Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 37 HJÓLREIÐAR Á GANGSTÉTTUM Bílbelti lögskylduð frá 1. október Sextán atkvæði með, tólf á móti. Þar með sendi neðri deild bílbeltin í lagasafnið Engum refsiákvæðum beitt Stjórnarfrumvarp um breyt- inKU á umferóarlöKum (notkun hilhelta löKskylduð) var sam- þykkt sem lög frá Alþingi 25. mai sl. með 16 atkvæðum Ke«n 12 — í neðri deild. Áður höfðu farið fram miklar umræður um frumvarpið, þar sem þingmenn vóru ekki á einu máli fremur en fyrri datjinn. Hér á eftir verða rakin örfá orð úr ræðum þin»- manna. Jón I. Ingvarsson (F) mælti fyrir áliti allsherjarnefndar þingdeildarinnar, sem lagði til að frumvarpið yrði samþykkt. Hann vakti sérstaka athygli á því að lögin taki ekki gildi fyrr en 1. október 1981 og að refsi- ákvæðum verði ekki beitt fyrr en að lokinni heildarendurskoðun umferðarlaga. Þrír nefndar- menn skrifuðu undir nefndará- litið með fyrirvara. Sigurlaug Bjarnadittir (S). sem var flutningsmaður að hlið- stæðu frumvarpi fyrir 5 árum, sagði að það væri ekki einkamál manna, hvort komið yrði í veg fyrir slys, örkuml og dauða í umferðinni, en reynslan hefði fært þjóðunum heim sanninn um að notkun bílbelta hefði verulega lækkað slysatíðni. Hinsvegar dró hún í efa að það að leyfa hjólreiðar á gangstéttum virkaði til sömu áttar, enda geti þá gangandi vegfarendum, sér- staklega eldra fólki, orðið hætt. Karvel Pálmason (A) las um svohljóðandi frumvarpsgrein: „Heimilt er að aka á reiðhjóli og leiða reiðhjól á gangstígum og gangstéttum, ef það er ekki til hættu og óþæginda fyrir aðra vegfarendur." Hverjum dettur í hug, að sé hjólað á gangstéttum, þá sé það ekki til óþæginda eða jafnvel hættu fyrir gangandi fólk? Karvel taldi reynslu af bílbeltum erlendis ekki alfarið koma heim og saman við íslenzk- ar aðstæður, t.d. á fjallvegum, enda dæmin nokkur hérlendis í útafkeyrslum, ef fólk sé rígbund- ið í bílbeltum, að verr hefði farið en ella. Hér á því frjálst val að ráða, þar sem tekið er tillit til aðstæðna hverju sinni, en ekki að beita lögskyldu. Sverrir Hermannsson (S) sagði rannsóknir í tugum landa hafa fallið í sama reynslufarveg, að Iögleiðing bílbelta væri stór- kostleg öryggisaðgerð, sem bjargað hafi mannslífum í stór- um stíl. Island er í hópi þeirra 5 landa, sem hafa flestar bifreiðir á íbúa, sem undirstrikar þörfina á samskonar varúð hér og hvar- vetna er að komast á þar sem umferðarmenning er þróuð. Varðandi hjólreiðar á gangstétt- um væri rétt að taka fram, að frumvarpið fæli aðeins í sér heimild, sem mjög óvíða kann að verða notuð. Friðrik Sophusson (S) sagði það aðalatriði málsins að fólk noti þau öryggistæki sem fyrir hendi eru í bílum. Ég er þeirrar skoðunar, sagði hann, að nauð- synlegt sé að setja ákvæði um bílbelti og notkun þeirra í lög. Pálmi Jónsson (S) sagði að ýmsir ráðherrar hefðu haft uppi fyrirvara í ríkisstjórninni gagn- vart þessu stjórnarfrumvarpi. Ég lýsti andstöðu minni þar við þetta frumvarp. Ég þykist þess fullviss að bílbelti komi að miklu haldi við að draga úr slysum við árekstra, en hinsvegar sé vafa undirorpið, að bílbelti verði mik- ill bjargvættur