Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 39 húsnæði leggur ríkið fram allt að 98 prósent af heildarkostnaði og þannig þurfa hrepparnir aðeins að greiða um 2 prósent. Þetta hefur orðið til að víðast er mjög vel búið að bókasöfnum í Finn- landi. Ég held að bókasöfn hafi miklu hlutverki að gegna í menn- ingarlífi Finna. Bókaútlán eru 15 bækur á hvern íbúa, sem er töluvert hærra en í Svíþjóð — þar stöndum við þeim framar þó við séum fátækari," segir Ranta og hlær. „Greiðslum til höfunda er þannig háttað að 9 prósent af heildarupphæðinni sem fer til bókakaupa rennur til rithöfunda. Þeir eru almennt ánægðir með þetta fyrirkomulag. Þá eru finnsk bókasöfn fyrstu bókasöfnin í heiminum sem greiða þýðendum fyrir afnot af verkum þeirra en nú hafa fleiri lönd tekið það upp eftir okkur," sagði Ranta að lokum. Lagabreyting er miðar að samnýtintíu bókasafna „I Danmörku er nú verið að vinna að endurskoðun bókasafns- laganna," sagði Kristian Lindbo- Larsen bókafulltrúi Danmerkur. „í þeim felst m.a. að bókasafnslög í Danmörku munu einnig ná til sérfræðibókasafna og rannsókn- arbókasafna. Meginbreytingin er að komið verður á fót einni ríkisstofnun sem hefur yfirum- sjón með öllum söfnum og sam- ræmir starfsemi þeirra. Tilgangurinn með þessari laga- breytingu, sem felur í sér sam- ræmingu á starfsemi bókasafn- anna, er fyrst og fremst að koma á betri bókasafnsþjónustu fyrir alla. Með þessum hætti er unnt að samnýta frekar dönsk bóka- söfn og bæta þjónustuna verulega án þess að kostnaðurinn aukist aö sama skapi. Þá er einnig unnið að því að bæta bókasafnsþjónustu til handa þeim sem eru fatlaðir eða hafa einhverjar sérþarfir. Nú er mikill áhugi fyrir að komið verði upp bókasafnsdeild- um á stórum vinnustöðum og hefur hún verið könnuð í sam- vinnu við stéttarfélög, atvinnu- rekendur og sveitarstjórnir. Við höfum gert tilraunir með þetta á nokkrum stöðum en þetta er hvergi komið í fast form ennþá. Þá þyrfti að bæta bókasafnsþjón- ustu í skólum og allsstaðar þar sem kennsla fer fram. í grunn- skólum og háskólum er ástandið nokkuð gott en í framhaldsskól- um vantar mikið á að svo sé. Það eru allir sammála um að úrbóta sé þörf, en sem stendur höfum við ekki fjármagn til að ráða við þetta verkefni. í Danmörku er nú töluvert atvinnuleysi meðal bókasafns- fræðinga og eru ekki færri en 500 bókasafnsfræðingar þar atvinnu- lausir. Víða um landið eru bóka- söfn sem hafa opið hluta úr degi en þar starfar nær undantekn- ingarlaust fólk sem ekki hefur próf í bókasafnsfræðum. Það yrði nokkur lausn á atvinnuleysi bókasafnsfræðinga ef hluti þess- ara safna hefði fullan opnunar- tíma og þar með starfsfólk í fullri vinnu — þetta myndi jafnframt leiða til bættrar bókasafnsþjón- ustu fyrir almenning." Hvernig er greiðslum til höf- unda varið fyrir bækur á bóka- söfnun í Danmörku? „Höfundar fá kr. 2,30 árlega fyrir hverja bók sem þeir eiga á bókasafni. Þetta getur orðið veru- leg upphæð sé um kunnan höfund eða vinsælan að ræða — og danskir rithöfundar segja sjálfir að þetta sé bezta fyrirkomulag sem hugsast getur." Að lokum sagði Lindbo-Larsen: „Ég hef kynnt mér íslenzk bóka- söfn eftir föngum og vona að þær áætlanir sem uppi eru