Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 35 Guðrún Guðmunds dóttir - Minning Fædd 8. nóvember 1894. Dáin 4. júní 1981. -Deyr fó. dcyja frændur. deyr sjálfur ift sama. cn ordstír dcyr aldrcKÍ. hvcim cr scr K»dan Kctur." Þessar línur úr Hávamálum komu ósjálfrátt upp í huga minn er ég frétti lát frænku minnar Guðrúnar Guðmundsdóttur. Þó búast megi við þegar aldur- inn er kominn vel yfir áttunda tuginn að kveðjustundin sé ekki langt undan þá kom þessi frétt mér á óvart. Mér fannst hún frænka mín svo ung og frískleg er ég sá hana í síðasta sinn með glettni í auga og bros á vör, því þó sjónin væri lítil sem engin, þá var hún sem alsjáandi er glettnina bar á góma. Ég minnist frænku minnar sem lítil stúlka þegar hún kom í heimsókn til móður minnar á Eyrarbakka. Það fylgdi henni allt- af sérstakur ilmur. Hún var alltaf sem nýútsprungin rós, svo hrein og fín og átti brjóstsykur í tösk- unni sinni sem hún var óspör á. Það var alltaf sem vorið væri í nánd er hún birtist. Jólapakkarnir frá Gunnu frænku voru líka alltaf spennandi. Það var eins og hún vissi alltaf hvaða bók eða leikfang var efst á óskalistanum. Oft er talað um kynslóðabilið, en hjá henni var það framandi bæði í orði og verki. Hún var fyrir yngra fólkið og það fyrir hana. Aldur skipti engu máli. Þó ald- ursmunur okkar væri rúm fimm- tíu ár, þá kom hún oft til mín meðan sjónin og heilsan leyfðu og alltaf fylgdi henni þessi sérstaki ljúfi blær. Ég minnist þess sér- staklega hve orðvör hún var og ef hún ræddi um samferðafólk sitt á þessari lífsins braut var það ætíð þeim til betri vegar sem um var rætt. Guðrún var fædd 8. nóvember 1894. Foreldrar hennar voru hjón- in Guðrún Erlendsdóttir og Guð- mundur Guttormsson. Var hún yngst 10 systkina og hverfur nú héðan þeirra síðust. Hún giftist ekki en eignaðist tvo syni. Annan missti hún ungan að aldri en hinn Guðmundur Ingi Kristjánsson, lif- ir móður sína. Framan af ævi bjó hún í Kálfhaga í Flóa, en er hún flutti þaðan starfaði hún m.a. á barnaheimili því sem starfrækt var að Kumbaravogi, Stokkseyri og Reykjahlíð í Mosfellssveit. Síð- ustu ár ævi sinnar dvaldi Guðrún á Élliheimilinu Grund og andaðist þar aðfaranótt 4. júní sl. Utför hennar verður gerð á morgun, fimmtudag, frá Fossvogskapellu kl. 3 síðd. Mig langar hér að lokum, fyrir hönd aðstandenda hennar, að þakka Gunnari Valdimarssyni og Guðbjörgu og Brynjólfi, Berg- staðastræti 40, Reykjavík, fyrir sérstaka umhyggju og hlýhug í hennar garð. Blessuð sé minning frænku minnar. Sigrún Alda Miehaels RflM Við höfum fest kaup á örfáum DODGE RAMCHARGER jeppum 1979 á ótrúlega hagstaeöu jeppaveröi. Þetta eru glæsiieg torfærutröll. Bílarnir eru deluxe útgáfur: tvílitir, meö sjálfskiptingu, vökvastýri, aflhemlum, læstu mismunadrifi, 8 cyl. vél og ýmsum öðrum eftirsóttum aukabúnaöi, sem enginn ætti án aö vera. Þeir sem þegar eru búnir aö leggja inn gott orö hjá okkur eru beönir aö staöfesta pöntun sína strax og hinir sem sváfu á verðinum eru beðnir aö flýta sér, því á morgun getur þaö oröiö of seint. DODGE RAMCHARGER á aldeilis ótrúlegu verði. Þaö veröur erfitt að endurtaka þetta jeppatilboö ársins — nú er annað hvort aö duga eöa drepast. DODGE RAMCHARGER er bíllinn sem þolir, ef þú þorir. ^í/ökull hf. Ármúla 36 Simi: 84366 Maharishi Mahash Yogi Almennur kynningar- fyrirlestur verður haldinn um innhverfa íhugun kl. 20.30 annað kvöld, fimmtudaginn 18. júní, að Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikhúsinu). Tæknin er auölærð og þroskar huga og likama og losar um streitu. Allir velkomnir. íslenzka íhugunarfélagid, símar 16662 og 35646. tromlumótor Kröfuhörðustu vélahönnuðir velja INTERROLL. Þeir sem mestar kröfur gera nota INTERROLL tromlumótora, — hagkvæmustu lausnina við smíði færibanda. Bæði gír og mótor.eru innbyggðir í tromluna, þvermál hennar eru 113 og 164 mm en hestöfl, hraði og tromlubreidd er eftir óskum. INTERROLL tromlumótorar henta fyrir léttan iönaö svo sem fiskiönað, matvælaframleiðslu, umbúða- og plastiönaö og einnig fyrir færibönd í afgreiöslubprðum. Eitt símtal og við sendum allar tækniupplýsingar. Innbyggður hitanemi er trygging gegn yfirálagi Misstu ekki af lestinni Föstudagur 19.6. Keflavík, kl. 10.00-12.00 við Aðalstöðina Sandgerði, kl. 15.00-16.00 Grindavík, kl. 18.00-19.00 VELTIR HF1. Suðurlandsbraut 16 • Slmi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.