við útafkeyrslur, t.d. í fjalllendi. Ólafur Þ. Þórðarson (F) sagði dánartíðni í umferðarslysum hafa farið hækkandi á íslandi en lækkað á hinum Norðurlöndun- um eftir lögleiðingu öryggis- belta. Allar erlendar skýrslur um umferðarrannsóknir hníga í sömu átt. Ég viðurkenni, að mér er frekar illa við bílbelti, en ég vil ekki leggjast gegn öryggis- ákvæðum, sem rannsóknir benda svo sterklega til að dragi úr slysatíðni í umferðinni. Vilmundur Gylfason (A) sagði að við stæðum andspænis þeirri tölfræði erlendra kann- ana, sem feli í sér óyggjandi niðurstöður og réttlæti fullkom- lega að gera þá tilraun sem í þessu frumvarpi felist til að breyta hegðunarmunstri fólks. Hér er og hægt farið í sakir, lögin taka ekki gildi fyrr en eftir nokkra mánuði og sektarákvæð- um verður ekki beitt, en síðar má svo við prjóna eftir því sem reynslan segir til um. Ilalldór Ásgrímsson (F) fag- naði frumvarpinu og kvaðst ein- dreginn stuðningsmaður þess. Löghlýðnir menn, sem ekki vilja nota bílbelti, geta notfært sér Þrír þingmenn. Jóhanna Sig- urðardóttir (A). Alhert Guð- mundsson (S) og Karvel Pálma- son (A) fluttu tillögu til rök- studdrar dagskrár, er stjórnar- frumvarp um bilbelti og fleira var í meðferð neðri deildar: heimild í 64. grein, en þar stendur að eigi sé skylt að nota öryggisbelti við akstur aftur á bak, enda tel ég það vel henta, slík hegðan, til að gæta sam- ræmis við afstöðu vissra manna í þessu máli, þ.m.t. fyrrverandi lögregluþjónar (hér mun vegið að Karvel Pálmasyni, andófs- manni bílbelta, sem mun hafa verið sumarlögregluþjónn í heimasveit áður fyrri). Friðjón Þórðarson. dóms- málaráðherra, sagði þetta frum- varp það fyrsta sem fram hafi komið frá hendi umferðar- laganefndar. Ég taldi skyldu mína að leggja það hér fram, þó einstakir ráðherrar hafi haft fyrirvara um stuðning við það. Það er síðan Alþingis að taka ákvörðun um hvort og þá hve- nær þessi ákvæði skuli í lög bundin. Ég hefi ekki sett neina hraðapressu á þetta frumvarp og „ÞaR sem æskilegt er að vita nánar um vilja þjóðarinnar i þessu máli áður en Alþingi tekur endanlega ákvörðun um það. — og í trausti þess að afstaða hennar verði könnuð með þjóðaratkvæðagreiðslu það er ekki á lista þeim sem ríkisstjórnin setti fram með ósk um forgang á afgreiðslu fyrir þinglok. Árni Gunnarsson (A) sagðist ekki yfirleitt talsmaður þess að lögþvinga fólk til að hegða sér á einn hátt fremur en annan. Það er hinsvegar ekkert einkamál, hvort menn spenna á sig bílbelti eða ekki. Ástæðan er m.a. sú, hver kostnaður samfélagsins er vegna slysa. Hann vitnaði og til persónulegrar reynsiu í slysi, sem hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér, afleiðingar sem komast hefði mátt hjá, ef bíl- belti hefði verið notað. Garðar Sigurðsson (Ahl.) sagði m.a. að umferðarslys væru mikið böl í þessu þjóðfélagi, yllu mörgum dauða, enn fleirum ör- kumlum og hefðu reynzt þjóðfé- laginu mjög dýr. Vafalaust þurfi að grípa til margra ráðstafana til úrbóta, en ég er sannfærður um, að engin ein aðgerð, sem gerð væri, gerði meira gagn en ef notkun bílbelta yrði almenn. Þetta frumvarp er því spor í rétta