Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 Menn úr verkfræðinKasveitum breska hersins vinna hér að því að taka sundur og fjarlægja eitt fallstykkið, sem í hálfa old hafa gætt Njörvasunds og yfirráða Breta yfir Gibraltar. Raunar hefur áldrei komið tii þess, að byssunum hafi verið beitt i stríði, en þær hafa þó ávallt þótt mjög tilkomumiklar. Hlaupvíddin er 9,2 þumlungar, hluturinn vegur 144 tonn og hlaupið sjálft er 37 feta langt. Fallstykkið verður flutt til Englands og sett upp á Striðsminjasafni heimsveldisins í Cambridge-skíri. AP*imamynd r * Iranir og Irakar skiptast á föngum Amnesty International: Skýrsla um „endurhæf- ingarbúðir“ í Víetnam l^ondon. 2. júní. AP. VÍETNAMAR höfðu, að eigin sögn, sleppt í september sl. heim- ingi þeirra 40.000 foringja í her Suður-Víetnams, sem handteknir voru eftir fall Saigon-borgar. I>essar upplýsingar komu fram á fundi. sem fulltrúar Amnesty International efndu til í dag. Á fundinum var einnig birt skýrsla um tilraunir samtakanna til að fá Víetnama til að hætta við svokallaðar „endurhæfingarbúð- ir“, en þar er fólki haldið gjarna mánuðum eða árum saman án þess að nokkrar sérstakar sakir séu tilgreindar. Víetnamar hafa fallist á að veita þessu fólki frelsi fyrr en fyrirhugað var, en vilja hins vegar ekki viðurkenna, að um mannréttindabrot sé að ræða. Víetnamar hafa haldið því fram við fulltrúa Amnesty Internation- al, að sjálfsagt sé og eðlilegt að láta norður-víetnömsk lög ná til íbúa í Suður-Víetnam og að einnig sé rétt, að þau séu afturvirk. I skýrslu AI kemur hins vegar fram, að margir fanganna hafi aldrei haft neitt saman við ríkis- stjórnina í Saigon að sælda, kvart- að er yfir því, að fólk sé haft í haldi árum saman án þess að til réttarhalda sé efnt og nefnt er, að læknishjálp sé lítil, einkum við þá, sem á sérstakri meðferð þurfa að hatda.. Hornsteinn að Nor- rænu húsi í Færeyjum Kaupmannahofn. 16. júni. Frá írúttarit- ara Mbi. í DAG, þriðjudag, kl. 14,30 var iagður hornsteinn að Norræna húsinu í Þórshöfn í Færeyjum að viðstöddum menntamálaráð- herrum Norðurlandanna. Horn- steininn lögðu þeir Pauli Ell- effsen lögmaður. fyrir hönd færeysku landsstjórnarinnar, og Kalevi Kivisto, formaður ráðherranefndar Norðurlanda- ráðs. Norræna húsið í Þórshöfn er ávöxtur umræðna og áætlana allan síðasta áratug um að auka menningarleg samskipti Færey- inga og annarra Norðurland- abúa. Arið 1977 var efnt til samkeppni um smíði hússins og voru 143 tillögur lagðar fram um gerð þess og útlit. Ola Steen, arkitekt í Niðarósi í Noregi, varð hlutskarpastur í samkeppninni en samkvæmt tillögu hans verð- ur húsið 2000 fermetrar á tveim- ur hæðum. Smíði Norræna hússins hófst í september sl. en hornsteinninn er lagður nú af því tilefni, að menntamálaráðherrar Norður- landa eiga um þessar ■ mundir sinn fyrsta fund í Færeyjum. Byggi ngarkostnaðu r er talinn verða um 60 milljónir dkr. og munu Færeyingar greiða þrið- jung hans. Hina tvo þriðjungana munu önnur Norðurlönd sjá um. PEiTER Benenson, stofnandi mannréttindasamtakanna Am- nesty International, sést hér kveikja á kerti, sem umvafið er gaddavir. Þykir það táknrænt fyrir starf samtakanna. Kertið er á tröppum St. Martin-inthe- Fields-kirkjunnar i London og var á þvi tendrað til að minnast þess, að nú eru tuttugu ár liðin frá stofnun Amnesty Internation- al. Larnara, Kýpur. 