Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 Einkarekstrarútvarp eða frjálst útvarp eins og við gjarnan nefnum það er ekki algjörlega nýtt og óþekkt fyrirbæri á íslandi. Það er vel við hæfi á þessu 50 ára afmæli Ríkisútvarpsins að minnast þess að upphaf útvarpssendinga hér á landi var ekki fyrir forgöngu þess heldur einkaaðila, sem af áhuga, dirfsku og nýjungagirni prófuðu sig áfram með þessa nýju tækni, áður en ríkisstofnunin tók málin í sínar hendur. Austur á fjörðum gerðu einkaaðilar tilraunir með útvarpssendingar og árið 1926 hófst tilraunaútvarp á vegum Út- varps hf., en tæknilegan undir- búning þess annaðist Otto B. Arnar, loftskeytafræðingur. Fyrsta útvarpsstöðin var í þáver- andi húsi Búnaðarfélagsins í Lækjargötu 14. Árið 1928 voru sett lög um útvarpsrekstur ríkisins og í árslok 1930 hóf Ríkisútvarpið starfsemi sína. Svipaðir hlutir gerast enn í dag, jafnvel þótt ríkjandi meginstefnur hafi gert ráð fyrir útvarpsfjölmiðlun sem sérstöku verkefni opinberra aðila með einkaleyfi til handa einni stofnun eins og tíðkast hér í nágrannalöndum. I Færeyjum hefur sjónvarp verið að hasla sér völl með atbeina einstaklings í Tórshavn, sem hefur fengið óátal- ið að halda úti dagskrá vegna þess að hið opinbera útvarp Færeyja virðist enn ekki undir það búið að hefja sjónvarp og dreifingu þess um allar eyjarnar á þann hátt að viðunandi geti talizt. Þegar við höfum í huga framtak og brautryðjendastarf einkaaðila við upphaf útvarps á íslandi má segja, að breyting í frjálsræðisátt nú þýddi ekki annað en að einka- reksturinn væri að endurheimta það sem ríkisvaldið hefur frá honum tekið og haldið fyrir sig í hálfa öld. Hefðu auglýsendur frjálst útvarp í vasanum? í hinni aimennu umræðu hefur rekstur einkaaðila á útvarpi verið kallaður frjálst útvarp. Helztu talsmenn breyttra viðhorfa og frjálsræðis leggja áherzlu á þetta. Þeir sem ekki þora, gagnrýnend- urnir og miðstýringarsinnar, full- yrða að einkarekstrarútvarp geti aldrei orðið frjálst útvarp, af því að það verði ævinlega háð auglýs- endum, fjármagnsaðilunum í landinu. Samkvæmt sömu kenn- ingum mætti draga þá ályktun að hér á landi væru alls ekki gefin út frjáls dagblöð, þau væru öll bund- in á klafa kaupmanna og stórfyr- irtækja, sem réðu efni þeirra að vild í skjóli fjármagnsins. Þetta er að sjálfsögðu út í hött og ég held að reynsla allra síðustu ára hafi einmitt sýnt það bezt, að íslenzk blaðaútgáfa hefur þróazt sjálf- stæð og óháð og getað sagt það sem henni sýnist en auglýsendur notað hana jafnframt sem tengilið til að kynna framleiðslu sína og söluvarning í samkeppni á hinum opna markaði. Vitaskuld má teygja og sveigja hugtakið írjálst útvarp á alla lund ef menn hafa áhuga á í rökræðum. Við, sem mælum fyrir breytingum, tökum okkur þessi orð í munn til að undirstrika fyrst og fremst aðgreiningu frá ríkis- forsjánni, einokunaraðstöðunni, sem Ríkisútvarpinu hefur verið úthlutað. Frjálst útvarp til að aflétta einokun Frjáls verzlun var einn mikils- verðasti þáttur í sjálfstæðisbar- áttunni. Frjáls verzlun var mót- setning einokunar í aðdrætti nauðsynja og dreifingu þeirra til landsmanna. Hún er einn af hyrn- ingarsteinum sjálfstæðis okkar og sá sem einna oftast er nefndur á hátíðlegum stundum. í ljósi allra takmarkana og reglugerðar- ákvæða, sem verzlun og viðskipti í landinu eru háð, má draga það í efa í rökræðu að hér sé frjáls verzlun í orðsins fyllstu merkingu. Slíka hártogun teljum við óþarfa því að í grundvallaratriðum er verzlunin frjáls, hún sér okkur fyrir ríkulegum valkostum, ástundar samkeppni um gæði og verð, tryggir okkur aðgang að tiltölulega hagstæðum mörkuðum, sér okkur fyrir nægu magni og fjölbreyttu úrvali af daglegum nauðsynjum