Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 EINS og nærri má geta þurftu flugvélarnar í Transat-flugkeppn- inni sinn skammt af eldsneyti. Flugvélarnar voru að vísu mis- jafnlega þurftafrekar, en sam- kvæmt upplýsingum bensínaf- greiðslumanna fóru þetta 500 til 800 lítrar á hverja vél, en ekki var óalgengt að sumar tækju allt að 1200 lítrum. Það réðst að sjálf- sögðu af stærð eldsneytisgeyma og stærð flugvélanna. En samkvæmt heimildum Flugsíðunnar mun láta nærri að flugvélarnar sem hér höfðu viðkomu í flugkeppninni hafi keypt um eitt hundrað þús- und lítra af eldsneyti. Keppnisflugvélarnar þurftu auð- vitað sinn skammt af eldsneyti, en þær fengu um eitt hundrað þúsund lítra á Reykjavíkurflug- velli. Hér má sjá hluta keppnis- vélanna. Georges Jullien tyllir sér við islenzka einkaflugvél og rabbar við blaðamenn Mbl. Jullien flaug orrustuþotum i siðari heimsstyrjöldinni. þessu ánægjunnar vegna, þótt spilinu," sagði Georges Jullien að alvaran sé vafalaust einnig með í lokum. Aðstoðarmenn á hverjum stað Patrick Dague (t.v.) og Jean Salis við vél sina við komuna til Reykjavíkur frá Narssarssuaq. Skömmu eftir flugtak af braut 14 á Reykjavikurflugvelli. Kópavogur i baksýn. EINS OG fram hefur komið i Mbl. i frásögnum af flugkeppn- inni yfir Atlantshaf, lögðu áhafnir og eigendur þátttöku- flugvélanna misjafnlega mikla áherzlu á þátttökuna. Ýmsar flugáhafnirnar höfðu aðstoðar- menn á hverjum flugvelli og gengu þeir frá öllum málum á hverjum stað, gerðu flugáætlan- ir. greiddu lendingar- og þjón- ustugjöld. og ýmislegt fleira er viðkom keppninni. Miðaldra Frakki, Georges Julli- en, var í hópi þessara aðstoðar- manna og var hann fulltrúi frönsku kvenkeppendanna, Helene Lacour og Nicole Duval, á Reykja- víkurflugvelli. í samtali Morgun- blaðsins við Jullien kom fram, að hann var eigandi flugvélar stúlkn- anna, en hún var af gerðinni Partenavia Victor, tveggja hreyfla. Hann er jafnframt faðir Nicole. „Auðvitað vonumst við eftir að f 2.000 fetum yfir Vatnsendahæð. Langahliðin á Reykjanesskaga í baksvn. Úrslitin ÁSTRALÍU-mennirnir Boyd Munro og Russ Hancock i flugvél af gerðinni Piper Na- vajo sigruðu í flokki tveggja hreyfla flugvéla í flugkeppn- inni yfir Atlantshaf, frá París til New York og aftur til haka. Voru þeir 29 klst. og 43 mínútur báðar leiðir, eða tveimur klukkustundum tæp- um á undan tveimur Bretum í Piper Aerostar-flugvél. Munro og Hancock sigruðu einnig í forgjafarkeppninni. en þar urðu Bretarnir Jeff Hutchinson og Roy Bartman i öðru sæti á Piper Comanche. Ilutchinson og Bartman höfðu viðkomu á íslandi á vestur- leiðinni. í flokki eins hreyfils flugvéla sigruðu Bandaríkjamennirnir Robert Moriarty og Tom Dan- aher á Beechcraft Bonanza- flugvél, voru alls 38 stundir og 29 mínútur á flugi, og settu hraðamet yfir hafið í bakaleið- inni, en því miður höfum við ekki tímann. Frönsku flug- mennirnir Patrick Fourticq og Bernard Lamy sigruðu í for- gjafarkeppninni á Piper Lance-flugvél. Alls hófu 65 flugvélar keppni. Ein fórst, sex hættu vegna bilana, og þrjár komust ekki á leiðarenda í tæka tíð vegna veðurs á íslandi og Grænlandi. Á föstudag gekk á ýmsu hjá fjórum flugvélum á leið til íslands. Þrjár villtust við land- ið vegna bilana í siglingatækj- um og ein flugvél lenti í erfiðleikum vegna ísingar, og varð að fara niður undir sjáv- armál til að meiri ís hlæðist ekki á hana. sigra, en fyrst og fremst er þetta mikil og góð reynsla fyrir stúlk- urnar, sem eru atvinnuflugmenn, starfa sem flugkennarar. Þótt við hlytum fyrstu verðlaun, nægði það vart nema fyrir benzíninu," sagði Jullien. Jullien kvaðst eiga tvær flugvél- ar um þessar mundir og vera með flugrekstur. Áður átti hann allt upp í sex flugvélar í einu, en hefur Flug Texti: Ágúst Ásgeirsson Myndir: Kristján Einarsson losað sig við minnstu flugvélarn- ar. Hann hefur sjálfur rúma fjögur þúsund flugtíma að baki, var til að mynda orrustuflugmað- ur í síðari heimsstyrjöldinni. Hann er sex barna faðir, tvö þeirra eru flugmenn að atvinnu. Einn sona hans aðstoðaði stúlk- urnar í Goose Bay í Labrador, og sá þriðji í New York. Jullien sagði, að þátttakendur hefðu allir lagt í mikinn kostnað vegna keppninnar, en flestir ef ekki allir hefðu notið ríkulegs fjárstuðnings ýmissa fyrirtækja. Þá hefðu fyrirtæki er framleiða flugleiðsögutæki lánað mörgum flugleiðsögutæki og senditæki af nýjustu og fullkomnustu gerð. Trúlega steyptu því fáir, ef ein- hverjir, sér í stórar skuldir vegna kepppninnar. „Eg held, að flestir taki þátt í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.