16. júni. AP. ÍRANIR og írakar áttu i fyrsta sinn skipti á striðsföngum á þriðjudag síðan striðið milli þjóð- anna hófst í september sl. Skiptin fóru fram á Larnaca-flugvelli á Kýpur með mikilli leynd og undir þungum öryggisverði. Yfirvöld á Kýpur staðfestu fangaskiptin og sögðu að 17 Irök- um hefði verið skipt fyrir 25 írani. Gos í Etnu Sikiley. Moskvu. 16. júni. AP. SPRENGIGOS varð í vesturhlið Etnu, hæsta eldfjall Evrópu, á þriðjudag. Eldfjallafræðingar á Sikiley sögðu að ekki væri um hraungos að ræða en mikill reykur ryki úr gignum. Mikið hraungos átti sér stað í Etnu í mars og þá þurftu íbúar þorps í hlíðum hennar að yfirgefa heimili sín. Á þriðjudag gaus einnig eldfjall í austur-hluta Sovétríkjanna. Öskustrókur steig 8 metra og hraun rann 400 metra, samkvæmt heimildum Tass-fréttastofunnar. Gosið varð í óbyggðum, á Kam- chatkaskaga norður af Kurile- eyjum. Eitraður reykur á dagheimili Kaupmannahöfn. 16. júni. AP. UM 100 dönsk börn voru lögð inn til rannsóknar og dvöldu nætur- langt á sjúkrahúsi eftir að þau höfðu andað að sér eiturreyk frá báli sem var kynt á dagheimili þeirra I Ballerup, úthvcrfi Kaup- mannahafnar, á mánudag. „Engan sakaði alvarlega,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Hann sagði að einhver hefði hellt 3 kílóum af áburði á brennuna til að glæða bálið en ekki gert sér grein fyrir að í áburðinum gátu leynst hættulegir kemikalar. Sjónarvottar á Larnaca-flugvelli sögðu að marga fangana hefði vantað fætur og verið bornir á börum en aðrir hefðu verið illa særðir. Skrúfuvél íraka lenti fyrst á Larnaca en skömmu síðar kom svissnesk leiguvél írana. Vélarnar stoppuðu nálægt hvor annarri á enda flugbrautarinnar og vopnuð lögregla umkringdi vélarnar. Rauði krossinn hafði umsjón með skiptunum og 20 fulltrúar hans sáu um flutninga fanganna sem hófust samtímis milli vélanna. I yfirlýsingu Rauða krossins í Genf sagði að íranir hefðu farið fram á fangaskiptin. Ekki eru frekari skipti í bígerð. Bæði íranir og írakar hafa sagst hafa þúsund- ir stríðsfanga undir höndum. Veður víða um heim Akureyri 8 léttskýjað Amsterdam 20 skýjaö Aþena 30 heiöskírt Barcelona 28 heiðskírt Berlin 18 rigning Brussel 20 heiöskírt Chicago 31 rigning Oyflinní 13 skýjað Feneyjar 27 léttskýjað Frankfurt 31 skýjaö Færeyjar 9 alskýjað Genf 30 heiðskírt Helsinki 18 skýjað Hong Kong 29 heiðskírt Jerúsalem 25 heiðskírt Jóhannesarborg 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 skýjað Las Palmas 24 léttskýjað Lissabon 36 heiöskírt London 17 skýjað Los Angeles 39 heiðskírt Madrid 36 heiöskírt Malaga vantar Mallorka 29 léttskýjað Mexicoborg 21 rigning Miami 30 heiðskírt Moskva 17 skýjað New York 27 heiðskirt Nýja Oelhi 44 heiðskirt Osló 21 skýjað Reykjavík 10 léttskýjað Rió de Janeiro 30 heiðskírt Rómaborg 34 heiðskírt San Francisco 31 heiðskírt Stokkhólmur 16 rigning Sydney 15 