Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 19 Frumvarp til laga um framhaldsskóla: MARKMIÐA 3. GR. Illutverk framhaldsskóla er að veita menntun, er sé á hverjum tíma markviss undirbúningur starfs eða frekara náms og stuðli jafnframt að alhliða þroska nemandans sem einstaklings og þátttak- anda í lýðræðisþjóðfélagi. siíks. Kennsluhættir og tjá- skiptatækni hvers kennara breytist því gjarna lítið frá því sem hann venur sig á í upphafi starfs, og þá tækni hefur hann trúlegatekið í arf frá einum eða fleiri af sínum kennurum af fyrri kynslóð. Margt er vissulega „gamalt og gott“ en annað úreld- ist með tímanum og tækninni. Svo samlíkingunni við mark- aðinn sé haldið áfram vil eg líkja nýjum skóla (eða kennsluhátt- um) við nýja bifreiðartegund á markaðnum. Ýmsar tæknilegar nýjungar hafa verið teknar í notkun sem allar eiga að bæta aksturseiginleikana. Oftar en hitt ber þó til, að gallar reynast á fyrstu árgerðum og fyrst eftir nokkur ár fara nýjungarnar virkilega að njóta sín. Það vill til, að hinir ungu skólar, sem réttindi hafa til að útskrifa stúdenta, eru allir eininga- og áfangakerfisskólar, sem skipta skólaárinu í tvær jafn langar annir. Það bíður síðari greina að fara nánar út í lýsingu á lífi og starfi við slíka skipan, en eg tel það afar mikilvægt að almenn- ingur geri sér sem gleggsta grein fyrir þeim rökum með og á móti, sem að baki hinnar nýju skóla- skipunar er. í nýjum skólum starfa gjarna ungir kennarar nýkomnir úr námi. Þetta fólk stendur nær nemendum í tíma (og rúmi) en við sem eldri erum. Nánari tengsl skapast gjarna og hinir ungu kennarar eru oft ólatir við að veita einstaklingsbundna að- stoð. Auðvitað get eg aðeins talað fyrir sjálfan mig, en það verð eg að játa, að aldarfjórð- úngs starf við kennslu hefur tekið úr manni mesta neistann (en i staðinn hefur vonandi komið ómetanleg reynsla!). Ekki er ólíklegt að hin nánu tengsl ungra kennara við nemendur sína geti leitt til hjálpsemi af því tagi að fleiri standist próf en mundu gera hjá okkur gömlu skörfunum. Og þegar svo nem- endur koma í gróna stofnun eins og HI úr nýju skólunum taki það tíma fyrir þá að ná áttum og því verði uppskera fyrsta ársins rýrari en skyldi. Deilur þær, sem risið hafa um ágæti gamla og nýja kennslufyr- irkomulagsins eru því næsta fánýtar. Bæði formin eiga rétt á sér og ætti það að vera á valdi hverrar skólastjórnar og/eða þeirra, sem skólinn á að þjóna, að ákveða hér um. Sá skóli er bestur þar sem sköpuð eru: „hagstæðustu skilyrði, sem tök eru á fyrir nemandann svo að nám geti átt sér stað .. Afgerandi þættir til að svo geti orðið eru að skólinn hafi hæfa kennara og samskiptamynstur þeirra og nemenda sé lýðræðis- legt, tjáskipti opinská og einlæg. Samræmt framhalds- nám á Austurlandi Allir skólar sem framhalds- nám reka á Austurlandi hafa tekið upp samræmt eininga- og áfangakerfi. Engan þarf að undra þótt eg hafi verið í vafa um réttmæti þessa gagnvart Menntaskólanum á Egilsstöðum þar sem eg hafði góða reynslu af bekkjakerfinu, bæði sem nem- andi (sbr. framanritað) svo og sem skólastjóri