og ýmsu öðru sem hugurinn girnist. I grundvallaratriðum tel ég að gegna ætti svipuðu máli um út- varpsrekstur í landinu. Það á að leyfa frjálst útvarp til að rjúfa einokun, skapa örvandi samkeppni og veita fólkinu, neytendunum, fleiri kosti úr að velja. Meðal áhugamanna um frjálst útvarp eru vafalaust uppi ólík sjónarmið um hvern skilning beri að leggja í hugtakið. Þeir sem lengst vilja ganga telja útvarps- rekstur meðal sjálfsögðustu mannréttinda einstaklingsins í opnu og frjálsu þjóðfélagi, sem við hljótum að stefna að. Hafi hann vilja og getu til að nota útvarp sem fjölmiðil til að tjá sig, láta rödd sína og skoðanir enduróma um samfélagið þá eigi hann að hafa rétt til þess. Á sama hátt og öllum sé frjálst að gefa út blöð að dreifa meðal fjöldans, eigi ein- staklingurinn að hafa rétt til að setja upp útvarpsstöð og ná at- hygli annarra með því að fleyta hugsun sinni áfram til fólksins á öldum ljósvakans. Breytingar stig af stigi Aðrir telja hins vegar ókleift og óskynsamlegt á þessu stigi að gera ráð fyrir svo róttækum breyting- um á þeirri löggjöf um útvarps- rekstur í landinu, sem við búum nú við, þó úrelt sé fyrir löngu. Ég er í þeirra hópi sjálfur. Með tilliti til allra aðstæðna tel ég viturlegra að stefna í átt til frjáls útvarps- reksturs stig af stigi i stað þess að taka undir sig stórt stökk strax. Með afnámi einkaleyfis Ríkisút- varpsins og stofnun einkastöðva, er lytu ákveðnum skilyrðum sam- kvæmt breyttum útvarpslögum, tel ég að miklum áfanga yrði náð og sú leið væri í fullu samræmi við inntak hins frjálsa útvarps. í meginatriðum aðhyllist ég þá stefnu, sem fylgt hefur verið í útvarpsmálum í Bretlandi varð- andi uppbyggingu sjónvarps og útvarps á vegum einkaaðila, til hliðar við útvarpsrekstur hins opinbera, sem ég álít að hefði eftir sem áður mikilvægu hlutverki að gegna hér á landi. í grundvallaratriðum myndi þetta fyrirkomulag byggjast á því að sett yrði á laggirnar nefnd eða ráð til að annast yfirumsjón með útbreiðslu einkastöðvanna, eftir Markús Örn Antonsson Á ráðstefnu menningar- málanefndar Sjálfstæðis- flokksins um framtíð sjón- varps og útvarps á íslandi, sem haldin var fyrir skömmu, flutti Markús Örn Antons- son, borgarfulltrúi og full- trúi í útvarpsráði, framsögu um frjálst útvarp og það, sem hann telur raunhæfa stefnu i þeim efnum hér á landi. í þessari grein lýsir Markús Órn helztu sjónarmiðum sín- um varðandi frjálsan út- varpsrekstur, sem orðið hef- ur mjög áberandi í umræðu um fjölmiðlun að undanförnu og virðist njóta sívaxandi stuðnings sem æskilegur valkostur í heilbrigðri sam- keppni við Ríkisútvarpið. ákvarða umdæmi þeirra og fjölda, annast útboð rekstursleyfa og hafa veitingu þeirra með höndum. Ennfremur að vera eftirlitsaðili með því að settum skilyrðum um dagskrárgerð verði fullnægt, t.d. að því er snertir lengd auglýs- ingatíma á hverri klukkustund, framsetningu auglýsinga, hlutfall upplýsingaefnis, afþreyingarþátta og tónlistar að svo miklu leyti sem skynsamlegt þætti að binda slíkt í reglum. Einhverjar reglur verður að setja. Ákveðnar kröfur í öllum þessum atriðum tel ég óhjákvæmi- legt að gerðar séu. En þær eiga ekki að vera einstrengingslegar eða yfirfljótandi af smámunasemi eins og þær væru settar til þess eins að engum væri fært að uppfylla þær og þar með væri draumurinn búinn. Það er einnig sjálfsagt að ganga út frá því að hæfir og trúverðugir ábyrgðar- menn standi fyrir rekstri slíkra stöðva, bæði tæknilega séð, dagskrárlega, og fjármálalega. Tíðni til útsendinga og eftirlit með útsendingarbúnaði yrði að mínu mati að liggja hjá opinberri stofnun til að koma í veg fyrir glundroða í fjarskiptum. Markús Örn Antonsson Fordæmi úr ferða- málastarfsemi