um um- bætur á þeim megi ná fram að ganga. ísland er þekkt fyrir það hversu fólk les þar mikið og því ættu hér að vera góð bókasöfn og góð bókasafnsþjónusta." Mengun brennisteinstvíoxíðs engu minni frá ál- en jámblendiverksmiðju Engra mælinga krafist frá álverksmiðjunni Brennistcinsútblásturinn frá álverinu í Straumsvík virðist sambærilegur við það sem er í somu fjarlægð frá járnhlendivcrksmiðjunni í Ilvalfirði, að því er fram kemur í madingum á lofti við álverið, sem þeir Þorkell J«>- hannesson prófessor og Ilörð- ur Þormar efnafræðingur hafa gert á vegum Eiturefna- nefndar. En engar aðrar mæl- ingar á hrennisteinstvíoxíði hafa farið fram við álverið frá upphafi. þótt kröfur séu gerð- ar um madingar á því við járnhlcndiverksmiðjuna. Að- eins verið litið á hugsanlega flúormengun. hún mæld og gcrðar ráðstafanir til að fá hreinsitæki hennar vegna. Þeir Þorkell og Hörður mældu bæði flúor og brenni- steinstvíoxíð i lofti nálægt áiverinu og til samanburðar i allmikilli fjarlægð, en við það kom fram að brennisteinstvi- oxíðið er aðeins til staðar i nánd við verksmiðjuna, þar sem flúor aftur á móti finnst einnig i loftsýnum fjær sem bendir til að flúor safnist einnig i andrúmsloftið annars staðar frá en frá verksmiðj- unni. En báðar hafa þessar lofttegundir ertandi eiturá- hrif á öndunarfæri og í rikari mæli séu slík áhrif samverk- andi frá báðum. í öryggis- skyni virðist því engu síður ástæða til að ákvarða brenni- steinstvíoxíð frá álverinu i Straumsvik en við járnblendi- verksmiðjuna við Grundar- tanga. Nýlega kom á prenti skýrsla þeirra Þorkels og Harðar um mælingar á útblæstri á flúor og brennisteinstvíoxíði í loft- sýnum, sem tekin voru á árun- um 1977-1980. Hafði Eitur- efnanefnd samþykkt að tekin yrðu loftsýni við álverið til ákvörðunar á flúor í því. En tvímenningunum sýndist, þeg- ar til kom, að brennisteinství- oxíðið gæti engu síður verið vandi, þótt menn hefðu fram að því ekki haft af því áhyggj- ur. Við járnblendiverksmiðj- una hafa Norðmenn aftur á móti annast mælingar á brennisteinstvíoxíði í lofti, eins og krafist er þar. Er gerð grein fyrir því í skýrslunni að við álbræðslu geti verið hætta á myndun a.m.k. þriggja mengandi lofttegunda: koltví- oxíðs (ásamt koloxíði), flúor- vetnis og brennisteinstvíoxíðs. í þessum mælingum voru not- uð sömu sýni til að mæla bæði flúor og brennisteinstvíoxíð í útblæstri frá álverksmiðjunni. Mælingar fóru fram á 10 stöðum, mislangt frá verk- smiðjunni. Mælingastaðir A 1, 2, 3 og 4 í næsta nágrenni eða í um kílómeters fjarlægð. Mæl- ingastaðir A 5, 6 og 7 voru í um það bil 2ja km fjarlægð. Mæl- ingastaðir A 8 og 9 í 4—5 km fjarlægð. Og loks var einn staður fjærst, á Álftanesi. Leitast var við að taka sýnin þegar vind lagði af verksmiðj- unni að athugunarstað. • Grunnmonjíun frá flúor, ekki brenni- steinstvíoxíði Eins og við var að búast var magn flúors mest á þeim athugunarstöðum, sem næstir voru álverinu eða á mælinga- stöðum A 1—4, en minna er fjær dró. Athyglisvert var þó, segir í skýrslunni, að flúor var greinanlegt í öllum sýnum sem tekin voru til samanburðar í fjarlægð, við Iðntæknistofnun Islands á Keldnaholti. Því verður að draga þá ályktun að hér