Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR 133. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Þingið tekur mál Bani-Sadrs fyrir Tehoran. Beirút. 16. júní. — AP. ÞINGIÐ í íran ákvað í da«. að taka til umfjoilunar hvort Abol- hassan Bani-Ssdr vari hæfur til að Krttna embætti forseta landsins í Ijósi siðustu atburða, en þúsund- ir manna flykktust til þinghúss- ins og forsætisráðuneytisins ok kröfðust þess að honum yrði vikið úr starfi. Ilefjast umræður um mál Bani-Sadrs á morKun. mið- vikudaK- Skömmu áður en þingið ákvað að fjalla um hæfni forsetans, sprakk sprengja í forsetahöllinni, en engin slys urðu á fólki. Todorov settur af Sóííu. 16. júní. — AP. STANKO Todorov var í dag vikið úr embætti forsætisráðherra Búlg- aríu ok Grisha Filipov settur í hans stað, en engar ástæður Kefn- ar fyrir breytinKunni. sem kom diplómötum á óvart. Todorov var kosinn forseti búlg- arska þingsins, sem er talsverð lækkun í tign, að sögn diplómata. Filipov er ritari miðstjórnar búlg- arska kommúnistaflokksins og fé- lagi í framkvæmdanefnd hans. Og meðan þingfundurinn stóð yfir, fylktu óeinkennisklæddir starfsmenn saksóknara liði og birtu fjölda aðstoðarmanna Bani- Sadrs í skrifstofum forsetaemb- ættisins handtökutilskipanir. Þeir biðu þess að viðkomandi aðstoðarmenn forsetans létu sjá sig, en létu sig hverfa þegar opnunartími var á enda, en þá hafði enginn aðstoðarmannanna gefið sig fram. Byltingarverðir tóku sér stöðu við forsetahöllina í dag í fyrsta skipti eftir að forsetinn var settur af sem yfirmaður herráðsins. And- stæðingar forsetans fylktu liði að forsetahöllinni og heimtuðu að hann yrði líflátinn. Forsetinn hafð- ist við í íbúðarálmu hallarinnar. Hringt var á heimili Mehdi Bazargans fyrrum forsætisráð- herra og skýrt frá því að hann ætti fangelsun yfir höfði sér. Bazargan tók þátt í þingstörfum í dag með eðlilegum hætti. Bazargan er í hópi stuðningsmanna Bani-Sadrs. Mikill fögnuður gall við fyrir utan þinghúsið er forseti þingsins skýrði frá ákvörðun þingsins að taka mál Bani-Sadrs fyrir. Bani- Sadr hafa verið úthlutaðar tiu klukkustundir af þingtíma tii að verja mál sitt, og getur hann útdeilt hluta þess tíma meðal stuðningsmanna sinna í þinginu. 80 unglingar teknir f astir Varsjá. 16. júní. AP. LÖGREGLAN I Katowice hand- tók 80 pólsk unKmenni þegar í brýnu sló milli hóps unglinga og sérstakra lögrcKlusveita, sem Uppræting í Afganistan Nýiu Delhí, 16. júní. AP. STJORNVÖLD I Afganistan til- kynntu i kvöld, að stjórnarhermenn hefðu upprætt sveitir frelsisaflanna i Parwan- ok Kunduz-héruðum, cn i gær viðurkenndi Babrak Karmal forseti. að sveitir frelsisaflanna væru vel þjálfaðar ok létu mjög mikið að sér kveða. Utvarpið í Afganistan sagði, að mikið magn vopna hefði verið gert upptækt í Parwan og Kunduz. Karmal réðst harkalega að frelsis- sveitum um í útvarpsaávarpi í dag, kallaði þá bæði ræningja og stiga- menn, er ynnu gegn hagsmunum þjóðarinnar. Frelsissveitirnar eru flestar skipað- ar heittrúuðum Afgönum, er segja stjórn landsins vinna gegn kirkjunhi, en 99% afgönnsku þjóðarinnar eru múslimar. þjálfaðar eru tll að bæla niður uppþot, á járnbrautarstöðinni i Katowice. Lögreglan kæfði óeirð- ir á öðrum stöðum í borginni í fæðingu. Opinberir fjölmiðlar í Póllandi hafa að undanförnu skýrt frá því, að ólæti og ofbeldisaðgerðir hafi færst í vöxt upp á síðkastið, og að löghlýðni borgaranna færi þverr- andi. Sagt var, að ólætin í Katowice hefðu byrjað með því að slagsmál brutust út milli unglingahópa. Yfirvöld frestuðu í dag seinni degi réttarhaldanna yfir andófs- mönnunum fjórum úr „Bandalagi sjálfstæðs Póllands" (KPN), sem ákærðir eru um að hafa stofnað til samsæris um að kollvarpa pólsku ríkisstjórninni. Verjendur fjórmenninganna fóru fram á, að réttarhöldunum yrði frestað um mánuð, svo þeir fengju olnbogarými til að kanna ákæruskjalið og dómsskjöl, sem varðveitt eru í 16 bindum. Búist er við, að dómarinn taki beiðni verj- endanna fyrir þegar réttarhöldun- um verður haldið áfram. Bandaríkin tilbúin að selja Kína vopn PekinK. VV ashinvíton. 