Opinbert aðhald eitthvað í þessa veru, er að mínu mati óhjákvæmi- legt, líkt og gerist með eftirlit opinberra aðila í svo mörgum öðrum greinum hins frjálsa at- vinnurekstrar, hvort sem við vilj- um nefna heilbrigðiseftirlit í mat- vælaframleiðslu eða öryggiseftir- lit með tækjabúnaði iðnfyrirtækja og fiskvinnslu. I þessu sambandi er ef til vill rétt að rifja upp fyrirkomulag ferðaskrifstofurekstrar í landinu og atbeina samgönguráðuneytis þar að lútandi. Engum hygg ég að blandist hugur um að þessi fyrir- tæki, sem nú eru að höfða til ferðalöngunar okkar með glæsi- legum tilboðum flokkist undir frjálsan atvinnurekstur á íslandi. Samt eru þau háð leyfisveitingu samgönguráðuneytis og eftirliti, framlagningu tryggingarfjár og skilyrðum um starfsreynslu for- svarsmanna. Það hefur þvert á móti verið bent á þróun ferða- skrifstofurekstrar sem ánægjulegt dæmi um fráhvarf frá einkaleyfis- eða einokunarkerfinu eins og tíð- kaðist hér á landi þegar öll ferðaskrifstofustarfsemi var á hendi eins aðila, Ferðaskrifstofu ríkisins, lögum samkvæmt. Og breyting varð þar ekki á fyrr en á sjöunda áratugnum. í annan stað er vert að íhuga gaumgæfilega hina pólitísku og sálfræðilegu þætti málsins eins og það stendur nú í umræðunni hér á landi. Ég tel nefnilega að hug- myndir um gjörsamlega óheft frelsi í þessu efni ættu ekki upp á pailborðið hjá löggjafanum og fengjust ekki viðurkenndar í bráð. Ég er að vonast eftir breytingum og afnámi einkaleyfisaðstöðu Ríkisútvarpsins innan fárra ára. Ég vil ekki að frjálst útvarp verði hugsjónamál á umræðustigi í þröngum vinahópi eða sértrúar- söfnuði næstu áratugi og leyfi mér því að vega og meta hvað sé líklegt til vinnings, með það að höfuð- markmiði að leyfa rekstur ann- arra útvarpsstöðva en Ríkisút- varpsins og gera íslenzka fjöl- miðla fjölbreyttari og meira lif- andi en nú er. Þegar þeim áfanga væri á annað borð náð og frjálst útvarp fengi þannig að kynna sig fyrir landsmönnum með virku starfi, er ég ekki í neinum vafa um að björninn yrði unninn og jarð- vegur væri fundinn fyrir enn gróskumeiri og óheftari útvarps- fjölmiðlun en hugsanleg væri á fyrstu stigum í átt til frjálsræðis- ins. Ég tel því að raunhæf stefna í uppbyggingu frjáls útvarps á ís- landi hljóti að grundvallast á þessari millileið, þessari brezku leið, eða hvað sem menn nú vilja kalla hana. Gjörbreyttar aðstæður í f jölmiðlun En hvers vegna er frjálst útvarp tímabært nú? Ég hef áður vikið að nokkrum undirstöðuatriðum í röksemdafærslu okkar, sem að- hyllumst afnám einkaleyfisrekstr- ar einnar stofnunar. Reyndar finnst mér óþarft að eyða mörgum orðum að svo sjálfsögðum hlutum. Til viðbótar þeim djúpsettu hug- sjónaatriðum, sem ég vék að fyrr: Frjálst útvarp, sbr. frjáls verzlun, frjáls pressa, opnari fjölmiðlar og fyrst og fremst lífleg samkeppni um að gera sem bezt, er nauðsyn- legt að minnast lítillega á allsend- is ólíkt ástand í útvarpstæknimál- um nú í samanburði við aðstæður árið 1930, á stofnári Ríkisútvarps- ins. Það er í sjálfu sér skiljanlegt, að stjórnvöld hafi á þeim tima talið sér skylt að gera það sem einkaaðilar höfðu ekki bolmagn til eða vildu ekki hætta á, að gera útvarpið sem fyrst þannig úr garði, að það næði sem víðast um landið til að rjúfa einangrun afskekktra byggðarlaga og tengja saman landshluta. Til þess þurfti mikinn búnað á þeirra tíma vísu, og reyndar í samanburði við tækni samtímans, og fjárfrekt var slíkt fyrirtæki á þeim árum. Að þessu leyti hefur að sjálf- sögðu orðið gjörbylting og tækni til útvarpsreksturs öll orðin miklu einfaidari, fyrirferðarminni og ódýrari en fyrir 50 árum. Hún er því ekki fyrirstaða lengur. Af- staða stjórnmálamanna og al- mennings til fjölmiðla er einnig önnur