Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 JHorjjunfcln&iti Por(jvmÍ)Xaíiií> Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 Krafla: Borun við holu númer 16 lokið „VIÐ LUKUM við að b«ra holu númor 16 í morKun. on hún cr um 2000 mctra djúp.“ sajfði Einar Tjörfi Elíasson. yfirvcrkfra'ðing- ur Kröfluvirkjunar. i samtali við Mhl. „Við munum síðar kæla holuna niður. mæla hana ná- kva'mlcga ok setja í hana leiðara. ok því vcrki lýkur væntanlcKa í vikunni.“ Aðspurður um hvort þessi nýja hola K*fi mönnum auknar vonir, saKði Einar Tjörfi, að of snemmt væri að fullyrða neitt um hversu vei hún f?aefi. Borinn verður síðan fluttur yfir á holu númer 17 eftir helgi og verður þar borað niður á svipað dýpi og loks verður boruð hola númer 18. Allar þessar holur eru í suðurhlíðum Kröflu í um 1,5 km fjarlægð frá virkjunarhúsinu. Framkvæmdir hafa gengið mjög vel við Kröflu að undanförnu, að sögn Einars Tjörfa, en nú starfa þar um 40 manns, fyrir utan fasta vélgæzlumenn. Raforkufram- leiðsla virkjunarinnar er um þess- ar mundir í námunda við 12 megawött. Rætt um lax og loðnu á fundum með Færeyingum FÆREYSK scndincfnd cr va-ntanlcg hingað til lands i lok þcssa mánaðar til við- ra-ðna við íslenzk stjórnvöld um loðnu- og laxvciði. A fundi Islendinga og Fær- eyinga síðastliðinn vetur fóru Færeyingar fram á leyfi til að veiða Ioðnu innan islenzku fiskveiðilögsögunnar í sumar. Þar sem þá var ekki búið að ákveða leyfilegan hámarksafla úr íslenzka loðnustofninum í haust og næsta vetur var ákveðið að fresta umræðum um beiðni Færeyinga þar til í sumar. Á fundinum í Reykjavík verður einnig rætt um laxveið- ar Færeyinga í sjó, en íslend- ingar hafa áður lýst áhyggjum sínum vegna þeirra veiða. Dæmdir í 2ja ára fangelsi fyrir íkveikju á Litla Hrauni NÝLEGA voru kveðnir upp dóm- ar yfir þrcmur refsiföngum á Litla Hrauni fyrir að kveikja i fangelsishúsinu þar 21. janúar 1977. Tveir fanganna, Kristmundur Sigurðsson og Úlfar Ólafsson, voru dæmdir í tveggja ára fang- elsi, en þriðji fanginn hlaut eins árs fangelsi fyrir hlutdeild í brot- inu. Tveir þeir fyrrnefndu eru enn á Litla Hrauni, þar sem þeir afplána dóma í manndrápsmálum. Fangarnir báru eld í fata- geymslu á neðstu hæð hússins og magnaðist eldurinn mjög. Slökkvi- liðið á Eyrarbakka var kallað út og var það um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Skemmdir urðu töluverðar. Fangaverðir gengu hart fram við slökkvi- og björgunarstörf og fengu sumir þeirra re.vkeitrun. Dómurinn komst að þeir niður- stöðu að með athæfi sínu hefðu fangarnir komið samföngum sín- um og starfsmönnum í bráðan lífsháska auk þess að valda hættu á stórfelldu eignatjóni. Þess má geta, að sumir fanganna voru í einangrun og var erfiðleikum bundið að ná þeim út. Grunur lék á að fangarnir þrír hafi ætlað að leggja á flótta í ringulreiðinni sem skapaðist, en jjeir neituðu því ætíð við yfirheyrslur. Allan Magnússon, aðalfulltrúi sýslumannsins á Selfossi, kvað upp dóminn. iar og-ml Sumarbliða var i Reykjavik i gær. Starfsfólk Landakotsspitala brá þá á það ráð að leyfa sjúklingunum að sóla sig og voru rúmin sett út i garðinn. Þetta var um heimsóknartímann, svo að gestir sjúklinganna gátu einnig notið veðurbliðunnar og þurftu ekki að fara inn i sjúkrastofurnar. Vonandi viðrar einnig svo vel i dag, svo að fólk i þjóðhátiðarskapi geti notið þeirra skemmtiatriða, sem á boðstólum verða. - Ljósm. Mbl. Emilía. Með full- fermi í fyrsta túrnum Skuttogarinn Ottó N. bor- láksson er væntanlegur með fullfermi til Reykjavíkur síð- degis í dag úr sinni fyrstu veiðiferð. Marteinn Jónasson, framkvæmdastjóri BÚR, sagði í samtali við Mbl. í gær, að veiðiferðin hefði gengið vel, engin meiri háttar vanda- mál hefðu komið upp, aðeins lítils háttar stiliingaratriði, sem huga þyrfti að. Togarinn hélt úr höfn síðastlið- inn miðvikudagsmorgun og hefur verið að veiðum suðvestur af landinu; í Skerjadýpi, Fjöllum og á Eldeyjarbanka. í gær voru lestar skipsins orðnar fullar og langt var komið með að fá afla í kassa á millidekk. Marteinn sagðist reikna með, að Ottó kæmi inn í kvöld með um 240 tonn af blönd- uðum fiski, mest karfa, og verður byrjað að landa úr skipinu á morgun. Skipstjóri á Ottó er Magnús Ingólfsson. Aðspurður um fiskiríið hjá tog- urunum undanfarið sagði Mart- einn, að afli hefði verið sæmilegur fyrir