sé um að ræða bakgrunns- mengun af völdum flúors, sem tæpast má rekja til álversins í Straumsvík. Virðist fyrir hendi flúor í lofti, sem ekki er hægt að skýra með verksmiðj- unni í Straumsvík einni, enda þótt ekki sé vitað hvaðan það kemur og í hve miklu magni. Hér gæti þessi bakgrunns- mengun af flúor t.d. komið af eldfjallaösku, úr sjónum, frá skrúfuþotum o.fl. Hinsvegar kemur fram við mælingar á lofti, að magn brennisteinstvíoxíðs í sýnun- um á Keldnaholti var minna en svo að það yrði greint. Tvisvar sinnum var safnað sýnum í heilan sólarhring, en í hvorugt skiptið var hægt að greina brennisteinstvíoxíð. Virðist því ekki vera bak- grunnsmengun af völdum brennisteinstvíoxíðs á þessum slóðum, enda þótt svo sé þegar flúor á í hlut. Hlýtur því að verða að álykta, að sem næst allt magn brennisteinstvíox- íðs, er mælt var á öllum athugunarstöðunum merktum A 1 til 10, sé að rekja til álversins. Greinilegt samhengi virðist, skv. töflu í skýrslunni, vera milli reykjar eða reykjarlyktar og mælds magns brennisteins- tvíoxíðs og flúors. Er líklegt að þessi efni berist samtímis frá álverinu og þau dreifist með eða í reyk. Samanburður er gerður á brennisteinstvíoxíði skv. norskum mælingum í nánd við járnblendiverksmiðj- una á Grundartanga og virðist svo að brennisteinsútblástur sé sambærilegur í jafnmikilli fjarlægð frá báðum verksmiðj- unum. Þess er getið að skv. upplýsingum álversins megi ætla að við starfrækslu þess myndist 1600— 2000 tonn af brennisteinstvíoxíði á ári. Járnblendiverksmiðjan gerir ráð fyrir því að starfræksla tveggja ofna í níu mánuði á ári og eins ofns í þrjá mánuði leiði til myndunar 2000—2600 tonna af brennisteinstvíoxíði. • Samverkandi áhrif auka hættuna En hvað táknar þetta með tilliti til hollustuverndar? Flú- or og brennisteinstvíoxíð hafa umtalsverð eituráhrif á önd- unarfæri, einkum efri hluta, segir í skýrslunni. Flúor (flú- orvetni) er þó talið geta valdið síðkomnum alvarlegum breyt- ingum í lungum, líkt og þekk- ist eftir köfnunarefnisoxíð. Þá ér þess að minnast að brenni- steinssýra, er myndast úr brennisteinstvíoxíði, hefur mun meiri eituráhrif í öndun- arfærum manna en brenni- steinstvíoxíð og eituráhrif þessara tveggja efna eru sam- verkandi. I heimild skýrslu- höfunda segir (í lauslegri þýð- ingu úr ensku): „Samverkandi áhrif standa í sambandi við magn agna. Aukning skaðlegr- ar verkunar brennisteinstvíox- íðs getur orðið 3föld eða 4föld, ef til staðar eru agnir, sem geta breytt brennisteinstvíox- íði í brennisteinssýrur." Og bætt er við: „Er þannig ekki að undra að markgildi brenni- steinssýru á vinnustað sé sett lágt.“ Ennfremur segir: „Svo er að sjá að brennisteinstvíox- íð hafi ekki verið ákvarðað í lofti í eða í nánd við álverið í Straumsvík, en það standi nú til bóta. í ljósi hins mikla rykmagns, sem virðist vera í kerskálum álversins, ætti það hins vegar að vera skýlaus krafa að fylgst sé með magni brennisteinstvíoxíðs í and- rúmslofti starfsmanna engu síður en magni flúorvetnis eða flúoríða." Þegar talað er um markgildi eða hættumörk, segir m.a.: „Samkvæmt upplýsingum norsku loftrannsóknastofnun- arinnar stefnir Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin að því að sólarhringsmarkgildi (þ.e. hættumörk) brennisteinství- oxíðs í útilofti verði á bilinu 100—150 míkrógrömm í rúmmetra. Óvíst verður að teljast hvort þessum sólar- hringsgildum yrði náð í grennd við álverið í Straums- vík. Hæstu sólarhringsgildi frá Klafastöðum og Skollholti (við járnblendiverksmiðjuna) voru um það bil 50% af þessu sólarhringsmarkgildi brenni- steinstvíoxíðs.