heiðskirt Tel Aviv 27 heiðskírt Tókýó 26 heiðskírt Vancouver 16 skýjað Vínarborg 23 skýjað 41. stjórnln að fæðast á Italíu? Róm. 16. júni. AP. Sósíalistaflokkurinn ítalski lýsti i dag yfir stuðningi sinum við stjórnarmyndunartilraunir Giovanni Spadolinis, leiðtoga Repúblikanaflokksins, og hefur með þvi aukið mjög Ifkurnar á þvi að Spadolini verði fyrsti forseti lýðveldisins, sem ekki er úr flokki kristilegra demókrata. Bettino Craxi, leiðtogi sósíal- ista, lagði þó áherslu á í yfirlýs- ingu flokksins, að nauðsynlegt væri að bíða úrslitanna í sveitar- stjórnarkosningunum 21. og 22. júní áður en stjórn yrði mynduð. Spadolini sagði i dag, að á morgun myndi hann leggja fyrir formenn þingflokkanna drög að stefnuskrá væntanlegrar stjórnar. ítölskum sósíalistum svellur nú mjög móður vegna sigurs skoð- anabræðra þeirra í Frakklandi og er talið, að ef þeim vegnar vel í sveitarstjórnarkosningunum muni þeir gerast kröfuharðari og jafn- vel heimta forsætisráðherraem- bættið sjálfir. Raoul Wallenberg heiðursborgari Bandaríkjanna? TILLAGA um að gera Raoul Wallenberg að öðrum heiðurs- borgara Bandarikjanna var samþykkt einróma á sameigin- iegum fundi undirnefnda utan- rikismálanefndar Fulltrúadeild- ar bandaríska þingsins fyrr i mánuðnum. Winston Churchill hefur einn manna verið sæmdur þeim heiðri i Bandarikjunum fram til þessa. '' Tom Lantos, fulltrúadeildar- þingmaður demókrata frá Kali- forníu, er höfundur tillögunnar. Hann var meðal þúsunda ung- verskra gyðinga sem Wallenberg bjargaði úr fangabúðum nasista á stríðsárunum með því að útvega þeim sænsk vegabréf. Lantos skorar á Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta í tillögunni að kom- ast að hvar Wallenberg er niður- kominn í Sovétríkjunum og fá hann gefinn frjálsan. Bandaríska flóttamannaráðið fór fram á það á stríðsárunum, að Wallenberg, sem er Svíi, færi til Búdapest árið 1944 og ynni að málum gyðinga í Evrópu. Hann var handtekinn í janúar 1945, þegar Rússar fóru inn í Ung- verjaland. Rússar hafa fullyrt allar götur síðan 1957 að Wallen- berg sé látinn, en fangar úr sovéskum fangelsum hafa marg- sinnis sagt að þeir hafi séð Wallenberg eftir það. Síðast hélt fyrrverandi fangi því fram í janúar 1981. Claiborne Pell, öldungadeildar- þingmaður demókrata frá Rhode Island, er einn höfunda sams konar tillögu í öldungadeild bandaríska þingsins um að gera Wallenberg að heiðursborgara. Við yfirheyrslur í Fulltrúadeild- inni sagði hann að það myndi bera vott um þakklæti banda- rísku þjóðarinnar í garð Wallen- bergs „fyrir hreystileg og óvenju- leg afrek hans í starfi" ef hann yrði gerður að heiðursborgara. Við yfirheyrslurnar sagði Lanton: „Við þurfum að stíga þetta óvenjulega skref til að láta Rússa og heiminn allan vita, að Bandaríkjamenn láta brot á al- þjóðalögum og mannréttindum ekki viðgangast. Bandaríkjamenn eru hreyknir af ábyrgðinni sem þeir bera á starfsemi Wallen- bergs í Ungverjalandi." Kona Lantons er stofnandi og formaður alþjóðahreyfingar sem berst fyrir frelsi Wallenbergs. Hún bar einnig vitni í þinginu og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.