í nær hálfan áratug. Að fenginni tveggja ára reynslu hika eg þó ekki við að fullyrða, að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Frekari rökstuðning- ur þessarar fullyrðingar verður að bíða betri tíma en næsta grein fjallar nánar um saman- burð á Bekkjakerfi — áfanga- kerfi. Efnalaug opnuð á Akranesi EFNALAUGIN Lísa sf. tók til starfa á Akranesi 30. maí sl. að Skagabraut 17. Fyrirtækið mun verða með kemiska-, hrað- og kílóhreinsun auk fatapressunar. Meiningin er að nýta nýju straum- ana er komið hafa til með Borgar- fjarðarbrúnni og koma upp af- greiðslu- og mótttökuaðstöðu í Borgarnesi og þjóna þar með íbúum Borgarness og uppsveitum Borgarfjarðar einnig. Eigendur fyrirtækisins eru Jón Guðmundsson og Elisabet Jóns- dóttir. ÓRLOFSFERÐ r/f| aunafolks til Danmerkurl4.águst-4.septembcr Vegna mikillar aðsóknar og langs biðlista sem myndast hefur (júnf-ferðina til Danmerkur hafa Alþýðuorlof og Dansk Folke Ferie i samvinnu við Samvinnuferðir-Landsýn ákveðið að efna til annarar gagnkvæmrar orlofsferðar til Danmerkur. Flogið verður í sameiginlegu leiguflugi og dvalist I orlofsbúðum verkalýðssamtakanna I hvoru landi. Ferðatilhögun Brottför er 14. ágúst og heimkoma 4. september. Fyrstu 10 daga ferðarinnar verður ferðast um Sjáland, Fjón og Jótland, auk þess sem farið verður I stuttar kynnisferðir til Þýska- lands og Svíþjóðar. Gist verður I sumarhúsum dönsku verkalýðshreyfingarinnar víðs vegar um landið. Síðustu 11 daga ferðarinnar verðurdvalist I hinum vinsælu sumarhúsum Dansk Folke Ferie í Karrebæksminde. Skoðunarferðir verða skipulagðar til fjölmargra merkra staða í Danmörku og að sjálfsögðu verður Kaupmannahöfn heimsótt að degi og kvöldi. Þátttökuréttur Rétt til þátttöku í þessari ferð eiga félagsmenn I verkalýðsfélögum sem eiga orlofshús I ölfusborgum, Svignaskarði, Vatnsfirði, lllugastöðum eða Einarsstöðum. Hvert orlofs- svæði á rétt til takmarkaðs fjölda þátttakenda. Bókun fer fram á eftirtöldum stöðum og eru þar jafnframt veittar nánari upplýsingar: Alþýðusamband íslands, Grensásvegi 16, sími 91-84033 Alþýðusamband Vestfjarða, Alþýðuhúsinu ísafirði, slmi 94-3190 Alþýðusamband Norðurlands, Brekkugötu 4, Akureyri, sími 96-21881 Alþýðusamband Austurlands, Egilsbraut 25, Neskaupstað, sími 97-7610 Vinsamlegast athugið að þeir sem ekki komust í júníferðina verða að endurnýja pantanirsínar . Verð kr. 4.900 Barnaafsláttur 2-11 ára kr. 1.500 Innifalið í verði: Flug, flutningur til og frá flugvelli I Kaupmannahöfn, gisting með fullu fæði og allar rútu- ferðir ásamt íslenskri fararstjórn I fyrri hluta ferðarinnar. í Karrebæksminde er gisting án fæðis og verðið miðað við fjóra íbúa I húsi. áfc Alþýðuorlof _ „© ^jjjjjjjjp- Orlofssamtök launþega LaSIISK tOÍKe-tdie Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 BENIDORM 3Q JIINi Odýrt tveqgjavikng sólarfrí Tveggja vikna ferð til Beni- dorm, hrein og snyrtileg strönd á Suður-Spáni. Góð hótel eða íbúðir með eða án fæðis. Beint flug alia leið. IS FERÐAMIÐSTÖÐIN AÐALSTRÆTI9 SÍM128133 11255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.