Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 JMotounMntti^ „Hugsanlegt að Fram hafi verið ofmetið“ - segir Hólmbert Friðjónsson mörkum sínum í leiknum, en hann skoraði alls 15 mörk og var markakóngur. Á smærri myndinni til vinstri er hið sigursæla B-lið Fram, en á hægri smámyndinni er A-liðið sem sigraði í sínum flokki. Myndirnar tók Bjarni Friðriksson. Þjóð- hátíðar- mót I>jóðhátiðarmót i frjálsiþrótt- um fer fram á Laugardalsvellin- um gamla í dag. Keppt verður i fjórum greinum karla og fjórum greinum kvenna og hefur verið sérstaklega hoðið til kcppninnar. Hefst keppni kl. 14 og verður keppni lokið i öllum greinum kl. 15. Keppt verður i 100 m og 800 m hlaupum. kúluvarpi og lang- stökki karla. 100 m og 800 m hlaupum. spjótkasti og hástökki kvenna. „Við vinnum mótið“ - segir Guðmundur Torfason GUÐMUNDUR Torfason, Fram, var fullur af bjartsýni er hlm. Mbl. spjallaði við hann. — Við Framarar sigrum i mót- inu i sumar. Allavega höfum við mjög góða möguleika. Við höf- um alla burði til þess. Góðan mannskap og þjálfara. Við höf- um litið skorað fram að þessu en nú förum við að salla inn mörkum. Enginn spurning um það. Það hefur lengi verið eins og álög á liði Fram hversu illa hefur gengið að skora mörk. Ég held að það sé alla leið frá árinu 1908. til dæmis árið 1962 vann Fram mótið en skoraði aðeins 9 mörk. Gott ef ekki voru fjögur þeirra skoruð af andstæðingun- um. — Erfiðustu mótherjar okkar í sumar vcrða Valur og Víkingur. Valsmenn hafa mjög sterka vörn. Varnarmenn þeirra eru þeir verstu sem ég fæ á móti mér. ÞR. Guðmundur Torfason. svona jaxla og þó að Fram-liðið í dag sé hugsanlega betra þegar á knattleikni og boltameðferð er horft, þá er hér um reynsluminni og ekki eins afgerandi persónu- leika að ræða, sem sagt lið í mótun." Fram-pollarnir voru afar sigursælir „VIÐ verðum að vinna þrjá næstu leiki ef við ætlum okkur að gera eitthvað af viti á þessu íslands- móti,“ sagði Hólmbert Friðjóns- FRAMARAR reyndust sigur- stranglegir á mini-knattspyrnu- móti sem haldið var á vegum KRR um síðustu mánaðamót. Þar var keppt i sjötta aldursflokki, bæði í A- og B-flokki og voru meðal þátttakenda lið frá öllum Reykjavíkurfélögunum. Það var mál manna, að vel hafi tekist til, en Framarar verða manna mest sammála því, því þeirra lið sigruðu í báðum flokk- um. A-Iiðið sigraði Víking 3—1 í úrslitum, en B-liðið sigraði Þrótt 10—1 í úrslitum. Á stóru mynd- inni sem fylgir þessu skorar Gunnar Hilmarsson eitt af sex son þjálfari hjá Fram í spjalli við Morgunhlaðið á laugardaginn (Fram-KR þvi ólokið), er blaðið ræddi við hann um frammistöðu Fram i vor og horfurnar fyrir sumarið. Hólmbert hélt áfram: „Það er erfitt að segja í stuttu máli hvað aflaga hefur farið en þó held ég að nokkur atriði séu þung á metunum. í fyrsta lagi er ástæða til að ætla að Fram-liðið hafi hugsanlega verið ofmetið og auk þess reynd „taktik" sem ekki hefur hæft liðinu. Við þurfum að breyta til og fikra okkur áfram í þeim efnum. Þá höfum við verið óheppnir með meiðsli og má þar nefna, að lengst af hafa hvorki Marteinn Geirsson né Pétur Ormslev gengið heilir til skógar." En er skortur á sjálfstrausti farinn að síast inn hjá leik- mönnum Fram? „Menn hafa náttúrulega brugð- ist misjafnlega við þessu slæma gengi og sumir hafa spiiað verr en þeir eiga að sér. Síðan hafa komið leikir þar sem bókstaflega allir hafa leikið undir getu, eins og til dæmis á móti Þór.“ Nú eru margir nýir leikmenn í ykkar herbúðum. Kann það að vera ein af skýringunum fyrir því hvernig gengið hefur? „Það gefur auga leið. Síðustu árin hafa skipað liðið mjög reynd- ir leikmenn, misjafnlega knatt- leiknir, en geysilega sterkir „kar- akterar," svo sem Jón Pétursson, Ásgeir Elíasson, Kristinn Jör- undsson og fleiri. Á milli hafa verið ungir efnilegir ieikmenn sem hafa komið undir sig fótunum í umræddum félagsskap. Úr varð góð blanda, en nú vantar illilega En hvað tekur við? „Sem ég segi, til þess að rétta okkur við, verðum við að mínu mati að vinna þrjá næstu leikina og ef við tökum ekki KR-ingana (í fyrrakvöld) þá er staða okkar orðin afar erfið meðal neðstu liða deildarinnar. En ég vona það besta í þessum efnum og hef þá trú að þetta fari að koma. En ég myndi þó ekki segja að við værum komnir á skrið þó okkur takist að leggja KR, ég hef frekar trú á því að við eflumst smátt og smátt og verðum þannig sterkastir í síðari umferð mótsins. En næstu tvær til þrjár umferðirnar skera úr um framhaldið.“ — KK. Meistaraflokkur Fram 1981. Lið- ið varð bikarmeistari tvö siðustu árin, auk þess sem það hafnaði i 2. sæti deildarinnar. Byrjunin i sumar hefur verið fremur léleg. en ef liðið sækir sig fljótlega er þo ekki öll von úti. Ljósm. þr. Guðmundur Baldursson. sagði Guðmundur Baldursson markvörður Fram. Þegar Guðmundur var spurð- ur að því hvaða framlína yrði erfiðust í sumar við að eiga sagði hann: — Framlínumenn Vals verða hættulegir. Þeir eru vel hreyfanlegir og hafa skorað mik- ið af mörkum. En við erum nú sem betur fer með mjög sterka vörn og það hjálpar upp á sakirnar. Af einstökum leik- mönnum hefur mér ávallt fund- ist erfitt að leika gegn Lárusi Guðmundssyni í Víkingi. Hann hefur gott auga fyrir því sem er að gerast og er alltaf stórhættu- „Framlínumenn Vals hættulegastir" - segir Guðmundur Baldursson „ÞAÐ VERÐUR bragarbót á þessu hjá okkur. Okkur hefur gengið illa i upphafi en nú fer þetta að snúast við. Það sem hefur háð okkur er að það virðist skorta baráttuvilja og leikgleði. Leikmenn eru i mjög góðri æfingu og það er að nást upp betri stemmning i liðið,“ legur upp við markið. Nú, fram- línumenn Breiðabliks hafa sýnt að þeir eru stórhættulegir. Þeir eru mjög fljótir og sókndjarfir. — Það verða fimm lið sem blanda sér í baráttuna um topp- inn. Að mínu mati verða það lið Fram, Vals, Víkings, UBK, og ÍA. - ÞR HíFifilllQ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.