16. júní. AP. ALEXANDER M. llaig, utanrík- isráðherra Bandarikjanna. skýrði frá því á lokadegi opin- berrar heimsóknar sinnar til Kína, að Bandaríkjastjórn hygð- ist aflétta banni við vopnasölu til Kína, ok Liu Ilua-quing, yfirmað- ur kínverska herráðsins, myndi heimsækja Bandaríkin i áKÚst- mánuði i þeim tilgangi að semja um vopnakaup. Bandarikjamenn hafa ekki selt Kinverjum vopn frá því að kommúnistar komust til valda 1949. Haig kvaðst ekki hafa skoðun á Víkingasilfur i húsgrunninum Frá fréttaritara MorKunhlaðsins í Osló. 16. júní. MIKILL fjársj(>ður silfurs frá víkingatið hefur fundist 1 bæn- um Grimstad í Sörlandi. Forn- leifadeild háskólans í Osló hefur kallað fundinn „einstæðan“. Maður nokkur fann sjóðinn þegar hann byrjaði að grafa húsgrunn á lóð sinni. Hann mok- aði upp fjölda silfurmena sem vógu alls 2 kg. Þar á meðal voru hálsmen úr snúnu silfri, falleg armbönd og nælur frá 9. öld. Maðurinn sem fann gersem- arnar hélt fundinum lengi leynd- um af ótta við að verða af fundarlaunum. En það er erfitt að halda nokkru leyndu í Grimstad og að lokum heyrði silfursmiður í bænum fréttirnar. Ljóst er að maðurinn fær þúsundir króna í fundarlaun. Fornleifafræðingar grafa nú grimmt á lóð mannsins í von um að finna fleiri víkingafjársjóði. því hvaða vopnum Kínverjar myndu helzt hafa áhuga á að fá frá Bandaríkjunum, og sagði, að yfirvöld yrðu að ráðfæra sig bæði við þingið og erlend ríki áður en einstakar vopnasölur til Kína yrðu samþykktar. Haig sagði ennfremur, að sam- starf Kínverja og Bandaríkja- manna á sviði hermála yrði aukið í kjölfar viðræðna hans við kín- verska ráðamenn. Hann staðfesti á blaðamanna- fundi eftir viðræður við kínverska leiðtoga, að komið hefði fram gagnrýni á stefnu Bandaríkja- manna í málefnum Suður-Afríku og Miðausturlanda, en viðræðurn- ar hefðu þó orðið til að minnka ágreining ríkjanna tveggja í þess- um efnum. Haig sagði ennfremur, að sam- skipti Taiwan og Bandaríkjanna hefði borið á góma í viðræðunum, og þykir ljóst, að ágreiningur ríkjanna út af Taiwan hafi sízt minnkað. Haig sagði kínverska leiðtoga hafa haft skilning á því, að samskipti Bandaríkjanna og Taiwan yrðu óbreytt, en neitaði þó að skýra frá, hvort Kínverjar sættu sig við þá málavexti. Haig sagði alþjóðamál hafa sett sinn svip á viðræður sínar við kínverska leiðtoga, sem gengið hefðu „framar öllum vonum". Fundur Reasans Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, hélt í dag sinn fyrsta blaða- mannafund frá því honum var sýnt banatilræði 30. marz síðast- liðinn. Reagan gagnrýndi þingmenn demókrata í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings harðlega fyrir niður- skurð á fjárlögum og hótaði að bregðast við þeim með því að leggja fram endurskoðuð fjárlög. Einnig sagði Reagan, að árás Israela á kjarnorkuverið í Irak á dögunum sýndi og sannaði mikil- vægi þess, að allsherjarlausn vandamálanna í Miðausturlöndum næðist. Loks sagði Reagan, að nú hillti undir það, að heimskommúnism- inn væri að renna sitt skeið á enda. Kommúnisminn væri af- hvarf frá heilbrigðri skynsemi, og hvorki eðlilegur né sæm.andi manninum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.