. 15/1923 er vatnasvæði utan net- laga í stöðuvötnum almenningur, en það hugtak er þó ekki nánar skýrgreint. í 2. gr. segir, að landareign hverri fylgi réttur til umráða og hagnýtingar því vatni, straumvatni eða stöðuvatni, sem á henni er, á þann hátt sem lög þessi heimila. í 4. gr. 1. töluiið er þetta ákvæði: „Nú liggur landareign að stöðuvatni, og fylgir vatnsbotn þá þeim bakka, er hann verður talinn áframhald af, 115 metra út í vatn (netlög).“ Þá segir í 4. gr. 6. tölulið: „Ef breyting verður á vatnsbotni, þá skulu netlög vera þar sem áður voru þau.“ í 126. gr. laganna sagði svo: „Veiði í almenningum stöðu- vatna eiga sveitarmenn þeirra sveita, er lönd eiga að vatninu, nema forn venja banni." Þessu ákvæði var breytt með lögum um lax- og silungsveiði nr. 61/1932, 8. gr. og skyldi landeigendum, sem lönd eiga að stöðuvatni, einum heimil veiði í almenningi vatnsins, og var hún þeim öllum jafnheimil. Er þeirri stefnu haldið í síðari lögum um þetta efni, sbr. lög nr. 112/1941, 8. gr., lög nr. 53/1957, 8. gr. og lög nr. 76/1970, 8. gr. Ástæða þykir til að geta hér nokkurra atriða, er varða forsögu vatnalaganna og þá einkum þeirra ákvæða, sem að framan eru greind. Árið 1879 var flutt á Alþingi frumvarp til landbúnaðarlaga fyrir Island, er þrír menn höfðu undirbúið, svo sem greinir í hér- aðsdómi. I frumvarpi því, sem meirihluti nefndarinnar stóð að, var lagt til, að eigendur landa, er liggja að stöðuvatni, eigi land út í vatnið allt að sextíu faðma frá landi sínu, ef tvær jarðir eða fleiri lágu að vatninu. Ef nokkuð er „umfram af vatninu, þá er það almenningur, nema svo sé, að veiði í því heyri undir sérstakar jarðir eða sérstakar sveitir eftir fornri venju“. I athugasemdum við þetta ákvæði segir, að það sé reist á þeirri reglu, „sem meirihlutinn álitur eigi að vera almenn, nefni- lega að landinu fylgi ekki meira en 60 faðma breitt belti af vatni því, er það liggur að, hvort sem er sjórinn eða stöðuvatn". í tillögu minnihlutans var einnig gert ráð fyrir, að netlög væru bundin við 60 faðma, en það, sem „sé þá umfram af vatninu" sé sameign allra þeirra landa, sem liggi að vatninu. Frumvarp til vatnalaga var samið upp úr álitsgerðum og tillögum svonefndrar fossanefnd- ar, sem komið var á fót 1917. Nefnd þessi skiptist í tvo hluta í afstöðu til ýmissa grundvallarat- riða um lögskipan vatnsréttinda. í athugasemdum við tillögur meirihlutans er bent á, að eldri lög segi hvergi beinlínis um það, hversu fara skuli um eignarrétt að botni stöðuvatna. Hins vegar séu lagaákvæði um það, „hversu langt í sjó út landeigandi skuli eiga (netlög)“. Ennfremur var það skoðun meirihluta nefndarinnar, að löggjafinn hafi „frjálsar hend- ur“ um að setja reglur um eignar- rétt landeiganda að vatnsbotni. í athugasemdum við tillögur minni- hlutans segir m.a., að netlög eigi að telja einn hluta landareignar- innar, en rétt sé „að telja þann hluta vatnsins almenning eða ríkiseign, sem liggur fyrir utan vatnsbelti landareignanna". I athugasemdum við 4. gr. frumvarps til vatnalaga segir m.a. svo: „Það virðist ekkert vera því til fyrirstöðu, að lögleiða það, að landi fylgi ekki vatnsbotn eða vatnsréttindi lengra út í stöðuvötn en nú er út í sjó gildandi lögum samkvæmt, sjá tilsk. 20. júní 1849, 3. gr. og lög nr. 39, 2. nóvember 1914, 2. gr., enda hefir fossanefnd- in öll orðið á það sátt.“ IX Samkvæmt 1. tölulið 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 fylgir vatnsbotn landareign, sem liggur að stöðuvatni, 115 metra út í vatn (netlög), eins og síðan er nánar skýrt í 2.-6. tölulið sömu greinar. Eigi verður dregin önnur ályktun af umræddum ákvæðum 4. gr. en sú, að landareignum fylgi ekki eignarréttur að vatnsbotni utan netlaga, hvorki sem afmarkaður eignarréttur einstakra jarða né sem sameign þeirra. Á þessi skýr- ing sér örugga stoð í forsögu ákvæðisins og helstu skýringar- gögnum, eins og fyrr hefur verið rakið. Af hálfu áfrýjenda eru bornar brigður á, að löggjafinn hafi haft stjórnskipulega heimild til setn- ingar framangreindra reglna um eignarrétt að vatnsbotni, þar sem þeir, sem land eiga að Mývatni, hafi alla tíð frá landnámi átt eignarrétt að vatnsbotninum. Fyrir gildistöku vatnalaga nr. 15/1923 naut eigi við ákvæða í lögum, sem kvæðu beinlínis á um eignarrétt manna yfir botnum stöðuvatna. öldum saman var nytjun stöðuvatna fyrst og fremst bundin við veiði, umferð og al- menn vatnsnot til heimilisþarfa og áveitu, en síðar til vatnsmiðl- unar og orkuvinnslu. Um hagnýt- ingu vatnsbotna sérstaklega var því ekki að ræða. Hafa áfrýjendur ekki sýnt fram á, að fyrr eða síðar hafi stofnast eignarréttur yfir botni Mývatns utan netlaga þeim til handa, sem girt hafi fyrir, að almenni löggjafinn mætti, óbund-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.