nú en þá. Varúðin eða óttinn við hið óþekkta, sem hefur rekið menn til að fela útvarpið opinberri stofnun til fósturs, er vonandi runninn af mönnum. Menn hafa sjóast að þessu leyti. Breytt blaðamennska og nýjar starfsaðferðir hjá Ríkisútvarpinu í meðferð viðfangsefnanna, hefur hvort tveggja horft til sjálfstæð- ari umfjöllunar og óháðari stjórn- málamönnum eða flokkum, valda- stofnunum í þjóðfélaginu, kerfinu sjálfu. Einkarekstur útvarps myndi því ekki boða jafn varhuga- verða og byltingarkennda þróun í þjóðfélagsumræðunni nú og ein- hverjum valdaaðilum ársins 1930 hefði vafalaust þótt á sínum tíma. Hvernig verður frjálst svæðisbundið útvarp í reynd? En hvers vænti ég af frjálsu útvarpi á íslandi og hvernig get ég FrjáJst útvarp, - raun- hæf stefna á Islandi Hver vill (ekki) borga skatta? eftir Svein H. Skúlason Fátt er yfirleitt meir til um- ræðu manna á millum en skatta- mál. Fátt snertir frekar pyngju einstaklingsins en skattarnir. Éf við íhugum þessar staðreyndir þá skulum við spyrja okkur eftirfar- andi spurningar: „Vill fólk borga skatta?" Ef við göngum út frá því að allur fjöldinn vilji borga skatta til að halda uppi þeirri þjónustu, sem krafist er að hið opinbera veiti í nútíma þjóðfélagi, þá hljótum við einnig að spyrja: Hve háa skatta vill fólk borga? Hvaða kröfur gerir fólk um nýtingu þess fjár- magns sem það lætur af hendi til ríkisins? Það er ljóst, að skattaáþján ýtir undir skattsvik. Háir skattar lama vilja einstaklingsins til aukinna afkasta og þá um leið til aukinna tekna fyrir þjóðarbúið. Frjálst framtak (einkafyrirtæki) hættir að laða og sífellt fjölgar þeim er vilja koma sér fyrir í þægilegum stólum í opinbera geiranum. Þetta lögmál á við um fjöldann en þó ekki alla. Til er fólk sem haldið er frelsishvöt, vill vera sjálfbjarga, vill forðast veldi og krumlur ríkisins. Þessi fólki finnst ekki eðlilegt að hið opinbera hirði allan afrakstur þess af mikilli vinnu og oft einnig af mikilli fjárhagslegri áhættu. Þessir aðilar fara oft að leita leiða til að svíkja undan skatti. Þegar við lítum á skattaok- ið út frá þessu sjónarhorni þá örlar fyrir því að maður skilji þann hvata sem er að baki skatt- svikum. Síðan eru einnig dæmi um það að þeir sem krefjast mestrar þjónustu af hinu opinbera eru einnig hvað harðastir í að svíkja undan skatti. Við megum heldur ekki gleyma því, að hver og einn er svíkur undan skatti skapar hærri skatta hjá þeim er ekki gera eða vilja stunda þá iðju. Við hljótum öll að vera sammála um að skattsvik er mein er grefur undan siðgætisvitund þjóðarinnar. En hver er þá undirrót skattsvika? Er það ekki ómennskt skattakerfi? Hverju á þá að breyta? Á að breyta fólkinu með sjálfsbjargar- viðleitnina? Á að breyta hinu ómennska skattakerfi sem veltir ekki fyrir sér hvernig skatttekjun- um er eytt, heldur því einu hvernig hið opinbera nær sem mestu úr vösum borgaranna? Þarna komum við að þungamiðj- unni — hvernig er skatttekjunum eytt? Allar fjölskyldur þessa lands verða að miða eyðslu sína við tekjurnar. Þeir sem vilja fjárhags- legt öryggi sér og sínum til handa, byggja ákvarðanatöku um hvers- konar eyðslu á vitneskju um tekjur. Ef tekjurnar reynast síðan „Allt ber að sama brunni. Skattaokið eykst. Er ekki tími til kominn að hið opin- bera taki fólkið í landinu sér til fyrir- myndar og líti í „budduna“ áður en eyðslan er ákveðin?“ ekki nægar verður að draga úr eyðslunni. Hjá hinu opinbera er þessu hins vegar öðruvísi varið. Eyðslan er ákveðin, þá er lítið á tekjumöguleikana. Ef þeir reynast ekki nægir, þá er leitað eftir nýjum tekjumöguleikum. Þeirra er einkum að leita í nýjum skött- um eða nýjum lánum. Állt ber að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.