Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ F981 Það er list að meta tölfræðilegar upplýsingar IláðfuKlinn Herblock hefur hér teiknað mynd af tölfræðinxum með línuritin sin hyxnð á könnunum en jafnframt sjáum við hvernig atvinnupólitíkusinn fer með þær! 1 grininu er undirtónn alvöru: túlkun niðurstaðanna xetur orkað tvimælis, þar skal farið með Kát. Hverjum þykir sinn fugl fagur Þegar eg var í Menntaskólan- um á Akureyri var eg þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í iitlum og góðum bekk. Svo rammt kvað að ágæti bekkjarins að hann hlaut nafnið „Undri" og er orð- inn þjóðsaga í skólanum. Sam- staðan var sterk, bæði í félagslífi og námi. Allir fylgdust að í hinu hefðbundna fjögurra ára námi til stúdentsprófs, annað hvort í stæðifræði- eða máladeild. Vaiið þar á milli, sem átti sér stað þegar þrjú ár voru til útskriftar, var flestum auðvelt. Flestir voru sinnaðri fyrir annað hvort mál eða raungreinar og stærðfræði. Vegna hins þrautreynda skipu- lags þar sem allt var fyrirfram ákveðið, var í raun ekkert sem krafði einstaklinginn um sjálfs- rannsókn. Áhyggjulaus ár í Vilhjálmur Einars- son, skólameistari á Egilsstöðum skrifar um framhaldsskóla vernduðu umhverfi liðu, stefnt var að prófi, sem var veruleg trygging fyrir góðri stöðu, jafn- vel þótt háskólanám fylgdi ekki á eftir. í MA voru mér og þorra nemenda sköpuð hagstæð skil- yrði til náms. Kennarar voru að vísu margir „heyrarar" af gamla skólanum, en í jákvæðri merkingu þess orðs: þeir báru velferð nemenda sinna fyrir brjósti. Við Norðanmenn heyrð- slæmir um það að vísu stundum utan að okkur, að okkar stúdentspróf væri undirmálspróf, fallistar að sunnan kæmust upp nyrðra, og það væri í raun aðeins ein stofnun, sem í þessum efnum stæði undir nafni. Mótsögnin mikla: versti skólinn er bestur! Flestum er það í fersku minni, landsprófið sæla, sem skar úr um það hverjir mættu fara í menntaskóla og hverjir ekki. Það var hið mesta kappsmál foreldra að börn þeirra næðu meðaleinkunn 6,0 eða hærri á prófi þessu og metnaðarmál skóla að sem hæst prósenta þeirra er prófið þreyttu næði framhaldseinkunn. Ymsir skólar komu sér upp tækni í kennslu tii prófs þessa, svo góðri að flestir náðu markinu. I öðrum skólum gekk nemendum verr. En nú ber svo við, að úr hinum síðarnefndu skólum farnaðist nemendum hlutfallslega betur í mennta- skólum! Þar sem kennsla og agi var lakari reyndi meira á nem- andann sjálfan að standa sig, svo til að komast úr slíkum skóla í menntaskóla þurfti hann að leggja harðar að sér eða hafa meira til brunns að bera en félagi hans úr „góða skólanum”. Fjarri sé mér að túlka niðurstöð- ur nýlegrar könnunar í Háskóla íslands um námsgengi nemenda úr ýmsum menntaskólum á þennan hátt en bendi á að túlkun slíkra kannana hlýtur ávallt að vera mjög vandasöm og vei þeim skóla, sem leitast við að gera nám nemenda sinna tyrfið og óaðgengilegt í því skyni að fá gæðastimpil frá æðri skólum. Hætt er við að í slíkum stofnun- um fari forgörðum ræktun ým- issa mannlegra verðmæta hjá nemandanum, sem ekki hefur fengið þá hvatningu og leiðsögn, sem mörgum unglingum er nauðsynleg og ómetanleg. Nýir skólar og gamlir Vel má líkja gömlum og grón- um skóla við þekkt vörumerki. Menn vita hvað þeir kaupa. Festa í kennaraliði og reynsla kennaranna tryggir að viðteknar kröfur séu gerðar og tilteknu þekkingarstigi náð. Allt eru þetta ótvíræðir kostir. Á hitt ber þó jafnframt að líta, að stofnan- ir, þar með taldir skólar, eru íhaldssamar og vegna eðlislægr- ar mannlegrar tregðu gegn breytingum er hættan ávallt sú, að breyttum tíma sé seint og illa svarað. Kennarar hafa hvergi nærri nógu góða möguleika til endurhæfingar eða símenntunar og fá takmarkaða hvatningu til Fjölbrautaskóli - menntaskóli - góðir skólar og Eins og oft áður hafa farið fram gagnlegar umræður um skólamál á síðum Morgunblaðsins. Tilefni þessara skrifa nú er könnun gerð í Háskóla íslands sem sumir telja að sýni gæðamun skóla sem fari eftir því öðru fremur hvort í þeim sé kennt eftir „bekkjakerfi“ eða „áfangakerfi“, hið síðarnefnda jafnvel nefnt „nýmótað skólakerfi“. í þeim greinaflokki sem hér hleypur af stokkunum er ætlunin að ræða málin frá ýmsum hliðum og varpa ljósi á kosti og galla hvors „kerfis“ fyrir sig á eins alþýðlegu og auðskildu máli og mér er unnt með því að forðast fræðileg hugtök eftir föngum. Þá mun leitast við að sýna fram á að það er