sunnan og suðvestan land, en þar hefðu mörg skip verið á skrapi. Á Vestfjarðamiðum væri sjór hins vegar enn kaldur og lítið að hafa þar. Gunnar S. Björnsson um byggingariÖnaðinn: Bendir til mikils sam- dráttar síðari hluta ’82 MIKIL minnkun hefur orðið á starfscmi við íbúðarhúsabygK- ingar á síðustu tveimur árum, en við þessa starfsemi hafa um 45— 50% mannafla i hyKKÍngariðnaði starfað, en á árinu 1980 fór sú tala Hugmyndir ríkisins í læknadeilunni: 5% lífeyrissjóðsgreiðsla af öllum tekjum lækna Grunnkaupshækkun ekki til umræðu „I>AÐ DRÓ KANNSKI heldur saman á fundinum í dag,“ sagði Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri Læknafélags ísiands, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var spurður um hvort eitthvað hefði þokast í samkomulags- átt á samningafundi lækna, ríkis og borgar, sem haldinn var í gær. Páll sagði, að „félagsleg rétt- indamál" hefðu verið til umræðu, en á samningafundi fyrir skömmu voru lagðar fram hugmyndir um breytingar á greiðslum í lífeyris- sjóð lækna, bílastyrk og fyrir- framgreiðslu fastra launa, en ým- is fleiri atriði hefðu verið rædd. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur hið opinbera kynnt hugmyndir um breytingar á lífeyrissjóðagreiðslum, þannig að vinnuveitandi greiði 5% af öllum tekjum lækna í lífeyrissjóð, en nú er þessi greiðsla 6% af föstum launum. Þetta hefur þau áhrif, samkvæmt sömu heimildum, að yfirlæknar og sérfræðingar, sem margir hverjir eru ekki lengur á vöktum, bera skarðan hlut frá borði og mun kurr vera í þeirra hópi vegna þessa. Hvað bílastyrk varðar, hafa viðsemjendur lækna gert þeim það boð, að styrkurinn verði 1600 krónur á mánuði. Þeir, sem ekki eru á vöktum, munu þó ekki fá bílastyrk. Engin grunn- kaupshækkun mun vera til um- ræðu á fundunum. Yfirlæknar spítalans hafa hald- ið fundi dagiega vegna deilunnar og ástandsins á sjúkrahúsunum og telja þeir ástandið mjög alvarlegt, sérstaklega á gjörgæslu- og skurð- deildum. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, munu yfirlæknar ríkisspítalanna halda fund á morgun, en þá verður einnig fundur í kjaradeilu lækna, og munu yfirlæknar í framhaldi af fundinum gefa yfirlýsingu um ástandið í sjúkrahúsmálum í land- inu, hafi ekkert þokast í samn- ingamálum. niður i 26,6%. Þctta kom m.a. fram í erindi, sem Gunnar S. Björnsson, formaður Meistar- asambands bygKÍngamanna. hélt á ráðstefnu um atvinnumál á höfuðborKarsvæðinu. sem haldin var á laugardag. Það kom einnig fram í máli Gunnars, að aukning hafi orðið í verktakastarfsemi, en minnkun hjá múrurum, rafvirkjum og málurum og hafi minnkunin numið 29,0% hjá múrurum milli áranna 1979 og ’80. Eina af ástæðunum fyrir sam- drætti hjá múrurum kvað Gunnar þá, að breytingar hefðu orðið á uppsláttarvenjum í húsasmíði, sem gerðu múrun óþarfa. Þá sagði Gunnar, að á árunum 1972 til ’78 hefði verið lokið við 1261 íbúð að jafnaði á ári, en á árinu 1979 hefði talan verið 972 og nálægt 1000 íbúðum á siðasta ári. Sagði hann, að á þessu ári yrði úthlutað lóðum fyrir 860 íbúðir á öllu höfuðborgarsvæðinu, en það væri veruleg minnkun frá síðustu árum. Sagði Gunnar, að í Reykja- vík hefðu sjaldan verið færri íbúðir í smíðum en um síðustu áramót, um 795 íbúðir. Þar af hefðu 402 verið fokheldar eða meira. Sagði Gunnar, að sýnilegt væri, að að- gerðir sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu í lóðamálum gæfu ekki tilefni til mikillar bjartsýni varð- andi vinnuaukningu við byggingu íbúðarhúsnæðis, heldur benti allt til þess, að um mjög mikinn samdrátt yrði að ræða síðari hluta ársins 1982 eða í byrjun ársins 1983. Rannsókn hafin á stóru fíkniefnamáli ÞRÍR ungir menn sitja nú í gæzluvarÖhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls, sem er í rannsókn í Reykjavík. Að sögn Ásgeirs Friðjónssonar sakadómara í ávana- og fíkniefna- málum leikur grunur á að kanna- bisefnum hafi verið smyglað inn og dreift í taisverðum mæli og eru mörg ungmenni viðriðin málið., Einn þremenninganna, sem inni sitja er 16 ára, hinir aðeins eldri. í Keflavík hefur verið upplýst smygl á um 700 grömmum af marihuana út af Keflavíkurflug- velli. Bandarískur hermaður seldi fíkniefnið til fimm íslendinga. Sá bandaríski hefur þegar hlotið dóm fyrir fíkniefnameðhöndlun hjá bandarískum herdómstóli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.