“ Um hættumörk flúors segir m.a.: Markgildi fyrir flúor í útlofti hafa ekki verið opinber- iega viðurkennd. Norsk yfir- völd mæla hins vegar með því að sólarhringsmarkgildi fyrir flúor sé 25 míkrógrömm í rúmmetra. Ólíklegt er, að þessu sólarhringsgildi yrði náð í grennd við álverið í Straums- vík. Eigi er þó vitað til þess að sólarhringsmælingar á flúor hafi verið gerðar í grennd við álverið. En tekið er fram: „Öll fyrrgreind markgildi eru mið- uð við hollustuvernd manna einungis, þar eð eituráhrif flúors og brennisteinstvíoxíðs á margar plöntur, ekki síst barrtré, eru verulega meiri en á* menn og dýr. Ef magn brennisteinstvíoxíðs í útilofti er að jafnaði á bilinu 50—100 míkrógrömm í rúmmetra og magn flúors á bilinu 2—5 míkrógrömm í rúmmetra á 24 klukkustundum, má búast við skemmdum á næmum plönt- um. Alþjóða skógrannsókna- stofnunin ákvað markgildi fyrir flúor í skógarlofti 0,3 míkrógrömm í rúmmetra og Norðmenn mæla með sömu eða eftir atvikum nokkuð hærri markgildum fyrir flúor. Tekið er fram að þessi gildi séu fyrir efnin hvort um sig, en að samverkun þeirra verði að taka með í reikninginn. Síðar segir: „Einmitt þetta ætti að vera haft að leiðarljósi við mat á. gróðurskemmdum kring um álverið í Straumsvík og ekki síst, þar eð bæði brennisteins- tvíoxíð og flúor eru að okkar mati við þau mörk í loftinu, að rekja mætti að líkindum skemmdir á gróðri til þeirra hvors um sig, enda þótt hitt efnið væri ekki einnig til staðar." • Ekki með i áætlunum í framhaldi af þessu hafði fréttamaður samband við Pét- ur Sigurjónsson, formann svo- nefndrar Flúornefndar, og spurði hvort aldrei hefði verið mælt brennisteinstvíoxíð vegna hugsanlegrar mengunar af því frá álverinu í Straums- vík. Sagði hann að það hefði ekki verið gert. Slíkt hefði ekki verið talið vandamál í ál- verksmiðjum erlendis og það því ekki verið tekið með í áætlanir um rannsóknir hér. Flúornefndin hefði aðallega fengist við athuganir vegna flúorskemmda á plöntum og gróðri, en heilbrigðiseftirlitið eðlilega haft á sinni könnu allt sem viðkemur skaðsemi fyrir menn. Sagði Pétur að Flúornefndin hefði orðið vör við skemmdir á gróðri allra næst verksmiðj- unni, ekki síst eftir stækkun álverksmiðjunnar. En erfitt væri að ákvarða hvers konar skemmdir væri um að ræða, ekki síst eftir að fárviðri hefðu gengið yfir eins og í vetur. Þá gætu skemmdir t.d. hugsan- lega verið af saltbruna úr sjávarlofti. Pétur sagði að í framhaldi af mælingum og skýrslu þeirra Þorkels og Harðar mundi Flú- ornefndin athuga málið nánar, hefði xaunar fengið um það beiðni frá Iðnaðarráðuneytinu. En slíkar athuganir tækju mörg ár. M.a. lægi ekkert fyrir um það hvort þær tegundir af gróðri, sem hér eru, væru viðkvæmar fyrir brennisteins- tvíoxíði. - E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.