ekki „kerfið“ sem mestu veldur um gæði skólastarfs. Hvort skóli er rekinn með hefðhundinni bekkjakennslu eða sam- kvæmt áfangakerfinu er nánast aukatriði! Plötuna þarf að spila dálítið lengur — eftir Halldór Blóndal, alþm. Eitt stjórnarblaðanna hefur mjög hampað þeim ummælum Alberts Guðmundssonar, að þingmenn hafi orðið að sitja undir löngum ræðum í vetur og hlusta á sömu plötuna, þegar ég hef verið í ræðustólnum. Undir þetta get ég tekið — og raunar bætt því við, að þingmenn eru yfirleitt vondir áheyrendur og ráðherrarnir tornæmir nemend- ur, svo að mér virðist nauðsyn- legt að spila plötuna dálítið lengur. Ég held, að það sé óhjákvæmilegt að setja hana á þingfóninn strax á næsta hausti. Skrýtin gengislækkun Frá áramótum höfum við ís- lendingar fengið margan hval- reka. Dollarinn hefur styrkzt ótrúlega mikið og það bætt stöðu okkar vegna þess að við seljum mestan hluta útflutningsins í dollurum, en á hinn bóginn er mikill meiri hluti þess sem við kaupum inn í Evrópumynd. — Eins og menn muna, var gengið bundið við dollar um áramótin, — vitaskuld vegna þess að ríkis- stjórnin bjóst við því að hann mundi falla. Og þá vildi hún hafa vaðið fyrir neðan sig, enda minna áberandi, að krónan lækkaði í verði, ef dollarinn gerði það líka. Ofan á hækkun dollarans bættist óvænt fiskverðshækkun nú fyrir nokkrum dögum. Um 5% „Ofan á hækkun doll- arans bættist óvænt fiskverðshækkun nú fyrir nokkrum dög- um. Um 5% að meðal- tali, ef ég man rétt... En þá gerðist sá skrýtni hlutur að krónan var felld ofan í fiskverðshækkunina í Bandaríkjunum.44 að meðaltali ef ég man rétt. Að öllu eðlilegu hefði þessi viðbót þýtt það, að krónan mundi held- ur styrkjast í verði, jafnvel umfram dollarann, ef gengi hennar hefði verið rétt skráð fyrir. En þá gerðist sá skrýtni hlutur, að krónan var felld ofan í fiskverðshækkunina í Bandaríkj- unum. Ekkert sýnir jafn glögg- lega og þetta hversu rangt krón- an hefur verið skráð á þessu ári með margvíslegum hliðarverkun- um, sem allar eru af hinu illa. Erlendar iðnaðarvör- ur eru niðurgreiddar Við horfum á þýzka markið og svissneska frankann annars veg- ar og krónuna hins vegar og fylgjumst með því viku eftir viku, að krónan er að hækka í verði á kostnað þessara mynta. Þá finnst okkur við séum aftur orðin ung og farin að lesa Lísu í Undralandi. í þessum löndum hefur gjaldmiðillinn verið mjög styrktur á undanförnum árum og verðbólgan svo sem engin. Hér á landi er verðbólgan öðru hvoru megin við 50%. Samt ber manni að álykta sem svo, að maður sé betur settur með eigur sínar í krónum en þýskum mörkum eða svissneskum frönkum. Iðnaðarvörur okkar hafa orðið dýrari í framleiðslu eftir því sem á árið hefur liðið og það hefur sumpart verið viðurkennt af verðlagsyfirvöldum. Annars þyk- ir ríkisstjórninni það betra, ef þess er nokkur kostur, að fyrir- tækin safni skuldum eins og ríkissjóður. Á sama tíma hafa iðnaðarvörur frá Evrópulöndun- um verið að lækka í verði sem svarar röngu gengi krónunnar. Með þessum hætti hefur hið opinbera með skipulögðum að- gerðum niðurgreitt vinnu er- lendra manna, en stuðlað að atvinnuleysi hér á landi. Þetta atvinnuleysi er ekki allt komið fram. Fólk er smátt og smátt að komast inn í hringrásina og skilja samhengið og svarar því eðlilega með því að kaupa evrópskar vörur en ekki íslensk- ar. Gamla platan Þegar rætt er um efnahags- og atvinnumál okkar, er eðlilegt að umræðurnar falli í sama farið frá einu misseri til annars. Erf- iðleikarnir eru þeir sömu, ríkis- stjórnin situr áfram og starfs- skilyrði fyrirtækjanna slík, að menn fást ekki til þess að leggja fram fé í nýjan atvinnurekstur. Við þvílík skilyrði er óumflýjan- legt, að kaupmátturinn haldi áfram að rýrna, enda hníga allar spár í þá átt og við höfum setið eftir á meðan nágrannaþjóðir okkar hafa bætt sinn hag. Það er þó síður en svo, að nokkur ástæða sé til þess fyrir okkur að vera eftirbátar annarra. Fall- vötnin eru jafn stór og fyrrum og þar verður engin breyting á. Ef við erum menn til þess að vinna með öðrum þjóðum og berum ekki minnimáttarkennd í brjósti heldur þorum að standa með þeim að miklum verkum þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. Þá munum við sjá nýjan vaxtar- brodd í lífskjörunum, af því að við höfum grisjað okkar þjóðfé- lagsgarð — hlynnt að þeim gróðri, sem verið hefur í órækt upp á síðkastið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.