átt. Karvel Pálmason (A) sagði ekki við hæfa að setja löggjöf scm ekki væri ætlazt til að væri framfylgt, meira að segja þeir, sem brjóta löggjöfina, eiga engin viðurlög í vændum. Enginn vafi er á því að notkun bílbelta kemur víða að gagni en ég hygg, að þeir vegir séu og ófáir hér á landi, t.d. í bröttum fjallshlíðum, þar sem bílbelti geta verkað gagnstætt við tilgang, ef útafk- eyrsla verður, þannig að leiði jafnvel til bana. Ég spyr og, hvað réttlætir það að t.d. leigubíl- stjórar séu undanþegnir þessari lagaskyldu, ef hún á á annað borð rétt á sér? Bílbelti á að nota þar sem þau henta en þegar landfræðilegar aðstæður gera þau beinlínis hættuleg er ábyrgðarhluti að lögskylda fólk til notkunar þeirra. samfara næstu almennum kosn- ingum tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“ Þessi dagskrártillaga náði ekki fram að ganga. Þjóðaratkvæði um bílbeltin: Frestun fékk ekki hljómgrunn Eggert þeim skatti af sem verið var að innheimta — og það munar hvorki meira né minna en einni milljón nýkróna, hefði kjarnfóðurgjaldinu verið aflétt í aprílmánuði einum. Þó menn voni í lengstu lög að sárin séu ekki eins stór og útlit er Steinþór fyrir á þessum tíma, er þess að vænta, að það verði brugðizt við með þeim hætti, að að gagni megi koma. En það er að sjálfsögðu mjög erfitt að fara út í stórar nýræktir, þegar grænfóðurræktin er skert samkvæmt lagaheimild. Pálmi Það er einnig erfitt að fara í það í stórum stíl þegar áburður hefur hækkað jafn geysilega í verði og nú hefur orðið, og það er erfiðara við að fást þegar tekjur bænda hafa verið skertar eins og verið hefur, bæði með því að setja á kjarnfóðurgjaldið og með þeirri takmörkun á framleiðslu, sem verið hefur um skeið. Ráðuneytið mun fjalla um málið að könnun lokinni Pálmi Jónsson, landhúnaðar- ráðherra. sagði m.a. að þau við- brögð, sem bent hefur verið á af ráðunautum og forystumönnum Búnaðarfélags íslands væru í fyrsta lagi að bera á kalskellurn- ar, auka grænfóðurrækt og auka endurræktun túna. Það hefur ekki verið kannað, hvort unnt er að auka sáðvöruinnflutning, en það tekur um hálfan mánuð að fá flutt fræ inn, sem nú væri pantað. Ráðherra sagði að það væri „eftir venju", að þá verði leitað til Bjargráðasjóðs til úrbóta, ef veru- legur skortur er á heyforða miðað við það sem venjulegt er. Það er þess vegna ljóst að það verður ekki leitað til Bjargráðasjóðs fyrr en á haustdögum, eftir að forðagæzlu- menn hafa kannað fóðurbirgðir frá sumrinu. „Ég hefi þegar átt viðtal við búnaðarmálastjóra, að það verði fellt niður á þessu ári sú skerðing Heyfengur af slíkum túnum 50-60% af meðalheyfeng sem jarðræktarlög gera ráð fyrir að sé á grænfóðurframlagi. Enn er ekki formlega frá gengið, en lögin gera ráð fyrir því að ráðherra sé heimilt að fella slíka skerðingu niður að fenginni umsögn Búnað- arfélags. Ég vænti þess að stjórn þess fjalli um málið næstu daga. Ráðuneyti mitt mun síðar, þeg- ar könnun á þessum kalskemmd- um hefur farið fram, með ítarlegri hætti en þegar er orðið, taka þessi mál til nánari athugunar," sagði ráðherra að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.